Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.07.2003, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 08.07.2003, Qupperneq 8
Gorbatsjov er maður en Gor-batsjov getur líka verið hug- tak. Gorbatsjov missti tök Komm- únistaflokksins á Sovétríkjunum þegar hann var að reyna að leita leiða til að viðhalda þessum völd- um í gegnum óumflýjanlegar breytingar. Tök Kommúnista- flokksins á Sovétríkjunum voru að kæfa efnahaginn, ríkisbúskap- inn og þjóðina. Gorbatsjov sá að við það mátti ekki búa og freistaði þess að þoka samfélaginu til skárri hátta en þó án þess að Kommúnistaflokkurinn missti öll tök á helstu þáttum þjóðlífsins. Gorbatsjov reyndi að sætta gamla tíma og nýja og vonaðist til að það gengi sem snurðulausast fyrir sig. Hann hefði svo sem getað sagt sjálfum sér að þetta var dæmt til að mistakast. Nýr tími tekur aldrei við af gömlum án átaka. Um leið og nýi tíminn fær svig- rúm veit hann ekkert mikilvæg- ara en að kollvarpa þeim gamla. Það er síðan miklu síðar að hann tekur upp ýmislegt úr gamla tím- anum sem hann áður hafnaði. En ekki fyrr en hann hefur gersigrað þann gamla. Gorbatsjov missti af breyting- unum sem hann boðaði. Það voru aðrir – og án efa miklu verri menn – sem hrintu breytingum hans í framkvæmd. Og fóru bæði lengra með þær og kæruleysislegar en Garbatsjov hafði ætlað sér. Eftir sat Gorbatsjov í sögunni sem síð- asta varðan á valdatíma Kommún- istaflokksins en ekki sú fyrsta á leið til skárra samfélags. Það hnoss hlutu aðrir. Og skiljanlega er Gorbatsjov hálfsúr. Þegar hann kemst að vill hann helst ræða um hvernig hefði átt að gera eitthvað öðruvísi en gert var og svo fram- veigis. Og skiljanlega vilja fáir hlusta. Öll straumhvörf eiga sinn Gor- batsjov; menn og konur sem skynja breytta tíma og vilja freista þess að sameina það nýja við það sem þau meta skást af gömlum tíma. Stundum er þetta fólk drifið áfram af friðsemd eða hræðslu við átök en oftast hefur þetta fólk fremur í huga að halda í sess sinn, völd eða áhrif. Það er eins og tíminn sé að stríða því. Það nær að koma sér fyrir í kerfi sem er að grotna, glöggvar sig á nauðsyn breytinga en er orðið of bundið eldri tíma til að geta til- heyrt þeim nýja. Vænsta fólk, allt saman – en einhvern veginn úr takti við tímans hraða takt. Flest erum við Gorbatsjov. Fá okkar hafa yfir að ráða miskunn- arleysi Bresnjevs til að standa af hörku og grimmd gegn gangi tím- ans. Og blessunarlega erum við fá jafn kærulaus og Jeltsín, sem hugsaði ekki lengra en að hið nýja hlyti að vera skárra en það gamla, fagnaði falli þess og sagði: Skál! Sagan okkar fjallar mest um Bresnjevana og Jeltsínana þótt flestir séu Gorbatsjov. Bresnjevarnir eru þeir sem við- héldu drottnunarvaldi í viðskipt- um, stjórnmálum, hugmynda- og listaheimum. Jeltsínarnir þeir sem felldu gömul veldi og opnuðu fyrir nýjar lausnir, ný svör og nýj- ar leiðir. Og sagan segir að Jeltsínarnir verða flestir Bresnevjar seinna meir. Gorbat- sjovarnir vilja gleymast. Íslenskt samfélag hefur breyst mikið undanfarin ár og án efa munu þær miklu breytingar halda áfram. Þessum breytingum fylgja átök – og að því er virðist mikil sóun. Gömul verðmæti verða lítils virði, gamlar lausnir virka ekki lengur og hugmyndir, áhrif og afl gufa upp. En þessi sóun er óað- skiljanlegur fylgifiskur lífsins. Á safnhaug hennar verða til önnur og ný verðmæti. Og allir átaktím- ar eiga sína Bresnjeva, Gorbat- sjova og Jeltsína – líka þeir sem við erum að upplifa á Íslandi þessa dagana. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um Gorbatsjov sem hugtak. Flest erum við Gorbatsjov. 