Fréttablaðið - 26.06.2003, Page 30
26. júní 2003 FIMMTUDAGUR
Ég var orðin algjör Lasarus ogkomin í stóra skömm með
garðinn og pallinn hjá mér þar
sem blómakerin göptu tóm, í besta
falli full af arfa og
leifum frá fyrra
sumri. Nágrannarn-
ir voru farnir að
spyrja mig kurteis-
lega hvort ég væri
ekki mikið fyrir
blóm. Því fagnaði
ég heilshugar slakri
sjónvarpsdagskrá
og björtum sumar-
nóttum. Ég er nefni-
lega með þeim ósköpum gerð eins
og kollegar mínir hér á blaðinu að
eiga erfitt með að planta mér fyrir
framan tækið um hábjargræðis-
tímann þegar lóan syngur og
maður heyrir grasið vaxa.
Þökk sé þeim sem stjórna að
hafa sent Sópranó vin minn og aðra
kunningja í frí. Því er einskis að
sakna...nema ef vera skyldi Saga
Forsyte-ættarinnar á sunnudags-
kvöldum. Ég beið með eftirvænt-
ingu eftir fyrsta þættinum en varð
þess þá áskynja að um nýja gerð
þáttanna er að ræða. Það þótti mér
slæmt því mig langaði að hitta fyr-
ir gamla vini frá unglingsárum. Ég
mundi þó eftir Soames kallinum,
sem ekki var ósvipaður þeim
gamla. Mig minnir að amma bless-
unin hafi kallað hann skrattkollinn
hann Soames og ekki verið mjög
hrifin af gjörðum hans á svarthvít-
um skjánum.
Ég horfði sumsé á þennan fyrsta
þátt og fátt annað en Somes rifjað-
ist upp fyrir mér. Kann að vera að
ég rugli þessu blessaða fólki við
Húsbændur og hjú, annan vinsælan
þátt til forna sem margir kannast
við. Ég er þó ekki frá því að ég hafi
alls ekki horft á þessa þætti á sín-
um tíma; aðeins talað um þá. Í þann
tíma var nefnilega ekkert hægt að
taka upp ef maður missti af. Ég er
ekki viss nema handboltaæfingar
hafi verið sömu kvöld á sama tíma.
Ég ætla samt að halda áfram að
horfa og vita hvort þetta rifjast
ekki upp fyrir mér. ■
Við tækið
BERGLJÓT DAVÍÐSDÓTTIR
■ beið spennt eftir að rifja upp kynni við
gamla vini frá unglingsárum í Sögu
Forsyte-ættarinnar.
Gamlir vinir frá unglingsárum
20.00 Kvöldljós
21.00 Bænastund
21.30 Joyce Meyer
22.00 Benny Hinn
22.30 Joyce Meyer
Með áskrift að stafrænu sjón-
varpi Breiðbandsins fæst
aðgangur að rúmlega 40
erlendum sjónvarpsstöðvum,
þar á meðal 6 Norðurlanda-
stöðvum. Nánari upplýsingar
um áskrift í síma 800 7000.
15.15 Olíssport Fjallað er um helstu
íþróttaviðburði heima og erlendis.
15.45 FIFA Confederations Cup 2003
(Álfukeppnin) Bein útsending frá undan-
úrslitum.
18.00 Íslensku mörkin
18.40 FIFA Confederations Cup 2003
(Álfukeppnin) Bein útsending frá undan-
úrslitum.
21.00 European PGA Tour 2003 (Golf-
mót í Evrópu)
22.00 Football Week UK (Vikan í
enska boltanum)
22.30 Olíssport Fjallað er um helstu
íþróttaviðburði heima og erlendis.
23.00 HM 2002 (Suður-Afríka - Spánn)
0.45 Fastrax 2002 (Vélasport) Hrað-
skreiður þáttur þar sem ökutæki af öllum
stærðum og gerðum koma við sögu.
