Fréttablaðið - 08.07.2003, Page 6
6 8. júlí 2003 ÞRIÐJUDAGUR
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 76.82 0.47%
Sterlingspund 127.15 -0.33%
Dönsk króna 11.75 -0.36%
Evra 87.35 -0.40%
Gengisvístala krónu 124,42 0,49%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 206
Velta 2.569 milljónir
ICEX-15 1.502 0,19%
Mestu viðskiptin
Íslandsbanki hf. 102.927.106
Kaupþing Búnaðarbanki hf. 46.909.532
Pharmaco hf. 30.162.431
Eimskipafélag Íslands hf. 20.851.873
Skeljungur hf. 6.840.000
Mesta hækkun
Pharmaco hf. 3,92%
Bakkavör Group hf. 1,39%
SÍF hf. 1,27%
Flugleiðir hf. 1,11%
Tryggingamiðstöðin hf. 0,91%
Mesta lækkun
Líftæknisjóðurinn hf. -16,67%
Eimskipafélag Íslands hf. -2,31%
Síldarvinnslan hf. -2,13%
Nýherji hf. -1,20%
Vátryggingafélag Íslands hf. -1,15%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ: 9230,9 1,8%
Nsdaq: 1712,1 2,9%
FTSE: 4074,8 1,3%
Nikke: 9795,1 2,6%
S&P: 1002,6 1,7%
*Bandarískar vísitölur kl. 17.00
Veistusvarið?
1Heimsþekktur bandarískur soul-söngvari lést á föstudagskvöldið.
Hvað hét maðurinn?
2Hvað heitir lögmaður Péturs ÞórsGunnarssonar í málverkafölsunar-
málinu svokallaða?
3Hvaða íslenski stórmeistari tefldi viðIvan Sokolov í bókabúð Máls og
menningar um helgina?
Svörin eru á bls. 22
IÐNAÐUR Samdráttur er framundan
hjá lyfja- og hátæknifyrirtækjum
og fyrirtækjum í plast- og veiðar-
færagerð samkvæmt könnun
Samtaka iðnaðarins á horfum í
iðnaði í júní.
Samtökin reikna með að sam-
drátturinn muni leiða til uppsagna
starfsmanna hjá fyrirtækjum í
þessum greinum. Í könnun sem
náði til 85 meðalstórra og stórra
fyrirtækja í hinum ýmsu greinum
iðnaðar var sérstaklega spurt um
áhrif hás gengis krónunnar á af-
komu iðnfyrirtækja í ár. Áhrifin
eru á heildina litið neikvæð en
mismikil eftir greinum og stærð
fyrirtækjanna.
„Neikvæðust eru áhrifin í
lyfja- og hátækni, plast- og veiðar-
færagerð og málm- og skipasmíð-
um vegna lakari samkeppnisstöðu
á alþjóðlegum markaði,“ segir í
fréttatilkynningu frá Samtökum
iðnaðarins. „Mörg fyrirtæki í
jarðvinnu, prenti og pappír og
matvælum og drykkjaframleiðslu
njóta hins vegar góðs af háu gengi
sem léttir afborganir á erlendum
lánum og lækkar innkaupaverð á
erlendan varning.“ ■
Könnun Samtaka iðnaðarins:
Hátt gengi sligar
iðnfyrirtæki
SAMDRÁTTUR FRAMUNDAN
Samtök iðnaðarins telja samdrátt framund-
an hjá lyfja- og hátæknifyrirtækjum og fyrir-
tækjum í plast- og veiðarfæragerð.
Bráðalungnabólga:
Greinist ekki
í heiminum
SJÚKDÓMAR Alþjóðaheilbrigðisstofn-
unin hefur gefið út yfirlýsingu um
að bráðalungnabólga greinist ekki
lengur í heiminum. Stofnunin vek-
ur athygli á því að þótt veikin grein-
ist ekki lengur sé ekki þar með sagt
að sjúkdómurinn sé horfinn. Heil-
brigðisstarfsmenn þurfi eftir sem
áður að hafa vakandi auga með
sjúkdómnum og greinist hann aftur
verða birtar tilkynningar um nauð-
synleg viðbrögð.
Landslæknisembættið hefur til-
kynnt að hætt skuli sérstökum til-
kynningum til ferðamanna um
bráðalungnabólgu í flugstöðvum og
höfnum landsins. ■
BIÐSKÝLIÐ KÓPAVOGSBRAUT
Ræningjarnir eru ófundnir.
Kópavogur:
Þjófa leitað
RANNSÓKN Rannsókn vopnaða
ránsins í biðskýlinu við Kópa-
vogsbraut hefur enn ekki borið
árangur. Á morgun eru liðnar
þrjár vikur frá ráninu. Að sögn Ei-
ríks Tómassonar, yfirlögreglu-
þjóns í Kópavogi fara möguleik-
arnir minnkandi að ná ræningjun-
um eftir því sem lengri tími líður.
Eiríkur segir rannsóknina enn
vera galopna og allt sé gert til að
upplýsa málið. ■
LONDON, AP Tekjur Karls Breta-
prins nema nú tæpum 10 miljón-
um sterlingspunda, sem er 27%
aukning frá fyrra ári. Tekjur
prinsins láta nærri að vera tæp-
lega 1,3 milljarðar íslenskra
króna. Ólíkt móður sinni, Elísa-
betu Englandsdrottningu, nýtur
Karl ekki framlaga af skattpen-
ingum breskra þegna. Tekjur
prinsins koma frá hertogadæm-
inu í Cornwall sem sett var á fót
á 14. öld til að framfleyta erf-
ingja bresku krúnunnar. Þrátt
fyrir að hagnaður af rekstri her-
togadæmisins hafi átt að fjár-
magna persónuleg útgjöld Breta-
prinsins, rann ríflega helmingur
framlaganna eða 57% til opin-
berra embættisverka og góð-
gerðarstarfsemi.
