Fréttablaðið - 26.06.2003, Page 11

Fréttablaðið - 26.06.2003, Page 11
11FIMMTUDAGUR 26. júní 2003 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 15 63 06 /2 00 3 gar›plöntuútsala 20-50% afslá ttur Öll sumarblóm, tré og runnar á útsölu Hanna Birna Kristjánsdóttir: Líkt og slæmt hjónaband Hanna Birna Kristjánsdóttir,borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokks, líkir samstarfi R-listans við slæmt hjónaband, þar sem upp úr sýður með reglulegu millibili. Hún segir hagsmuni flokkanna snúast um að halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum. „Í mínum huga hefur R-listinn frá upphafi verið valda- bandalag ólíkra flokka. Tilgangur- inn hefur alltaf verið sá að halda stærsta flokknum í borginni utan við stjórn borgarinnar. Þetta hefur haldið þessum ólíku flokkum sam- an.“ „Ég held að ansi ljóst sé að lítið traust ríki á milli manna og það ganga kaldar kveðjur á milli fólks- ins sem myndar R-listann. Tveir eða þrír mánuðir líða á milli þess að upp kemur mjög alvarlegur ágreiningur og þetta hljómar eins og slæmt hjónaband þar sem ástæða þykir til að lýsa því yfir reglulega að ekki sé verið að skilja.“ „Stutt er síðan menn sáu ástæðu til að vera með sameiginlega bókun um áframhaldandi samstarf. Það alvarlegasta er að þetta skaðar Reykjavík og borgarana, vegna þess hversu menn eru uppteknir af því að halda einhverju lífi í sam- starfinu,“ segir Hanna Birna. ■ Alfreð Þorsteinsson, borgar-fulltrúi R-lista úr Framsókn- arflokki, segir R-listann sýna áður óþekkta samstöðu miðju- og vinstrimanna. “Það er ljóst að 1994, þegar R-list- inn kemur til skjalanna og vinnur borgina af Sjálfstæðaflokknum, verða tímamót í íslenskri stjórn- málasögu. Miðju- og vinstrimenn hafa sameiginlega sett fram lista sem nær þeim árangri að vinna þetta helsta vígi Sjálfstæðis- flokksins.“ „R-listinn tók mjög vel á fjár- málum borgarinnar, sem satt best að segja voru ekki í mjög góðu lagi.“ Hann segir tilhögunina skyn- samlega og sér fyrir sér áfram- hald. „Ég sé fyrir mér að þetta samstarf geti haldið áfram, því það er skynsamlegt að flokkar sem starfa á miðjunni og vinstra megin við hana stilli krafta sína saman eins og gert hefur verið. Helsti dómarinn um framtíð R- listann eru kjósendur í Reykjavík og þeir hafa í þrígang kosið R-list- ann til meirihluta.“ ■ líkara samsteypustjórnarkerfinu á landsvísu. Þá er hægt að mynda meirihluta út og suður og ekki víst að R-listamenn telji jafnmikla ástæðu og áður fyrir því að vera saman í einni blokk. Eftir því sem Sjálfstæðisflokkurinn minnkar og dregur úr möguleikunum á því að hann komist einn til valda verður erfiðara að halda R-lista sam- starfinu saman því þá fer Sjálf- stæðisflokkurinn að freista ann- arra flokka. Það er eins og í lands- stjórninni að stór flokkur getur boðið litlum flokki betri býti,“ segir Ólafur. gar@frettabladid.is 1966 til 2002 1990 1994 1998 2002 o o o o 8,3 o o o 60,4 47,0 45,2 40,2 8,4 o o o o o o o o o o 0 6,0 o o o 14,8 o o o o 53,0 53,6 52,6 o o o 6,1 2,1 o 1,2 1,1 o o o 0 1 o o o 10 7 7 6 1 o o o o o o o o o o o 1 o o o 2 o o o o 8 8 8 o o o 1 15 15 15 15 Heimild: Hagstofa Íslands ÓLAFUR Þ. HARÐARSON „Eftir því sem Sjálfstæðisflokkurinn minnk- ar og dregur úr möguleikanum á því að hann komist einn til valda verður erfiðara að halda R-lista samstarfinu saman því þá fer Sjálfstæðisflokkurinn að freista annarra flokka,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófess- or í stjórnmálafræði. HANNA BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR „Í mínum huga hefur R-listinn frá upphafi verið valdabandalag ólíkra flokka.“ Alfreð Þorsteinsson: Fordæmalaus og órofin samstaða

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.