Fréttablaðið - 14.08.2003, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 14.08.2003, Blaðsíða 22
Það vantar eitthvað upp á póli-tískt skynbragð forystumanna Reykjavíkurborgar. Sumarlokun leikskóla var afleidd ákvörðun. Þar sparaðist sáralítið, ef eitthvað, í rekstri. Sá litli sparnaður bitnaði hins vegar hart á barnafólki í Reykjavík, sem var í raun neytt í frí á fyrirfram ákveðnum frítíma Reykjavíkurborgar. Leikskólar eru þjónustustofnanir borgarbúa og eiga að aðlaga sig að þörfum við- skiptavina en ekki að getuleysi stjórnenda skólanna. Í kjölfar um- ræðu um þessi mál ákveður Reykjavíkurborg síðan að loka róluvelli í Vesturbæ og vísar for- eldrum austur fyrir Austurbæjar- bíó með börnin sín. Þessi ákvörðun var jafn illa kynnt og sumarlokunin og forsendur hennar eru jafn óskiljanlegar – í það minnsta í sam- anburði við óhagræðið sem af henni er fyrir borgarbúa. Og svo hækkar Orkuveitan heita vatnið. Aðeins nokkrum mánuðum eftir að fyrirtækið flutti í ógnar- stóra og rándýra höll upp á Höfða. Reykvíkingar fylgdust í forundran með byggingu þessarar hallar og blöskraði ekki aðeins kostnaðurinn og íburðurinn, heldur ekki síður að kostnaðurinn fór einar 500 milljón- ir fram úr áætlun. Og ekki síður að formanni Orkuveitunnar virtist standa á sama og fannst þessi fram- úrkeyrsla nánast eðlileg. Og Reyk- víkingar héldu áfram að undra sig þegar kom í ljós að parketið í hús- inu var ónýtt eftir að hafa verið lagt á hálfblauta steypu, svo allt væri tilbúið fyrir opnunarhátíðina. Í kjölfar þessa – og margra ára rétt- mætrar gagnrýni á undarlegan fók- us í rekstri Orkuveitunnar – hækk- ar fyrirtækið gjaldskrána. Og við- skiptamennirnir geta ekkert annað farið. Orkuveitan ein selur heitt vatn í Reykjavík. Alveg eins og engir aðrir en Reykjavíkurborg reki róluvelli. Þess vegna geta þessi fyrirtæki aðlagað þjónustuna og verið að að eigin þörfum og þurfa ekki að hugsa um hag borgar- búa. Síðan vill Reykjavíkurborg ekki styðja Sinfóníuna lengur. Og ekki heldur tónlistarnám í borginni. Það má vera að einhver rök séu fyrir þessu öllu og forystumenn Reykjavíkurborgar hafi fundið út hvernig þeir vilja hafa borgina í framtíðinni – en þeim virðist annað hvort hafa láðst að huga að því að kynna okkur hinum hvert þeir ætla með borgina eða þá að þeim finnst okkur ekki koma það við. Þær sam- ræður sem R-listinn stundar, og kallar samræðustjórnmál, fara fram bak við luktar dyr. Miðað við þær niðurstöður sem við fáum að heyra af samræðunum er ljóst að það það getur vart verið annað en til bóta að opna dyrnar og ræða málin betur við borgarbúa áður en forystumenn R-listans taka ákvarð- anir. ■ John Poindexter í varnarmála-ráðuneytinu í Pentagon hugðist nota nýstárlega aðferð til að spá fyrir um hvar hryðjuverkamenn mundu gera árás á bandaríska borgara: Hann ætl- aði að nota Netið til að gefa fólki kost á að reyna getspeki sína. Þetta vakti mikla athygli – og hneykslaði marga – og aðstoðarvarnar- m á l a r á ð h e r r a B a n d a r í k j a n n a , Paul Wolfowitz, mætti í fulltrúa- deild þingsins og sagði að þetta væri heimskuleg hug- mynd. Þar með var hugmyndin slegin af, og John Poindexter missti vinnuna. Klár hugmynd – heimskulegt uppátæki „Þetta var heimskulegt uppá- tæki frá sjónarmiði almanna- tengsla,“ segir Emile Servan- Schreiber, „jafnvel þótt náungarn- ir á bak við hugmyndina væru ótrúlega klárir.