Fréttablaðið - 14.08.2003, Síða 8
8 14. ágúst 2003 FIMMTUDAGUR
Ekki eins og Bráðavaktin
„Fólk sem kemur hingað (á
slysadeild Landspítalans) býst
oft við að ástandið sé eins og á
Bráðavaktinni í sjónvarpinu. Að
hér sé allt uppi á háa C-inu,
læknar klofvega uppi á sjúklingi
að reyna að lífga hann við og
mikil hróp og köll. En þetta ger-
ist ekki svona.“
Guðbjörg Pálsdóttir, deildarstjóri á Land-
spítalanum, í Morgunblaðinu 13. ágúst.
Og hananú!
„Við eigum að fagna því hvað
við eigum góða skóla. Við erum
að kenna börnunum það sem
passar í okkar samfélagi og eig-
um ekki að ganga með haus-
poka þótt Japanir geti barið
börn til að reikna.“
Vilborg Dagbjartsdóttir
í Fréttablaðinu 13. ágúst.
Orðrétt
Talsverðar líkur á íslensku hitameti í ágúst:
Hitabylgjan í rénun í Evrópu
VEÐURFAR „Sveiflur í tíðarfari á
milli ára í Evrópu geta vissulega
verið mjög miklar,“ sagði Harald-
ur Ólafsson, veðurfræðingur um
hitana sem geisað hafa í Evrópu
að undanförnu.
„Þar með er ekki sagt að þær
séu ekki innan eðlilegra marka.
Spár mörg ár fram í tímann gera
ráð fyrir að í Suður-Evrópu verði
að jafnaði hlýrra og þurrara en nú
er. Aftur á móti á úrkoma að
aukast lítillega norðar í álfunni.
Hlýnunin, sem spáð er á næstu
áratugum, er fyrst og fremst ná-
lægt yfirborði jarðar, en í efri
loftlögum er jafnvel gert ráð fyr-
ir kólnun. Flóðin sem gengu yfir
Þýskaland, Tékkland og Pólland í
fyrra tengdust reyndar kulda í há-
loftum, en það er eins með þessa
tvo atburði, hitabylgjuna í ár og
úrfellið í fyrra, hvorugt er unnt að
tengja langtímabreytingum með
skýrum og afdráttarlausum hætti.
Haraldur segir að sjá megi rén-
un á hitum í Evrópu á næstu dög-
um. „Hiti í Bretlandi er þegar far-
inn að lækka og spákortin benda
til að það sama verði uppi á ten-
ingnum í Frakklandi og Þýska-
landi næstu daga. Það verður þó
áfram fremur hlýtt á þessum slóð-
um.
Varðandi Ísland, segir Harald-
ur, að ekkert gefi til kynna annað
en að áframhald verði á hlýind-
unum hér. „Eins og staðan er nú,
þegar tæpar tvær vikur eru liðnar
af ágústmánuði, er alls ekki úti-
lokað að hitamet verði slegið í
Reykjavík.
Meðalhitinn fram að 13. ágúst
er 13,3 stig en núverandi ágúst-
met, sem er 12.4 stig, er frá árinu
1880 og kannski tímabært að það
falli.“ ■
Vilja breyta Sin-
fóníunni í hlutafélag
STJÓRNSÝSLA Vinnuhópur á vegum
menntamálaráðherra leggur til að
Sinfóníu Íslands verði breytt í
hlutafélag. Reykjavíkurborg, Sel-
tjarnarnesbær og Ríkisútvarpið
vilja hætta þátttöku í rekstri hljóm-
sveitarinnar.
Skuldir Sinfóníunnar hafa vaxið
hröðum skrefum á síðustu árum.
Ástæðan mun aðal-
lega vera lífeyris-
skuldbindingar við
fyrrverandi starfs-
menn. Skuldir
hljómsveitarinnar
námu 1742 milljón-
um króna í árslok
2002. Það nam um
100 milljónum um-
fram eignir.
Tekjur Sinfóníunnar árið 2001
voru 434 milljónir króna, þar af 376
milljónir frá opinberum aðilum.
Kostnaður var 872 milljónir, þar af
384 milljónir vegna lífeyrisiskuld-
bindinga.
Vinnuhópurinn sem mennta-
málaráðherra skipaði í fyrra og
skilaði niðurstöðum í maí segir
sumt í lögum um Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands ekki í samræmi við
fyrirkomulag mála, vera óljóst eða
orka tvímælis. Sérstaklega eigi það
við fjárhagsleg samskipti hljóm-
sveitarinnar við rekstraraðilana;
ríkið, Reykjavíkurborg, Seltjarnar-
nes og Ríkisútvarpið, og samskipti
þeirra innbyrðis vegna áætlana-
gerðar, ákvarðanatöku og fjárhags-
legra uppgjöra.
Reykjavíkurborg, Ríkisútvarpið,
Seltjarnarnes, sem samtals áttu að
leggja Sinfóníunni til um 165 millj-
ónir árið 2001, vilja úr samstarfinu.
Fulltrúar ráðuneyta munu einnig
telja heppilegast að ábyrgð á hljóm-
sveitinni sé á einni hendi. Ríkið fái
þó áfram framlag frá hinum aðilun-
um.
Vinnuhópurinn segir að breyta
verði rekstrarfyrirkomulagi Sin-
fóníunnar. Ýmsir kostir komi til
greina en þó helst að breyta hljóm-
sveitinni í hlutafélag:
„Í því sambandi verði skoðað að
setja sérstök lög um hlutafélög í
eigu opinberra aðila sem Sinfóníu-
hljómsveitin félli undir. Lagt er til
að þessi vinna verði hafin sem
fyrst.“ Um áttatíu hljóðfæraleikar-
ar eru fastráðnir hjá Sinfóníunni.
