Fréttablaðið - 20.06.2003, Page 29
FÖSTUDAGUR 20. júní 2003 29
SÍMI 553 2075
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 MATRIX REL. b.i. 12 kl.10.10
BRINGING DOWN THE... kl.5.50 og 8
KANGAROO JACK kl. 6 og 10
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15 b.i 12
10.15 powersýning
Sýnd kl. 8
Sýnd kl.6. 8 og 10
kl. 4, 6, 8 og 10ANGER MANAGEMENT
VIEW FROM THE TOP kl. 6, 8 og 10THEY bi 16. ára kl. 6, 8 og 10
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10
Sýnd kl.5.30, 8 og 10.30
KVIKMYNDIR Eftir að hafa legið í
nokkur ár á teikniborði 20th Cent-
ury Fox-fyrirtækisins hefur kvik-
myndin „Alien vs. Predator“ loks-
ins fengið grænt. Þar fær skrímsla-
tegundin sem Sigourney Weaver
barðist við í tvo áratugi nýjan and-
stæðing, nefnilega skrímslið sem
Arnold Schwarzenegger og Danny
Glover börðust við í Predator-
myndunum tveimur frá níunda
áratuginum. Hugmyndin hefur
verið uppi lengi og meðal annars
búið að gera tölvuleik þar sem
skepnunnar mætast.
Það er breski leikstjórinn Paul
Anderson sem fær það verkefni að
matreiða myndina fyrir hvíta tjald-
ið. Hann er vanur því að gera geim-
hryllingsmyndir þar sem hann
gerði meðal annars hina stórgóðu
„Event Horizon“ og síðast „Res-
ident Evil“.
Tökur hefjast á myndinni í
haust í Prag, sem er orðinn vinsæll
tökustaður fyrir Hollywood-mynd-
ir.
Ekki eru allir aðdáendur „Alien“-
myndanna jafn ánægðir. Flestir
þeirra bíða spenntastir eftir fimmtu
myndinni í Alien-seríunni, en leik-
stjórinn James Cameron hefur ver-
ið orðaður við hana. Cameron gerði
aðra myndina í seríunni sem af
mörgum er talin sú besta. Cameron
hafði þó gefið skýr fyrirmæli um að
hann myndi ekki taka verkið að sér
ef kvikmyndafyrirtækið ætlaði sér
að gera myndin „Alien vs. Predator“
á undan sinni. ■
ALIEN
Geimveruskrímslin ógurlegu hafa ekki sungið sitt síðasta á hvíta tjaldinu. Von er á fimmtu
myndinni en fyrst kemur smá útúrdúr þar sem Alien-skrímslin berjast við veiðimanna-
skrímslin úr Predator-myndunum.
Mynd um samruna Alien og Predator:
Geimverur kljást
Meira virðist vera spunnið íJustin litla Timberlake en
margir vilja vera láta. Drengurinn
kom nú nýlega fram á nætur-
klúbbi í kjölfar stórra tónleika,
þar sem hann leiddi fönkhljóm-
sveit í lifandi og frjálslegu spili,
þar sem heilu hlutarnir voru af
fingrum fram og hann
lék sjálfur á gítar.
Þannig færði hann
mörg af sínum þekkt-
ustu lögum í nýjan
búning, en ekkert
var spilað sem áður
var upptekið. Justin
og vinir spiluðu,
sungu og röppuðu
svo fram á nótt.
Hin geysivinsæla breska rokk-sveit Muse segir að stríðið í
Írak og ástand heimsmála hafi
haft gríðarleg áhrif á nýja plötu
þeirra, sem mikil eftirvænting er
fyrir. Þeir hófust handa við að
taka hana upp fyrir stríðið, og
stefndu þá á að gera hressilega og
upplyftandi plötu. Unnu með sin-
fóníuhljómsveit og voru að eigin
sögn búnir að toppa Queen í geð-
veiki; 98 manna lið í bakröddum
til dæmis. Svo skall stríðið á og
þeir íhuguðu sín mál. Ákváðu að
draga úr íburðinum, og allt varð
harðara. Þó þeir lýsi sér ekki sem
pólitískri sveit segja þeir stríðið,
ótta, vantraust á yfirvöldum og
endalok heimsins hafa streymt
inn í tónlistina.
