Fréttablaðið - 26.06.2003, Side 18
18 26. júní 2003 FIMMTUDAGUR
SIGLINGAKEPPNI Í ÞÝSKALANDI
2.200 bátar taka þátt í stærstu siglinga-
keppni sem fram fer á ári hverju við Kiel.
Siglingar
!
"#$
!%&
'(
)*&
+,
'( 0&*1-2
%&!.
345/
6*!7
1
.!-/
-
4
.!-/
FÓTBOLTI „Ég hef fengið mig
fullsaddan af að starfa með fólki
sem er ekki samkvæmt sjálfu sér,“
sagði Guðjón Þórðarson eftir að
ljóst varð að samstarf hans og Bald-
urs Sigurðssonar fór út um þúfur
en Baldur fór fyrir þeim hópi fjár-
festa sem sýndi Barnsley áhuga.
Baldur Sigurðsson hefur verið
búsettur erlendis um hríð og rekur
fjárfestingafyrirtæki sem meðal
annars hefur leitað hófanna með að
festa kaup á knattspyrnufélagi á
Englandi fyrir umbjóðendur sína.
„Hann hringdi í mig um daginn
og bað mig að skoða þessi mál
með honum, sem ég gerði með
glöðu geði. Hann sagðist hafa
ákveðinn pening í þetta ævintýri
en það var ekki allt eins og það
átti að vera. Sannleikurinn er sá
að ég kem hreint fram við fólk og
vænti þess á móti en þegar að
menn verða að upphefja sjálfa sig
á minn kostnað er mér nóg boð-
ið.“
Guðjón sagði þetta engin von-
brigði af sinni hálfu. „Ég er búinn
að heyra og sjá svo margt í þess-
um bransa að það kemur ekkert á
óvart lengur. Maður vonar það
besta en býst við engu þannig að
það er ekki þannig að ég hafi orð-
ið fyrir vonbrigðum.“ ■
GUÐJÓN ÞÓRÐARSON
Er skilinn að skiptum við hópinn sem hef-
ur áhuga á Barnsley.
Guðjón Þórðarson brattur þrátt fyrir bakslag með Barnsley:
Starfa ekki með svona fólki
LANDSLIÐSÞJÁLFARINN
Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson hafa
komið landsliðinu upp um ellefu sæti.
.
Styrkleikalisti FIFA:
Ísland
upp um
ellefu sæti
FÓTBOLTI Íslenska karlalandsliðið
hækkaði um ellefu sæti á styrk-
leikalista FIFA í kjölfar sigranna
á Færeyingum og Litháum. Ís-
lendingar eru í 59. sæti á nýjasta
listanum ásamt Skotum, sem
hækkuðu um fimm sæti. Grikkir
tóku stærsta stökkið á listanum en
þeir fóru úr 45. sæti í það 33.
Brasilíumenn eru enn efstir,
Frakkar aðrir og Spánverjar
þriðju. Montserrat, átta þúsund
manna eyþjóð í karíbahafi, er
sem fyrr í 204. og neðsta sæti
listans. ■
FÓTBOLTI Carlos Queiroz, aðstoðar-
þjálfari Alex Ferguson hjá
Manchester United, er í Madrid
til að skrifa undir samning sem
næsti þjálfari Spánarmeistara
Real Madrid. Félagið sagði upp
samningi við Vicente Del Bosque
á mánudag til að „hleypa inn nýju
blóði“ og Queiroz er talinn einn sá
hæfasti í starfið.
Tvennt mælir sérstaklega með
Queiroz í starfið; það verður mun
auðveldara fyrir David Beckham
að aðlagast félaginu með hann
innanborðs þar sem þeir þekkjast
frá Manchester og einnig er
Queiroz sá þjálfari sem náð hefur
hvað bestum árangri með Luis
Figo, þegar hann þjálfaði undir 21
árs lið Portúgal sem varð heims-
meistari 1989. Þrátt fyrir glæstan
feril síðan hefur Figo sjaldan leik-
ið eins vel og þá.
Queiroz verður saknað í
Manchester en Ferguson hefur
látið hafa eftir sér að Queiroz hafi
verið ein bestu „kaup“ liðsins.
Sem dæmi um árangur undir
stjórn Queiroz segir Ferguson að
líkamleg hreysti leikmanna liðs-
ins sé 12% meiri eftir að Queiroz
tók við sem aðstoðarþjálfari. Áður
en hann gekk til liðs við United
hafði Queiroz einnig þjálfað
landslið Portúgal og S-Afríku, auk
Sporting Lissabon og félagsliða í
Japan, Bandaríkjunum og S-Am-
eríku.
Samkvæmt spænskum blöðum
hittir hann Alex Ferguson í næstu
viku til að óska lausnar. Ferguson
hefur þegar sætt sig við brottför
Queiroz. „Þetta er of gott tæki-
færi til að hafna en við flýtum
okkur hægt við að ráða nýjan í
hans stað.“
Queiroz sjálfur er í sjöunda
himni. „Þetta hefur verið gæfu-
legt ár fyrir mig og ég vil ekki yf-
irgefa Manchester í neinum
illindum. Þetta er hins vegar tæki-
færi sem kemur einungis einu
sinni um ævina og maður verður
að grípa.“ ■
Carlos Queiroz hefur verið ráðinn næsti þjálfari Real Madrid. Queiroz
tekur við af Vicente Del Bosque, sem var rekinn eftir að liðið tryggði sér
spænska titilinn um síðustu helgi. Queiroz er í sjöunda himni.
Draumastarf
hvers þjálfara
ÁHANGENDUR REAL MADRID
Pressan verður á Queiroz að hala inn enn fleiri titla.
DAVID BECKHAM
Hittir fyrir hjá Real Madrid þjálfara sinn frá
Manchester United.
Patrick Vieira:
Ekki til sölu
FÓTBOLTI David Dein, stjórnarmað-
ur hjá Arsenal, segir að franski
m i ð v a l l a r l e i k -
maðurinn Patrick
Vieira sé ekki til
sölu og þvertekur
fyrir að Man-
chester United
hafi gert tilboð í
hann. Síðustu
daga hafa borist fréttir þess efnis
að Alex Ferguson, knattspyrnu-
stjóri Englandsmeistara Man-
chester, hafi gert Vieira tilboð en
hann á í samningaviðræðum við
Arsenal sem stendur.
Ensku liðin eiga nú í miklu
kapphlaupi um að styrkja leik-
mannahópa sína fyrir komandi
tímabil. ■
PATRICK VIEIRA
Ekki til sölu.