Fréttablaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 8. júlí 2003
■ JAFNINGJAFRÆÐSLA
13
SÍÐASTA
STOPP
FYRIR
VEIÐI-
FERÐINA
Mjódd • Dalbraut • Austurströnd
Mjódd • Dalbraut • Austurströnd
1000 kr. tilboð
Aukaálegg að eigin
vali kr. 150
kr. 1.000
Stór pizza með
2 áleggstegundum
sótt
Afmælistilboð
sótt kr. 1.500
Stór pizza með 4 áleggstegundum,
brauðstangir, sósa og 2l gos
®
Þessa vikuna eiga vinnu-skólakrakkar víða um land von
á heimsókn frá Jafningafræðslu
Hins hússins í Reykjavík. Fjórir
bílar héldu af stað hver í sinn
landshlutann um síðustu helgi og
eru þessa dagana að þræða bæjar-
félögin.
„Ég er staddur á Hellu á Suður-
landi núna,“ sagði Vilhjálmur Vil-
hjálmsson, kynningarfulltrúi
Jafningjafræðslunnar, þegar
blaðamaður hringdi í hann í gær.
„Við erum fjögur í hverjum bíl,
keyrum á milli bæjarfélaganna og
förum í vinnuskólana á hverjum
stað. Annar bíll fór á Vestfirði,
einn á Norðurland og einn á Aust-
firði og síðan hittumst við á Akur-
eyri á föstudaginn. Þar er stefnt
að því að vera með smá uppá-
komu, hálfgerða götuhátíð í lok
ferðarinnar.“
Hugmyndin með Jafningja-
fræðslunni er að ungmenni fræði
jafningja sína um hætturnar af
fíkniefnum og ofneyslu áfengis.
Áherslan er fyrst og fremst lögð á
að ræða um sjálfsmynd unglinga
og mikilvægi þess að geta tekið
sjálfstæðar ákvarðanir. Sterk
sjálfsmynd er jafnframt mjög góð
forvörn gegn áfengi og fíkniefn-
um.
„Við erum allt frá 17 upp í
svona 24 ára, bæði krakkar sem
hafa lent í ofneyslu áfengis og
fíkniefna og svo líka bara krakkar
sem hafa áhuga á að vinna að góð-
um málstað. Við erum alls ekki að
fara þessa ferð sem lærðir fyrir-
lesarar, þótt við séum búin að fá
fræðslu um þessi mál. Við setj-
umst bara niður með krökkunum
og höfum umræður á léttum og
skemmtilegum nótum.“
Þetta er þriðja sumarið í röð
sem Jafningjafræðslan leggur
land undir fót.
„Þetta er fyrsta sumarið sem
ég er í þessu en ég er búinn að
læra rosalega mikið á þessu sjálf-
ur. Þetta verður manni mikið
hjartans mál, að vinna svona náið
með þessum krökkum,“ segir Vil-
hjálmur. Hans bíður stíf keyrsla,
því frá Hellu var haldið á Hvols-
völl og þaðan á Kirkjubæjar-
klaustur, Seyðisfjörð, Þórshöfn,
Húsavík og loks á Akureyri. Það-
an verður svo haldið í bæinn á ný
um næstu helgi.
gudsteinn@frettabladid.is
Sterk sjálfsmynd
er besta forvörnin
JAFNINGJAFRÆÐSL-
AN LAGÐI Í HANN Á
FÖSTUDAGINN
Jafningjafræðsla Hins
hússins er á hringferð
um landið þessa vikuna.
4KLASSÍSKAR
Söngkvartettinn 4klassískar verður með
söngskemmtanir á Austurlandi næstu
daga.
Ferðast
um og
syngja
TÓNLIST Sumarið er tími ferðalaga,
ekki síður hjá tónlistarfólki en
öðrum. Söngkvartettinn 4klass-
ískar bregða undir sig betri fætin-
um í dag og heldur alla leið austur
á Höfn í Hornafirði þar sem hann
býður upp á dálitla söngveislu í
kvöld. Þaðan halda þær til Seyðis-
fjarðar og syngja á tónleikum
Bláu kirkjunnar á miðvikudag. Á
fimmtudagskvöldið syngja þær
svo í kirkjunni á Fáskrúðsfirði og
ljúka síðan ferð sinni með söng-
skemmtun í félagsheimilinu á
Vopnafirði á föstudagskvöldið.
„Þetta er eitt það skemmtileg-
asta sem við gerum, að fara út á
land og syngja þar. Það er svo
gaman að vera á ferðalagi að
sumri til,“ segir Björk Jónsdóttir
söngkona. Ásamt henni eru í kvar-
tettinum söngkonurnar Jóhanna
V. Þórhallsdóttir og Signý Sæ-
mundsdóttir, að ógleymdum pí-
anóleikaranum Aðalheiði Þor-
steinsdóttur sem jafnframt útset-
ur flest lögin fyrir þær.
„Þetta er léttklassískt sumar-
prógram, lög sem allir þekkja,
bæði innlend og erlend,“ segir
Björk. ■