Fréttablaðið - 26.06.2003, Page 10

Fréttablaðið - 26.06.2003, Page 10
Ólafur Þ. Harðarson, prófessorí stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir eðlisbreytingu kunna að verða á stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. Í stað þess að valið standi milli Sjálfstæðis- flokks annar vegar og annarra flokka hins vegar geti hvaða flokkar sem er myndað samsteyp- ur um stjórn borgarinnar. Að sögn Ólafs er enn spurning hvort R-listanum takist að finna nýtt bindiefni fyrir samstarfið eftir að Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir steig úr borgarstjórastóln- um. Borgarstjóraskipti ekki eina breytingin „Að vinna kosningarnar 1994 og halda þessu stóráfallalaust saman í níu ár er verulegt póli- tískt afrek sem Ingibjörg á mik- inn þátt í. Það eitt að hún fari vek- ur því eðlilega upp spurningar um það hvort samstarfið geti haldið áfram,“ segir Ólafur, sem þó telur ekkert sérstakt benda til þess að samstarfinu þurfi að ljúka. Fram- haldið velti meðal annars á nýjum borgarstjóra, Þórólfi Árnasyni: „Ef nýi borgarstjórinn þróast í alvöru pólitíkus gæti hann að ein- hverju leyti tekið yfir hlutverk Ingibjargar. En það er líka hugs- anlegt að ekki takist að búa til neitt bindiefni eins og hún var.“ Ólafur bendir á að alltaf hafi verið efasemdaraddir um R-lista- samstarfið innan flokkanna sem standa að framboðinu. Einnig sé eðlilegt að þreyta geri vart við sig eftir þriggja kjörtímabila kosn- ingabandalag. Þá sé brotthvarf Ingibjargar ekki eina breytingin á landslaginu í borgarstjórnarmál- unum: „Það eitt að R-listinn hefur unnið þrennar kosningar í röð er auðvitað ný staða og allt önnur en 1994 þegar Sjálfstæðisflokkurinn hafði ráðið einn í Reykjavík frá 1930 að fjórum árum undanskild- um. Normið er að verða að Sjálf- stæðisflokkurinn sé í stjórnarand- stöðu.“ Fylgistap Sjálfstæðisflokks andsnúið R-lista Að áliti Ólafs hafa leiðtoga- skiptin í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna markað þátta- skil. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson tali á annan veg en forverinn Björn Bjarnason. „Vilhjálmur talar um það með miklu skýrari hætti en sjálfstæð- ismenn hafa gert áður að þeir telji fullkomlega eðlilegan kost í stöð- unni að mynda meirihluta með einhverjum öðrum,“ segir Ólafur Þannig segir Ólafur að kerfið kunni að breytast úr því að tveir kostir standi til boða við stjórn borgarinnar – Sjálfstæðisflokkur annars vegar og aðrir flokkar hins vegar – í það að flokkar geti mynd- að alls kyns samsteypustjórnir. Á þeim tíma þegar andstæðingar Sjálfstæðisflokksins náðu ekki stjórnartaumum í borginni þrátt fyrir að fá samanlagt yfir helming atkvæða hafi verið eðlilegt fyrir þá að mynda eina blokk: „Telji menn stöðuna nú vera þannig að Sjálfstæðisflokkurinn hafi enga raunhæfa möguleika á því að vera einn í meirihluta er verið að sigla inn í kerfi sem yrði 10 26. júní 2003 FIMMTUDAGUR R-listinn er eins og hvert annaðkosningabandalag sem hefur myndast við sveitarstjórnarkosn- ingar. Við teljum okkur hafa náð umtalsverðum árangri,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Reykjavíkurlist- ans. Sigrún segir R-listann hafa að sínu viti verið myndaður af tvenn- um toga. Að þau sem störfuðu saman í minnihlutanum um nokkurn tíma hafi unnið vel og náið saman. Þau hafi búið til fjár- hagsáætlun borgarinnar og gert ýmsar breytingartillögur. Þau hafi gjörþekkt fjárhag borgarinnar og hvort annað, bæði kosti og galla. „Ég var mjög treg til að bjóða fram sameiginlega í byrjun. Taldi það geta skaðað flokks- starf Framsóknarflokksins. Því fyrst og fremst var ég fulltrúi Framsóknarflokksins. Mér fannst aldrei koma til greina að allir sameinuðust í einn flokk, kosningabandalag var af allt öðrum toga og var lykill að vel- gengni R-listans.