Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.07.2003, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 08.07.2003, Qupperneq 4
4 8. júlí 2003 ÞRIÐJUDAGUR Hefurðu áhyggjur af sprengief- nunum sem stolið var ? Spurning dagsins í dag: Ertu sáttur við ákvörðun ríkisstjórnarinn- ar að fresta gerð Héðinsfjarðarganga? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 31% 69% Enganveginn vissulega Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is KÝR Viðskipti með mjólkurkvótann hafa aukist nokkuð síðustu ár vegna aukinnar tækni- væðingar og stærri búa. Mjólkurkvóti: Meiri viðskipti LANDBÚNAÐUR Viðskipti með mjólk- urkvótann hafa aukist nokkuð síð- ustu ár, að sögn Ernu Bjarnadótt- ur, forstöðumanns félagssviðs Bændasamtakanna. „Það hefur verið meiri tæknivæðing síðustu árin og búin hafa verið að stækka hraðar,“ segir Erna. Erna segir tölur um viðskipti með mjólkur- kvótann á þessu ári fljótlega liggja fyrir, en lokað er fyrir við- skipti þann 20. júní ár hvert. Framseljanlegi mjólkurkvót- inn hefur verið við lýði frá árinu 1992 og voru viðskiptin í kringum 3 milljónir lítra á ári fram til árs- ins 1998, að sögn Ernu. Síðan þá hafa hins vegar viðskiptin með mjólkurkvótann aukist og eru nú yfirleitt á bilinu 5-6 milljónir lítra á ári. ■ LEIKSKÓLAR Börnum í leikskólum sem nutu sérstaks stuðnings hefur fjölgað mikið á allra síðustu árum. Árið 1998 nutu 553 börn sérstaks stuðnings á leikskólum landsins en í fyrra var fjöldinn kominn upp í 901 barn. Helgi Hjartarson, yfirsálfræð- ingur hjá Leikskólum Reykjavíkur, segir ýmsar ástæður liggja að baki þessari fjölgun. „Greiningarnet leikskóla borgarinnar til að finna börn með þroskafrávik hefur þést á undanförnum árum,“ segir Helgi. „Auk þess er starfsfólk leikskóla og foreldrar meðvitaðri í dag um mik- ilvægi þess að þroskafrávik upp- götvist snemma, svo að barnið fái viðeigandi úrræði sem fyrst.“ Að sögn Helga hafa á síðustu árum komið út skimunartæki stöðl- uð fyrir íslensk börn, sem hjálpa starfsfólki leikskólanna að fylgjast með þroska barnanna. Hann bendir einnig á að börnum á leikskólum Reykjavíkur hefur fjölgað á þess- um árum, auk þess sem þau koma yngri inn í leikskólana. ■ LEIKSKÓLABÖRN Börnum sem njóta stuðnings hefur fjölgað. Börnum sem njóta sérstaks stuðning á leikskólum fjölgar: Foreldrar og starfsfólk leikskóla meðvitaðra RÁÐHÚS REYKJAVÍKUR Sjálfstæðismenn segja ljóst að „hörð við- brögð og eftirgrennslan“ þeirra vegna nið- urskurðaáforma í félagsstarfi aldraðra hafi borið árangur og aðgerðirnar mildaðar. Sjálfstæðismenn gagn- rýna: Í trássi við samþykktir SVEITARSTJÓRNIR Sjálfstæðismenn í borgarráði segja óásættanlegt að gerðar séu breytingar í félags- starfi aldraðra í borginni þrátt fyrir samþykkt borgarstjórnar um frestun. Að sögn sjálfstæðismanna varð uppskátt um áform um niður- skurð í félagsstarfi aldraðra á fundi félagsmálaráðs með for- stöðumönnum félags- og þjón- ustumiðstöðva 7. maí. Þá hafi fé- lagsmálaráð óskað eftir skrifleg- um upplýsingum frá forstöðu- mönnum um niðurskurð sem á þessu ári vegna félagsstarfsins: „Ljóst er að hörð viðbrögð og eftirgrennslan Sjálfstæðisflokks- ins vegna áforma um að skera nið- ur í félagsstarfi aldraðra, í bága við samþykkt borgarstjórnar, hafa borið árangur og aðgerðirnar mildaðar,“ bókuðu sjálfstæðis- menn í borgarráði á þriðjudag. Þeir segja hins vegar vísbending- ar um að verið sé að innleiða breytingar í félagsstarfinu þrátt fyrir að samþykkt borgarstjórnar vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2003 hefði verið um að fresta fyr- irhuguðum breytingum. Vinnu- brögðin séu óásættanleg. ■ SPÁNN, AP Ástríða Spánverja og annarra íbúa rómansk-amerískra þjóða, er stórlega ýkt ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar sem landssamtök spánskra kyn- fræðinga stóðu fyrir. 