Fréttablaðið - 26.06.2003, Side 20

Fréttablaðið - 26.06.2003, Side 20
20 26. júní 2003 FIMMTUDAGUR ■ Fótbolti HÁSTÖKK! Ofurhugar hvaðanæva að taka þátt í stökkkeppni úr sjónvarpsturni í Moskvu. Viðskiptavinir Herjólfs athugið! Frá og með 1. júlí næstkomandi þarf að staðfesta bókun fyrir bifreiðar með fullri greiðslu eigi síðar en kl. 12 á hádegi daginn fyrir brottför. Að öðrum kosti fellur bókunin niður. Bókið á netinu: www.herjolfur.is Áætlun Herjólfs Brottfarartímar 1. maí til 31. ágúst Sun.–fös. 8.15 og 16.00 12.00 og 19.30 Lau. 8.15 12.00 Frá Vestmannaeyjum Frá Þorlákshöfn 03 -0 29 4 FÓTBOLTI „Svona heilt á litið, með þá leiki sem ég hef dæmt og hina sem ég hef séð, er ekki hægt að segja að það sé verið að spila mjög harðan bolta,“ sagði Jóhannes Valgeirsson dómari um fjölda gulra og rauðra spjalda í Landsbankadeildinni hingað til. „Reyndar er ég hissa á fjölda rauðra spjalda en á móti kemur að mest eru brottvísun eftir tvö gul frekar en eftir stórhættulega tækl- ingu eða eitthvað slíkt.“ Rauðu spjöldin eru orðin átta talsins eftir fimm umferðir en voru 23 eftir 18 umferðir á Íslandsmótinu í fyrra. „Almennt finnst mér mótið hafa gengið vel og ég átta mig ekki á þessum fjölda af rauðum spjöldum sem komin eru. Ég hef ekki komið auga á mikið af svokölluðum ruddabrotum sem verðskulda það rauða og þessar tölur staðfesta að í flestum tilvikum er um brottvísun að ræða eftir að gult hefur verið gefið áður.“ ■ Fyrsta deildakeppnin fór fram áEnglandi veturinn 1888 til 1889. Preston North End sigraði í keppninni án þess að tapa leik. Fé- lagið vann 18 leiki af 22, gerði fjögur jafntefli, skoraði 74 mörk og fékk á sig 15. Preston sigraði einnig í bikarkeppninni þennan vetur án þess að fá á sig mark. Keppni um Þýskalandsmeistara-titilinn hófst árið 1902. VfB Leipzig varð fyrsti meistarinn eft- ir 7:2 sigur á DFC Prag í úrslita- leik. Fyrstu 60 árin var meistara- keppni Þýskalands útkljáð með úr- slitaleik eftir undankeppni í mörg- um landshlutariðlum. Árið 1963 tóku Vestur-Þjóðverjar upp deilda- keppni að hætti annarra Evrópu- þjóða og nú er keppt í tveimur landsdeildum og fjölmörgum landshlutadeildum. Deildakeppnin í Danmörkuhófst árið 1913 og í Finnlandi árið 1908. Keppni um sænska meistaratitilinn hófst árið 1896 en deildaskipting var ekki tekin upp fyrr en árið 1925. Fram að því var keppnin með útsláttarfyrirkomu- lagi eins og í bikarkeppni. Keppn- in um Noregsmeistaratitilinn hófst árið 1902 en deildakeppnin hófst árið 1938. Keppnin á árunum 1902 til 1938 var bikarkeppni og voru sigurvegararnir kallaðir Noregs- meistarar. Bikarmeistararnir í Noregi eru enn kallaðir Noregs- meistarar en félag sem sigrar í deildakeppninni er einfaldlega kallað deildameistari. FÓTBOLTI Rangers frá Glasgow hefur oftar unnið deildakeppni en nokkurt annað félag í Evr- ópu. Rangers varð meistari í vor í 50. sinn en erkifjendur félagsins í Celtic hafa sigrað 38 sinnum í skosku deildinni og eru þriðja sigursælasta félag Evr- ópu. Linfield hefur unnið næst- flesta deildameistaratitla evr- ópskra félaga en félagið hafa sigrað 44 sinnum í keppninni á Norður Írlandi. Tuttugu og níu