Fréttablaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 16
16 26. júní 2003 FIMMTUDAGUR
Í framhaldi af þessu endemisfjaðrafoki sem hefur orðið út af
kjöri mínu sem bæjarlistamaður
Mosfellsbæjar verð ég að lýsa af-
stöðu minni til
þessa máls.
Val á einum
listamanni fram
yfir annan er aldrei
hafið yfir gagnrýni
og aldrei hægt að
tala um réttlæti í
því sambandi. Það
mat er huglægt og
getur verið háð tíð-
aranda og tísku-
sveiflum eða jafn-
vel kunningsskap.
Veiting allra launa
og virðingartitla til
listamanna er því mjög vandmeð-
farið og viðkvæmt mál svo að við
öll málsatvik slíkra mála þarf að
gæta fyllstu þagmælsku bæði
vegna þeirra sem veita, í þessu
tilfelli menningarmálanefndar
Mosfellsbæjar, og listamannanna
sem þiggja. Í þetta skipti hefur
þetta heiðursmannasamkomulag
verið brotið og er það siðlaust og
siðleysið kórónað með því að veita
einu fjöllesnasta dagblaði lands-
ins aðgang að þessu máli, sem
birtir það á forsíðu sem æsifrétt.
Stutt við bakið á listamönnum
Þrátt fyrir þá annmarka sem
ætíð eru á öllum svona veitingum
er það skoðun mín að veita eigi
styrki og viðurkenningar til lista-
manna. Slíkt getur verið þeim
mikil hvatning og gleðigjafi ef
siðlega er að því farið. Það sem
gerir samfélög litrík og skemmti-
leg og getur jafnvel verið áhrifa-
valdur um tilvist þeirra er ekki
hvað síst þeir listamenn og sú
menningarstarfsemi sem þar fer
fram. Ef markaðslögmálin ein
eiga að ráða þar ríkjum verður
listin einsleitari og síður áhuga-
verð. Þess vegna styð ég eindreg-
ið að fé sé veitt til menningarmála
og það ríflega.
Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar
Mosfellsbær hefur á undan-
förnum árum verið að breytast úr
litlu sveitarfélagi yfir í vaxandi
bæ sem hefur eitthvað bolmagn
til þess að styðja við skapandi
starfsemi á sínu svæði. Hann er
þó nógu lítil eining til þess að
hægt sé að fylgjast með og halda
utan um það starf sem hér er unn-
ið og hlúa að sérstöðu þess og
vona ég að hugað verði vandlega
að þeim málum á næstu árum.
Til þess að leggja áherslu á að
opinbert fé og viðurkenningar
eigi að veita til menningarmála
mun ég ekki óvirða þann gjörning
meir en gert hefur verið með því
að hafna titli bæjarlistamanns
Mosfellsbæjar þótt ég hafi aldrei
sóst eftir honum og hann veiti
mér, eftir það sem á undan er
gengið, enga gleði né virðingu.
Að lokum vil ég geta þess að
þótt bæjarstjóri vor sé sköruleg
kona í fasi og orðavali ræður hún
ekki ein ríkjum hér í Mosfellsbæ
né í sínum flokki. Hér er sem bet-
ur fer stjórnarfyrirkomulag þar
sem meirihluti ræður og lýðræði
er ekki fótum troðið. ■
Yfirlýsing frá Steinunni
Marteinsdóttur
Þjóðmál
STEINUNN
MARTEINS-
DÓTTIR
■ listamaður skrifar
um umræðuna við val
á bæjarlistamanni
Mosfellsbæjar.
■
Til þess að leg-
gja áherslu á
að opinbert fé
og viðurkenn-
ingar eigi að
veita til menn-
ingarmála mun
ég ekki óvirða
þann gjörning
meir en gert
hefur verið með
því að hafna
titli bæjarlista-
manns Mos-
fellsbæjar.
Ég hef barist harðri baráttugegn öllum áformum Vega-
gerðarinnar á Vesturlandi að
opna grjótnámu í Mjósundi í
Hraunsfirði á
Snæfellsnesi en
slík röskun hefur í
för með sér eyði-
leggingu á ein-
stæðum náttúru-
myndunum. Magn-
ús V. Jóhannsson,
u m d æ m i s s t j ó r i
Vegagerðarinnar á
Vesturlandi, fór
ásamt fréttamanni
RÚV inn í Mjósund
og skýrði honum
frá því að búið
væri að sætta
sjónarmið þeirra sem væru á
móti malaruppfyllingu yfir sund-
ið. Í staðinn yrði farið með grjót-
ið úr námunni yfir gömlu brúna.
