Fréttablaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 30
20. júní 2003 FÖSTUDAGUR
Horfði mér til mikillar ánægjuá afhendingu íslensku leik-
listarverðlaunanna á mánudags-
kvöldið. Stórglæsileg athöfn og
skemmtileg. Í stuttum viðtölum
þáttarins var leiklistarfólk hálft í
hvoru að afsaka sig – líkt og það
teldi óviðeigandi að strjúka hvert
öðru í sjónvarpinu. Alger óþarfi
að mínu viti. Ef einhverjir eiga
skilið lof og prís fyrir vel unnin
störf, þá eru það einmitt leikarar.
Og það er nákvæmlega þetta sem
við áhorfendur viljum sjá, eins og
allar áhorfstölur gefa til kynna:
Verðlaunaafhendingar fræga
fólksins.
Einhverjir menningarvitar
hafa fundið þessu þarfa framtaki,
sem og Eddunni, því til foráttu að
þetta líkist um of Óskarnum.
Þetta sé öpun á erlendu fyrirbæri
og þar með menningarlegt af-
styrmi. Ekki leiðum að líkjast,
segi ég. Við eigum ekki að
skammast okkar fyrir að taka mið
af því sem vel er gert erlendis. Í
tengslum við þá umræðu er
ákveðið innra rím, ef svo má að
orði komast. Veislan hlaut fjölda
tilnefninga. Mér skilst að Veislan
sé „copy paste“ á erlendri sýn-
ingu og er ekki verri fyrir það.
Viðtökur íslenskra leikhúsgesta
og dómnefndarinnar sanna þetta.
Það eina sem má setja út á í
sambandi við þessa
ánægjulegu út-
sendingu, sem
betur fer var í
beinni, var að
reynt var að
láta líta svo út
sem skemmtiat-
riðin – sem voru
reyndar fádæma vel
heppnuð og
skemmtileg, væru það einnig.
Áhorfendur sáu hins vegar glögg-
lega að stjarna kvöldsins, Stefán
Jónsson, var í hlutverki Baktusar
og ekki fræðilegur möguleiki að
hann gæti verið svona snöggur að
skipta um búning. ■
Við tækið
JAKOB BJARNAR
GRÉTARSSON
■ var ofboðslega ánægður með
„Grímuna“ í Sjónvarpinu og telur síst til
vansa að taka sér það til fyrirmyndar sem
vel er gert í öðrum löndum.
Glimrandi Gríma
18.00 Minns du sången
18.30 Joyce Meyer
19.00 700 klúbburinn
19.30 Freddie Filmore
20.00 Jimmy Swaggart
21.00 Sherwood Craig
21.30 Joyce Meyer
22.00 Life Today
Með áskrift að stafrænu sjón-
varpi Breiðbandsins fæst
aðgangur að rúmlega 40
erlendum sjónvarpsstöðvum,
þar á meðal 6 Norðurlanda-
stöðvum. Nánari upplýsingar
um áskrift í síma 800 7000.
17.45 Olíssport
Fjallað er um helstu íþróttaviðburði
heima og erlendis.
18.15 Football Week UK (Vikan í
enska boltanum)
18.45 FIFA Confederations Cup 2003
(Álfukeppnin) Bein útsending frá leik
Frakklands og Japans í A-riðli.
21.00 Princess Mononoke (Mononoke
prinsessa) Hörkuspennandi teiknimynd.
Leikstjóri: Hayao Miyazaki. 1997.
23.10 Frankenstein Myndin er byggð á
klassískri sögu Mary Shelley um vísinda-
manninn sem tókst að gæða ófreskju lífi
með því að græða í hana heila úr stór-
hættulegum glæpamanni. Þetta hefði
hann betur látið ógert því ófreskjan
sleppur frá skapara sínum. Aðalhlutverk:
Patrick Bergin, Randy Quaid, John Mills,
Lambert Wilson. Leikstjóri: David Wickes.
1993. Stranglega bönnuð börnum.
1.05 FIFA Confederations Cup 2003
(Álfukeppnin) Útsending frá leik Frakk-
lands og Japans í A-riðli.
3.00 Dagskrárlok og skjáleikur
6.58 Ísland í bítið
9.00 Bold and the Beautiful
9.20 Í fínu formi
9.35 Oprah Winfrey
10.20 Ísland í bítið
12.00 Neighbours (Nágrannar)
12.25 Í fínu formi (Þolfimi)
12.40 Dharma og Greg (21:24)
13.00 Jag (1:25)
13.45 Universe (1:4)
14.35 The Agency (8:22)
15.15 Thieves (2:10) (Þjófar)
16.00 Smallville (20:21)
16.45 Barnatími Stöðvar 2
17.20 Neighbours (Nágrannar)
17.45 Dark Angel (1:21) (Myrkraengill)
18.30 Fréttir Stöðvar 2
19.00 Ísland í dag, íþróttir, veður
19.30 Friends (22:23) (Vinir)
20.00 Friends (23:23) (Vinir)
20.45 George Lopez (10:26)
21.15 Just Shoot Me (15:22)
21.40 American Idol (33:34)
23.45 Jerry & Tom Aðalhlutverk: Joe
Mantegna, Ted Danson, Maury Chaykin,
Sam Rockwell. Leikstjóri: Saul Rubinek.
