Fréttablaðið - 08.07.2003, Side 12

Fréttablaðið - 08.07.2003, Side 12
12 8. júlí 2003 ÞRIÐJUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 5 6 7 8 9 10 11 JÚLÍ Þriðjudagur Þriðjudagsgönguferðir í Viðeyhafa notið vinsælda undan- farin sumur. Í síðustu viku var skoðað listaverkið eftir Serra, sem stendur í eyjunni, en í kvöld verður athyglinni beint sérstak- lega að fjölskrúðugu fuglalífi eyjunnar. „Þetta eru 25 tegundir fugla sem verpa hérna í eyjunni, og jafnvel fleiri,“ segir Ragnar Sig- urjónsson ráðsmaður, sem verð- ur í fararbroddi göngumanna. „Við skoðum það sem verður á vegi okkar. Það er af nógu að taka þannig að enginn ætti að verða fyrir vonbrigðum.“ Auk þess gæti farið svo að göngufólki gefist kostur á að skoða sérstætt hestakyn, sem ræktað er í eyjunni. „Við erum með bæði hesta og kindur hér á eyjunni. Hestarnir eru svokallaðir hjálmskjóttir hestar. Þeir eru ljósir í framan með blá augu og hvít augnahár. Þetta litagen hefur alltaf verið til í íslenska hestinum en því hefur aldrei verið hampað. Það er ekki alveg á hreinu hvernig það erfist en þetta er víkjandi gen þannig að það er ekkert alltaf öruggt að maður fái þenn- an lit.“ Eina gjaldið í gönguna er ferjutollurinn, fimm hundruð krónur á mann. ■ ■ GÖNGUFERÐ Fjölskrúðugt dýralíf í Viðey Nýi Freemanslistinn er kominn út. Vandaðar vörur á góðu verði. Tryggðu þér eintak í síma 565 3900 - pöntunarlínan opin til 22 alla daga Í verslun Freemans stendur yfir útsala - 40% - 50% afsláttur Freemans - Hjallahrauni 8 220 Hafnarfjörður www.freemans.is - s: 565 3900 „LJÓSIR Í FRAMAN MEÐ BLÁ AUGU OG HVÍT AUGNAHÁR“ Í Viðeyjargöngunni verður fjölskrúðugt fuglalíf eyjunnar skoðað og auk þess hugað að sér- stæðu hestakyni sem þar er ræktað. ■ ■ ÚTIVIST  19.30 Ragnar Sigurjónsson ráðs- maður í Viðey stjórnar gönguferð um eyjuna og veitir fjölskrúðugu dýralífi hennar athygli. Þar verpa nú að minnsta kosti 24 fuglategundir og fer fjölgandi. Hugsanlega gefst gestum einnig kostur á að heilsa uppá hjálmskjótta hesta ráðsmannsins en það er um margt sér- stakt. ■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Söngkvartettinn 4Klassísk- ar, sem eru söngkonurnar Björk Jóns- dóttir, Jóhanna V. Þórhallsdóttir og Signý Sæmundsdóttir og píanóleikarinn Aðal- heiður Þorsteinsdóttir, heldur tónleika í Nýheimum á Höfn í Hornafirði. ■ ■ SÝNINGAR  „Meistarar formsins“ nefnist stór höggmyndasýning í Listasafni Akur- eyrar, sem gerð er í samvinnu við Ríkislistasafnið í Berlín. Á sýning- unni eru verk eftir 43 listamenn, þar af 11 Íslendinga.  Sýning á verkum þriggja listamanna í Listasafni ASÍ. Verkin eru eftir lista- mennina Svavar Guðnason, Nínu Tryggvadóttur og Kristján Davíðsson. Sýnd verða verk frá 5. og 6. áratug síð- ustu aldar sem öll eru í eigu safnsins. Um er að ræða verk sem safnið hefur hlotið að gjöf frá velunnurum sínum.  Sýningin Pester a Beuty í Gallerí Tukt. En sýningin er einkasýning lista- mannsins GAG og skírskotar til líðandi atburða þjóðfélagsins. Sýningin stendur til 12. júlí. Gellerí Tukt er í Hinu Húsinu, Pósthússtræti 3-5.  Sýningin Fjarskanistan í gallerí Nema Hvað, Skólavörðustíg 22c. Þeir sem eiga verk á sýningunni eru Guðný Rúnarsdóttir, Hildigunnur Birgisdóttir, Hörn Harðardóttir, Rakel Gunnarsdóttir, Sólveig Einarsdóttir og Þorbjörg Jóns- dóttir. Sýningin er opin frá sunnudegi til miðvikudags frá klukkan 20 til 22.  