Fréttablaðið - 08.07.2003, Side 24
Bakþankar
KRISTÍNAR HELGU
GUNNARSDÓTTUR
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
Ertu að kaupa, byggja eða breyta? Þú getur á auðveldan hátt samið um fasteigna-
eða framkvæmdalán hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum. Um er að ræða hagstætt
lán, sem veitt er til allt að 30 ára gegn veði í fasteign.
Frjálsa fjárfestingarbankans
Fasteignalán
Frjálsi fjárfestingarbankinn, Ármúla 13a, sími 540 5000, www.frjalsi.is
Allt að 80%veðsetningarhlutfall
af verðmæti fasteignar
A
B
X
9
0
3
0
3
7
5
Hlaupið eins og þið eigið lífið aðleysa í kvennahlaupum, skreytið
ykkur bleiku, setjið í brúnir og talið
stoltar um breytta tíma og bjarta
framtíð. Á meðan stendur fyrirtæki
fyrir sérlegum kvennauppsögnum.
Trúverðugur fjölmiðill vill fjalla um
jafnréttismál á marktækan hátt,
spegla nútímann og sýna allar myndir
samfélagsins sem við búum í, svo úr
verði raunsönn spegilmynd. Þannig
getum við sest að fréttum í lok vinnu-
dags og speglað okkur í þjóðfélags-
speglinum, hugsað með okkur ánægð
eða óánægð: Svona erum við.
OG NÚ þegar við lítum í þennan
spegil erum við oftar en ekki með
skeggrót og skalla. Sögulegt útvarp
bar karlmennsku keim og þar fór fjöl-
miðill fyrir með skilaboð til kvenna.
Kannski er það raunsönn spegilmynd
af íslensku samfélagi árið tvöþúsund
og þrjú? Frelsið er yndislegt og ég
geri það sem ég vil, sagði skáldið.
Frjálsir fjölmiðlar fara í fylkingar-
brjósti og víla ekki fyrir sér kyn-
bundnar hópuppsagnir svo spegillinn
verður spéspegill.
NÚ ERU stelpulegir dagar og allar
sofnum við kátar að kveldi og finnst
við eiga erindi, vega þungt og vera
sterkar. Skokkum og verum bleikar.
Það eru meinlausar og sætar aðgerðir.
Berjumst gegn vændi á íþróttamótum
í fjarlægum löndum, upplifum okkur
sýnilegar og nútímalegar - kvenlega
feminista, með rósbleika framtíð í
fangið. Á meðan er að vísu víða ríf-
lega tuttugu prósenta launamunur á
konum og körlum hér í paradís norð-
ursins. Sá munur er ekki rósbleikur. Á
meðan standa yfir hópuppsagnir
kvenna á vinnustöðum þar sem karlar
eru þó í miklum meirihluta fyrir - á
vinnustöðum þar sem starfsmenn sjá
sig og upplifa sem merkisbera jafn-
réttis og lýðræðis.
STÖKU fjölmiðlar róa nú lífróður.
Það framkallar þó síst eftirspurn, vel-
vild og vinsældir að kasta konum
fyrstum frá borði þegar harðnar á
dalnum og skilja karla eftir í björgun-
arvestum í bátunum. Þá er þrátt fyrir
allt erfitt fyrir sauðsvarta að sitja
heima að kveldi og treysta merkisber-
unum til að flytja trúverðugar fregnir
af jafnréttis og mannréttindamálum.
Það er dapurlegt fyrir jafnréttiselsk-
andi manneskjur þegar vinnustaður
ræðst í kynbundnar uppsagnir og
skammarlegt fyrir þá sem að slíku
standa. ■
Hið rósbleika
jafnréttishlaup