1998. Stranglega bönnuð börnum.
1.20 The Haunting (Draugahúsið) Al-
vöru draugasaga! Doktor David Marrow
er kominn til stuttrar dvalar á gömlu óð-
alssetri, í fylgd þriggja aðstoðarmanna.
David hefur sagt fólkinu að hann hyggist
njóta aðstoðar þeirra við rannsókn á
svefnröskun. Fljótt renna þó tvær grímur
á aðstoðarfólkið því það er engu líkara
en einhverjir fleiri hafist við í húsinu. Að-
alhlutverk: Liam Neeson, Catherine Zeta-
Jones, Lili Taylor, Owen Wilson. Leikstjóri:
Jan De Bont. 1999. Stranglega bönnuð
börnum.
3.10 Friends (22:23) (Vinir)
3.30 Friends (23:23) (Vinir)
4.15 Ísland í dag, íþróttir, veður
4.45 Tónlistarmyndbönd frá Popp
TíVí
6.00 The Only Thrill
8.00 A Passage to India
10.40 The Road to El Dorado
12.10 Night Train
14.00 A Passage to India
16.40 Night Train
18.15 The Road to El Dorado
20.00 The Only Thrill
22.00 Postmortem
0.00 Angela’s Ashes
2.25 Into the Night
4.15 Postmortem
07.00 70 mínútur
16.00 Pikk TV
19.00 XY TV
22.03 70 mínútur
23.10 Meiri músík
Skjár Einn
23.30 Stöð 2 21.15
Starfsmenn tískutímaritsins
Blush í New York eru mættir aft-
ur til leiks. Gamanmyndaflokk-
urinn Hér er ég, eða Just Shoot
Me, heldur áfram að gera það
gott en þetta er fimmta syrpan
sem er á dagskrá Stöðvar 2.
Sem fyrr beinist kastljósið að
Mayu, Ninu, Elliott, Dennis og
hinum seinheppna útgefanda
Jack Gallo. Þau eru sjaldnast
sammála um nokkurn skapaðan
hlut og samstarfið gengur eftir
því. Á meðal leikenda eru
George Segal, Laura San Gia-
como og David Spade.
CSI
18.30 Hjartsláttur á ferð og flugi
19.30 Life with Bonnie (e)
20.00 Dateline Bandarískur fréttaskýr-
ingaþáttur.
21.00 Philly
22.00 Djúpa laugin Leitin að nýjum
sundlaugarvörðum er hafin og áhuga-
samir geta sent inn umsókn og seinna í
maí verður valinn hópur boðaður í viðtöl
og prufur. Átta einstaklingar fá síðan
tækifæri til að spreyta sig í beinni og
áhorfendur geta haft áhrif á hverjir verða
fyrir valinu sem sundlaugarverðir kom-
andi vetrar.
23.00 Hljómsveit Íslands - Gleðisveit
Ingólfs (e) Í þáttunum um Hljómsveit Ís-
lands, eða Gleðisveit Ingólfs, er fylgst
með Ingólfi umboðsmanni koma með-
limum Gleðisveitarinnar í fremstu röð
sveitaballahljómsveita og vera snöggur
að því! Ingólfur fær tæpt sumar til að
gera strákana fræga og í þáttunum, sem
eru nokkurs konar blanda af heimildar-
og skemmtiþáttum, verður fylgst með því
hvaða aðferðum hann beitir. Gleðisveit-
inni verður fylgt eftir á ferðum sínum um
landið í leit að frægð og frama og áhorf-
endur sjá með eigin augum hvernig
óþekkt bílskúrsband breytist í hljómsveit.
23.30 CSI: Miami (e)
0.20 Brúðkaupsþátturinn Já (e)
1.10 Jay Leno (e)
1.50 Dagskrárlok
17.05 Leiðarljós
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 Pekkóla (23:26) (Pecola)
18.30 Einu sinni var... - Uppfinninga-
menn (15:26)
19.00 Fréttir, íþróttir og veður
19.35 Kastljósið
20.10 Lífið í Louisiana (My Louisiana
Sky) Bandarísk mynd frá 2001. Sagan
gerist í Louisiana árið 1957 og segir frá
ungri stúlku sem þarf að spjara sig sjálf
eftir að amma hennar fellur frá. Aðalhlut-
verk: Juliette Lewis, Kelsey Keel, Shirley
Knight, Amelia Campbell og Chris
Owens.
