Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.06.2003, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 20.06.2003, Qupperneq 36
Ég verð nú bara 29 ára, svo þettaer ekkert merkilegt,“ segir Nanna Guðbergsdóttir, eigandi Kaffi Roma á Rauðarárstíg og nú nýlega nýs kaffihúss undir sama nafni í Kringlunni. „Það er ekkert planað ennþá, en ég ætla að minnsta kosti að bjóða fjölskyldu og vinum að kíkja til mín niður á kaffihús. Bara svona lítið og létt, kaffi og bakkelsi,“ segir Nanna, sem dettur ekki í hug að loka kaffi- húsinu á meðan. Nanna segist ekki hafa gert mik- ið úr afmælunum sínum í gegnum tíðina. „Þegar ég var krakki héldu foreldrar mínir alltaf voða fína veislu handa mér, en svo varð minna úr þessu með aldrinum. Ég bjó líka erlendis í sex ár og þá voru náttúrlega fjölskylda og vinir víðs fjarri.“ Nanna segist ekki í fljótu bragði muna eftir neinum einum af- mælisdegi sem stendur uppúr. „Eft- irminnilegustu gjöfunum held ég fyrir sjálfa mig,“ segir hún hlæj- andi. Nanna rekur ásamt eiginmanni sínum Oliver Pálmasyni kaffihúsin á Rauðarárstíg og í Kringlunni. „Vð vorum að opna í Kringlunni þannig að ég er mikið að vinna og tek mér ekkert frí. En ef ég ætti möguleika á fríi myndi ég splæsa á mig dekur- degi. Fara í nudd og andlitsbað og láta dekra við mig frá toppi til táar.“ Nanna á níu mánaða dóttur, Nadju, og ætlar að sækja hana um tvöleytið til dagmömmunnar og taka hana með í veisluna á kaffihús- inu. „Það er engin veisla án henn- ar,“ segir Nanna, sem hefur heldur engin sérstök plön fyrir sumarið. „Það verða svona styttri ferðir inn- anlands þegar tími gefst til, mig langar til dæmis að fara á Búðir á Snæfellsnesi og njóta útiverunnar með fjölskyldunni.“ ■ 36 20. júní 2003 FÖSTUDAGUR ■ Óskalagið Af hverju eru Skotar svona góðir ígolfi? Þeir eru svo nískir og reyna því eins og þeir geta að spara höggin. Pondus eftir Frode Øverli Með súrmjólkinni Afmæli NANNA GUÐBERGSDÓTTIR ■ kaffihúsaeigandi er nýbúinað opna Kaffi Roma í Kringlunni og verður að vinna þar á afmælisdaginn. Þangað eru hins vegar vinir og vandamenn velkomnir í kaffi og bakkelsi í tilefni dagsins. NANNA GUÐBERGSDÓTTIR Er upptekin í vinnu í allt sumar en langar að fara í helgarferð á Búðir á Snæfellsnesi. Dekur frá toppi til táar FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T ÉG VISSI ÞAÐ!!! Fyrst þið bjóðið svona vel þáætla ég að fá að heyra norska baráttulagið „Kambodsja er fri“ sem gefið var út í tilefni þess þeg- ar Rauðu Khmerarnir náðu völd- um í Kambódíu,“ segir Óttarr Proppé, bóksölumaður og tónlist- argúrú. „Ástæðan fyrir því að þetta lag vil ég heyra er að plö- tunni sem ég hafði aðgang að hef- ur verið stolið af óprúttnum aðil- um. Ef þið eigið erfitt með að finna þetta þá minnir mig að þetta sé í flutningi þeirra Hans og Sten, sem munu vera einhverjir síð- hærðir norskir hippar. Þetta er al- gjör snilld.“ ■ Nýjar rannsóknir hafa leitt í ljós að flestar konur vantar svokallað „bílabrautagen“...

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.