Fréttablaðið - 14.08.2003, Page 35
Sjöunda ágúst birti Fréttablað-ið stutta grein eftir undirrit-
aðan um umgengnistálmanir
gegn forsjárlaus-
um feðrum. Dag-
inn eftir birti blað-
ið síðan stutt viðtal
við Valborgu
Snævarr hæstar-
réttarlögmann þar
sem hún benti
feðrum á að sækja
rétt sinn til sýslumanna því lögin
væru í fínu lagi.
Sem formaður Félags ábyrgra
feðra tek ég undir með Valborgu
um að lögin séu allgóð og fram-
fylgi allvel jafnréttissjónarmið-
um t.d. með því að hygla ekki
mæðrum umfram feður. Bæði
gildandi og ný barnalög hljóma
réttlát og setja hagsmuni og þarf-
ir barnanna á oddinn eins og vera
ber. Valborg bendir einmitt á að
umgengni sé réttur barns til að
umgangast foreldra sína.
Forsjárlausir feður leita að
sjálfsögðu oft til sýslumanns í
umgengnismálum því það er eina
úrræði þeirra. Fengnir eru sér-
fræðingar til að fjalla um málin.
Börnin eru jafnvel kölluð til.
Báðir foreldrarnir eru mjög
gjarnan álíka hæfir til að ala upp
börnin. Konan hefur hins vegar
forsjána (eða lögheimili barns-
ins) og getur tálmað umgengni
við föðurinn og fær því betri
tækifæri til að byggja upp traust
samband við barnið. Síðan er hún
gjarnan verðlaunuð með því að
sýslumaður úrskurðar takmark-
aða umgengni barns og föður.
Það er ekki síst gegn þessu mis-
rétti sem Félag ábyrgra feðra
berst.
Eftir viðtöl við nálega 1.000
feður á undanförnum árum sé ég
að sýslumenn vinna ekki alltaf
eftir lögunum. Þeir úrskurða
feðrum allt of oft umgengni eftir
kröfum mæðranna. Hjá sýslu-
mönnum er feðrum jafnvel sagt
að þeir þurfi ekki að umgangast
börnin sín, að sýslumenn eigi að
gæta hagsmuna móðurinnar en
ekki að huga að umgengni barns
og föður.
Kerfi sem mismunar feðrum
Nýlega var hæfum föður úr-
skurðuð umgengni við tvö börn
sín í samtals 27 daga á ári. Hvaða
hagsmunum og þörfum getur
slíkur úrskurður þjónað? Slík
umgengni er langtum minni en
lagt var til í greinargerð með
barnalagafrumvarpinu sl. haust.
Þar er talað um aðra hverja helgi,
dag þess á milli, mánuð að sumri
og fleira. Slík umgengni getur
varla verið minni en 86 dagar á
ári. Félag ábyrgra feðra hefur
óskað eftir að lögfest verði 118
daga lágmarksumgengni á ári
svo hægt sé að byggja upp traust
og gott samband milli barns og
foreldris.
Félag ábyrgra feðra berst ekki
gegn einstaklingum eða kyni
heldur gegn kerfi sem mismunar
feðrum og forsjárlausum for-
eldrum, kerfi sem vinnur fyrir
mæður. Lögheimili barna fráskil-
inna foreldra er í yfir 90% tilvika
hjá móðurinni, burtséð frá því
hvort forsjáin er sameiginleg eða
í höndum móðurinnar. Kerfið
vinnur alls ekki út frá hagsmun-
um barnanna, sem eru einmitt að
eiga sem best samskipti við báða
foreldra, heldur virðist kerfið
líta á umgengni við föðurinn sem
annars flokks lífsreynslu. ■
23FIMMTUDAGUR 14. ágúst 2003
DANSAÐU HANDFRJÁLS
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
T
O
Y
21
88
6
0
8/
20
02
Handfrjáls búnaður Samlituð vindskeið Hágæða hljómtæki Lúxus innrétting
COROLLA - MOBILE Vertu í góðu sambandi. Komdu strax. Prófaðu nýjan Corolla Mobile með handfrjálsum búnaði, Sedan,
Hatchback eða Wagon. Corolla Mobile er hlaðinn nýjungum, innréttingin er ríkuleg og tónlistin dunar í hágæða hljómtækjum með 6 hátölurum. Corolla
Mobile er glæsilegur bíll að utan sem innan. Við bjóðum þér upp.... í reynsluakstur. www.toyota.is
Sú var tíðin er maður nokkursagði, „hræðist ekki, komið til
mín og ég mun passa ykkur“. Allir
hættu að vera hræddir en urðu
hræddir um að verða það aftur ef
þeir ekki fylgdu honum. Þetta var
áhrifamikil aðferð til að ná fólkinu
til sín því að hræðslutilfinning er
það djöfullegasta sem til er. Fólkið
leyfði börnunum sínum að koma til
hans og bannaði þeim það ekki.
