Fréttablaðið - 26.06.2003, Page 22

Fréttablaðið - 26.06.2003, Page 22
 Gjaldey ris- gla›nin gur! Fer›ahandklæ›in  eru komin! ferðir o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um ferðir – innanlands og utan Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: ferdir@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Þjónustuauglýsingar: Gula línan, sími 580 8090 – netfang: auglysingar@gulalinan.is. Heilsulindir í Stykkishólmi: Hér höfum við afskaplega merki-legt vatn sem leitt er í heitu pott- ana við sundlaugina. Það hefur lækningamátt,“ segir Ásthildur Sturludóttir, atvinnuráðgjafi og ferða- málafulltrúi í Stykkishólmi, og dregur ekki af sér þegar hún lýsir dásemdum heita vatnsins sem Hólmarar hafa yfir að ráða – og gnótt þess. Vatnið kemur ofan frá Hofstöðum og affallið fer í pottana – borholan sér um að hita upp vatn bæjarbúa. Það er of salt til að hægt sé að leiða það beint í rörin en hitinn er nægur. „Vatnið er afar mjúkt og salt, sem gerir að verkum að það rífur ekki upp húðfituna líkt og vatnið í Reykjavík. Saltið róar húðina og gerir hana mýkri. Þess vegna er það sérlega gott fyrir fólk sem þjáist af húðmeinum og samtök exem- og psoriasissjúklinga hafa sérstaklega bent fólki á að baða sig hér. Og talsvert er um að við fáum fólk í þeim erindagjörðum,“ segir Ást- hildur. Fullyrðingar hennar um ágæti vatnsins eru vísindalega undirbyggð- ar. Institute Fresenius í Þýskalandi, stofnun sem sérhæfir sig í rannsókn- um vatns sem býr yfir lækninga- mætti, hefur rannsakað vatnið og gaf vatninu 1. einkunn eftir að hafa greint það á allan mögulegan og ómögulegan máta. „Já, þetta þykir líkt vatninu sem þeir hafa í heilsulindunum í Baden- Baden.“ Ásthildur upplýsir að bæjaryfir- völd hafi lagt peninga í að kanna möguleika á heilsutengdri ferðaþjón- ustu. „Eiginleikar heita vatnsins upp- götvuðust fljótlega eftir að borholan fannst árið 1997. Þá komu nokkrir heimamenn upp fiskikari við borhol- una og notuðu til baða. Tveir þeirra voru með psoriasis og héldu sér góð- um þar. Fiskikerin fengu reyndar ekki vottun,“ segir Ásthildur hlæjandi. Hún starfar fyrir Atvinnuþróunarfé- lagið á Vesturlandi, sem hefur lagt peninga í að kanna möguleikana á heilsutengdri ferðaþjónustu á staðn- um. Ásthildur fær ekki betur séð en allir möguleikar séu fyrir hendi. ■ ÁSTHILDUR STURLUDÓTTIR Vatnið er afar mjúkt og salt, sem gerir að verkum að það róar húð- ina og græðir en rífur ekki upp húðfituna. Hólmarar hafa lagt peninga í að kanna frekari mögu- leika á ferðatengdri ferðaþjónustu. Dásemdir heita vatnsins Einn af tindunum sem blasa við úrReykjavík þegar litið er í austurátt er Skeggi, hæsti tindur Hengils. Samt eru margir sem þekkja ekki fjallið í sjón, enda hefur það ekki öðlast sams konar „frægð“ og sum önnur fjöll í ná- grenni höfuðborgarinnar, svo sem Esj- an, Akrafjall og Skarðsheiðin, sem all- ir þekkja úr dægurlögum. Það ætti ekki að vefjast fyrir neinum í sæmi- legu formi að ganga á Hengilinn. Hægt er að velja um nokkrar leiðir og flestar eru þær stikaðar. Ein sú skemmtilegasta liggur um Sleggju- beinsskarð og Innstadal. Þá er haldið af stað frá skíðasvæð- inu í Hamragili eftir stikaðri leið (blá- ar stikur) inn í Innstadal. Þar er beygt af leið og svörtum stikum fylgt upp á Skeggja, en svo heitir hæsti hluti Hengilsins. Af honum er mjög gott út- sýni yfir Þingvallavatn, Botnssúlur og víða um land. Á bakaleiðinni má svo fara aðra leið niður í Innstadal (aftur svartar stikur) og fá sér fótabað í heit- um læk. Orkuveitan hefur stikað og merkt Hengilsvæðið og á vef hennar www.or.is er frekari fróðleikur um fjallið og svæðið. ■ Fjöllin í kringum Reykjavík: Gengið á Hengil Göngutími: Fimm til sex klst. Hækkun: Um 600 m Lengd: Um 14 km HENGILSSVÆÐIÐ Hæsti tindur Hengils heitir Skeggi og er 803 m á hæð. hvað?hvar?hvenær? 23 24 25 26 27 28 29 JÚNÍ Fimmtudagur 20.00 Þriðja gangan í göngusyrpunni “Sumargöngur skógræktarfélaganna“ í fræðslusamstarfi skógræktarfélaganna og Búnaðarbankans. Gangan er á vegum Skógræktarfélags Reykjavíkur. Þátttakendur safnast saman á Vígsluflöt við Heiðarveg. Fáni Skógræktarfélags Reykjavíkur mun blakta þar á bílastæðinu. Arnfirðingahátíðin Bíldudals grænar... Sumarhátíð á Bíldudal. Fjölbreytt dagskrá. Viking Blue North Music. Jazzklúbbur Ólafsfjarðar heldur dagana 26.- 28. júní 2003 fjórðu Blue North-tónlistarhátíðina á Ólafsfirði. 8.30 Strútur á Strútsstíg - Torfajökull (3 dagar) Könnunarleiðangur Útivistar um Strút og nágrenni og Torfajökul. Gist í Strútsskála, nýjum skála Útivistar á Syðra- Fjallabaki. Brottför frá BSÍ. 13.30 Minjasafnið á Akureyri. Söguganga fyrir erlenda ferðamenn um Innbæinn og Fjöruna. Gengið frá Akureyrarkirkju að Minjasafnskirkju. Leiðsögn á ensku. Verð kr. 1.490. Skráning hjá Ferðaskrifstofu Akureyr- ar, Ráðhústorgi 3. Sími 460 0600. 24 25 26 27 28 29 30 Föstudagur MYND/EMIL ÞÓR SIGURÐSSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.