Fréttablaðið - 26.06.2003, Side 39
39FIMMTUDAGUR 26. júní 2003
Nafnið verður ekki virðulegraog við hæfi því þetta er ung-
liðahreyfing,“ segir Egill Arnar
Sigurþórsson, nýkjörinn formað-
ur félags ungra framsóknar-
manna í Garðabæ og Bessastaða-
hreppi, en félagið hefur hlotið
nafnið Denni. Er nafngiftin til
heiðurs Steingrími Hermanns-
syni, fyrrum forsætisráðherra og
formanni Framsóknarflokksins,
en Steingrímur var einnig um
skeið bæjarfulltrúi í Garðabæ.
„Við bárum nafnið á félaginu und-
ir Steingrím og honum leist vel á,“
segir Egill.
Denni var stofnaður 22. júní á
75 ára afmælisdegi Steingríms og
þótti vel til fundið: „Steingrímur
er tvímælalaust í hópi merkustu
stjórnmálamanna samtímans.
Alla vega eru þeir ekki margir
með jafn glæstan feril í okkar
byggðarlagi,“ segir Egill Arnar,
sem stefnir að útbreiðslu fram-
sóknarstefnunnar í Garðabæ og
nágrenni. Hann lýsir ungum
framsóknarmönum samtímans
með eftirfarandi hæti: „Ungur
framsóknarmaður er ekki endi-
lega sveitamaður. Hann horfir
hvorki til hægri né vinstri heldur
vill feta hinn gullna meðalveg.
Allt þetta byggir á þeirri stað-
reynd að Framsóknarflokkurinn
er ekki lengur hagsmunagæslu-
flokkur sveitanna. Hann er borg-
aralegur miðjuflokkur og á þeim
forsendum viljum við í Denna
starfa,“ segir formaðurinn.
Um sextíu félagar eru nú í
Denna. Stefnt er að því að þeim
fjölgi. ■
Ég er ekki að selja veitingastað-inn, það er hinn mesti mis-
skilningur,“ segir Ingi Þór Jóns-
son, veitingamaður í Rauða hús-
inu á Eyrarbakka, en fyrir
skömmu var húsið sem hýsir veit-
ingastað hans auglýst til sölu.
Ingi Þór segir marga hafa haft
samband við sig og talið að hann
væri að hætta starfsemi en það
væri alls ekki svo enda væri hann
með leigusamning til ársins 2006.
Rauða húsið gengur mjög vel. Við
sérhæfum okkur í matreiðslu á
hvers konar sjávarfangi, humri,
saltfiski og sjávarréttasúpan er
einn vinsælasti rétturinn hjá okk-
ur. Það er ekki svo að við bjóðum
ekki einnig upp á kjötrétti og
grænmetisrétti auk kaffiveitinga
en allt bakkelsi er bakað á staðn-
um,“ segir Ingi Þór.
Húsið hefur í gegnum tíðina ver-
ið kallað Gamli barnaskólinn eða
Gunnarshús í höfuðið á Gunnari
Jónssyni, sem keypti húsið árið
1913 og gerði betrumbætur. Gunnar
bjó lengst af í húsinu en það var í
eigu niðja hans þar til Bergljót
Kjartansdóttir myndlistarmaður
keypti húsið árið 1987 og nánast
endurbyggði það.
Hún var með rekstur í húsinu frá
1992 en þá tóku nýir rekstraraðilar
húsið á leigu og stofnuðu veitinga-
rekstur undir nafninu Kaffi Lefolii.
Kaffi Lefolii var rekið allt til ársins
2000, en þá var gert hlé á rekstri í
húsinu þar til Ingi Þór tók við og
hefur síðan rekið alhliða matsölu-
stað undir nafninu Rauða húsið. ■
Mamma hefur bakað alla tíðeins og allar góðar íslensk-
ar húsmæður gera,“ segir Hild-
ur Traustadóttir, en Jakobína
móðir hennar hlaut um daginn
titilinn Kleinumeistari Íslands í
keppni sem fram fór á Akranesi.
„Kleinurnar hennar mömmu eru
sérstaklega góðar og ekki síður
glæsilegar. Þarna skiptir bragð
og útlit máli,“ segir hún.
Jakobína Jónasdóttir, Íslands-
meistari í kleinubakstri 2003, er
fædd árið 1927 og er því á sjö-
tugasta og sjötta aldursári.
Fædd og uppalin á Grænavatni í
Mývatnssveit en bjó lengst af í
Vestmannaeyjum ásamt eigin-
manni sínum, Trausta Eyjólfs-
syni. Í gosinu í Eyjum fluttu
hjónin ásamt átta börnum sínum
upp í Borgarfjörð þar sem
Trausti hóf kennslu við Bænda-
skólann á Hvanneyri. Þar hafa
þau búið síðan og Jakobína bak-
að kleinurnar sínar.
