Fréttablaðið - 20.06.2003, Síða 26

Fréttablaðið - 20.06.2003, Síða 26
Söng- og leikkonan JenniferLopez hefur krafist þess að Madame Tussaud’s-vaxmynda- safnið skafi 10 pund af rassi eftir- myndar sinn- ar, sem hún telur allt of stóran og nánast æru- meiðandi. Er- indi stjörn- unnar hefur verið tekið frekar fálega hjá vaxmyndasafninu sem hefur engan áhuga á að eiga við aftur- enda J.Lo þar sem þegar sé búið að mæla hann í bak og fyrir og niðurstaðan sé einfaldlega sú að hann sé nákvæmlega eins og á fyrirmyndinni. Nýjasta tölvuteiknimyndin fráPixar, Finding Nemo, var að- sóknarmesta bíómyndin í Banda- ríkjunum um síðustu helgi og skaust meðal annars upp fyrir vitleysingagrínið Dumb & Dumberer, nýju skriðdýrateikni- myndina Rugrats Go Wild! og gamla jaxlinn Harrison Ford í Hollywood Homicide. Nemo halaði inn 28,3 milljónir dollara um helgina en hún hefur verið þrjár vikur í bíó. 2Fast2Furious ruddi henni úr efsta sætinu helg- ina þar áður en Nemo litli gerði sér lítið fyrir og endurheimti efsta sætið en mynd hefur ekki endurheimt efsta sætið með þess- um hætti síðan James Bond sneri aftur með látum eftir að Die Another Day hafði fallið af toppnum. Fyrrum X-Files hetjan DavidDuchovny mun þreyta frum- raun sína sem leikstjóri og handritshöfund- ur með House of D sem gert er ráð fyrir að fari í fram- leiðslu í sept- ember. Kappinn mun sjálfur leika í myndinni ásamt eiginkonu sinni Tea Leoni og Robin Willi- ams. Fregnir herma að House of D sé tilfinningaþrungin saga um vináttu nokkurra New York-búa. Gamanmyndin Old School meðLuke Wilson í aðalhlutverki féll gagnrýnendum ekkert sér- staklega vel í geð en hún er engu að síður orðin metsölumynd á DVD-diskum í Bandaríkjunum. Myndin seldist í 2,2 milljónum eintaka fyrstu vikuna eftir að hún kom út og hefur því farið langt fram úr væntingum fram- leiðendanna. Salan er svipuð og gerðist með rómantísku gaman- myndina Maid in Manhattan með Jennifer Lopez í aðalhlutverki og það verður að teljast býsna gott þar sem sú mynd höfðar til miklu breiðari áhorfendahóps en Old School, sem er fyrst og fremst stíluð inn á karlmenn. Fréttiraf fólki bíó o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um kvikmyndir Ritstjórn; sími: 515 7500 – netfang: bio@frettabladid.is. Auglýsingar; sími: 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Þjónustuauglýsingar: Gula línan; sími 580 8090 – netfang: auglysingar@gulalinan.is. Ef þú skellir á, ert þú dauður! Frumsýnd 27. júní. F y l g s t u m e ð á X - i n u !

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.