1.200 manns tóku þátt í könnuninni. Sam- kvæmt henni skipuleggur mikill meirihluti spánskra para kynlíf sitt líkt og um heimsókn til tann- læknis væri að ræða. Þá segist yf- irgnæfandi meirihluti Spánverja eða 86%, ánægður eða mjög ánægður með kynlíf sitt. 77% Spánverja skipuleggja hvenær dagsins þeir stunda kyn- líf með maka eða félaga og 52% ganga enn lengra, taka frá sér- stakan vikudag til athafnarinnar. „Kyntröll og karlmennska eru ekki lengur bundin Pýrenea- skaga, það heyrir sögunni til. Við höfum hins vegar sótt í okkur veðrið hvað varðar mýkt og sam- skipti, tvö af grundvallaratriðum farsæls sambands,“ sagði Carlos San Martin, spánskur kynfræð- ingur. ■ Kynlíf Spánverja: Skipulagt út í ystu æsar MÝKRI OG MÁLGEFNARI Löngum hafa menn tengt karlmennsku við Pýreneaskaga. Samkvæmt nýrri könnun eru tengslin óskýrari en áður, karlmenn á þeim slóðum hafa mýkst og eru skraf- hreifnari en áður. Vestfirðir: Þorskafjarð- arheiði lokuð FÆRÐ „Þorskafjarðarheiðin verð- ur lokuð næstu vikur þar sem verið er að setja talsverðan of- aníburð á þriðjungi leiðarinnar,“ segir Inga Daníelsdóttir starfs- maður hjá Vegagerðinni. „Ferðamenn verða því að velja Strandirnar eða Suðurfirð- ina á leið sinni vestur.“ Að sögn Ingu á vegurinn eftir að batna töluvert við framkvæmdirnar þó ekki sé um nýlagningu að ræða. „Hann hefur verið mjög grófur og seinfarinn en það á eftir að lagast að einhverju leyti.“ Búist er við að framkvæmdum ljúki 18. júlí. ■ SPRENGIEFNASTULDUR Lögreglan í Reykjavík hefur enn ekki orðið neins vís um hvar 245 kíló af sprengiefni sem stolið var úr geymslu á Hólmsheiði fyrir helg- ina eru niður komin. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafa einhverjar vísbendingar borist, án þess þó að þær hafi leitt til framfara í rannsókninni. Lög- reglan er í virkri leit að sprengi- efninu og hefur málið forgang. Almannavarnadeild Ríkislög- reglustjóra var tilkynnt um þjófnaðinn þegar í stað, en ekki er í gangi eiginlegur viðbúnaður af hennar hálfu. Hins vegar er fylgst með framþróun málsins. „Við höfum vitneskju um þetta. Í versta tilfelli gæti málið leitt til þess að almannavarnir grípi til viðbúnaðar, ef sprengiefnið er notað í illum tilgangi,“ segir Haf- þór Jónsson, stjóri almanna- varnadeildar Ríkislögreglu- stjóra. „Þetta getur leiðst út í að sprengiefnið verði notað í þeim tilgangi að skemma eða limlesta. Þá yrði gripið til hópslysavið- búnaðar. Ef það berst hins vegar fyrirfram ógn eða hótun þyrfti að grípa til þess að færa fólk fjær hættunni. Það hefur þó ekki komið fram að nota eigi þetta í annarlegum tilgangi.“ Dómsmálaráðuneytið vinnur nú að endurskoðun reglugerðar um geymslu sprengiefnis í ljósi þjófnaðarins. Málið er litið al- varlegum augum, bæði hjá lög- reglu og almannavörnum. Óskað er eftir því að fólk láti lögreglu vita ef það verður sprengiefnis- ins vart eða hefur vísbendingar um þau. jtr@frettabladid.is Vísbendingar hafa ekki skilað árangri Lögreglan í Reykjavík leitar enn að sprengiefnunum sem stolið var úr geymslu á Hólmsheiði. Almannavörnum var tilkynnt um málið strax í upphafi og mun grípa til aðgerða ef hótun berst um notkun efnisins. SPRENGIEFNI Meðfylgjandi mynd er af sama magni og tegund sprengiefna sem stolið var úr geymslu á Hólmsheiði fyrir helgina. Fólk er beðið að hafa samband við lögreglu, verði það sprengiefnanna vart.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.