Í matsskýrslu Vegagerðarinnar
til Skipulagsstofnunar kemur
hvergi fram hvaða leið verður
farin með grjótið. Matsskýrslan
var illa unnin og Vegagerðin hef-
ur ekki fengið leyfi neins staðar
frá til þess að keyra tugþúsund-
um rúmmetrum af grjóti yfir
brúna, hvað þá að fylla upp í
sundið. Það er rangt að búið sé að
sætta okkur sem hafa barist á
móti því að Vegagerðin taki
þarna í Mjósundi 100.000 m3 af
grjóti í uppfyllingu við byggingu
brúarinnar yfir Kolgrafarfjörð
og að fyllt sé upp í Mjósund.
Mjósundin á náttúruminja-
skrá
Ég hef barist hart undanfarin
tvö ár gegn öllum áformum Vega-
gerðarinnar um að grjót sé tekið.
Það er ódýr afsökun Vegagerðar-
innar að fara á þetta svæði ein-
ungis vegna þess að búið sé að
raska yfirborði hraunsins. Það er
skömm að þessu og aumingjahátt-
ur. Ég hef barist fyrir því að
þarna verði tekið til og yfirborð
hraunsins lagað, Enginn virðist
skilja að Mjósund og Berserkja-
hraun eru á náttúruminjaskrá og
vinsæll áningarstaður ferðafólks
og vegfarenda. Framganga ráða-
manna í sveitarstjórnum Helga-
fellssveitar og Grundarfjarðar-
bæjar hefur ekki verið til fyrir-
myndar. Sér í lagi er framganga
meirihluta bæjarstjórnar í
Grundarfirði furðuleg.
Eyðilegging og umhverfis-
vottun
Öll umræða vegna andstöðu
efnistökunnar í Mjósundi hefur
verið þögguð niður. Umhverfis-
nefnd hefur ekki verið hleypt á
staðinn í mörg ár til að taka út
ástand svæðisins. Þá hefur þess
verið vandlega gætt að skoðun-
armenn í verkefninu Fegurri
sveitir kæmu ekki nálægt
Mjósundi. Ég fór ásamt for-
manni Landverndar og Náttúru-
verndarsamtaka Vesturlands í
Mjósund í aprílmánuði til að líta
á aðstæður. Aldrei fyrr höfðu
formennirnir séð eins slæma
umgengni í svo einstæðum nátt-
úrumyndunum. Að þeirra áliti er
fyrirhuguð efnistaka Vegagerð-
arinnar kornið sem fyllti mæl-
inn. Í kjölfarið var samið bréf
sem virðist hafa leitt fjölmiðla-
fólk á staðinn og valdið uppnámi
í sveitarstjórnunum.
Það sem veldur mér ugg er að
nýlega skrifuðu sveitarfélögin
ásamt Vegagerðinni undir sam-
starfssamning við Green Globe,
sem eru alþjóðleg samtök er
stuðla að sjálfbærri þróun í
ferðaþjónustu. Það á sem sagt að
fá alþjóðlega umhverfisvottun á
Snæfellsnesið.
Ég skil ekki hvernig með annar-
ri hendi er hægt að fá umhverfis-
vottun á land, en með hinni er það
eyðilagt eins og stefna Vegagerðar-
innar er og fleiri aðila hér. Ber-
serkjahraunið sjálft er ekki undan-
skilið. Það er eins og eftir loftárás
eins og myndirnar í fréttatíma sjón-
varpsins sýndu. Var tími til kominn
að landsmenn fengju að sjá sann-
leikann.
Áætlun stungið niður í
skúffu
Ég er orðlaus yfir þessu
ástandi og vil sjá sveitarstjórnir
gera bragarbót í umgengni sinni
við landið samfara því að unnið
sé að verkefninu Staðardagskrá
21 og Green Globe 21. Unnið er
að verkefninu Staðardagskrá 21
í Grundarfirði og er ég verkefn-
isstjóri. Fyrir liggur fram-
kvæmdaráætlun og samþykkt
bæjarstjórnar. Þá stóð til að
kynna áætlunina fyrir bæjar-
búa í marsmánuði. Þessari áætl-
un hefur verið stungið niður í
skúffu án viðhlítandi skýringar.
