Fréttablaðið - 08.07.2003, Page 2

Fréttablaðið - 08.07.2003, Page 2
2 8. júlí 2003 ÞRIÐJUDAGUR “Það er alltaf gott að tróna á toppn- um og við erum á góðri leið þangað.“ Ísland er komið í annað sæti á lista Sameinuðu þjóðanna yfir þau lönd í heiminum þar sem best er að búa. Össur Skarphéðinsson er í forystusveit stjórnarandstæðinga í þessu sama landi. Spurningdagsins Össur, er þetta toppurinn? ■ Innlent 1.499,-L E I Ð B E I N A N D I V E R Ð SPENNANDI FERÐ FÉLAGAR „Afar hrífandi frásögn sem heltekur  lesandann.“  Lektørudtalelse, Dansk Biblioteks Center: „Einstæð frásögn af þjáningum og þrekraunum, kjarki og hetjudáðum, djörfung og áræði  ... líflega skrifuð.“  Magnús Magnússon sjónvarpsmaður, Bretlandi: SPRENGIEFNI Vinnueftirlitið hefur sent Reykjavíkurborg erindi um að sprengiefnageymslurnar á Hólmsheiði verði fluttar á brott vegna fyrirhugaðrar uppbygg- ingar íbúðahverfa í nálægð við geymslurnar. Samkvæmt reglu- gerðum eiga sprengiefna- geymslur að vera minnst kíló- metra frá íbúabyggð, en skipu- lögð byggð á Norðlingaholti er of nærri, auk þess sem hest- húsabyggð er fyrirhuguð á Hólmsheiði. „Við höfum erindið uppi á borði en enginn staður hefur verið ákveðinn,“ segir Helga Bragadóttir, skipulagsfulltrúi hjá borginni. Elías Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Kemis ehf, sem framleiðir sprengiefni, telur ör- uggara að geyma sprengiefni í byggð en á afskekktum stöðum. „Ég hef haft áhyggjur af því að sprengiefni sé geymt á víðavangi, fjarri byggð.“ Að hans sögn eru litlar líkur á því að efnin springi í eldsvoðum, séu þau látin í friði, hins vegar megi ekki sprauta vatni á þau, komi til eldsvoða. Skipulagssvið Reykjavíkur- borgar hefur einnig á borðinu til- lögu um að flytja skotæfinga- svæði sem nú er ofan við Grafar- holt yfir á norðanvert Álfsnes, milli Leiruvogs og Kollafjarðar. ■ LUNDÚNIR, AP Utanríkismálanefnd neðri deildar breska þingsins gagnrýnir harðlega skýrslur rík- isstjórnarinnar varðandi vopna- eign Íraka sem notaðar voru til að sannfæra þingmenn og almenning um nauðsyn þess að grípa til hern- aðaraðgerða gegn Írak. Nefndin telur þó ekki sannað að Alastair Campbell, upplýsingafulltrúi Tony Blair forsætisráðherra, hafi gert breytingar á skýrslunum í þeim tilgangi að ýkja þá ógn sem heimsbyggðinni stafaði af veldi Saddams Hussein. Þingnefndinni var fengið það verkefni að rannsaka hvort yfir- völd hefðu vísvitandi reynt að blekkja bresku þjóðina með þeim gögnum sem sett voru fram um vopnaeign Íraka. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að ríkis- stjórnin hafi lagt óeðlilega mikla áherslu á þá fullyrðingu að Írakar gætu gripið til efna- eða sýkla- vopna með 45 mínútna fyrirvara. Blair er jafnframt ávítaður fyrir að hafa lagt fram skýrslu um vopnaeign Íraka sem innihélt kafla úr háskólaritgerð sem finna mátti á Internetinu án þess að geta heimilda. Það sem vakið hefur hvað mesta athygli er sá úrskurður nefndarinnar að Alastair Camp- bell hafi ekki beitt áhrifum sínum til þess að knýja fram breytingar á skýrslunum, eins og BBC hefur haldið fram. Ágreiningur ríkti um þetta atriði meðal nefndarmanna. Formaðurinn beitti oddaatkvæði sínu og varð niðurstaðan því Campbell í vil. Fullyrðingin um að írösk yfir- völd hefðu getað beitt gereyðinga- vopnum á innan við 45 mínútum varð kveikjan að hörðum deilum á milli ríkisstjórnarinnar og breska ríkisútvarpsins. Fréttamenn BBC vitnuðu í ónafngreindan heimild- armann innan leyniþjónustunnar sem hélt því fram að aðstoðar- menn Blair hefðu bætt þessu inn í skýrslu sem lögð var fram í sept- ember 2001 með það að markmiði að auka fylgi þingmanna og al- mennings við hernaðaraðgerðir gegn Írökum. Þessi frétt vakti hörð viðbrögð stjórnvalda og hafa þau árangurslaust reynt að fá hana dregna til baka. ■ Landhelgisgæslan: Flugvél í vanda LANDHELGISGÆSLAN Þyrla Land- helgisgæslunnar flaug til móts við franska einshreyfils flugvél sem lent hafði í vanda vestur af Reykjanes- hrygg þegar hún missti afl. Vélin var á leiðinni frá Frakkalandi til Bandaríkj- anna og var ætlunin að taka eldsneyti á Ís- landi. Flugmálastjórn óskaði eftir hjálp þyrlunnar. Um tíu leytið í gærmorgun lenti vélin heilu og höldnu á Reykjavíkurflugvelli. ■ FORSETI LÍBERÍU Charles Taylor veifar til mannfjöldans. Forseti Líberíu: Pólitískt hæli í Nígeríu MONRÓVÍA, AP Charles Taylor, for- seti