21.50 Skynsamur maður Frönsk/suð-
ur-afrísk bíómynd frá 1999. Lögfræðingur
tekur að sér mál drengs í Zúlúlandi sem
myrti ársgamalt barn í þeirri trú að hann
væri að tortíma illum anda. Kvikmynda-
skoðun telur myndina ekki hæfa fólki
yngra en sextán ára. Aðalhlutverk: Gavin
Hood, Nigel Hawthorne.
23.30 Stjarnan eina (Lone Star)
Bandarísk spennumynd frá 1996. Eftir að
lögreglustjóri í landamærabæ í Texas
finnur beinagrind forvera síns grafna í
jörðu kemur ýmislegt dularfullt úr kafinu.
Kvikmyndaskoðun telur myndina ekki
hæfa fólki yngra en sextán ára. Aðalhlut-
verk: Kris Kristofferson, Matthew McCon-
aughey, Chris Coopere.
1.40 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
Just Shoot Me
Þáttaröð um störf rannsóknar-
deildar Miami-lögreglunnar sem
þarf að lesa úr óræðum vís-
bendingum á vettvangi glæpa.
Hópurinn rannsakar framleiðslu
banvænna lyfja í rannsóknar-
stofum á hjólum. Eldri kona ert
myrt á elliheimili og það morð
er einnig tekið fyrir.
SJÓNVARP Vinalega fegðurðardís-
in Jennifer Aniston gerði nýlega
grein fyrir ástæðu þess að hún
vildi að þættirnir um vinina í
New York-borg, „Friends“,
rynnu sitt skeið. Hún sagðist ótt-
ast að fólk fengi leiða á þáttun-
um og vill alls ekki heyra ein-
hvern segja að þau hafi gert
þetta einu ári of lengi. „Mig
langar að klára meðan fólki líkar
enn vel við okkur, á toppnum.“
Aniston segir lok „Friends“
vissulega vera þáttaskil í sínu
lífi. „Ég held ekki að ég geti far-
ið aftur í sjónvarpið þar sem
frammistaða mín þar yrði alltaf
borin saman við Friends og fyrr
eða síðar myndi ég ekki mæta
þeim væntingum.“ Jennifer er
þó ekki svartsýn á framhaldið.
„Ég vonast eftir barneignum og
ætla að einbeita mér að kvik-
myndaleik.“ Allir aðalleikararn-
ir í þáttunum hafa reynt fyrir
sér á því sviði, en með misjöfn-
um árangri. Þættirnir hafa verið
í framleiðslu níu ár og er síðasta
þáttaröðin að renna sitt skeið um
þessar mundir. ■
Friends:
Hætta á toppnum
JENNIFER ANISTON
Er ánægð með liðna
tíma en hlakkar einnig
til framtíðar.
SJÓNVARP Mikið er rætt um voveif-
legan atburð sem henti unga
leikkonu í Bretlandi sem leikur í
vinsælum sjónvarpsþáttum þar-
lendis. Hinn 22 ára gamla Laura
Sadler, sem fer með hlutverk hjúkr-
unarfræðings í spítaladramanu
Holby City, féll niður af svölum á
annari hæð
og er nú á
gjörgæslu í
s l æ m u
á s t a n d i .
Slysið, ef
það var þá
slys, átti sér
stað heima
hjá kærasta
L a u r u ,
G e o r g e
Calil, sem
leikur einnig
kærasta hennar í Holby City. Lög-
reglan handtók hann eftir atburð-
inn og yfirheyrði. Calil er nú frjáls
ferða sinna gegn tryggingu og mál-
ið er í rannsókn. Calil segist algjör-
lega eyðilagður en komið hefur í
ljós að parið hafði neytt vodka og
kókaíns þetta kvöld. Dagskrárstjór-
ar BBC, sem sýnir þáttinn, eru tví-
stígandi um hvort sýna eigi þættina
áfram, í það minnsta þá sem hún
var búin að leika í, og framtíð Calils
er einnig óljós. BBC ræddi að lok-
um við fjölskyldu Lauru, sem sam-
þykkti óbreyttar sýningar á þáttun-
um, en Laura er enn þungt haldin. ■
Holby City:
Leikkona á
gjörgæslu
LAURA SADLER
Féll fram af svölum, en
óljóst er hver aðdragand-
inn var.
GALLABUXUR
kr. 490
Virkir dagar frá kl. 10-18
Laugardagar frá kl. 11-16
Sunnudagar frá kl. 12-16