Þrjár sýningar í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsinu. Sýning- arnar Humar eða frægð - Smekk- leysa í 16 ár, Innsýn í alþjóðlega samtímalist á Íslandi og Erró Stríð.  Sýning á verkum Matthew Barney stendur í Nýlistasafninu. Sýningin stendur til 27. júlí.  Sýningin „Í nótt sefur dagurinn“, hef- ur verið opnuð í versluninni 12 tónum. Þetta er þriðja einkasýning Marý. Flest eru verkin á sýningunni olíumálverk frá þessu ári, þar sem leikið er með hin ýmsu form.  Ljósmyndir Yann Arthus-Bertrand eru sýndar á Austurvelli. Sýningin ber nafnið Jörðin séð frá Himni og hefur verið sýnd víðs vegar um heiminn. Á sama tíma verður upplýsingamiðstöð að Kirkjustræti 12 (Skjaldbreið) þar sem sjá má kvikmynd um tilurð verkefnisins.  Sýning á verkum Kristjáns Davíðs- sonar og Þórs Vigfússonar í Listasafni Árnesinga, Austurmörk 21 í Hveragerði. Sýningin stendur til 31. júlí.  Kristín Þorgrímsdóttir, skrifari, heldur sýningu á forntextaverkum sín- um á Kaffi Espresso í Spönginni, Grafarvogi. Textarnir í verkunum á sýningunni eru afritaðir upp úr ís- lenskum fornritum og gerðir með stælingum á íslenskum stafa- og let- urgerðum frá 12. - 15. öld, svo og myndskreytingum úr fornum ritum.  Sumarsýning Handverks og hönn- unar stendur yfir í Aðalstræti 12. Til sýn- is er bæði hefðbundinn listiðnaður og nútíma hönnun úr fjölbreyttu hráefni. Meðal þess sem sýnt er, eru munir úr tré, roði, ull, hör, leir, selskinni, hrein- dýraskinni, pappír, silfri og gleri frá 26 aðilum. Opið alla daga nema mánudaga og lýkur 31. ágúst.  Nikals Ejve frá Svíþjóð sýnir í List- húsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5. Hann sýnir þar skartgripi og er sýningin opin virka daga frá 10-18 og laugardaga frá 11-18. Sýningin stendur til 16. júlí.  Sýning á verkum myndlistarkonunn- ar Óskar Vilhjálmsdóttur er í Þjóðar- bókhlöðunni.  Sumarsýningu í bókasal Þjóðmenn- ingarhússins, Íslendingasögur á erlend- um málum, er ætlað að gefa innsýn í bókmenntaarfinn um leið og athygli er vakin á því að fjölmargar útgáfur Íslend- ingasagna eru til á erlendum málum.  Stóra norræna fílasýningin í sýningarsal Norræna hússins. Á sýn- ingunni eru verk eftir dönsku lista- mennina Peter Hentze, Thomas Winding og Pernelle Maegaard. Victoria Winding hefur gert fræðslu- texta.  Sýning Claire Xuan í Ljósmynda- safni Reykjavíkur við Tryggvagötu. Lista- konan kynnir þar myndverk sín og ljós- myndir og fimmtu ferðdagbók sína, Ís- land.  Sumarsýning í Listasafni Íslands á úrvali verka í eigu safnsins.  Steinunn Marteinsdóttir er með sýningu á Hulduhólum í Mosfellsbæ. Þar sýnir hún málverk og verk úr leir.  Í Gerðarsafni í Kópavogi stendur yfir yfirlitssýning á verkum Gerðar Helgadóttur. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 T0PP 20 Á FM 957 VIKA 27 Where’s The Love - BLACK EYED PEAS FEAT Von mín er sú - LAND & SYNIR 21 Questions - 50 CENT Crazy In Love - BEYONCÉ FEATURING JAY-Z Like a Stone - AUDIOSLAVE I Know What You Want - BUSTAH RHYMES The Remedy - JASON MRAZ Hell Yeah - GINUWINE X Gonna Give It To Ya - DM X10. Feel Good Time PINK. Heaven - LIVE Allt - Á MÓTI SÓL Rise & Fall - CRAIG DAVID FEATURING ST. Taktu mig - ÞÓREY HEIÐDAL Bring Me To Life - EVANESCENCE Jogi - PANJABI MC Loneliness - TOMCRAFT Looking to Climb - DAYSLEEPER Get Busy - SEAN PAUL Times Like These - FOO FIGHTERS Íslenskilistinn

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.