Fréttablaðið - 20.06.2003, Síða 18

Fréttablaðið - 20.06.2003, Síða 18
Fyrir fáeinum dögum og vikumgaus upp gamalkunnug um- ræða í samfélaginu – ekki síst í lesendabréfum og innhringiþátt- um útvarpsstöðv- anna – um nafnbirt- ingar í fjölmiðlum. Tilefnin voru tvenns konar. Ann- ars vegar fjár- svikamál sem þekktir menn úr v i ð s k i p t a l í f i n u tengdust. Hins veg- ar rannsókn lögreglunnar á bar- naklámi sem maður í Reykjavík hafði sankað að sér, og hafði hann jafnvel einnig búið sjálfur til slíkt klámefni með íslenskum börnum eða ungmennum. Sjónarmiðin sem komu fram voru margreynd í umræðunni. Annars vegar for- dæming á birtingu nafna grun- aðra manna áður en dómur félli. Hins vegar ákall um nafnbirting- ar á mönnum grunuðum um gróf ofbeldisverk – einkum kynferðis- afbrot gegn konum og börnum. Bæði þessi sjónarmið gera ráð fyrir að fjölmiðlar séu nokkurs konar hluti af dóms- og löggæslu- kerfinu. Í fyrra tilfellinu er gert ráð fyrir að dómskerfið stjórni því hverra nöfn eru birt í blöðum og öðrum fjölmiðlum. Í síðara til- fellinu er gert ráð fyrir að fjöl- miðlar komi til aðstoðar þar sem tæki löggæslunnar þrjóta; annað hvort með því að taka það upp hjá sjálfum sér að birta nöfn valinna grunaðra manna eða þá að lög- gæslan noti fjölmiðlana til að vara borgarana við tilteknum mönnum. Vandinn við umræðuna um nafnbirtingar felst einmitt í þessu. Fjölmiðlar eru hvorki hluti af dóms- né löggæsluhlutverkinu. Fjölmiðlar lúta að sjálfsögðu lög- um og opinberum reglum eins og önnur fyrirbrigði í samfélaginu en eru ekki skyldari þessum kerf- um en bankar eða bensínstöðvar. Þótt fjölmiðlar segi fréttir af framgangi dóms- og löggæslumála eru þeir ótengdir þessum stofnun- um og nálgast þessi mál á allt öðr- um forsendum. Það má færa ágæt rök fyrir því að það fyrirkomulag henti bæði dómstólum og löggæsl- unni betur og ekki síður fjölmiðl- unum. Ef fjölmiðlar hafa eitthvert virkt hlutverk í samfélaginu fara þeir best með það hlutverk með því að verja sjálfstæði sitt fyrir ríkis- valdinu og hvers kyns hagsmuna- samtökum. Og með slíku sjálfstæði gagnast þeir jafnframt best stofn- unum ríkisvaldsins og hagsmuna- hópum sem þeir fjalla um. Þeirri skoðun hefur vaxið fylgi sem telur að hlutverk fjöl- miðla sé fyrst og fremst að miðla upplýsingum frá hinum ýmsu stofnunum og hagsmuna- hópum til almennings. Svo er ekki. Til þess höfum við heima- síður og upplýsingarit stofnana og hagsmunahópa. Eðli fjölmiðla er að meta sjálfstætt upplýsing- ar, leita þær uppi ekki síður en að þiggja þær og reyna að end- urspegla þessar upplýsingar með þeim hætti að almenningur bæði skilji og hafi fróðleik og skemmtun af. Fjölmiðillinn er því nokkurs konar vera – ef hann er það ekki er hann aðeins gjall- arhorn eða lögbirtingablað. Siða- reglur og verklagsreglur eru hverjum fjölmiðli nauðsynlegar en allsherjarreglur leysa okkur aldrei undan þeirri kvöð að meta hvert mál á eigin forsendum og taka ákvarðanir á grundvelli þess. Íslenskir fjölmiðlar hafa sýnt að þeir standa vel undir þeirri ábyrgð – alls ekki síður en fjölmiðlar víðast hvar í ná- grannalöndum okkar. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um sakamál og nafnbirtingar í fjölmiðlum. 10 20. júní 2003 FÖSTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Í gáskafullu lagi eftir Ólaf HaukSímonarson sem heitir ,,Fólkið í blokkinni“ og kom út fyrir nokkrum misserum á samnefndri plötu, syngur Eggert Þorleifsson um skrýtna og forvitnilega fólkið sem býr allt í sömu blokk í Hólun- um. En sú blokk er einmitt lang- mest skreytt á jólunum, sam- kvæmt laginu. Um miðbik lagsins segir m.a.: „Pabbi minn hann Tryggvi selur tryggingar./ Þú tryggir ekki löngu brunnar bygg- ingar./Hann pabbi segir: Lífið hef- ur skyggingar./ Er það ekki skrít- ið/hvað sumir segja lítið?