félög hafa orð- ið meistarar síns lands oftar en tuttugu sinnum. Nokkur þeirra hafa sigrað í deildakeppnum tveggja landa, oftast vegna breyttrar ríkjaskipunar í Evr- ópu á síðustu árum. Dínamó frá Kíev varð til að mynda þrettán sinnum sovéskur meistari, oftar en önnur félög, en eftir að Úkra- ína varð sjálfstætt ríki hefur Dínamó sigrað tíu sinnum í deildakeppni landsins. Derry City hefur sérstöðu meðal félaga sem hafa orðið meistar í tveimur löndum. Fé- lagið er frá Londonderry á Norður-Írlandi og varð meistari þar í landi árið 1965. Árið 1985 hóf félagið keppni í írska lýð- veldinu að eigin frumkvæði og sigraði í deildakeppninni þar árin 1989 og 1997. Real Madrid hefur oftast orð- ið spænskur meistari þeirra níu félaga sem hafa sigrað í deilda- keppninni þar í landi. Real varð meistari í 29. sinn um helgina en erkifjendur þeirra í Barcelona, sem sigruðu í fyrstu keppninni árið 1929, hafa sigrað sextán sinnum. Aðeins fimm félög hafa sigr- að í portúgölsku deildinni frá stofnun hennar árið 1939. Belenenses varð meistari árið 1946 og Boavista árið 2001 en Benfica, Porto og Sporting hafa sigrað í hinum keppnunum. Celtic og Rangers hafa sigrað 88 sinnum í skosku deildinni, sem stofnuð var árið 1891, en níu önnur félög eiga samanlagt 19 titla. Átta félög hafa orðið Íslands- meistarar frá árinu 1912, 23 fé- TUTTUGU TITLAR EÐA FLEIRI Austurríki Rapid Vín 30 Austria Vín 22 Belgía Anderlecht 26 Búlgaría CSKA Sófíu 29 Levskí Sófíu 23 Danmörk FC Kaupmannahöfn * 25 Finnland HJK Helsinki 20 Grikkland Olympiakos Pireus 32 Holland Ajax Amsterdam 28 Ísland KR 23 Ítalía Juventus 27 Lúxemborg Jeunesse d’Esch 26 Malta Floriana 25 Sliema Wanderers 24 Norður-Írland Linfield 44 Glentoran 21 Portúgal Benfica 30 FC Porto 22 Sporting Lissabon 22 Rúmenía Steaua Búkarest 21 Rússland Spartak Moskvu ** 21 Serbía/Svartfjallaland (áður Júgóslavía) Rauða Stjarnan 22 Skotland Rangers 50 Celtic 38 Spánn Real Madrid 29 Sviss Grasshoppers 26 Tékkland Sparta Prag *** 32 Ungverjaland Ferencvaros 27 MTK Búdapest 22 Újpest 20 Úkraína Dínamó Kíev **** 23 * FC Kaupmannahöfn var stofnað með samruna KB og B1903 árið 1992. KB varð 15 sinnum meistari, B1903 sjö sinnum en FC Kaupmanna- höfn hefur þrisvar sigrað í dönsku deildinni. ** Spartak Moskvu varð 12 sinnum meistari í Sovétríkjunum og níu sinnum í Rússlandi. *** Sparta Prag hefur átta sinnum orðið meistari í Tékklandi og varð að auki 24 sinnum meistari í Tékkóslóvakíu á árunum 1918 til 1993. **** Dínamó Kíev varð þrettán sinnum meistari í Sovétríkjunum og hefur unnið tíu af tólf keppn- um í Úkraínu. Rangers oftast deildameistari Rangers frá Glasgow hefur oftast unnið deilda- keppni í Evrópu. Linfield frá Norður-Írlandi hef- ur unnið 44 sinum en Real Madrid 29 sinnum. REAL MADRID Real Madrid varð spænskur meistari í 29. sinn. Fernando Hierro, þriðji frá vinstri á mynd- inni, tekur af sér fyrirliðabandið en þetta var síðasti leikur hans með Real. ERFITT STARF Knattspyrnudómarar þurfa að ákveða sig á augnabliki. Jóhannes Valgeirsson knattspyrnudómari: Fjöldi rauðra spjalda kemur á óvart

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.