Líberíu, hefur samþykkt að láta af embætti og þegið boð ní- gerskra yfirvalda um pólitískt hæli þar í landi. Forsetinn hefur þó ekki gefið upp hvenær af þessu muni verða. Taylor og Obasanjo, forseti Ní- geríu, hafa hvatt bandarísk yfir- völd til að senda friðargæslulið til Líberíu til þess að tryggja það að átökum í landinu linni þegar sá fyrrnefndi lætur af völdum. ■ SAMGÖNGUR Formaður Framsókn- arfélagsins á Siglufirði, Bogi Sig- urbjörnsson, segir að ef ekkert verður að gert varðandi frestun framkvæmda við Héðinsfjarðar- göng muni hann flytja tillögu um að félagið verði lagt niður. „Ég sé enga ástæðu fyrir því að Fram- sókn hafi bækistöð hér miðað við framgang þessara mála,“ segir Bogi. Bogi segist mjög ósáttur við frestun framkvæmdanna þar sem lægsta tilboð sem barst í útboði hafi verið rétt yfir kostnaðarverði og því ekki að sjá að neitt væri í vegi fyrir því að framkvæmdirnar gætu hafist með haustinu. „Það er ekkert breytt í um- hverfi efnahagsmála,“ segir Bogi. „Eina sem gat breytt þessu var til- boð sem ekki hefði verið hægt að fallast á, en þar sem allar forsend- ur voru fyrir hendi, nema að ríkis- stjórnin ætlaði aldrei að hefja framkvæmdirnar, fór mönnum að bregða.“ Valgerður Sverrisdóttir, fyrsti þingmaður framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi, segir málið vera til umfjöllunar hjá stjórn- völdum. „Vel hefur verið tekið í það hvort ekki sé hægt að milda ákvörðunina á einhvern hátt,“ seg- ir Valgerður. „Aðalatriðið hlýtur þó að vera að ákveðið hefur verið að fara í þessa framkvæmd.“ ■ Örlátur heimsmethafi: Gaf 480 lítra af blóði CANBERRA, AP Ástralskur karlmað- ur á sjötugsaldri komst í heims- metabók Guinnes sem örlátasti blóðgjafi sögunnar þegar hann hafði gefið blóðbanka ástralska Rauða krossins alls 480 lítra af blóði. James Harrison byrjaði að gefa blóð þegar hann var átján ára gam- all og eru heimsóknir hans í blóð- bankann nú orðnar á níunda hund- rað. Blóðið sem tekið hefur verið úr Harrison á síðustu fimm ára- tugum er nóg til að fylla bens- íntanka í tíu smábílum eða 1.200 gosflöskur, að sögn yfirmanns ástralska Rauða krossins. ■ LYF DÝRARI HÉR Níu af tíu sölu- hæstu lyfjunum hérlendis árið 2002 eru dýrari hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Gera má ráð fyrir að gjöld Trygginga- stofnunar lækkuðu um tæp 20% ef sama verð gilti hér á landi og annars staðar á Norðurlöndunum, að því er kom fram í könnun Tryggingastofnunar. BIFREIÐ GRANDSKOÐUÐ Öryggisgæslan í borginni Ramadi hefur verið hert verulega í kjölfar árása helgarinnar. Aukin spenna í Írak: Ráðist á bandaríska hermenn BAGDAD, AP Bandarískur hermaður fórst þegar heimatilbúinni sprengju var varpað á bílalest hersins í Bagdad í gær. Annar hermaður lét lífið í skotbardaga sem braust út þegar vopnaðir Írakar gerðu herflokki hans fyrir- sát í norðurhluta borgarinnar. Einn árásarmanna lést og annar særðist. Á sunnudaginn særðust fjórir bandarískir hermenn þegar hand- sprengjum var kastað á bílalest í Ramadi í vesturhluta Írak. Spenn- an hefur stigmagnast í borginni síðan á laugardaginn þegar sjö íraskir lögreglumenn fórust og tugir særðust í sprengjuárás. Bandaríski herinn kennir stuðn- ingsmönnum Saddams Hussein um árásina en margir borgarbúa fullyrða að Bandaríkjamenn hafi sjálfir staðið á bak við tilræðið. ■ Vinnueftirlitið sendir Reykjavíkurborg erindi: Sprengiefnageymslur of nálægt íbúðabyggð SPRENGIEFNIN HÖRFI Geymslur fyrir sprengiefni á Hólmsheiði eru of nálægt fyrirhugaðri íbúðabyggð á Norðlingaholti. Breska ríkisstjórnin harðlega gagnrýnd Bresk þingnefnd kemst að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórnin hafi beitt ýkj- um í skýrslum sínum um vopnaeign Íraka. Alastair Campbell, upplýs- ingafulltrúi Tony Blair, er ekki talinn hafa gert breytingar á skýrslunum. HREINSAÐUR AF SÖK Alastair Campbell, upplýsingafulltrúi Tony Blair, var hreinsaður af ásökunum um að hafa gert óeðlilegar breytingar á skýrslum ríkisstjórnarinnar um vopnaeign Íraka. Óánægja með frestun Héðinsfjarðargangna: Félagið lagt niður að óbreyttu VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Fyrsti þingmaður framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi segir mál Siglfirðinga til umfjöllunar hjá stjórnvöldum. ÞYRLA GÆSLUNNAR Flogið var til móts við einshreyfils flugvél.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.