/ Þeir vakna bara í bítið/ í sjálfskapar- vítið.“ Öryggis- og varnarmál Ekki er gott um það að segja hvort blokkin í Hólunum er líka langmest skreytta blokkin á 17. júní, kannski er það svo. Hitt er þó nokkuð víst að leikskáldið Ólafur Haukur Símonar- son hefur tæplega átt von á því þegar hann setti saman þessar vísur, fyrst og fremst fyrir krakka, að hann væri þarna að lýsa í hnotskurn varn- ar- og öryggis- málastefnu ís- lenskra stjórn- valda. Engu að síður hefur það nú orðið hlutskipti annars leiks- skálds, sem að vísu er forsætis- ráðherra að aðalstarfi, að lýsa á sjálfan 17. júní stjórnarstefn- unni í þessum merka málaflokki með nánast sama hætti í hátíðar- ræðu á Austurvelli. Ræða Davíðs Oddssonar – sem ólíkt flestu öðru á þessari hátíð Reykjavíkur vegna sjálf- stæðis íslenskrar stjórnskipunar frá utanaðkomandi áhrifum og völdum var ekki í boði hins fjöl- þjóðlega fyrirtækis Og Vodafo- ne – var einmitt athyglisverð fyrir þær sakir að þar kom í fyrsta sinn fram þokkalega heildstæð útlistun á varnar- og öryggismálastefnu Íslendinga. Davíð sagði: „Öryggi okkar þarf að vera eins vel tryggt og verða má.....Við kaupum okkur hvert og eitt ekki rándýrar bruna- tryggingar vegna þess að við bú- umst beinlínis við eldsvoða eða sjáum til brennuvarga í fjarsk- anum. Líkindareikningar sýna reyndar að flestir ættu að geta sofið tiltölulega rólegir án slíkra trygginga. En það dugar okkur ekki sem einstaklingum og enn síður sem þjóð. Það er ekki nógu öruggt. Það er of mikið í húfi. Viðsjár í okkar heimshluta hafa minnkað sem betur fer, en þó er ekkert ríki á þessum slóðum sem treystir sér til að vera án raun- verulegra varna sem geta brugð- ist fljótt við óvæntri vá.“ Sem sagt, „þú tryggir ekki löngu brunnar byggingar“, er efnislega það sem Davíð sagði þjóðinni og þá væntanlega líka sérstökum pennavini sínum Bush Bandaríkjaforseta. Ekki er nokkur ástæða til að efast um að þeir Bush og Davíð séu sammála um að tryggingar séu mesta þarfaþing. En ágreiningurinn hefur hins vegar ekki staðið um tryggingar eða ekki tryggingar. Ágreiningurinn hefur frekar staðið um það hvers konar tryggingar væru viðeigandi í ör- yggis- og varnarmálum Íslands. Hve há á sjálfsábyrgðin að vera? Erum við kannski að tala um kaskó? Hvað með innbú og jafn- vel rekstrartryggingu? Bandaríkjamenn telja sig ekki vera að afturkalla varnar- tryggingar fyrir Ísland, heldur aðeins að breyta skilmálum. Ís- lensk stjórnvöld telja þetta hins vegar afturköllun. Íslendingar hafa þó ekki útskýrt eða mótað neina afgerandi skilgreiningu á því hvers vegna og hvaða breyt- ing á varnarliðinu veldur því að varnartryggingin brestur. Vissulega hefur komið fram að ríkisstjórnin telur núverandi viðbúnað lágmarksviðbúnað, en enginn veit af hverju. Um það hefur ekkert verið sagt. Þar rík- ir þögnin ein. Sjálfskaparvíti Það er einmitt í þeirri stóru þögn, sem sjálfskaparvíti Ís- lendinga felst hvað varðar samn- ingsstöðuna gagnvart Banda- ríkjamönnum. (Vissulega má segja, til að halda allri sanngirni til haga, að þessi vinna hefði að öllu jöfnu átt að vera samvinnu- verkefni og Bandaríkjamenn hafa ekki verið auðveldir samn- ingsaðilar þegar kemur að tæknilegri útfærslu og skil- greiningu lágmarksvarnanna.) Það breytir þó ekki því að Ísland, sem sjálfstætt fullvalda ríki, hlýtur sjálft að þurfa að hafa mótað útfærða og rökstudda skil- greiningu á lágmarksvörnum, skilgreiningu á því hvernig og gegn hverju menn vilja tryggja sig. Að gera það ekki er ekki ein- ungis víti, heldur sjálfskapar- víti. Þess vegna er það óvænt, en skemmtilega nákvæm og rétt framhaldsgreining hjá Ólafi Hauki á þjóðhátíðarbrunatrygg- inum íslenskrar öryggis- og varnarmálastefnu, þegar