Fréttablaðið - 26.06.2003, Síða 1

Fréttablaðið - 26.06.2003, Síða 1
MEÐFERÐ Mikil ásókn er í áfengis- meðferð á Vogi nú yfir sumar- mánuðina og muna menn vart ann- að eins: „Þegar biðlistinn er kominn yfir 300 manns er það mikið. Hins vegar er það svo að þegar við svo höfum samband við fólkið er frá líður eru ekki allir tilbúnir til að mæta. Það er að sjálfsögðu hluti af vandamálinu,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, ný- kominn frá Bandaríkjunum og hafði því ekki nýjar tölur tiltækar. Það hafði hins vegar Valgerður Rúnarsdóttir, læknir á Vogi: „Ég sé ekki betur en listinn telji nú um þrjú hundruð manns,“ segir hún. Reynt er að bregðast skjótt við á Vogi þegar unglingar undir tví- tugu eiga í hlut og þurfa þeir aldrei að bíða nema í nokkra daga eftir innlögn. Biðin hjá þeim sem eru að koma í fyrsta sinn á Vog er eitthvað lengri, en endurkomu- sjúklingar þurfa að bíða lengst. Í Heilsustofnuninni í Hvera- gerði er ástandið ekki betra: „Biðlistinn hjá okkur er 600 manns,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Heilsustofnun- arinnar. „Hingað hleypur fólk ekk- ert inn því allir verða að vera með beiðni frá lækni. Um áramót ger- um við ráð fyrir að taka í notkun nýja álmu með 28 rúmum en hún mun ekki útrýma biðlistum heldur frekar mæta kröfum nútímans um bættan aðbúnað,“ segir hann. Á Reykjalundi er ástandið þó verst. Þar eru tæplega 1.500 manns á biðlista: „Það dynur á okkur síminn á öllum stundum og alltaf lengist biðlistinn,“ segir Björn Ástmundsson, forstjóri á Reykjalundi. „Við getum sinnt fleirum, en hér vantar peninga eins og víða. Verst þykir manni þegar fólk liggur í sjúkrarúmum á spítölum og bíður eftir að komast hingað, því það er miklu dýrara og sparar ekkert,“ segir Björn á Reykjalundi. eir@frettabladid.is MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 12 Leikhús 12 Myndlist 12 Bíó 14 Íþróttir 10 Sjónvarp 16 KVÖLDIÐ Í KVÖLD FIMMTUDAGUR 26. júní 2003 – 142. tölublað – 3. árgangur STJÓRNMÁL Borgarstjóri verði alvöru pólitíkus bls. 10 AFMÆLI Veisla í gamalli síldarvinnslu bls. 35 STA Ð R EY N D UM MEST LESNA DAGBLAÐIÐ Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í mars/apríl 2003 22,1% 52,3% 61,7% FR ÉT TA B LA Ð IÐ M O R G U N B LA Ð IÐ D V Ráðherrar meta mengun hafsins FUNDUR Umhverfisráðherrar aðild- arríkja Samnings um vernd Norð- austur-Atlantshafsins (OSPAR) funda í Bremen í Þýskalandi í dag. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra situr fundinn fyrir Íslands hönd ásamt þremur íslenskum embættismönnum. Eitt af megin- viðfangsefnum fundarins er að meta árangur ríkja í því að draga úr losun geislavirkra efna í hafið. Djasstónleikar á Sögu TÓNLEIKAR Jóns Kaldal verður minnst með tónleikum í Súlnasal á Hótel Sögu klukkan 20.30. Jón var stjórnarmaður í Jazzvakningu í mörg ár og kunnur fyrir áhuga sinn á djasstónlist. Sjöundu umferð lýkur FÓTBOLTI Sjöundu umferð í Lands- bankadeild karla lýkur í dag. Þrótt- ur tekur á móti ÍBV á Laugardals- velli klukkan 19.15. Tveir leikir verða í 1. deild karla klukkan 20. Njarðvík tekur á móti Breiðabliki og Víkingur mætir Stjörnunni á Víkingsvelli. FEÐGAR AÐ VEIÐA Við Ingólfsgarð í Reykjavíkurhöfn voru feðgar við veiðar. Ekki fer neinum sögum af því hvernig bar í veiði, en til- burðirnir lofuðu ansi góðu. vestfirðir ● gamall aristókrat ▲ SÍÐUR 22-23 Dásemdir heita vatnsins ferðir o.fl. Ásthildur Sturludóttir: FRAMTÍÐARBÍLLINN Tæknimenn fullyrða að hluti búnaðarins verði tilbúinn eftir 18 mánuði. Framtíðarbíllinn: Talandi bíll