1.15 Dagskrárlok og skjáleikur
6.58 Ísland í bítið
9.00 Bold and the Beautiful
9.20 Í fínu formi
9.35 Oprah Winfrey
10.20 Ísland í bítið
12.00 Neighbours (Nágrannar)
12.25 Í fínu formi (Þolfimi)
12.40 Dharma & Greg (1:24)
13.00 The Guardian (7:22)
13.45 American Dreams (12:25)
14.25 Smallville (18:23)
15.10 Christina Aguilera
15.25 Britney Spears
15.55 White Fang (Úlfhundurinn)
17.40 Neighbours (Nágrannar)
18.05 Seinfeld (1:5) (Pilot)
18.30 Fréttir Stöðvar 2
19.00 Ísland í dag, íþróttir, veður
19.30 Friends 5 (11:23) (Vinir)
20.00 Jag (2:25)
20.55 Third Watch (15:22) (Næturvakt-
in)
21.40 Oz (7:16) (Öryggisfangelsið)
22.35 Columbo: Murder With Too
Many Notes (Nótnamorð) Sakamála-
mynd. Columbo lögregluforingi lætur
ekki að sér hæða. Hann er kallaður til
þegar aðstoðarmaður þekkts tónskálds
finnst látinn. Columbo grandskoðar mál-
ið frá öllum hliðum og sér fljótt hver ber
ábyrgðina. Sá grunaði reynir að breiða
yfir gjörðir sínar en Columbo lætur ekki
blekkjast. Aðalhlutverk: Peter Falk, Billy
Connolly, Chad Willet, Hillary Danner.
Leikstjóri: Patrick McGoohan. 2000.
0.05 Very Bad Things (Algjör skepnu-
skapur) Aðalhlutverk: Christian Slater,
Cameron Diaz. 1998. Stranglega bönnuð
börnum.
1.40 Friends 5 (11:23) (Vinir)
2.05 Ísland í dag, íþróttir, veður
2.35 Tónlistarmyndbönd frá Popp
TíVí
6.00 Follow That Dream
8.00 Cheaters
10.00 Ping
12.00 Evil Woman
14.00 Follow That Dream
16.00 Cheaters
18.00 Ping
20.00 Evil Woman
22.00 Outside Providence
0.00 Highlander: Endgame
2.00 From Dusk Till Dawn
4.00 Outside Providence
7.00 70 mínútur
16.00 Pikk TV
19.00 XY TV
20.00 Pepsí listinn
22.03 70 mínútur
23.10 Trailer
23.40 Meiri músík
SkjárEinn
21.00 Sjónvarpið 22.20
Gamlir og góðir kunningjar
mæta aftur til leiks á skjánum
eftir tíufréttir í kvöld en þá hefj-
ast endursýningar á síðustu
syrpum úr tveimur af vinsælustu
gamanþáttaröðum sem sýndar
hafa verið í íslensku sjónvarpi.
Frasier karlinn Crane, Niles
bróðir hans, pabbi þeirra og allt
þeirra kompaní hefur leikinn
strax að loknum tíufréttum og
25 mínútum síðan láta blaða-
konan Carrie og stöllur hennar í
Beðmálum í borginni ljós sitt
skína.
18.30 Fólk með Sirrý - í sumarbún-
ingi. (e)
19.30 Hljómsveit Íslands - Gleðisveit
Ingólfs (e)
20.00 According to Jim
20.30 Life with Bonnie Skemmtilegur
gamanþáttar um spjallþáttastjórnandann
og skörunginn Bonnie Malloy.
21.00 The King of Queens
21.30 Hljómsveit Íslands - Gleðisveit
Ingólfs Í þáttunum um Hljómsveit Ís-
lands, eða Gleðisveit Ingólfs, er fylgst
með Ingólfi umboðsmanni koma með-
limum Gleðisveitarinnar í fremstu röð
sveitaballahljómsveita og vera snöggur
að því!
22.00 Hjartsláttur á ferð og flugi Þóra
Karítas og Mariko mæta aftur í fullu fjöri
á skjáinn í sumar með þáttinn Hjartslátt
á ferð og flugi. Stelpurnar hafa sagt skilið
við strætóinn í bili og hefja sig nú til
flugs með Flugfélagi Íslands; í sumar er
landið allt undir! Tekinn verður púlsinn á
því sem verður að gerast á Íslandinu
bláa í sumar og hver veit nema þær kíki
líka eitthvað út fyrir landsteinana.
