Fréttablaðið - 26.06.2003, Side 12
Leikfélag Reykjavíkur varstofnað árið 1897 og er eitt
elsta starfandi menningarfélagið
á landinu. Félagið kom til við sam-
einingu tveggja hópa áhuga-
manna um leiklist og var helsti
hvatinn bygging Iðaðarmanna-
hússins við Tjörnina. Leikfélagið
var starfrækt í Iðnó óslitið frá
upphafi og fram á árið 1989 þegar
Borgarleikhúsið var reist af
Reykjavíkurborg, í samráði við
leikfélagið. Um er að ræða eina
glæsilegustu leikhúsbyggingu
Evrópu og tekur hún 1.100 gesti í
sæti við fjögur svið. Reykjavíkur-
borg annast viðhald hússins og
veitir leikfélaginu ókeypis aðset-
ur, auk þess að styrkja það um 200
milljónir króna á ári.
Rekstur leikfélagsins hefur
þrátt fyrir allt gengið mjög treg-
lega undanfarin ár og hefur
mörgum af eldri starfsmönnum
verið sagt upp. Stjórnendur
leikhússins kenna launaskriði um
gífurlegan hallarekstur og hafa
kallað á auknar fjárveitingar frá
borginni, en þær hafa ekki aukist
til jafns við hækkun launa.
Leikhússtjóri og borgin vinna nú
að breytingum á reglum félags-
ins, sem gera öllum kleift að
sækja um að gerast meðlimir, og
meina starfsmönnum að sitja í
stjórn. Hingað til hafa einungis
starfsmenn verið meðlimir og
setið í stjórn. Á framhaldsaðal-
fundi 19. júní síðastliðinn var
ákveðið að fresta kosningu um
breytingarnar fram á haust.
Borgin hefur sett leikfélaginu
stólinn fyrir dyrnar og væntir
lausna innan frá. Leikhússtjórinn
Guðjón Pedersen hefur sagt að
breytingatillögurnar geti laðað
viðskiptafólk að félaginu og fjár-
magnið með. ■
Pósthólfið mitt á tölvunnifylltist í gær af pósti frá kon-
um. Sumar vildu ná tali af mér
og flestar vildu skamma mig –
ein vildi þakka fyrir pistilinn
sem ég skrifaði í
gær. Pistillinn var
ósköp sakleysis-
legur. Ég velti því
upp hvort ekki
væri affarasælla
fyrir konur að líta
á sig sem gerend-
ur varðandi launa-
misrétti kynjanna í stað þess að
upplifa sig sem þolendur. Að
þær ættu frekar að telja í sig
kjark til að krefjast hærri launa
og berjast fyrir þeim en að
reyna að hafa áhrif á samfélagið
í von um að misréttið minnkaði.
Ég benti á að lagalegt og form-
legt jafnrétti væri löngu komið
á en eftir væri að að framkalla
það í raunveruleikanum. Spurði
hverjir væru líklegastir til þess
og svaraði sjálfum mér að það
væru konurnar sjálfar. Það væri
þeirra að berjast fyrir hærri
launum á sama hátt og aðrir
hefðu áður gert; bæði einstakir
þjóðfélagshópar, stéttir, kyn-
slóðir og þar fram eftir götun-
um.
Þegar ég las yfir póstinn
minn fékk ég á tilfinninguna að
konurnar sem vildu skamma
mig væru ekki svo ósammála
þessu í sjálfu sér heldur fannst
þeim einfaldlega frekt af ein-
hverjum karli að bera það á
borð að konur væru gerendur
launamisréttis ekki síður en
þolendur.
Þar sem ég fann ekki hjá mér
neina sök túlkaði ég reiði þeirra
sem svo að þær óttuðust fátt
meira en að missa stöðu sína
sem þolendur. Hún er vel kynnt
og meira að segja nokkuð virt
orðin. Hún er líka nokkuð örugg
og gerir ekki of miklar kröfur til
þeirra sem skipaðir eru í hana –
eða sækjast eftir henni.
Og ég efldist í trú minni því
meira sem ég hugsaði um þetta.
Hvaða rugl er það til dæmis að
konur séu einhvers konar fórn-
arlömb kvenímyndar í auglýs-
ingum? Ekki finn ég fyrir þessu
gagnvart körlum í auglýsingum,
sjónvarpi eða bíómyndum. Ég er
sláni, horaður og vöðvarýr, með
flatan rass og get ekki tekið
tvær armréttur – hvað þá hund-
rað. Samt finnst mér Arnold
Schwarzenegger engin ógn við
sjálfsmynd mína né ég á ein-
hvern hátt léleg útgáfa af hon-
um.