„Lengst af átti mamma enga
uppskrift að kleinunum. Að
sjálfsögðu bakar hún úr sérdeigi
og það var ekki fyrr en hún
skráði sig í keppnina á Akranesi
sem hún skrifaði uppskriftina
niður. Kleinurnar hennar eru
frekar litlar og það er til bóta,“
segir Hildur, sem vissulega er
stolt af móður sinni og kleinun-
um sem hún er alin upp við: „Ég
man eftir fyrstu kleinunni sem
ég fékk hjá mömmu. Þá var ég
sjö ára og við bjuggum í Volaseli
í Lóni. Um það leyti tók mamma
þátt í fyrstu kleinukeppninni
sinni og fór þá alla leið til
Reykjavíkur og endaði í verð-
launasæti. Fyrstu verðlaun voru
ný hrærivél en gallinn var sá að
það var ekkert rafmagn í Vola-
seli,“ segir Hildur, en ekki náðist
í móður hennar þar sem hún
dvelur í sumarhúsi austur undir
Eyjafjöllum og þar er enginn
sími. En hún bakar örugglega
kleinurnar sínar þar eins og ann-
ars staðar.
eir@frettabladid.is
Lárétt:
1 látinn listamaður, 7 ein af pers. Lax-
ness, 8 rændi, 9 ekki allir, 11 borðandi,
13 sáðlöndin, 16 sögn, 17 tjara, 18 skor-
dýra.
Lóðrétt:
1 frelsari, 2 duttu, 3 þvaður, 4 gljúfri, 5
ending, 6 húshluti, 10 stelur, 12 hand-
sama, 14 birtist, 15 vörumerki í veiðiskap.
Málfundafélag ungra róttæk-linga hefur séð ástæðu til
þess að senda frá sér yfirlýsingu
þar sem fram kemur að R-listinn
sé ekki að klofna enda séu dag-
lega gefnar út yfirlýsingar um að
svo sé ekki. „Það gefur auga leið
að Reykjavíkurlistinn hefur ekki
tíma til að klofna þegar allir sem
að honum standa eru of önnum
kafnir við að skrifa ályktanir um
að hann sé ekki að klofna.“
Málfundafélagið er óhátt stjórn-
málafélag og þar af leiðandi aðili
að R-listanum, „ásamt öðrum
óháðum kjósendum“.
JAKOBÍNA
JÓNASDÓTTIR
Hefur kleinurnar litlar
og gætir vel að samspili
bragðs og útlits.
Kleinur
■ Íslandsmeistarakeppnin í kleinubakstri
fór fram á Akranesi á dögunum. Þar lenti
Jakobína Jónasdóttir frá Grænavatni í Mý-
vatnssveit í fyrsta sæti. Hún hefur undan-
farin ár búið á Hvanneyri og bakað klein-
ur sínar þar.
Veitingahús
■ Veitingastaðurinn Rauða húsið
er ekki til sölu eins og margir virðast
halda eftir að húsið sem hýsir staðinn
var auglýst til sölu.
Stjórnmál
■ Ungir framsóknarmenn í Garðabæ
og nágrenni hafa stofnað félag.
Það heitir Denni.
Jakobína er Kleinumeistari Íslands
Alhliða veitingahús á Eyrarbakka
RAUÐA HÚSIÐ Á EYRARBAKKA
Það er í fullum gangi og nóg kaffi á
könnunni þar. Húsið er hins
vegar til sölu en
veitingastaðurinn
ekkert á förum
á næstunni.
EGILL FORMAÐUR MEÐ DENNA
Félagar í Denna líta á Steingrím Hermannsson sem einhvern mikilhæfasta stjórnmálaskör-
ung samtímans. Nafnið þykir henta vel fyrir ungliðahreyfingu flokksins.
1
7
8
9 10
11
13 14
16
17 18
15
17
12
2 3 4 5
8
6
Lausn:
Lárétt: 1muggur, 7elliði,8stal,9sumir,
11æt,13akrana,16so,17bik,18
maura.Lóðrétt: 1messías,2ultu,3
glamur, 4gili, 5uð,6ris,10rænir, 12
taka,14kom,15abu.
Fréttiraf fólki
■ Leiðrétting
Að gefnu tilefni skal tekið fram að nýja fram-
sóknarfélagið í Garðabæ heitir ekki Denni
dæmalausi.
■ Veistu svarið?
Svör við spurningum á bls. 6
1.
2.
3.
Spánverjar.
Eina evru.
Barnsley.
Denni - fyrir unga
framsóknarmenn
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/RÓ
B
ERT