á næsta ári NEW YORK, AP Bílar framtíðarinnar verða búnir fullbúnum tölvum sem skilja munnlegar skipanir bílstjóra. Þetta fullyrða tækni- menn IBM tölvufyrirtækisins. Fyrirtækið þróar nú slíkan búnað og kynnti möguleika hans á dögunum. Að sögn tæknimanna IBM geta bílstjórar meðal annars lesið fyrir og sent tölvupóst, feng- ið lesnar leiðarlýsingar og jafnvel áætlaðan aksturstíma og leikið tölvuleiki. Upplýsingar um færð, veður og flugáætlanir geta einnig birst, kjósi menn það. Tæknimenn IBM segja það litlu skipta þó börnin í aftursæt- inu verði með háreysti, búnaður- inn muni geta lesið af vörum öku- mannsins gegnum örsmáa mynda- vél sem komið verði fyrir á sól- skyggni ökumannsins. Myndavél- inni er einnig ætlað að skynja ef ökumann tekur að syfja, til dæm- is ef augnlokin síga. Þá verður lokað fyrir aðgang hans að tölvu- leikjum, tölvupósti og öðrum að- gerðum þannig að ökumaður geti einbeitt sér að akstrinum. Búnað- urinn gefur einnig frá sér viðvör- un og leggur til að ökumaður taki sér hvíld frá akstri eða spili í það minnsta háværa tónlist. „Þetta verður nokkurs konar þjónn á mælaborðinu sem annast allar þarfir bílstjórans,“ sagði Mahesh Viswanathan, tæknimað- ur hjá IBM. Fjöldi bílaframleiðenda vinnur að þróun slíks búnaðar, í sam- vinnu við tölvufyrirtæki. Barbara Churchill, talsmaður IBM, spáir því að hluti þessarar nýju tækni verði kominn í framleiðslu innan 18 mánaða. ■ 300 vilja á Vog og 600 í Hveragerði Mikil ásókn í meðferð yfir sumarmánuðina. Verst er ástandið á Reykja- lundi, þar sem biðlistinn telur 1.500 manns og síminn hringir látlaust. ÚTGÁFA Fréttablaðið mun koma út alla daga vikunnar frá og með 13. júlí næstkomandi. Þá mun fyrsta sunnudagsblað Fréttablaðsins líta dagsins ljós. Eftir það mun Frétta- blaðið koma út alla daga ársins með örfáum undantekningum þegar fleiri en einn hátíðisdagur- inn raðast saman. „Það hefur alltaf verið mark- mið okkar að Fréttablaðið verði fullburða dagblað. Þótt það hafi dugað einu sinni að koma út sex daga vikunnar hafa forsendur breyst. Auk þess er sunnudagsút- gáfa spennandi verkefni og góður kostur bæði fyrir lesendur og aug- lýsendur,“ segir Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Fréttablaðsins. Hann segir að efni blaðsins muni taka mið af útgáfutímanum; þarfir lesenda séu aðrar á sunnu- dögum en virka daga. „Sunnu- dagsútgáfan gefur okkur tilefni til að fara yfir útgáfuna í heild og auka skilin á milli blaðsins á virk- um dögum og um helgar. Mark- miðið er að þjóna okkar stóra les- endahópi sem best alla daga vik- unnar,“ segir Gunnar Smári. Aðspurður um hvort fjárhags- legur grundvöllur væri fyrir ókeypis dagblaði sjö daga vikunn- ar sagði Gunnar Smári að mark- aðsstaða Fréttablaðsins væri orð- in mjög sterk á virkum dögum og sunnudagsútgáfan styrkti sóknina inn á helgarnar. „Alls staðar í heiminum eru helgarblöðin sterkasti auglýsingamiðillinn og það er ekkert sem bendir til að annað gildi hérlendis. Fréttablað- ið hefur gengið vel sex daga vik- unnar og ætti líka að gera það sjö- unda daginn,“ bætti hann við. ■ Tímamót hjá Fréttablaðinu 13. júlí: Fréttablaðið á sunnudögum bls. 21 ÍÞRÓTTIR Rætist draumurinn? bls. 26 LEIKLIST Söng í hár- burstann REYKJAVÍK Suðlæg átt, 3-8 m/s, skýjað með köflum og stöku skúrir. Hiti 10 til 15 stig. VEÐRIÐ Í DAG + + VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 3-8 Skúrir 14 Akureyri 3-8 Skýjað 16 Egilsstaðir 3-8 Skýjað 14 Vestmannaeyjar 3-8 Skúrir 13 ➜ ➜ ➜ ➜ + + FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.