Ég er feiminn í margmenni,
þvoglumæltur og þágufallssjúk-
ur og mun aldrei ná því að verða
hreppstjóralegur í framgöngu.
Þegar ég sé karlmennsku túlk-
aða sem óbilandi sjálfstraust
minnkar ekki mitt eigið. Ég er
fyrir löngu búinn að sætta mig
við að ég verð aldrei annar en sá
sem ég er. Ég get hugsanlega
skánað á einhverju sviði en ég
veit jafnframt að ég mun líka
versna í öðru.
Ég verð að byggja sjálfs-
mynd mína á þessu hrúgaldi
sem hrannast hefur upp á lífs-
leið minni. Það eru engar líkur
til að sjálfsmynd batni við að ég
beiti fyrir mér að þeir karlmenn
sem birtast í auglýsingum og
bíómyndum verði ekki of ólíkir
mér í framtíðinni. Mér finnst
hugmyndin bæði hrollvekjandi
og heimskuleg.
Nú má vera að ég sem karl-
maður hafi úr fleiri viðmiðunum
að ráða en konur. Að það skipti
ekki máli hvað við karlar séum
óásjánlegir, hallærislegir og
óframbærilegir – alltaf skulum
við finna einhvern álíka
mislukkaðan sem þó hafði eitt-
hvað til síns ágætis. Ég veit
ekki. Ég held að það hafi verið
konur í gegnum allar ættir, með-
al allra þjóða og í öllum fjöl-
skyldum sem báru af án þess að
nokkrum myndi detta í hug að
nota þær í Niveakrem-auglýs-
ingu. En segjum svo að fyrir-
myndir kvenna séu færri og
einsleitari; hvers hlutverk er þá
að breyta því? Svarið hlýtur að
vera að það sé kvennanna
sjálfra. Þær verða bara að fjöl-
ga litunum í vatnslitakassanum.
Ekki gerir samfélagið það fyrir
þær.
Og lausnin er örugglega ekki
að kvarta yfir einföldum ímynd-
um auglýsinga og afþreyingar-
mynda frá Ameríku. Sá sem ætl-
ar að sækja sjálfsvirðingu sína
þangað mun glata henni. Sannið
þið til. ■
Mín skoðun
GUNNAR SMÁRI EGILSSON
■ skrifar um kvennabaráttu.
12 26. júní 2003 FIMMTUDAGUR
Útgáfufélag: Frétt ehf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason
og Steinunn Stefánsdóttir
Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Suðurgötu 10, 101 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-
borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er
hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands-
byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
Við Íslendingar stöndum núframmi fyrir því að þurfa
hugsanlega að gera það upp við
okkur innan tíðar, hvort við kær-
um okkur um að halda uppi land-
vörnum fyrir eigin reikningi í
fyrsta sinn í sögu landsins. Kalda
stríðinu er lokið. Landslag utan-
ríkismálanna hefur því ger-
breytzt. Þess vegna sýnir Banda-
ríkjastjórn nú ýmis merki þess, að
hún telji ekki lengur vera þörf á
því að halda úti herstöð á Íslandi á
vegum Atlantshafsbandalagsins,
að minnsta kosti ekki með sama
sniði og áður. Þessi nýju viðhorf
vekja ýmsar spurningar fram og
aftur um tímann.
Fullveldi og varnir
Menn líta varnarþörf Íslands
ólíkum augum eins og eðlilegt er.
Sumir litu alltaf svo á, að land-
varnir væru hér
óþarfar, og töldu,
að Ísland gæti stað-
ið utan Atlants-
hafsbandalagsins
og varnarliðið væri
beinlínis til óþurft-
ar. Þeir og ýmsir
aðrir telja, að nú,
þegar kalda stríð-
inu er lokið, með
sigri okkar og okk-
ar bandamanna,
séu landvarnir alls-
endis óþarfar. Enn
aðrir eru þó þeirr-
ar skoðunar, að
landvarnarþörfin sé brýn eftir
sem áður, enda sé ekkert land í
heiminum óvarið: fullvalda ríki
þurfi að geta varizt innrás.
Þetta er ekki ný rökræða.