“ Sigrún segist sannfærð um að Framsókn standi við sín orð um að vera í Reykjavíkurlistanum út þetta kjörtímabil. Um lengri tíma vill hún ekki segja. Eðli málsins samkvæmt endurnýi kosningabandalag sig við hverj- ar kosningar. Reykjavíkurlist- inn sé ekki flokkur heldur kosn- ingabandalag. „Mér var farið að finnast að sumt Samfylkingarfólk væri farið að líta á R-listann sem eign sína og það get ég sem fram- sóknarmaður ekki sætt mig við. Ég á nákvæmlega jafn mikið í Reykjavíkurlistanum og Ingi- björg Sólrún, bara svo ég taki dæmi. Ég hef heitar tilfinningar til þessa kosningabandalags og naut mín að starfa innan þess. Alltaf er endurnýjun þar sem kemur nýtt fólk og barist er fyr- ir nýjum málefnum.“ ■ Söluskrifstofa Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga I Sími 5 500 600 I www.IcelandExpress.is M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Iceland Express Open á Vífilstaðavelli GKG 28. júní Punktamót með og án forgjafar Hola í höggi. Ferð fyrir tvo með Iceland Express 1. sæti með forgjöf. Ferð fyrir tvo með Iceland Express 1. sæti án forgjafar. Ferð fyrir tvo með Iceland Express 2. og 3. sæti með forgjöf. Ferð fyrir einn með Iceland Express 2. og 3. sæti án forgjafar. Ferð fyrir einn með Iceland Express Nándarverðlaun á par 3 brautum. Ferð fyrir einn með Iceland Express Lengsta teighögg á 10. braut Ferð fyrir einn með Iceland Express Í mótslok þegar verðlaunaafhending fer fram verður efnt til leiks sem fer þannig fram: Slegið er merktum bolta af 10 teig inn á 18 flöt, þeir boltar sem þar lenda verða settir í einn pott og dregið úr þeim um utanlandsferð. Mótsgjald: 3.000 kr. Skráning er hafin á gkg.is og í síma 565 7373 Dregið verður úr skorkortum þeirra sem verða á staðnum í mótslok. Sjálfstæðismenn afskrifa einveldið Ólafi Þ. Harðarsyni sýnist sjálfstæðismenn telja að þeir geti ekki náð einir meirihluta í borginni. Samsteypustjórnir taki við af blokkakerfi. Líf R-lista sé m.a. háð því að nýr borgarstjóri þróist í „alvöru pólitíkus“. Ólafur F. Magnússon: R-listinn að falli kominn Ólafur F. Magnússon, borgarfull-trúi Frjálslynda flokksins, spáir því að samstarfið innan R-listans springi áður en kjörtímabilið er úti. „Allt frá því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hrökklaðist úr borgar- stjórastólnum hefur samstarfið inn- an R-listans farið versnandi og það hafa orðið ýmsar uppákomur sem lítið hefur verið gert úr, til dæmis þegar fulltrúi Framsóknar í skipu- lagsnefnd kúventi í málefnum Landssímalóðarinnar í Grafarvogi og gerði stöðu samstarfsfólksins vandræðalega rétt fyrir alþingis- kosningar. Ég held að það eina sem haldi R-listanum saman núna sé ótt- inn við að missa völdin og sam- starfsandinn fer jafnt og þétt versn- andi. Ég yrði ekki undrandi þó að R- listinn héldi ekki út þetta kjörtíma- bil og myndaður yrði nýr meirihluti áður en að næstu borgarstjórnar- kosningum kemur.“ ■ Borgarstjórnarkosningar ATKVÆÐAHLUTFALL Framboð 1966 1970 1974 1978 1982 1986 Alþýðuflokkur 14,6 10,5 o 13,4 8,0 10,0 Framsóknarflokkur 17,2 17,2 16,4 9,4 9,5 7,0 Sjálfstæðisflokkur 48,5 47,7 57,8 47,4 52,5 52,7 Alþýðubandalag 19,7 16,4 18,2 29,8 19,0 20,3 Samt. frjálslyndra/vinstri o 7,1 o o o o Alþýðuflokkur og SFV o o 6,5 o o o Kvennaframboð o o o o 10,9 8,1 Nýr vettvangur o o o o o o R-listi* o o o o o o Frjálslyndir og óháðir o o o o o o Önnur framboð o 1,0 1,2 o o 2,0 BORGARFULLTRÚAR Alþýðuflokkur 2 1 o 2 1 o Framsóknarflokkur 2 3 2 1 2 1 Sjálfstæðisflokkur 8 8 9 7 12 9 Alþýðubandalag 3 2 3 5 4 3 SFV o 1 o o o o Alþýðuflokkur og SFV o o 1 o o o Kvennaframboð o o o o 2 1 Nýr vettvangur o o o o o o R-listi* o o o o o o Frjálslyndir og óháðir o o o o o o Alls 15 15 15 15 21 15 *Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur og Kvennalisti (1994), Reykjavíkurlisti (1998), Framsóknarflokkur, Samfylkingin og Vinstrihreyfingin/grænt framboð (2002) SIGRÚN MAGNÚSDÓTTIR Sigrún segir það aldrei hafa komið til greina að sameinast í einn flokk. Kosningabandalag hafi verið lykill að velgengni R-listans. Sigrún Magnúsdóttir segir að það verði að vera á hreinu að Reykjavíkurlistinn sé kosningabandalag: Á jafn mikið í R-listanum og Ingibjörg Sólrún R-listinn FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.