“ Emile Servan-Schreiber er fyrrverandi blaðamaður og annar stofnenda og framkvæmdastjóri vefsetursins NewsFutures.com þar sem almenningur getur keypt hlutabréf í framtíðinni. Á Newsfutures.com geta þeir sem heimsækja vefsetrið keypt hlutabréf í óorðnum atburðum eða því að einhverjir tilteknir atburðir eigi ekki eftir að gerast. Nánar til- tekið minnir þetta fyrirtæki mjög á veðbanka. Þarna er hægt að veðja raunverulegum fjármunum eða sýndarpeningum um það hvort Bandaríkjamönnum takist að hafa uppi á Bin Laden eða Saddam Hússein, hvort Schwarzenegger verði ríkisstjóri í Kaliforníu, hvort Bush verði endurkjörinn forseti, og hvaða demókrati verði í fram- boði gegn honum. Hugmynd Poindexters í Penta- gon var einfaldlega sú að nýta sér hæfileika markaðarins til að skyggnast fram í tímann, og nota þá hæfileika til að berjast gegn hryðjuverkum. Þetta frumlega til- tæki þótti hneykslanlegt, því að það er heldur óviðkunnanleg til- hugsun að veðja um hvenær, hvernig og hvar fólk verði drepið. Að veðja um mannslíf Vangaveltur um blóðsúthelling- ar eru þó ekki nýjar af nálinni. Fréttir snúast að verulegu leyti um styrjaldir, ófrið, slys eða náttúru- hamfarir sem kosta mannslíf. Hjá NewsFutures.com fylgjast menn af miklum áhuga með því hvernig „markaðnum“ gengur að sjá fram í tímann. Þetta eru gagn- virkar fréttir, segja þeir. Þetta er fréttamennska framtíðarinnar. Þótt ekki sé komin löng reynsla á spádómsgáfu markaðarins hjá NewsFutures.com kemur þó á dag- inn að markaðurinn hefur haft á réttu að standa með ýmsa hluti. Markaðurinn spáði því nákvæm- lega hvenær innrás yrði gerð í Írak, hvenær Rússar hættu rekstri geimferjunnar MIR, og að Arnold Schwarzenegger mundi bjóða sig fram til ríkisstjóra. Þótt enn séu 15 mánuðir til stefnu er Servan-Schreiber farinn að rýna í hvað markaðurinn segi um næstu forsetakosningar í Bandaríkjunum. Hann les markað- inn í augnablikinu þannig að fram- bjóðandi demókrata verði annað hvort Howard Dean eða John Kerry, jafnvel Joe Lieberman, og segir að þar sem einungis 55 til 56% þori að veðja á Bush á þessari stundu líti út fyrir að hans tími sé kominn til að tapa kosningunum. ■ 22 14. ágúst 2003 FIMMTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Það er engin tilviljun, að ekkerteinræðisríki lifir það af, að lífskjör almennings komist yfir 10.000 dollara þröskuldinn. Öll lönd heimsins með árstekjur yfir 10.000 dollurum á mann eru lýð- ræðisríki – nema eitt: Singapúr, og er ýmsum formsatrið- um lýðræðis þó fullnægt þar austur frá. Ástæðan er einföld: upplýst fólk í góðum efnum lætur ekki bjóða sér einræði til lengdar, heldur hristir það af sér hlekkina. Góð lífskjör skila fólkinu lýðræði, þeg- ar til lengdar lætur, og lýðræðið stuðlar