Vinnuhópurinn minnir á að í sam-
komulagi milli borgar og ríkis um
byggingu tónlistarhúss í Reykjavík
sé ákveðið að húsið taki 1.300 til
1.500 manns í sæti:
„Sú ákvörðun kallar á, að mati
hljómsveitarinnar, ef vel á að vera,
um níutíu manna hljómsveit, svo
hægt verði að fylla salinn af þeim
hljómi sem hann er hannaður fyr-
ir,“ segir vinnuhópur menntamála-
ráðherra.
Ekki fékkst samband við Tómas
Inga Olrich menntamálaráðherra í
gær. Hann var sagður vera að und-
irbúa sig undir fund sem hann á í
dag með vísindastjóra Evrópusam-
bandsins.
gar@frettabladid.is
!"##$%
& ''(# ) ''
*##%#
$ + ,,'
+
-#'''$ ./.0/1
222 %( #
MENNTAMÁL „Miðað við það sem
liggur fyrir er skólanum ekkert að
vanbúnaði til að hefja skólastarf
við upphaf skólaársins,“ segir Ás-
dís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri
Garðabæjar, vegna nýja einka-
skóla Hjallastefnunnar ehf. sem
verið er að stofnsetja á Vífilsstöð-
um.
Minnihluti bæjarstjórnar
Garðabæjar lagði til á fundi bæjar-
ráðs að skólanum yrði frestað um
eitt ár vegna þess að hann yrði
ekki tilbúinn fyrir upphaf skóla-
árs. Einar Sveinbjörnsson, bæjar-
fulltrúi Framsóknarflokks og
óháðra, sagði að frá hendi bæjar-
ins væri einkennileg fljótaskrift á
þessu máli. Tillagan um frestun
var felld.
Ásdís Halla segir að skólinn sé
ekki á vegum bæjarins þar sem
samið hafi verið við forráðamenn
Hjallastefnunnar um rekstur skól-
ans. Hún segir að þeim formsatrið-
um sem snúa að bænum hafi verið
fullnægt. Einkaskólinn verði nið-
urgreiddur af bæjarfélaginu
þannig að allir sitji við sama borð.
„Það er mikilvægast að foreldr-
ar og nemendur hafi fullt frelsi til
að velja þennan skóla eða einhvern
þeirra þriggja góðu grunnskóla
skóla sem eru í Garðabæ. Með
nýja einkaskólanum erum við að
koma á frjálsu vali,“ segir hún. ■
Bæjarstjóri Garðabæjar um Vífilsstaði:
Ekkert að vanbúnaði
til að hefja skólastarf
ÁSDÍS HALLA BRAGADÓTTIR
Segir enga ástæðu til þess að fresta
nýja einkaskólanum.
Ríkið íhugar að breyta Sinfóníunni í hlutafélag. Skuldir hlaðast upp vegna lífeyrisréttinda
starfsmanna. Fjölga þarf hljóðfæraleikurum til að fylla sal fyrirhugaðs tónlistarhúss „þeim
hljómi sem hann er hannaður fyrir“. Reykjavík, Seltjarnarnes og RÚV vilja úr rekstrinum.
HÁSKÓLABÍÓ
Sinfónía Íslands hefur aðstöðu í Háskólabíó. „Ekki verður hjá því komist að minnast á
hljómburð Háskólabíós, því hljómsveitin verður í vaxandi mæli vör við að hljómleikagestir,
einkum ungt fólk, gengur frá tónleikum vegna þess hve hljómburður þar er lélegur,“ segir
í nýrri skýrslu vinnuhóps um Sinfóníuna.
REKSTRARGJÖLD SINFÓNÍUNNAR
Í m.kr. 1997 1998 1999 2000 2001
Launagjöld 166,8 213,3 220,0 264,6 341,8
Lífeyrisskuldbindingar 17,2 148,2 28,4 121,2 384,4
(gjaldfært en ógreitt)
Önnur rekstrargjöld 78,3 91,2 104,3 193,4 138,2
Eignakaup 1,9 2,1 5,4 11,7 7,8
Samtals 264,2 454,7 358,1 591,0 872,2
■
Í því sambandi
verði skoðað
að setja sérstök
lög um hlutafé-
lög í eigu opin-
berra aðila sem
Sinfóníuhljóm-
sveitin félli
undir.
Skák:
Jóhann í
Hrókinn
SKÁK Jóhann Hjartarson stór-
meistari er genginn til liðs við
Skákfélagið Hrókinn og mun tefla
fyrir félagið á Íslandsmóti skák-
félaga í vetur. Jóhann er stiga-
hæsti skákmaður Norðurlanda og
númer 53 á heimslistanum.
Jóhann varð fyrst Íslands-
meistari árið 1980, aðeins sautján
ára gamall. Lengst náði Jóhann
þegar hann sigraði Viktor
Korchnoj í áskorendaeinvígi um
heimsmeistaratitilinn 1988, en
hann beið síðan lægri hlut fyrir
Anatoly Karpov. Um þetta leyti
var Jóhann meðal sterkustu skák-
manna heims og átti með afrekum
sínum mikinn þátt í að auka vin-
sældir skákarinnar á Íslandi. ■
ÞÝSKI FLJÓTABÁTURINN ÓÐINN
Rínarfljótið er ekki svipur hjá sjón og bátar
og prammar verða að fara að öllu með gát.
FJÖRTÍU GRÁÐUR Í RÓM
Svo heitt að sólþyrstir ferðamenn nota
hvert tækifæri til að flýja sólina.