Landvarnarrök settu svip sinn á
innanlandsdeilur um ólíkar leiðir
í sjálfstæðisbaráttunni á sinni
tíð. Þeir, sem heimtuðu algeran
aðskilnað Íslands og Danmerkur,
eins og t.d. Þorsteinn Gíslason
ritstjóri gerði strax árið 1895,
mæltu með því, að Ísland leitaði
verndar „stórveldanna í heild
sinni“, eins og hann orðaði það í
blaði sínu, Íslandi, 1897. Hann
gerði lítið úr hættunni á því, að
erlendum ríkjum „mundi sérlega
umhugað um að ná Íslandi undir
sig.“ Einar Benediktsson var á
öðru máli. Hann kallaði skilnað-
arkröfuna „gamalúrelta uppá-
stungu“ og taldi skilnað landanna
bæði ófáanlegan og óæskilegan
og tefldi fram landvarnarrökum.
„Hver hundadagakóngur, sem
vildi, gæti enn þann dag í dag
lagt þessa þjóð undir sig, með fá-
einum ryðguðum tinnubyssum,
væri ekki smáveldið danska til
varnar,“ sagði hann í blaði sínu,
Dagskrá, 1896. Þeir deildu hart
um þetta og annað.
Þegar Íslendingar fengu
heimastjórn 1904, voru varnir
landsins skildar eftir í höndum
Dana. Þetta þýddi, að árás á Ís-
land jafngilti árás á Danmörku
fram til fullveldisársins 1918, en
ekki var þó talið nauðsynlegt að
hafa herlið á Íslandi, heldur að-
eins varðskip á sumrin til land-
helgisgæzlu. Eftir 1918 var ein-
hliða yfirlýsing um hlutleysi Ís-
lands og vopnleysi látin duga;
Danir tóku að sér að koma henni
á framfæri við umheiminn, enda
höfðu þeir sjálfir fylgt hlutleys-
isstefnu síðan 1914. Þegar lýð-
veldi var stofnað á Íslandi 1944, í
miðri heimsstyrjöld, og Danmörk
var hernumið land, hafði banda-
rískt varnarlið verið hér á landi
síðan 1941. Liðið var hér fram
yfir stríðslok 1945, hafði aðstöðu
hér áfram eftir stríðið og hefur
verið hér óslitið síðan 1951.
Alveg undir drep
Efnahagshlið utanríkismál-
anna hefur löngum verið hálfgert
feimnismál á Íslandi. Það er þó
vitað og verður ekki hrakið, að
Ísland er eina land heimsins, sem
hefur ekki þurft að leggja fram
nokkurt fé úr eigin vasa til land-
varna, síðan landið tók sér sjálf-
stæði fyrir bráðum 60 árum.
Alþjóðleg gögn um útgjöld til
varnarmála taka af öll tvímæli
um þessa sérstöðu. Íslendingar
hafa þvert á móti hagnazt
umtalsvert á veru varnarliðsins
hér. Valur Ingimundarson, sagn-
fræðingur og dósent í Háskóla
Íslands, hefur kortlagt samskipti
íslenzkra stjórnvalda við Banda-
ríkjastjórn og lagt fram gögn,
sem sýna, að Íslendingar tryggðu
sér á sinni tíð margvíslega fyrir-
greiðslu frá Bandaríkjunum,
jafnvel landbúnaðarstyrki (sjá
bók hans, Í eldlínu kalda stríðs-
ins, 1996).
Guðni Th. Jóhannesson sagn-
fræðingur hefur svipaða sögu að
segja um landhelgismálin í dokt-
orsritgerð, sem hann vinnur nú
að í London. Hann rifjaði það upp
á Söguþingi í fyrra, þegar Henry
Kissinger kom til Íslands 1973 í
fylgd með Nixon Bandaríkjafor-
seta. Þá bar þorskastríðið vita-
skuld á góma í viðræðum þeirra
við íslenzka ráðamenn. „Ég sat
þarna furðu lostinn,“ segir Kiss-
inger í ævisögu sinni: „Hér var
200.000 manna eyþjóð, sem hót-
aði að fara í stríð við 50 milljón
manna heimsveldi út af þorski. ...