8 8. júlí 2003 ÞRIÐJUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Nú sem jafnan eru blikur á loftiá íslenska fjölmiðlahimnin- um. Útvarp Saga ætlar að rifa seglin, Stöð tvö stendur í fjölda- uppsögnum og spurning hvernig Skjá einum reiðir af nú þegar Landssíminn hefur hætt aðild sinni að rekstrinum. Ástæður sem menn þykjast sjá fyrir þessum þrengingum einka- miðlanna er skortur á auglýsing- um. Og lausnin þá að ríkisfjöl- miðlarnir afsali sér hlutdeild sinni í pakkanum. En er það svo? Er hægt að hugsa sér að hin oft á tíðum bráðlifandi Saga hefði getað þrifist með fleiri auglýsing- um? Mig minnir satt að segja að það hafi verið hin tíðu auglýsinga- hlé sem gerðu mann fráhverfan henni. Og væri Stöð tvö/Skjá ein- um stætt á að bjóða áhorfendum meira auglýsingamagn? Sameiginlegt átak Ég held ekki. Þegar í hlut eiga stofnanir á borð við háskóla, at- vinnuleikhús, sinfóníuhljómsveit, útvarp og sjónvarp er ekki vegur að halda þeim til langframa úti í þjóðfélagskrílinu íslenska nema á snærum þjóðarinnar. (Ég myndi reyndar vilja bæta við kvik- myndahúsi sem hefði bolmagn til að sýna evrópskar bíómyndir og bókaútgáfu sem gæfi út bækur sem eru forlögunum ofviða). Það er fullreynt að þessi örþjóð getur ekki haldið úti fullgildri ís- lenskri dagskrá nema með sam- eiginlegu átaki. En hvernig vegnar þá hinu sameiginlega átaki? Sú niðurlæg- ing sem íslenska ríkisútvarpið hefur gengið í gegnum á undan- förnum árum - sömu árum og hag- fræðingar sammælast um að telja til mestu hagsældarára í sögu lýð- veldisins - er óþægilegt vitni. Útvarpið um þessar mundir er á köflum eins og það hafi gengið í barndóm og keyrir á sífelldum endurtekningum á endurteknu efni. Maður er ávarpaður í miðri viku eins og það sé sunnudagur, maður er staddur í eldgamalli páskadagskrá á miðju sumri. Og ríkissjónvarpið er endan- lega komið út úr skápnum sem vídeóleiga þar sem hugsjónin um íslenskt efni er álíka fjarlæg og draumsýn þjóðkirkjunnar um ei- líft líf. Tunglið á öðru kvartéli En til hvers þurfum við þá ís- lenskt efni? Það er ekki af því að íslenskt efni sé eitthvað skárra en annað efni, heldur af því að það er efnið sem við þurfum. Efni sem varðar okkur. Sem birtir okkur hver við erum. Hvar við stöndum. Núna. Að horfa alfarið á útlent efni er álíka og að ferðast um land eftir vegakorti frá öðru landi. Sem get- ur reyndar blessast, samanber þankabrot eftir Miroslav Holub um herflokk sem ratar um Alpa- fjöllin eftir vegvísi um Pýrenea- fjöll. En það er undantekning. Mig grunar að mikið af þeim ógöngum sem við rötum í um þessar mund- ir stafi af óljósum hugmyndum um hvar við erum stödd. Að una sér sífellt við endurtek- ið efni er álíka og styðjast við gamalt almanak. Einu sinni var það í fullu gildi, nú eru aðrir tím- ar, tunglið á öðru kvartéli. Og þótt góð vísa sé aldrei of oft kveðin þá er ekki þar með sagt að of oft kveðin vísa sé góð. Aðgangur að gullinu Hitt er svo annað mál: Ríkisút- varpið lumar á feiknunum öllu af góðu efni. Sem hvert og eitt okkar þyrfti að geta endurtekið að vild fyrir sig. Og í krafti þess leyfi ég mér að koma með greinagerð og tillögu: Af hverju nýtir RÚV ekki gul- lið sem það liggur á? Þau feikn af boðlegu efni sem það hefur fram- leitt í tímans rás. Opnar búð! Ástandið í dag er þannig að ef mig langar, segjum í fyrirlestraröð Sverris Kristjánssonar um Hall- grím Pétursson, þá stend ég í svipuðum sporum og ef ég vildi nálgast ritverk eftir íslenskan höfund, en í stað þess að kaupa það í bókabúð þyrfti ég að fara upp í prentsmiðju og láta búa það til í einu eintaki og greiða síðan fyrir það fúlgur fjár. Nú þegar stálþráðurinn hefur fyrir löngu breyst í segulband sem hefur breyst í kassettutæki sem hefur breyst í mínídisk, sem senn er á hvers manns færi, ætti að vera rakin tekjulind að opna aðgang að þessum sameiginlega sjóði allra landsmanna. Hvernig væri að rusla út aug- lýsingadeildinni og setja í staðinn upp söludeild hljóðbanda úr hirsl- um RÚV? ■ Dýra- eigendur sameinumst Ein pirruð skrifar Þar sem ég sit og les grein íFréttablaðinu 4. júlí sl. sem nefndist Hundaeigendur samein- umst er ég hjartanlega sammála greinarhöfundi en get ekki látið