Fréttablaðið - 20.06.2003, Síða 20
FÓTBOLTI „Að blása baráttuanda í
brjóst tíu mínútum fyrir leik,“
sagði Jóhannes Atlason sem
stýrði landsliði Íslands í 16 leikj-
um frá mars 1982 til september
1983. „Um það snýst starf lands-
liðsþjálfara.“
Ásgeir Sigurvinsson og Logi
Ólafsson voru kynntir sem nýir
landsliðsþjálfarar landsins til
næstu tveggja ára og á það líst
Jóhannesi vel. „Þetta er fín blan-
da hjá þeim félögum. Báðir hafa
mikla og góða reynslu úr boltan-
um og vita alveg hvað þarf til að
vinna leiki. Þetta er ekkert mjög
flókið; þetta snýst um að ná að
virkja þjóðarkarakterinn í rétt-
um tíma og fá góða knattspyrnu-
menn til að gefa aðeins meira en
venjulega í mikilvæga lands-
leiki. Þetta hafa Færeyingar í
dag, baráttuanda sem að betri
leikmenn vantar stundum en það
hefur sýnt sig aftur og aftur í
gegnum tíðina hér á Íslandi að
þau skipti sem við gerum góða
hluti í landsleik að þá er það ekki
af því að við eigum svo marga
frábæra leikmenn heldur fyrst
og fremst barátta okkar og
kjarkur.“ ■
FÓTBOLTI Dregið verður í fyrstu
umferði undankeppni Meistarar-
deildar Evrópu og UEFA-bikar-
keppninnar í dag. KR verður
fulltrúi Íslands í Meistaradeild-
inni en Fylkir og Grindavík í
UEFA-bikarkeppninni.
KR-ingar eiga möguleika á styt-
tri ferðalagi til Færeyja, Lúxem-
borgar eða Bretlands, eða mun
lengri reisu, jafnvel allt austur til
Kazakstan sem á félag í keppni
meistaraliða í fyrsta sinn. KR hef-
ur áður leikið gegn þremur þeirra
félaga sem þeir gætu mætt í
keppninni. KR-ingar unnu HB á
KR-velli í keppninni um Atlants-
hafsbikarinn í vor en töpuðu fyrir
Flora Tallin í úrslitaleik á móti á
Kýpur fyrir fjórum árum. Árið
1995 léku KR-ingar gegn
Grevermachen frá Lúxemborg í
Evrópukeppni bikarhafa og unnu
4:3 samanlagt.
Félögin 82 í 1. umferð í UEFA-
bikarkeppninnar raðast í tvo
styrkleikaflokka eftir árangri síð-
ustu fimm ára. Þeim er einnig
skipt í sex 16 liða hópa þar sem
verða átta félög úr hvorum
strykleikaflokki. Fylkir og Grinda-
vík eru rétt ofan miðju í lakari
styrkleikaflokknum.
Í hattinum verða nokkur áhuga-
verð félög, t.d. Manchester City
sem komst í UEFA-bikarkeppnina
vegna háttvísi enskra félaga á und-
anförnum árum. Þarna verða ein-
nig Íslendingafélögin Kärnten,
Lokeren, Molde og Lyn. Helgi Kol-
viðsson leikur með austurríska fé-
laginu Kärnten en fjórir Íslending-
ar leika með Lokeren, Rúnars
Kristinssonar, Arnars Grétarsson-
ar, Arnars Þórs Viðarssonar og
Marels Baldvinssonar. Teitur
Þórðarson er þjálfari Lyn en þar
leika Helgi Sigurðsson og Jóhann
B. Guðmundsson. Andri Sigþórs-
son, Bjarni Þorsteinsson og Ólafur
Stígsson leika með Molde en Ólaf-
ur lék með Fylki áður en hann hélt
til Noregs og gæti leikið gegn sínu
gamla félagi í undankeppninni sem
fram fer í ágúst.
obh@frettabladid.is
20 20. júní 2003 FÖSTUDAGUR
Mikið úrval
puma - nike - hummel
buffalo london - el naturalista - bronx
le coq sportif - björn borg - converse
face - roots - intenz - dna
VERSLUNIN
HÆTTIR
Allt á að seljast
20-60%
afsláttur
K R I N G L A N , S . 5 3 3 5 1 5 0
Jónsmessuhátíð
Trésmiðafélagsins
á Stóra-Hofi
Hin árlega fjölskylduskemmtun félagsmanna
TR verður nú um helgina að Stóra-Hofi.
Dagskrá
Föstudagur 20. júní: Mæting á svæðið
Laugardagur 21. júní: dagskráin hefst kl. 10:00 með
golfmóti ungs fólks á aldrinum 8 til 14 ára.
Síðan verður: Listasmiðjan opin, kvennahlaupið í
Árnesi. Hugvekja í kirkjugarðinum og messukaffi á eftir
í smiðjunni. Ratleikur fjölskyldunnar. Sameiginlegt grill.
Varðeldur og fjöldasöngur. Dansleikur í Skemmunni.
Næg tjaldsvæði með góðri aðstöðu eru fyrir
alla félagsmenn TR og fjölskyldur þeirra.
Skemmtinefnd TR.
Ekki eru allir jafn ánægðirmeð komu David Beckham
til Real Madrid. Miðjumaðurinn
Guti er þess fullviss um að ekk-
ert pláss sé eftir fyrir hann í lið-
inu og telur líkur á að hann óski
eftir sölu til annars félags. Guti
er einn af þeim leikmönnum
sem hafa alið manninn alla tíð
hjá Real Madrid.
Enska úrvalsdeildin gerir ráðfyrir að fá mun lægri greiðsl-
ur fyrir réttinn til að sjónvarpa
leikjum í deildinni næstu ár en
undanfarin ár. Sky sjónvarpsstöð-
in greiddi andvirði 135 milljarða
króna fyrir þriggja ára útsend-
ingarétt. Talið er að samdráttur í
tekjum af sjónvarpsútsendingum
frá íþróttaviðburðum verði til
þess að minna fé verði boðið í ár
en undanfarið.
Fótbolti
ÁLFUKEPPNI FIFA
Japanir hófu Álfukeppni FIFA með glæsi-
brag og unnu Ný Sjálendinga 3:0. Shunsu-
ke Nakamura, fyrir miðri mynd, skoraði tvö
marka þeirra.
■ Fótbolti
KR - HB
KR og HB kepptu um Atlantshafsbikarinn í vor. Þau gætu mæst í undankeppni Meistaradeildarinnar í næsta mánuði.
Ræðst í dag við
hverja er leikið
KR-ingar gætu dregist gegn Færeyjameisturunum eða þurft að
fara alla leið til Kazakstan. Fylkir og Grindavík gætu mætt nokkrum
Íslendingaliðum eða enska liðinu Manchester City.
BRYNJAR BJÖRN GUNNARSSON
Mætir með dug og þor í alla leiki segir Jóhannes.
Starf landsliðsþjálfara ólíkt flestum öðrum störfum:
Snýst um að hvetja
menn til dáða