Mér varð hugsað til þeirra orða
Bismarcks, að vald hinna veiku
ykist með óskammfeilni þeirra.“
Guðni rekur vitnisburði banda-
rískra og brezkra embættis-
manna um það, hversu sólgnir Ís-
lendingar voru í fjárhagsaðstoð
eða aðrar ívilnanir, og um lítt dul-
búnar hótanir eða aðvaranir í þá
veru, að væri velvilja ekki að
mæta í vestri, þyrftu þeir bara að
snúa sér í austur. Erlendu emb-
ættismennirnir notuðu orð eins
og „fjárkúgun“ til að lýsa reynslu
sinni af samningum við Íslend-
inga. Matthías Johannessen, rit-
stjóri Morgunblaðsins, sagði síð-
ar um sama mál: „Við notuðum
NATO, alveg undir drep.“ ■
Þáttastjórn-
endur Kastljóss
Guðrún Hallgrímsdóttir skrifar:
Get ekki verið meira ósammálaEiríki „Við tækið“ í Fréttablað-
inu á þriðjudag. Hann er að tala
um Kastljós og segir: „Þar reynir
ungt fólk að leika þáttastjórnendur
og tekst svo sem bærilega. En
þetta er ekki í alvöru. Það vantar
glampann sem Eva María, Krist-
ján og Gísli Marteinn skópu í upp-
hafi. Afleysingafólkið á að fá tæki-
færi á eigin forsendum. Því er eng-
inn greiði gerður með því að láta
það setjast í sérmerkta stjörnu-
stóla.“
Ungur þáttastjórnandi annaðist
Kastljós í fyrradag og mikið var ég
fegin að fá einu sinni málefnalega
umræðu þar sem stjórnandinn var
ekki sífellt að grípa fram í. Þátt-
takendur voru einlægir og lýstu
skoðunum sínum án þess að flissa
eða skella upp úr enda gerði
stjórnandinn ekki mikið af því að
brosa. Fyrir bragðið fékkst heiðar-
leg og málefnaleg umræða. Eitt-
hvað sem gerist afar sjaldan í ís-
lenska sjónvarpinu. Að stuttum
þætti loknum vissi maður heilmik-
ið um stjórnarskrár, varin réttindi
og mannréttindi almennt, um
starfsreglur lögreglu sem þurfa að
vera ákaflega vel ígrundaðar og
ýmislegt fleira. Þátturinn var fróð-
legur og aðstandendum til sóma.
Má ég biðja um fleiri slíka með-
an stjörnurnar eru í fríi og helst
lengur. ■
Fréttablaðið:
Aðsendar greinar
Fréttablaðið tekur nú við að-sendum greinum. Greinarnar
eiga að vera á bilinu 200 til 400 orð
í word. Senda skal greinarnar á
netfangið kolbrun@frettabladid.is
ásamt mynd af greinarhöfundi.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til
þess að velja og hafna og stytta
greinar. ■
Um daginnog veginn
ÞORVALDUR
GYLFASON
■
skrifar um varnarmál í
sögulegu ljósi.
Að verzla með varnir
■ Bréf til blaðsins
Gerendur hafa kosti
– þolendur ekki
Leikfélag Reykjavíkur
Baksviðs
■ Af Netinu
R-listinn að skilja
„Í skilnaði lenda börnin á milli.
Jafnvel þó ömurlegt hjónaband
sé staðreynd halda börnin í þá
von að mamma og pabbi geti
orðið hamingjusöm. Ákall ung-
liðanna til flokka sinna um að
treysta böndin er vitni um
þetta.“
ÞORBJÖRG S. GUNNLAUGSDÓTTIR Á VEFNUM POLITIK.IS.
Best að ráða einir
„Atvikið á þjóðhátíðardeginum
er enn eitt einkennið á veiku
samfélagi þar sem stjórnarherr-
ar óttast allar aðrar skoðanir en
sínar eigin. Þessi veiki minnir
svolítið á stjórnarstefnunna fas-
isma – þ.e. best er að við einir
ráðum.“
KATRÍN JAKOBSDÓTTIR Á VEFNUM UVG.IS.
■
Efnahagshlið
utanríkismál-
anna hefur
löngum verið
hálfgert feimn-
ismál á Íslandi.
Það er þó vitað
og verður ekki
hrakið, að Ís-
land er eina
land heimsins,
sem hefur ekki
þurft að leggja
fram nokkurt fé
úr eigin vasa til
landvarna...
■
Lausnin er ör-
ugglega ekki að
kvarta yfir ein-
földum ímynd-
um auglýsinga
og afþreyingar-
mynda frá Am-
eríku.