að góðum lífskjörum: þetta hjálpast að. Einræði út- heimtir fátækt. Lýðræði útrýmir fátækt. Þroskaferill Suður-Kóreu vitn- ar um samhengi lýðræðis og lífs- kjara. Um 1960 var efnahags- ástand Kóreu svipað og í Bangla- dess, bágara ef eitthvað var. Harðstjórar stjórnuðu landinu með hervaldi. Þeir fylgdu að vísu hyggilegri hagstjórnarstefnu í aðalatriðum, svo að Kórea tók miklum efnahagsframförum, og einræðisseggirnir viku smám saman fyrir stjórnmálamönnum, sem sóttu umboð sitt til almenn- ings í lýðræðislegum kosningum. Nú eru þjóðartekjur á mann í Kóreu meira en tífaldar á við Bangladess og slaga hátt upp und- ir tekjur á mann í okkar heims- hluta. Hvort kom á undan: lífs- kjarabótin eða lýðræðisbyltingin? Svarið er: þetta studdi hvort ann- að. Lýðræði stuðlar að friðsam- legri lausn ágreiningsmála og ýtir með því móti undir auðsköpun og öran hagvöxt, og öfugt. Þrjár stoðir Lýðræðisskipan nútímans hvíl- ir á þrem meginstoðum. Þær eru: (a) frjálsar og réttlátar kosningar, (b) trygg borgararéttindi og (c) skýr aðgreining framkvæmda- valds, löggjafarvalds og dóms- valds, auk þess sem lífvænlegt lýðræði útheimtir trausta samfé- lagsinnviði, fjölmenna og vel menntaða miðstétt og þokkalega sátt milli ólíkra þjóðfélagshópa. Hvað um Ísland? Aukaskilyrðun- um er fullnægt. Innviðirnir, „millistéttin“ og samlyndið stand- ast lágmarkskröfur lýðræðis, það er ljóst. Við meginstoðirnar þrjár er þó ýmislegt að athuga. Kosningar eru frjálsar á Ís- landi, þó það nú væri, en þær eru samt ekki í alla staði réttlátar vegna misvægis í atkvæðisrétti eftir búsetu. Fámennir hópar í dreifbýli ráðskast með meirihlut- ann langt umfram það, sem tíðkast í öðrum löndum. Það er t.a.m. þeirra verk, að Reykjavík nær ekki eðlilegum þroska, af því að risastór spilda á bezta stað borgarlandsins er ennþá lögð und- ir flugvöll. Af þessari bjögun at- kvæðisréttar stafar ýmisleg önn- ur landlæg óhagkvæmni og íþyng- ir þjóðinni. Jarðgöng í afskekkt- um byggðum eru tekin fram yfir tónlistarhús í höfuðborginni. Tregi stjórnmálamannanna til að jafna atkvæðisréttinn birtist í því, að þrátt fyrir glænýja kosninga- löggjöf skuli misvægi atkvæðis- réttar eftir búsetu ennþá vera allt of mikið. Þessi lög spilla lands- stjórninni og lífskjörum fólks. Önnur stoðin er á hinn bóginn býsna sterk: borgararéttindi Ís- lendinga eru svo trygg sem verða má og kalla ekki á neinar athuga- semdir eða fyrirvara. Þriðja stoðin er veikust. Að- greiningu valds er ábótavant. Löggjafarvaldið er veikt, og fram- kvæmdavaldið fyllir skarðið. Hitt er þó enn lakara, að dómsvaldið hefur ekki enn öðlazt fullt sjálf- stæði gagnvart framkvæmda- valdinu. Jónas Kristjánsson rit- stjóri segir án þess að hika: „Hlut- verk ríkislögreglustjórans er ekki að halda uppi lögum og rétti, held- ur að vernda kolkrabbann gegn lögum og rétti.