Karli Bretaprins er gert að
greiða 40% tekjuskatt. 90 manns
eru í starfsliði prinsins, þar af 17 í
persónulegu starfsliði hans svo
sem matsveinn, einkaþjónar,
garðyrkjumenn og hestasveinar.
Upplýsingagjöf um fjámrál prins-
ins eru liður í því að gera fjármála
krúnunnar gegnsærri. ■
Karl Bretaprins:
Rúmur miljarður í rekstur
FREKUR TIL FJÁRINS
Erfingi Bresku krúnunnar þarf röskan milljarð íslenskra króna á ári til eigin þarfa.
Prinsinn þarf meðal annars að greiða laun 90 starfsmanna.
HÁTÍÐARHÖLD „Þetta heppnaðist í
heildina mjög vel. Það létti af mér
ákveðnum áhyggjum sem ég hafði
fyrir fram því ég frétti að það
væri mikill áhugi fyrir Humarhá-
tíðinni og búast mætti við tölu-
verðu fólki. Hornfirðingar eru
ekki það fjölmennir að þeir ráði
við að taka við miklum fjölda,“
segir Albert Eymundsson bæjar-
stjóri á Höfn í Hornafirði.
Hornafjörður er ekki eina bæj-
arfélagið sem blés til hátíðarhalda
nú um helgina því
auk Humarhátíðar-
innar voru Þýskir
dagar í Vestur-
Húnaþingi, Fær-
eyskir dagar í
Ólafsvík, Þjóðlaga-
hátíð á Siglufirði og Goslokahátíð
í Vestmannaeyjum.
Mestur fjöldi safnaðist saman
í Ólafsvík og Höfn en að sögn Al-
berts, bæjarstjóra Hafnar, voru
þátttakendur á hátíðinni um fjög-
ur þúsund. „Við höfum reynt að
leggja áherslu á þetta sé fjöl-
skylduhátíð og ég tel að hún hafi
jákvæð áhrif á bæinn. Ég skil
aftur á móti vel það fólk sem
finnst þetta vera allt of mikið og
vill vera í friði og rólegheitum.“
Að sögn lögreglunnar á Höfn
var mikill erill um helgina. „Þetta
var hálfgert Halló Akureyri og
miklu fleiri voru nú en í fyrra. Við
vorum tólf lögreglumenn á vakt
en það hefðu mátt vera tíu í viðbót
þar sem það var ekki þorandi að
fara af vaktinni,“ segir Grétar
Þorkelsson lögreglumaður á
Höfn. Sjö líkamsárásir hafa verið
kærðar til lögreglu, sjö voru tekn-
ir vegna gruns um ölvun við akst-
ur og þrjú fíkniefnamál komu
upp, þó öll minniháttar.
Finnur Gærdo, skipuleggjandi
Færeyskra daga, í Ólafsvík seg-
ist ánægður með helgina. „Það
fór allt mjög vel fram og bæjar-
búar eru í sjöunda himni og ekki
síður Færeyingarnir sem eru al-
veg undrandi á öllum fjöldan-
um.“ Að sögn Finns voru um það
bil sjö þúsund manns í Ólafsvík
og telur hann bæinn kominn á
landakortið fyrir vikið. Að sögn
lögreglunnar í Ólafsvík gekk
helgin áfallalaust fyrir sig og
mjög vel miðað við fjölda gesta á
hátíðinni.
vbe@frettabladid.is
Færeyingar hissa
á mannfjöldanum
Mestur mannfjöldi var á Höfn í Hornafirði og í Ólafsvík á útihátíðum síðustu helgar.
Skiptar skoðanir eru um hvernig til tókst.
■
Þetta var
hálfgert Halló
Akureyri og
miklu fleiri voru
nú en í fyrra.
FÆREYSKIR DAGAR Í ÓLAFSVÍK
Ólsarar eru alsælir með hvernig til tókst
og færeyski kórinn var hissa á öllum
mannfjöldanum.
KRAFTAKEPPNI
Haldin var kraftlyftingarkeppni á Ólafsvík um helgina og þótti vel takast til.
Hvert metið féll á fætur öðru
FLATEYRI
Vestfirðir þykja nokkuð sérstakir á heims-
vísu og hyggjast Ísfirðingar og nágrannar
koma sér á framfæri með útgáfu vandaðs
kynningarrits.
Ísafjörður:
Kynntur
heims-
byggðinni
FERÐAMÁL Ísafjarðarbær hefur
samið við Íslandskynningu ehf.
um útgáfu vandaðs kynningarrits
fyrir bæjarfélagið sem sent verð-
ur í tíu þúsund eintökum út um
allan heim. Halldór Halldórsson
bæjarstjóri segir Vestfirði hafa
sérstöðu á heimsvísu. „Við fjöll-
um um náttúruna, fuglalífið og
björgin. Hér er mögnuð menning
og mannlíf, auk þess sem friðlönd
og eyðibyggðir Hornstranda eru
einstök.“
Ritið mun fylgja Icelandic
Geographic og fylgir því til
áskrifenda víða um heim. Vinnsla
á blaðinu er þegar hafin og er
stefnt á útgáfu næsta vor. ■