Þessa fallegu dæmisögu hafa
stjórnmálamenn og aðrir sölu-
menn tekið til sín og vinna í anda
hennar.
Þegar heimsókn sölumanns
tryggingafélagsins lýkur er gest-
gjafinn orðinn svo hræddur að
hann hefur keypt sér vernd gegn
öllum þeim hörmungum sem komu
fyrir í sögum sölumannsinns. Sölu-
maðurinn sagði ekkert um það að
langflestir þeirra sem hafa keypt
sér líftryggingu ná því að verða
sjálfdauðir og fá því enga gleði af
ævilöngu iðgjaldi sínu.
Með lífið í lúkunum
Umferðaráð birtir myndir af
og útstillir limlestum einstakling-
um í stofum almennings. Mark-
miðið er að ná tökum á athygli og
hræðslu vegfarandans og segja
honum að þetta gæti allt eins ver-
ið hann. Sú ágæta staðhæfing
ráðsins að hraðinn drepi er ekki
óþarfur boðskapur í þjóðfélagi
þar sem ekkert gengur nógu
hratt. Nærtækt dæmi er hvernig
vegagerðin flýtir sér að fræsa
landið niður í beinar hraðbrautir
svo vegfarandinn komist hraðar
yfir. Á hraðbrautunum eru síðan
framkvæmdar hraðamælingar,
sem þjónusta við hinn guðhrædda
mann.
Tóbak er orðið það hættulegt
að umbúðirnar mega ekki sjást.
Verði einhver fyrir því óláni að sjá
slíkt í verslun ber viðkomandi að
leggja fram ákæru á hendur versl-
uninni vegna þeirra hræðsluáhrifa
sem hann hefur orðið fyrir. Tóbak
drepur líka. Litið er á reykinga-
menn sem hættulega umhverfi
sínu og verða þeir sjálfsagt
ákærðir fyrir manndráp af gáleysi
ef fram heldur sem horfir. Aum-
ingja nemandinn sem fer í fram-
haldsnám erlendis þarf að horfa á
tóbaksumbúðir í stórum breiðum.
Hann verður hræddur, hugsar
heim til föðurlandsins og fær síð-
an áfallahjálp samhliða náminu.
Verkfæri markaðarins
Hræðslan við fólksfjölgun, í
nafni hagræðingar, leiddi til þess
að sambýlisfólk í Kína mátti að-
eins eiga eitt barn. Yrðu þau svo
óheppin að eignast stúlku gáfu
þau hana. Slíkar gjafir áttu það til
að hafna í höndum prúðmenna
vestrænna viðskipta. Eftir að
Falun Gong samtökin bentu á slíkt
mansal, ásamt pyndingum og
dauðarefsingum, voru þau bönnuð
á Íslandi. Með þessu komu stjórn-
völd í veg fyrir að vegfarandinn
velti fyrir sér hvort Falun Gong
hreyfingin hefði eitthvað til síns
máls.
Stjórnendur og aðrir þeir sem
líta á mannveruna sem markað
vita að hinn guðhræddi maður
gegnir í blindni. Að öðrum kosti
gæti hann dottið úr tísku, orðið
fórnarlamb eineltis eða misst
vinnuna sína.
Hræðsluáróður ætti að varða
við lög. Svo er ekki vegna þess að
áróðurinn er hvarvetna áhrifa-
mikið verkfæri, sem með um-
hyggju er beitt af þeim sem leið-
beina og líta eftir hinum guð-
hrædda manni. ■
Umræða
PÉTUR TRYGGVI HJÁLMARS-
SON GULL- OG SILFURSMIÐUR
■ skrifar um hræðsluáróður.
Andsvar
GARÐAR BALDVINSSON
■ formaður Félags ábyrgra feðra
svarar ummælum um forræðismál■
Kerfið virðist
líta á umgengni
við föðurinn
sem annars
flokks lífs-
reynslu.
Um guðhræðslu
Gæta sýslumenn
hagsmuna barna?