Ég hvet Vegagerðina, sem
hefur ákveðið að taka minna
magn af grjóti í Mjósundi, að
ganga alla leið og hætta alfarið
efnistöku. Það er úrelt lausn að
fegra einstæðar náttúrumynd-
anir með því að breyta þeim í
efnistökusvæði. Það er kominn
tími til að Vegagerðin auki á
trúverðugleika sinn um leið og
unnið er að því að fá alþjóðlega
umhverfisvottun á svæðið. ■
Árásin á Mjósund
ARNARKLETTUR
Arnarklettur er aflagður hreiðurstaður haf-
arnarins við Mjósund. Arnarklettur lendir í
útjaðri fyrirhugaðrar námu Vegagerðarinn-
ar og telur Gunnar Njálsson að hann hrynji
við röskunina.
Þjóðmál
GUNNAR
NJÁLSSON
■
verkefnisstjóri Staðar-
dagskrár 21 í Grund-
arfirði skrifar um
grjótnámu í Mjósundi
í Hraunsfirði á Snæ-
fellsnesi.
■
Öll umræða
vegna and-
stöðu efnistök-
unnar í
Mjósundi hefur
verið þögguð
niður. Umhverf-
isnefnd hefur
ekki verið
hleypt á stað-
inn í mörg ár til
að taka út
ástand svæðis-
ins.
Ég fæ ekki orða bundist yfiróréttmætum skrifum Gunnars
Smára Egilssonar í Fréttablaðinu
í gær. Þar viðrar hann þá skoðun
sína að launamunur kynjanna sé
konum að kenna og það sé á þeirra
ábyrgð að breyta þeim mun. Þessi
skoðun Gunnars Smára er svo
sem ekki ný af nálinni, eitt af
þeim vopnum karla gegn konum
sem mest svíður undan og er hvað
erfiðasti þröskuldurinn fyrir kon-
ur að stíga yfir.
Þetta viðhorf gerir konur
ábyrgar fyrir misréttinu. Misrétti
sem þær skópu ekki sjálfar, völdu
sér ekki en á sér rætur í aldagam-
alli kúgun. Launamunur karla og
kvenna er mannréttindabrot og er
það ekki sérskoðun mín heldur
kemur sú skoðun fram hvarvetna
sem fjallað er um mannréttindi.
Konur bera ekki einar ábyrgð á
mannréttindabrotum, ekki frem-
ur en nokkrir aðrir þeir menn sem
mannréttindi eru brotin á.
Að gera konur ábyrgar er að
skella skuldinni á rangan aðila.
Eigum við að gera pólitíska fanga
heimsins ábyrga fyrir því að hætt
sé að refsa mönnum fyrir pólitísk-
ar skoðanir sínar? Nei, og konur
bera ekki ábyrgð á þeim klafa for-
dóma og niðurlægingar sem þær
mæta í launaumslaginu, í mögu-
leikum á frama og við að lesa
skoðanir karla eins og Gunnars
Smára.
Burt með niðurlægjandi skrif
um ástæður launamisréttis! Rit-
stjórn Fréttablaðsins á að skamm-
ast sín fyrir að prenta árás á konur
sem eru búnar að berjast, berjast
eins og hetjur, gegn viðhorfum sem
segja að þær fái og hafi alltaf feng-
ið allt sem þær eiga skilið og ekki
meir. ■
Konur ekki ábyrgar fyrir launamun
Ég skrifaði að konur hefðu nú
fengið lagalegt og formlegt jafn-
rétti og velti upp hvort þær ættu
þá leikinn til að ná jafnrétti í
launum. Það er brotið á lagaleg-
um og formlegum rétti fanganna
sem Þórunn tekur dæmi af.
Staða fanganna er því á engan
hátt lík stöðu kvenna í dag. Ekki
heldur stöðu kvenna áður en þær
fengu kosningarétt eða rétt til
mennta eða eigna. Það er einmitt
svona samanburður sem dregur
úr þrótti kvenna; að líkja sér
sífellt við þá sem allra verst eru
settir.
Gunnar Smári
Þjóðmál
ÞÓRUNN ARN-
ARDÓTTIR
■
kennari skrifar um
launamun kynja.
■ Athugasemd