Fréttablaðið - 20.06.2003, Síða 22

Fréttablaðið - 20.06.2003, Síða 22
22 20. júní 2003 FÖSTUDAGUR FERSK Í BÚÐIR Á HVERJUM DEGI KNATTSPYRNA Massimo Moratti, forseti Internazionale á Ítalíu sér ekki eftir David Beckham til Real Madrid. Þvert á móti hefur nú opnast möguleiki á að fá hinn portúgalska Luis Figo til liðsins. „Beckham er frábær leikmað- ur en eins og staðan er er hann ekki inni í okkar áætlunum. Það er Figo hins vegar. Fótboltinn er skrýtinn, heimurinn er stór og allt getur gerst. Þar á meðal kaup okkar á Figo.“ Real Madrid skuldar Inter Milan enn háar greiðslur vegna Ronaldo hins brasilíska og með tilkomu Beckhams er orðið þröng á þingi í liði Madrid með Makelele, Zidane, McManaman, Beckham, Guti, Helguera, Sol- ari, Conceicao, Cambiasso og Figo að berjast um sömu eða svipaðar stöður innan liðsins. Má því gera ráð fyrir að Beck- ham þurfi að venjast því að vera ekki fastamaður í byrjunarliði eins og verið hefur hans feril með Manchester United. ■ LUIS FIGO Hann er efstur á óskalista Inter Milan. Forseti Inter Milan á Ítalíu: Inter vill Figo KNATTSPYRNA Mikið er rætt um end- urkomu Eyjólfs Sverrissonar í ís- lenska knattspyrnu en Eyjólfur er að koma sér fyrir á Íslandi eftir langa dvöl erlendis. Sjálfur segist Eyjólfur ekki leiða hugann að neinu ennþá enda með nóg á sinni könnu. Hann hefur tæpan mánuð til að gera upp hug sinn í þeim málum því þann 15. júlí opnast leikmannaskiptamarkaður Knattspyrnusambands Íslands. Sú staðreynd að Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari virðist enn telja Eyjólf vænlegan kost í landsliðið gefur til kynna að hann sé hugsan- lega að fara að leika hérlendis. Ekkert er þó ákveðið í þeim efnum en ef hann ákveður að leika er ljóst að mörg lið myndu vilja fá hann í sínar raðir. Öll félög vilja fá Eyjólf Sverrisson Einn reyndasti leikmaður íslenskrar knattspyrnu í dag er hættur í at- vinnumennsku. Hann hefur undanfarið æft með Fylki í Árbænum. Leikmannamarkaðurinn opnast 15. júlí. FERILL ERLENDIS Eyjólfur Sverrisson (f. 3. ágúst 1968) leikir mörk VfB Stuttgart (1989-1994) 110 21 Besiktas JK (1994-1995) 33 9 Hertha BSC Berlin (1995-2003) 140 10 Samtals (1989-2003) 283 40 A-landsleikir (1990-2001) 66 10 EYJÓLFUR MEÐ HERTHA BERLÍN Hvarvetna er borin mikil virðing fyrir hon- um sem leikmanni. Heyrnartæki Nú fáanleg með greiðsluþátttöku ríkisins • Afgreidd á 3 vikum • Möguleiki á 28.000 kr niðurgreiðslu frá ríkinu • Persónuleg þjónusta • Frí heyrnarmæling og ráðgjöf hjá heyrnarfræðingi • Verð frá 76.000 kr. • 2 ára ábyrgð GLÆSILEGUR ÁRANGUR * Þýskur meistari með Stuttgart árið 1992 * Tyrkneskur meistari með Besiktas árið 1995 * Deildabikarmeistari með Hertha árin 2001 og 2002 * Eyjólfur er leikjahæstur Íslendinga í þýsku Búndeslígunni með 250 leiki. Atli Eðvaldsson lék 224 leiki og Ás- geir Sigurvinsson 211 leiki.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.