Fréttablaðið - 08.07.2003, Page 9

Fréttablaðið - 08.07.2003, Page 9
9ÞRIÐJUDAGUR 8. júlí 2003 Er vinningur í lokinu? Utanlandsferðir • siglingar • sjónvörp reiðhjól • myndavélar • gasgrill kælibox í bíla • línuskautar hlaupahjól og margt, margt fleira! Glæsilegir vinningar France Telecom: Starfsmenn eftir einka- væðingu PARÍS, AP Starfsmenn franska rík- isfyrirtækisins Frence Telecom halda öllum réttindum sínum og fríðindum og verða áfram opin- berir starfsmenn, þótt ríkið selji ríflega helmings hlut sinn í því. Ríkisstjórn Frakklands undirbýr nú lagafrumvarp þar sem þetta verður tryggt. Rúmlega hundrað þúsund manns vinna hjá franska símafyrirtækinu og hafa umræð- ur um einkavæðingu þess staðið í nokkurn tíma. France Telecom skuldar um 68 milljarða evra. ■ Iðnfyrirtæki: Aukning í veltu IÐNAÐUR Áætlað er að velta í iðnaði aukist um fjögur prósent í ár og yfir tíu prósent á næsta ári. Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum iðnaðarins nemur aukningin að raunvirði tveimur prósentum í ár og átta prósentum á næsta ári. Áætlað er að fjárfesting iðn- fyrirtækja aukist yfir 20% í ár en sjö prósent á næsta ári. Að raun- virði nemur aukningin 21% í ár og fimm prósentum á næsta ári. Mik- il aukning í fjárfestingum í plast- og veiðafæragerð og prentun og pappír, útskýrir mestan hluta aukningarinnar í ár. ■ LANDBÚNAÐUR Landbúnaðarráðu- neytið hefur synjað hreindýra- vinnslunni Viðbót ehf. á Húsavík um innflutning hreindýrakjöts frá Grænlandi á grundvelli þess að um- sókn um tollkvóta hafi borist of seint í ráðuneytið. Umsóknin var send bréfleiðis og bar póststimpil frá sama degi og umsóknarfrestur rann út, en samkvæmt ráðuneytinu gildir sú dagsetning sem bréfið er opnað. Ráðuneytið auglýsir níu tonna tollkvóta og án hans er ekki leyfi- legt að flytja inn hreindýrakjöt. Við- bót ehf. stefnir á umfangsmikla verkun á hreindýrakjöti og er ætl- unin að flytja meginhlutann út, en fimm tonna sala á innanlandsmark- aði átti að mæta upphafskostnaði. Fyrirtækið hefur óskað eftir því við ráðuneytið að tollkvótinn verði auglýstur á ný, en að sögn Arnar Loga Hákonarsonar framkvæmda- stjóra, fékk hann þau svör að það væri ekki unnt fyrr en að mánuði liðnum vegna sumarleyfa í ráðu- neytinu. Nokkrir mánuðir eru í að hreindýraverkunin hljóti vottorð frá ESB og er ljóst að starfsemin tefst vegna synjunar á innflutningi. ■ OF SEINT Hreindýraverkun í bænum hlýtur ekki leyfi til að flytja inn skrokka frá Grænlandi á næstunni vegna þess að umsókn til land- búnaðarráðuneytisins var of lengi í pósti. Synjað um tollkvóta: Húsavík fær ekki hreindýr

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.