hjá líða að tala svolítið um sam- eiginlegt vandamál hunda-, katta- og dýraeigenda. Þannig er að kattaeigendur og eigendur annarra dýrategunda virð- ast yfir aðra dýra- eigendur hafnir. Mér er það algjör- lega fyrirmunað að skilja hvers vegna katta- og t.d kanínueigendur eru ekki skyldug- ir til að hafa dýrin í bandi og hvers vegna er eigendum dýranna ekki skylt að greiða gjöld af þeim og fara með þau í sprautur árlega eins og hundaeigendum. Ég bý á Reykjavíkursvæðinu og eins og margir aðrir foreldrar hafði sand- kassa í garðinum. Ég þurfti dag- lega að hreinsa upp kattaskít úr kassanum en minnist þess ekki að hafa rekist á hundaskít í þessum kassa. Hver er réttur fullborgandi hundaeiganda sem meira að segja hirðir upp eftir dýrið sitt? Hvað er með katta-, kanínu- og aðra dýraeigendur sem eiga það á hættu að dýrin sleppi yfir í næsta eða þarnæsta garð? Eiga ekki all- ir að sitja við sama borð og greiða gjöld af sínum dýrum og hirða upp eftir þau? Ég er orðin verulega pirruð á öllu þessu hundabanni. Maður get- ur ekki gengið frjáls um náttúruna án þess að rekast á „hundar bann- aðir“ skilti. Ég vil aflétta þessari hundafóbíu á landinu og setja dýr- in okkar undir sama hatt þetta eru jú heimilisdýr ekki satt og verum líka minnug þess að öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir. ■ Um daginnog veginn PÉTUR GUNNARSSON ■ skrifar um íslenska ljósvakamiðla Margur er ríkari en hann hyggur ■ Bréf til blaðsins Gorbatsjov er alls staðar ■ Af Netinu Samsæri gegn Laxá Umhverfisstofnun ríkisins er þræll Landsvirkjunar, samanber gerræði í Þjórsárverum, og hefur nú síðast fallizt á róttæk áform hennar um lagabrot og náttúru- spjöll í Laxárdal. Náttúra Ís- lands á enga vini í stjórnsýslunni og allra sízt í rangnefndri Um- hverfisstofnun ríkisins. JÓNAS KRISTJÁNSSON AF VEF SÍNUM JONAS.IS Helmingurinn lygi Stundum má ljúga, en stundum má ekki ljúga. Við viljum ekki að stjórnmálamenn ljúgi að okk- ur, en gerum okkur hálfpartin væntingar um að helmingurinn sem þeir segi sé bara lygi. SVANBORG SIGMARSDÓTTIR AF VEFNUM KREML.IS Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna Í skjóli leyndar þrífst spilling Það er mjög mikilvægt að bókhald stjórnmálaflokkanna sé opið. Það á ekki að vera háð duttlungum hvers stjórnmála- flokks hvað hann upplýsir. Þess vegna þyrfti að setja lög- gjöf hvað þetta varðar. Ég spái því að þrýstingurinn í þjóð- félaginu muni sjá til þess á komandi árum að slík löggjöf verði sett. Þetta er spurning um eðlileg lýðræðisleg vinnu- brögð. Í skjóli leyndar þrífst spilling. Að sjálfsögðu spyr fólk spurninga þegar sumir stjórnmálaflokkar hafa að því virðist ótakmarkað fé til þess að dæla í auglýsingastofur sem fá það verkefni til að kaupa þeim fylgi. Þótt löggjöf sé ekki ennþá fyrir hendi þýðir það ekki að flokkarnir geti leyft sér að þegja þunnu hljóði um eigin fjárhag. Að mín- um dómi ber stjórnmálaflokkum að upplýsa um tekjur og gjöld í tengslum við kosningar, með eða án löggjafar. ■ Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks Einkamál hvers og eins flokks Ég er þeirra skoðunar að ekki eigi að skylda flokkana til að upplýsa um kostnað við sína kosningabaráttu. Kostnaðurinn er að mínu mati einkamál hvers og eins flokks, ef þeir vilja upplýsa um kostnaðinn þá gera þeir það, ef ekki þá er ekkert við því að segja. Bók- hald stjórnmálaflokkana er lokað þrátt fyrir að þeir séu bókhaldsskyldir eins og önnur félög og fyrirtæki. Upplýsingaskyldan nær ekkert lengra en því nemur. Maður spyr sig spurningarinnar hversu bættari al- menningur sé með að vita hversu mikið af fé flokk- anna fari í kynningarstarfsemi þeirra. Ekki eru fyrir- tæki krafin svara um kostnað auglýsingaherferða sinna, ég get ekki séð að annað eigi að gilda um stjórnmálaflokkanna. ■ Skiptar skoðanir Kostnaður við kosningabaráttu

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.