Fréttablaðið - 26.06.2003, Side 40

Fréttablaðið - 26.06.2003, Side 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar STEINUNNAR STEFÁNSDÓTTUR Tómur mis- skilningur F le i r i ger› i r P ioneer b í l tækja á www.ormsson. is Ég hlakka til að sjá á þér svipinnþegar þeir verða búnir að finna vopnin í Írak,“ sagði einn fárra kunningja minna, sem sáttur var við veru okkar Íslendinga meðal hinna „staðföstu“ þjóða, við mig fyrir nokkrum mánuðum. Enn hef- ur þessum kunningja mínum ekki orðið kápan úr því klæðinu að sjá meirihluta þjóðarinnar, og mig þar með, langleitan yfir vopnafundin- um. Þrálát leit vikum og mánuðum saman hefur ekki borið árangur. Þvert á móti bendir stöðugt fleira til þess að þrátt fyrir yfirlýsingar helstu ráðamanna heims um að Írakar hafi falið, nú eða eytt, ger- eyðingarvopnum sínum í stað þess að nota þau sér til varnar, sé vit- neskjan um tilvist þeirra yfirhöfuð ekki byggð á traustum stoðum. SÍÐAST Í GÆR fengum við fréttir af því að nánasti ráðgjafi Blair hafi hreinlega blekkt Breta til þátttöku í stríðinu með því að ýkja skýrslur leyniþjónustunnar um vopnaeign Íraka. Þetta er óneitanlega hið vandræðalegasta mál fyrir Blair kallinn, sem með framgöngu sinni reytir fylgið af flokknum sínum þannig að annað eins hefur ekki sést í áratug. MAÐUR GETUR EKKI annað en spurt sig hvort fleiri en Blair hafi verið blekktir í þessu máli. Á hvaða upplýsingum byggðu þeir Halldór og Davíð þegar þeir, að þjóðinni forspurðri, skráðu hana á lista hinna „staðföstu“ þjóða? Eða skiptu upplýsingarnar engu máli? Voru það hagsmunir sem réðu þeg- ar þessi ákvörðun var tekin? Studdum við kannski fall óbreyttra borgara suður í Írak fyrst og fremst af því að við getum ekki látið okkur detta í hug meira skap- andi atvinnu fyrir nokkur hundruð manns suður með sjó en að þjón- usta hermenn sem hér dvelja í sér- kennilegu tómarúmi? HVAÐ SEM því líður getum við að minnsta kosti huggað okkur við það að ekki munu þeir Halldór og Davíð reyta fylgið af flokkunum sínum eins og Blair. Það þarf nú meira en eitt stríð byggt á mis- skilningi sunnan við Miðjarðarhaf til að við Íslendingar fórnum blessuðum stöðugleikanum. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.