Fréttablaðið - 20.06.2003, Side 23

Fréttablaðið - 20.06.2003, Side 23
23FÖSTUDAGUR 20. júní 2003 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 14 51 06 /2 00 3 Góðar www.utilif.is Smáralind - Glæsibæ Sími 545 1550 - 545 1500 Smáralind mán.-fös. kl. 11-19 lau. kl. 11-18 sun. kl. 13-18 Glæsibæ mán.-fös. kl. 10-18 lau. kl. 10-16 OPIÐ golfvörur Frábæ rt verð Mitsushiba Decade, sérhannaðar fyrir byrjendur. Herra- og dömukylfur úr grafít. Kylfuverð: 3.890kr. Mitsushiba Empress dömusett, 5 - SW, grafítsköft. Verð: 19.990kr. Mitsushiba H.E.S. II herrasett, 3 - SW, grafítsköft, títaníumblanda í haus. Verð: 29.990kr. Mitsushiba álkerra, traust kerra. Verð: 5.990kr. Reebok golfskór herra, svartir. Verð: 9.990kr. Ecco golfskór herra, svartir og hvítir. Verð áður: 14.990 kr. Verð nú: 7.990kr. Úlfar Jónsson, atvinnumaður og fyrrum Íslandsmeistari mælir með Mitsushiba kylfum fyrir byrjendur. Aðalsteinn Víglundsson, þjálfari Fylkis „Það er enginn á Norðurlönd- unum sem ekki hefur áhuga á að fá Eyjólf í sitt lið og þó víðar væri leitað,“ segir Aðalsteinn. „En það er ekki þannig að við séum eitt- hvað að pressa hann á að ganga til liðs við okkur hjá Fylki. Við lítum á það þannig að ef Eyjólfur hefur áhuga á því og metnað í það að spila á Íslandi og hefur áhuga á að spila fyrir okkur hér í Árbænum þá tökum við honum opnum örm- um.“ Bjarni Jóhannsson, þjálfari Grindavíkur „Ef Eyjólfur Sverrisson gefur kost á sér í íslenska knattspyrnu þann 15. júlí þegar leikmanna- glugginn opnast eru ekki mörg lið sem hafa ekki áhuga,“ segir Bjarni. „Við hjá Grindavík skoð- um það alveg örugglega ef það býðst en hann hefur verið mjög laginn síðan hann kom heim og látið lítið hafa eftir sér enn sem komið er, enda nóg að gera við að koma sér fyrir. Við Eyjólfur erum vinir og tölum oft saman og hann tekur bara sína ákvörðun þegar þar að kemur.“ Willum Þór Þórsson, þjálfari KR „Eyjólfur Sverrisson hefur margt að bjóða sem leikmaður og margir yngri leikmenn sem gætu lært mikið af Eyjólfi,“ segir Willum Þór. „Hann hefur haldið sér í toppformi og það er alveg á hreinu að ef hann hefur áhuga á að spila fyrir okkur í KR þá bjóð- um við hann velkominn.“ ■ FÓTBOLTI Tíu af 24 leikjum Lands- bankadeildar karla fengu yfir eitt þúsund áhorfendur. Flestir sáu leik Þróttar og KR í 1. um- ferð, 2.502, en 2.369 sáu leik KR og ÍA í 3. umferð. Heildarað- sóknin að leikjum Landsbanka- deildarinnar er 25.980 en að meðaltali hafa 1.083 séð leiki deildarinnar. Í fyrra sáu 996 áhorfendur að meðaltali leiki efstu deildar. Tæplega þrettán þúsund manns sáu leiki 1. umferðar, rúmlega ellefu þúsund leiki næstu umferðar og rúm níu þús- und leikina í 3. og 4. umferð. Tæp níu þúsund sáu fjóra fyrstu leiki 5. umferðar. ■ LANDSBANKADEILD KARLA Aðsókn að leikjum Meðaltal og heildaraðsókn KR 1.942 9.711 Fram * 1.335 5.341 Fylkir 1.304 6.522 Þróttur 1.199 5.993 ÍA 1.172 5.859 Valur 956 4.780 Grindavík 842 4.209 FH 841 4.207 KA 645 3.223 ÍBV * 529 2.115 BEST SÓTTU LEIKIRNIR Þróttur - KR (1. umferð) 2.502 KR - ÍA (3. umferð) 2.369 Fram - KR (2. umferð) 1.974 Fylkir - Fram (1. umferð) 1.871 KR - Valur (5. umferð) 1.753 * Í töfluna vantar leik ÍBV og Fram Landsbankadeild karla: 1.083 áhorfendur að meðaltali Neville treystir Ferguson: Saknar Beckham FÓTBOLTI Einn af bestu vinum Dav- id Beckham er fyrrum félagi hans hjá Manchester, Gary Neville, og hann sér enga ástæðu af hverju bæði Beckham og Manchester United ættu ekki bæði að vera ánægð með brottför hans. Þetta kemur fram í breska blaðinu The Times að þrátt fyrir trega yfir að missa einn af sínum bestu félögum vill hann meina að þetta sé öllum fyrir bestu. „Við erum með einn hæfileika- ríkasta þjálfara í heimi og hann lætur David ekki fara að ástæðu- lausu.“ ■ Keppni í ensku 1. deildinnihefst laugardaginn 9. ágúst. Stoke City leikur á heimavelli gegn Derby County í 1. umferð og Lárus Orri Sigurðsson og fé- lagar í WBA leika á útivelli gegn Walsall. West Ham heimsækir Preston. Skoska deildakeppnin hefstlaugardaginn 9. ágúst. Meist- arar Rangers leika gegn Kilmarnock á heimavelli í 1. um- ferð en Celtic heimsækir Dun- fermline. Chris Sutton, leikmaður Celtic,fær líklega varmar viðtökur í Dunfermline en hann sakaði leik- menn félagsins að leggja sig ekki fram í leiknum gegn Ragners í lokaumferð síðasta tímabils. Rangers vann 6:1 og hafði titilinn af Celtic á betri markatölu. David Beckham hefur veriðbeðinn um að vera talsmarðu Lundúna í viðleitni borgarinnar í að fá að halda Ólympíuleikana árið 2012. Zinedine Zidane, sam- herji Beckhams hjá Real Madrid, hefur samþykkt að verða einn talsmanna Parísar í keppninni um að halda leikana. ■ Fótbolti HART BARIST Fótbolti er vinsælt sport og leikir KR-inga best sóttir af öllum leikjum í Landsbankadeildinni.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.