22.50 Jay Leno
23.40 Law & Order (e) Lennie Briscoe
er töffari af gamla skólanum, lögga sem
kallar ekki allt ömmu sína. Hann vinnur
með hinum geðuga Reynaldo Curtis við
að rannsaka glæpi, yfirheyra grunaða og
herja á illmenni út um borg og bý.
0.30 Dagskrárlok
16.45 Fótboltakvöld Endursýndur þátt-
ur frá miðvikudagskvöldi.
17.05 Leiðarljós
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 Franklín (10:13)
18.30 Stórfiskar (6:13) (The Big Fish)
Þáttaröð um stórfiskaveiðar.
19.00 Fréttir, íþróttir og veður
19.35 Kastljósið
20.00 Á milli vita (6:6) (Glappet) Leik-
stjóri: Peter Schildt. Aðalhlutverk: Julia
Dufvenius og Katharina Cohen.
20.45 Í einum grænum (8:8) Ný garð-
yrkjuþáttaröð þar sem tekið er á því
helsta sem lýtur að fegrun garða. Um-
sjónarmenn þáttanna, Guðríður Helga-
dóttir og Kristinn H. Þorsteinsson, gefa
áhorfendum hagnýt ráð við umhirðu
garða og skipulagningu þeirra. Framleið-
andi: Saga film. Textað á síðu 888 í
Textavarpi.
21.15 Lögreglustjórinn (7:22) (The
District) Sakamálasyrpa um Jack
Mannion, hinn skelegga lögreglustjóra í
Washington, sem stendur í ströngu í bar-
áttu við glæpalýð og við umbætur innan
lögreglunnar. Aðalhlutverk: Craig T. Nel-
son, John Amos, Jayne Brook og Justin
Theroux.
22.00 Tíufréttir
22.20 Frasier (1:24) e.
22.45 Beðmál í borginni (1:26) e.
23.15 Af fingrum fram (7:24) e.
0.00 Kastljósið e.
0.20 Dagskrárlok
Frasier og Beð-
mál í borginni
Doug finnst hann ekki fá næga
viðurkenningu í vinnunni. Hann
fréttir að ökumenn samkeppnis-
aðilans þéni meira en hann.
Hann hittir gamlan félaga sem
nú vinnur þar og misskilur hann
þannig að hann heldur að
stórfyrirtækið vilji ráða sig.
Doug notar þetta til að heimta
hærri laun en það fer ekki eins
og hann heldur.
The King
of Queens
■
Mig minnir að
amma blessun-
in hafi kallað
hann skratta-
kollinn hann
Soames og ekki
verið mjög hrif-
in af gjörðum
hans á svart-
hvítum skján-
um.
Snoop Dogg:
Ósáttur við
strippþátt
SJÓNVARP Rapparinn Snoop Dogg
segist ósáttur við erótískan sjón-
varpsþátt er kallast „Girls Gone
Wild“ þrátt
fyrir að hann
hafi eitt sinn
komið fram
sem kynnir í
þ æ t t i n u m .
Ástæðan er
einföld. Hann
er ekki
ánægður með
valið á kven-
fólki en þátt-
urinn gengur
út á það að stúlkur dansa stripp-
dans fyrir myndavélarnar.
„Ég hef tekið eftir því að það
hafa aldrei verið litaðar stúlkur í
þessum þáttum,“ sagði Snoop í
viðtali við The Associated Press á
dögunum. „Engar svartar stúlkur,
engar suður-amerískar stúlkur...
bara hvítar og það er ekki svalt.“
En Snoop deyr ekki ráðalaus.
Hann hefur ákveðið að byrja með
sinn eigin þátt sem byggður er á
sömu hugmyndafræði og þáttur-
inn „Girls Gone Wild“. Þar segist
hann ætla að gefa lituðum stúlk-
um tækifæri á að fækka fötum
fyrir myndavélarnar.
„Þær hafa verið að kvarta í
mér eins og snaróðar. Þær halda
að ég sé hrifinn af hvítu stelpun-
um af því að ég kom fram í þætt-
inum, en það er ekki satt, ég gerði
þetta bara peningana vegna.“ ■
SNOOP DOGG
Segist ekki hrifinn af
hvítu stelpunum.