Margir muna eftir Carma-geddon-leikjunum, sem voru
byggðir lauslega á myndinni Death
Race 2000 með Sylvester Stallone,
ekki síst vegna þeirrar neikvæðu
umfjöllunar sem leikirnir hlutu.
Þannig voru ýmsir æfir yfir að
þessum „sora“ væri hleypt upp í
hillur tölvuleikjaverslana. Leikurinn
var ritskoðaður víða eða jafnvel
bannaður, en hann snýst um að
keyra niður vegfarendur á trylli-
tækjum. Nú hafa höfundar leiksins,
SCI, hafið framleiðslu fjórða leiks-
ins í seríunni, sem kemur út 2004,
en ólíklegt er að hann veki umtal á
við forðum daga. Nú hafa Grand
Theft Auto-leikirnir tekið við hlut-
verki Carmageddon sem hneykslun-
arvaldur og blóraböggull.
Meðgönguleikfimi
í vatni
S J Ú K R A Þ J Á L F U N
S í m i : 5 6 8 9 0 0 9
w w w . v i n n u v e r n d . i s
Vegna mikillar aðsóknar hef ég bætt við nýjum
hópi í vatnsleikfimi. Enn eru nokkur pláss laus.
Skráning í Gáska-sjúkraþjálfun s: 568 9009.
Kennt verður í Sundlaug Hrafnistu í Reykjavík
þrisvar í viku
Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga
Hópur 1: Kl. 12:05 – 12:45
Hópur 2: Kl. 13:00 – 13:40
Hentar vel konum sem hafa lítið hreyft sig fyrir
meðgöngu, konum með grindarverki eða aðra
stoðkerfisverki.
Verð: 7000 kr fyrir einn mánuð.
Kennari: Jóhanna Sif Gunnarsdóttir
sjúkraþjálfari.
TÖLVULEIKIR Robocop-myndirnar eru
tilvalið efni í tölvuleik; hetjan er
vel vopnum búin, þolir byssukúlur
ítrekað aftan í hnakkann og berst
gegn fylkingum illra aumingja. En
raunin varð önnur.
Leikurinn er algjört drasl. Nei,
meira en það, hann er afskræming
á öllu því sem er gott við fyrstu
persónu skotleiki! Rotið áhuga- og
hæfileikaleysi höfundanna skín í
gegn; borðin eru þröng völundar-
hús færð í ódýr föt aðkeyptrar
grafíkur; endalaus tóm herbergi
og ranghalar þar sem maður villist
og ekkert er. Aðalpersónan getur
hvorki hoppað né klifrað, kemst
ekki yfir afvelta tunnu eða háan
kant.
Spilun leiksins er lítið annað en
það að setja músina á vondu kall-
anna og þrýsta á hnappinn; ekkert
afturkast er á máttlausum byssun-
um og engu breytir um hittni
hvort þú skýtur á ferð eður ei.
Myndræni þátturinn, skásti hluti
leiksins, er einnig til háborinnar
skammar: Tæknin er sómasamleg
(þó ofurtölvan mín hökti við ein-
falda sprengingu) en það er hönn-
unin sem sýgur eins og kjarn-
orkuknúin ryksuga; legókubba
uppraðanir þar sem hlutföll og
arkitektúr eru út úr kú á alla vegu.
Robocop gengur til að mynda
alltaf gegnum efri hluta dyra og
óvinir hafa sumir ekki háls.
Gleymdu viðlíkingunni að horfa á
málningu þorna, þú hefðir meira
gaman af því að drekka málningu
en að spila Robocop.
Davíð Alexander Corno
Lágmarks
skemmtun og gæði