“ Til dómara eru ennþá gerðar ónógar hæfniskröf- ur þrátt fyrir ný dómstólalög frá 1998, svo að dómsmálaráðherra á hægt með að skipa dómara eftir eigin höfði. Hæstiréttur virðist jafnvel vera seldur undir sömu sök. Það er vert að rifja það upp, að rétturinn felldi þann úrskurð 1998, að fiskveiðilöggjöfin, sem kvótakerfið hvílir á, bryti í bága við jafnréttisákvæði stjórnar- skrárinnar. Oddvitar ríkisstjórn- arinnar réðust þá gegn úrskurðin- um með offorsi, svo að 105 pró- fessorar í Háskóla Íslands sáu sig til þess knúna að rísa upp réttin- um til varnar með því að gefa út sameiginlega yfirlýsingu. Nokkru síðar sneri Hæstiréttur við blað- inu og sá þá ekkert athugavert við sömu fiskveiðilöggjöf. Hver ber tapið? Þessi vandi er ekki bundinn við Ísland. Þegar Hæstiréttur Banda- ríkjanna færði George Bush for- setaembættið með fimm atkvæð- um gegn fjórum í árslok 2000, sagði einn dómarinn í réttinum, Paul Stevens, í séráliti sínu: „Þótt við fáum e.t.v. aldrei að vita það með vissu, hver bar sigur úr být- um í þessum forsetakosningum, þá er deginum ljósara, hver bar tapið. Það var trú þjóðarinnar á dómara sem hlutlausa gæzlumenn laga og réttar.“ ■ Sullumbull hagsmunatengsla „Auðvitað er það ekki svo að eftir svona ferðir hafi fyrirtækin eitt- hvað hreðjatak á þeim sem þáðu boðið. Auðvitað getur hver og einn notað dómgreind sína til að skilja á milli þess að fara í fríar veiðiferðir og þess að aðskilja þær alveg sínum daglegu störf- um. Vissulega eru líka dæmi um annað þegar menn tapa sér í sull- umbulli hagsmunatengslanna og vita vart hvar eigin persóna end- ar og sú opinbera tekur við og öf- ugt. Ýmsir hafa farið flatt á þessu og er brekkusöngvarinn knái nýjasta dæmið um það þegar menn ruglast alvarlega í ríminu.“ - HREINN HREINSSON Á KREML.IS UM VEIÐIFERÐ FJÁR- MÁLARÁÐHERRA Í BOÐI KAUPÞINGS BÚNAÐARBANKA. Fáránlegur hugsunarháttur OR „Þessi hækkun á gjaldskrá Orku- veitunnar er einungis eitt dæmi um fáránlegan hugsunarhátt stjórnenda hennar. Þeim ætti að vera nær að draga fyrirtækið úr óarðbærum og vafasömum fjár- festingum, svo sem í fyrirtækjum á sviði gagnaflutninga og fiskeld- is og reyna að draga þannig úr kostnaði við rekstur fyrirtækisins. Þannig gætu þeir ef til vill lækk- að þjónustugjöld sem lögð eru á borgarbúa í stað þess að hækka þau nú.“ - GREINAHÖFUNDUR Á FRELSI.IS UM GJALDSKRÁRHÆKK- ANIR ORKUVEITU REYKJAVÍKUR. ÞORVALDUR GYLFASON ■ skrifar um lýðræði. ■ Af Netinu ■ Hjá NewsFut- ures.com fylgj- ast menn af miklum áhuga með því hvern- ig „markaðn- um“ gengur að sjá fram í tím- ann. Þetta eru gagnvirkar fréttir, segja þeir. Þetta er fréttamennska framtíðarinnar. Síðustu dagar útsölunnar Enn meiri verðlækkun Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um hækkun á gjaldskrá Hita- veitunnar, lokun leikvalla og annað skrítið hjá Reykjavíkurborg. Úti í heimi ■ Getur markaðurinn séð fyrir atburði í nánustu framtíð? OSAMA BIN LADEN Pentagon hugðist nota spágetu markaðarins til þess að sjá fyrir hvenær hann gerði næstu árás. Gagnvirkar markaðs- knúnar fréttir Um daginnog veginn ■ Aðgreiningu valds er ábóta- vant. Löggjafar- valdið er veikt, og fram- kvæmdavaldið fyllir skarðið. Lýðræði á Íslandi Hvert er Reykjavíkurborg að fara?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.