Fréttablaðið - 26.06.2003, Síða 24

Fréttablaðið - 26.06.2003, Síða 24
24 26. júní 2003 FIMMTUDAGUR FJÖR Í JÚLÍ Það verður mikið að gerast í menningarlíf- inu víða um landið í júlí og þeir sem eru á faraldsfæti ættu því að geta fundið eitt- hvað við sitt hæfi í flestum landshlutum. Seyðisfjörður kemur sem fyrr sterkur inn en listahátíðin Á seyði er enn í fullum gangi og LungA, listahátíð ungs fólks á Austurlandi, hefst um miðjan mánuðinn. TÓNLIST Þjóðlagahátíðin á Siglu- firði er orðin árviss viðburður í menningarlífi sumarsins og inn- lendir og erlendir tónlistarmenn leggja jafnan leið sína þangað til þess að troða upp. Hátíðin verð- ur að þessu sinni haldin dagana 2.-6. júlí og í ár verður lögð sér- stök rækt við hinn forna söng- dans Íslendinga, vikivakann. Hljómsveitin Draupner frá Svíþjóð flytur vikivaka ásamt Önnu Pálínu Árnadóttur á setn- ingartónleikum hátíðarinnar, Egill Ólafsson flytur söngdansa Jóns Múla ásamt djasstríóinu Flís og Renata Iván frá Ung- verjalandi flytur píanókonsert Jórunnar Viðar, sem dregur að hluta dám af gömlum vikivök- um. Af öðrum listviðburðum má nefna tónleika gítardúósins Duo Campanas, flutning Magneu Tóm- asdóttur sópransöngkonu og Guð- mundar Sigurðssonar organleik- ara á trúarlegum íslenskum þjóð- lögum. Þá flytur danski dúetinn Svöbsk flytur ballöður og söngva frá heimalandi sínu og harðang- ursfiðluhljómsveit frá Bærum í Noregi leikur á hátíðinni. Laugardaginn 5. júlí verður mikið um að vera á hátíðinni en þá verður haldið námskeið í viki- vakadansi, Sigurður Flosason saxófónleikari og Pétur Grétars- son flytja dagskrána Raddir þjóðar, Þórarinn Hjartarson og Kristjana Arngrímsdóttir syngja lög við ljóð Páls Ólafs- sonar ásamt hljómsveit og hald- ið verður norskt bryggjuball við Síldarminjasafnið. Um kvöldið verður haldin uppskeruhátíð þar sem flestir gestir hátíðarinnar koma fram. Á hátíðinni verður boðið upp á námskeið í búlgarskri þjóð- lagatónlist, rímnakveðskap, hreyfileikjum og rytmaspuna, silfursmíði, refilsaum og ullar- þæfingu auk útivistarnám- skeiðs. ■ TVÍEYKIÐ SVÖBSK Flytur fjölbreyttar ballöður og söngva frá Danmörku á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði sem verður haldin dagana 2.-6. júlí. Nán- ari upplýsingar um Þjóðlagahátíðina má finna á heimasíðu hennar www.siglo.is/festival. Eitthvað fyrir alla: Lífleg þjóðlagahátíð á Siglufirði Sumartónleikar Bláu kirkj-unnar verða haldnir á Seyð- isfirði öll miðvikudagskvöld klukkan 20.30 í júlí. Cantabile Tríó, Emilía RósSigfúsdóttir flautuleikari, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir söngkona og Birna Helgadóttir píanóleikari spila 2. júlí. Þann 9. júlí verður slegið upp skemmtilegri „veislu“, en þá mæta 4Klassískar með fjöl- breytta dagskrá. 16. júlí kemur kínverska sópransöngkonan Xu Wen frá Reykjavík. Söng- prógramm hennar saman- stendur af fallegri sígildri tón- list og klassískri kínverskri tónlist. Lars Frederiksen frá Odense verður með orgeltón- leika 23. júlí en tónleikarnir gefa hugmynd um þá miklu möguleika í tón og stíl sem framkalla má á Frobenius- pípuorgelið í Seyðisfjarðar- kirkju. Þann 30. júlí verða svo fjöl-skyldutónleikar með „heimamönnum“, Ágústi Ár- manni Þorlákssyni, Einari Braga Bragasyni og Jóni Hilm- ari Kárasyni ásamt vinum og félögum frá Neskaupstað. Sumartónleikar í Skálholts-kirkju verða haldnir kl. 15 og 17 á laugardögum og kl. 15 á sunnudögum í júlí. Messa er á sunnudögum kl. 17 en tónlist- arflutningur hefst kl. 16:40 fyrir messu. Fyrirlestrar tengdir tónleikahaldinu eru í Skálholtsskóla á laugardögum kl. 14.00. Matthías Johannessenskáld fjallar um kveð- skap Ólafs Jónssonar á Sönd- um laugardaginn 5. júlí. Viku síðar fjallar Oliver Kentish um tónverk sem verða frum- flutt á tónleikum laugardags- ins og Jaap Schröder ræðir strengjaverk Joseph Haydns laugardaginn 26. júlí en þættir úr strengjakvartettinum „Sjö orð Krists á krossinum“ eftir Haydn verða flutt eftir messu á sunnudeginum. Laugardaginn 5. júlí verðurLjóðapartí 2003 haldið í menningarmiðstöðinni Skafta- felli í tengslum við listahátíð- ina Á seyði. Ungskáldin Stein- ar Bragi, Haukur Már Helga- son, Eiríkur Örn Norðdahl, Ófeigur Sigurðsson og Gísli Magnússon lesa ljóð og troða upp ásamt plötusnúðum og tón- listarfólki. Sönghópurinn Embla verðurmeð sumartónleika í Stykk- ishólmskirkju fimmtudaginn 10. júlí klukkan 20.30 og á sama tíma viku síðar, fimmtu- daginn 24. júlí, verða Hildi- gunnur Halldórsdóttir fiðlu- leikari og Sólveig Anna Jóns- dóttir píanóleikari með tón- leika í kirkjunni. ■ Sígilt sumar

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.