hann bendir á að það sé í raun skrítið, hvað sumir segi lítið. Enda vakni þeir í bítið – í sjálfskapar- vítið! ■ GALDRAR Útblástursreykur frá sorpbrennslustöðinni Funa í Skutulsfirði. Um galdra á Vestfjörð- um Pétur Tryggvi skrifar: Galdrar hafa alla tíð verið vin-sæl íþróttagrein á Vestfjörð- um. Einn slíkan má lesa úr frétt Morgunblaðsins 16. júní síðastlið- inn, undir yfirskriftinni „Skað- laust en hræðilega ljótt“. Þar seg- ir meðal annars að eitruðustu efn- um sem þekkjast í heiminum er eytt hér á Ísafirði. Þó hafa vís- indamenn staðfest að það er ekki hægt að eyða þeim. Hér er eitur- efnunum „eytt“ áður en þeim er hleypt út í andrúmsloftið, segir í fréttinni. Í þessu felst galdurinn, vegna þess að enginn skilur hvernig hægt er að hleypa því út, sem hefur verið eytt. Galdrar þessir eru skaðlausir en hræðilega ljótir, en það gerir galdrana ekki síður áhugaverða, því að fólk er farið að taka meira eftir þeim þar sem galdrastafirnir eru ekki splunkunýir lengur. Ekki hefur verið gert mikið úr undrinu en talið er að það eigi sér eðlilegar skýringar. ■ Um daginnog veginn BIRGIR GUÐMUNDSSON ■ stjórnmálafræðingur skrifar um öryggis- og varnarmál Íslendinga. Fólkið í blokkinni ■ Bréf til blaðsins Fjölmiðlar eru ekki hluti ríkisvaldsins ■ Af Netinu Kvennabaráttunni lokið „Nú er staðan sem betur fer önn- ur en áður var og konum er nú orðið í engu mismunað og þær njóta allra sömu réttinda og karlar. Og þar með hlýtur „kvennabaráttunni“ að vera lok- ið svo jafnréttissinnar geta snúið sér að öðru.“ RITSTJÓRNARGREIN Á VEFÞJÓÐVILJANUM Á VEFNUM ANDRIKI.IS. Tívolítæki og kynlíf „Hvenær varð kynlífið okkar svona neyslutengt? Talað er um það á sama hátt og tívolítæki eða kökuhús: „Hefur þú farið í þetta tæki?“ „Hefur þú smakkað þessa sort?’“ ANDRÉS JÓNSSON Á VEFNUM POLITIK.IS. Helgi Björnsson söngvari Éta upp gjaldeyrisforðann Mér finnst að hvalveiðar eigi rétt á sér í takmörk- uðum mæli vegna þess að við höfum stundað þær frá örófi alda. Mér finnst að hægt sé að veiða hvali á þeim svæðum þar sem hvalaskoðun fer ekki fram þannig að það þurfi ekki að trufla hvort annað. Talað er um að um það bil 40.000 hrefnur séu í kringum landið og mér finnst allt í lagi að grisja þær, þar sem þær eru að éta upp þorskinn sem er okkar gjaldeyrisforði. Ég tel al- gjöran óþarfa að hafa áhyggjur af því að hvalir séu að deyja út þar sem allar mælingar benda til þess að stofn- arnir séu mjög sterkir. Ég tel ekkert nema gott um það að segja að 200 hvalir séu veiddir af 40.000 hvala stofni. Guðmundur Gestsson framkvæmdastjóri Hvalastöðvarinnar Minni tekjur fyrir þjóðarbúið Hvalveiðar koma aldrei til með að skila þjóðarbúinu eins miklum tekjum og hvalaskoðun og önnur ferðaþjón- usta í landinu. Bara sá gjörningur að fara út í vísinda- veiðar myndi gera það mikinn skaða fyrir ferðaþjónust- una í landinu og orðspor Íslands í útlöndum að alveg eins gott væri að hefja veiðarnar strax að fullu. Hluti af þeim hrefnum sem veiddar yrðu í vísindaskyni yrðu teknar af hvalaskoðunarsvæðunum, en árlega fara á milli 20 og 30 þúsund manns í hvalaskoðunarferðir bara frá Reykjavík. Meðal fylgjenda hvalveiða er þar að auki mikið talað um að hvalir taki mikið æti úr lífríki hafsins. Staðreyndin er þó sú að hvalir éta aðeins um og innan við 2% af lífríkinu í hafinu í kringum Ísland. Eiga hvalveiðar rétt á sér? Skiptar skoðanir ■ Ísland, sem sjálfstætt full- valda ríki, hlýt- ur sjálft að þurfa að hafa mótað útfærða og rökstudda skilgreiningu á lágmarksvörn- um, skilgrein- ingu á því hvernig og gegn hverju menn vilja tryggja sig. ■ Fjölmiðillinn er því nokkurs konar vera – ef hann er það ekki er hann aðeins gjallar- horn eða lög- birtingablað.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.