Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.08.2003, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 14.08.2003, Qupperneq 44
Fréttiraf fólki 14. ágúst 2003 FIMMTUDAGUR32 KVIKMYNDIR Eins og flestar teikni- myndaútfærslur af klassískum ævintýrum bókmennta styðst teiknimyndin um Sinbad aðeins lauslega á upphaflega ævintýrinu um Sinbad sem var að finna í 1001 nótt. Eins og bókaormar vita var ævintýrið um Sinbad sæfara blandað grískri goðafræði og æv- intýralegum hasar. Í myndinni er Sinbad saklaus ákærður fyrir að stela einum merkasta fjársjóð heims, Friða- bókinni. Honum er gefinn kostur á að finna bókina og skila henni, annars muni besti vinur hans Proteus verða tekinn af lífi. Þetta er afar hættuleg för og Sinbad ákveður að taka enga áhættu og flýja til Fídjíeyja og eyða því sem eftir er ævinnar í sólinni. Ástkona Proteusar, Marina, á svolítið erfitt með að sætta sig við þessa ákvörðun Sinbads og gerist laumufarþegi á skipi hans, stað- ráðin í því að sannfæra hann um að leita bókarinnar. Það er svo ekki til þess að auð- velda leiðangur Sinbads að gyðja ringulreiðarinnar, Eris, er staðráð- in í því að ráða niðurlögum Sinbads. Hún leiðir hann því í alls kyns gildrur og sendir til hans ógn- vekjandi vætti til þess að hamla för hans. Ekki bætir það úr skák þegar tryggur hundur Sinbads, Spike, snýst gegn eiganda sínum. Mestu vandræðin koma svo auðvit- að frá Marinu, sem er jafn skap- stygg og hún er falleg. Dreamworks hefur á stuttum tíma náð að komast í fremstu röð teiknimyndaframleiðenda og gef- ur helsta keppinautinum, fyrir- tæki Walt Disney ekkert eftir. Þekktustu myndir fyrirtækisins til þessa hafa verið Antz, Prince of Egypt og hin magnaða Shrek en framhald þeirrar myndar er vænt- anlegt innan skamms. Brad Pitt talar fyrir Sinbad, Michelle Pfeiffer er gyðjan Eris, Catherine Zeta-Jones er ástkonan pirraða Marina og Joseph Fiennes er Proteus, besti vinur Sinbads. biggi@frettabladid.is Syndir Sinbads sæfara Á morgun verður nýjasta teiknimynd Dreamworks, Sinbad: Legend of the Seven Seas, frumsýnd. Brad Pitt, Michelle Pfeiffer og Catherine Zeta-Jones ljá aðalpersónunum raddir sínar. Skrýtnafréttin Á dögunum var það tilkynnt aðKentucky-sveitin My Morning Jacket myndi sjá um upphitun á tón- leikum Foo Fighters. Sveitinni hefur verið hampað mikið í tónlistarpress- unni upp á síðkastið og þá sérstak- lega tónleikum hennar. Þriðja plata sveitarinnar, „It Still Moves“, ætti að fylgja henni hingað og skila sér í búðir um svipað leyti og tónleikarnir verða. Tónlist sveitarinnar er aftur- hvarf til þeirra tíma þegar tölvur voru aðeins notaðar til þess að troða mönnum á tunglið. Það er greinilegt að þessir piltar anda að sér sama sveitalofti og Neil Young, Tom Petty, Wilco, John Fogerty og liðsmenn The Band gerðu. Þetta er nokkuð hefðbundin en tilfinningarík rokk- tónlist og það sveimar einhver þægi- leg kyrrð yfir lögunum. Samt slepp- ir sveitin stundum af sér beislinu og rokkar út, en gítarbjögunin er þó aldrei í botni. Á þessari nýju plötu ná þeir hæstu hæðum í lögunum „One Big Holiday“ og „I Will Sing You Songs“. Þetta er virkilega fín plata frá sveit sem vel er vert að athuga gaumgæfilega þó svo að tónlistin sé í raun á skjön við allt það sem er að gerast ofan á meginstraumnum í dag. Þetta er laust við alla tilgerð og fínpússaða takta. Það sem er nýtt í dag verður gamalt og gleymt á morgun þangað til einhver snillingur gerir það nýtt á nýjan leik. Birgir Örn Steinarsson Umfjölluntónlist MY MORNING JACKET: It Still Moves Tilgerðarlaust eðalrokk SINBAD: LEGEND OF THE SEVEN SEAS Sinbad er eitthvað farinn að þreytast á ævintýrunum og vill setjast að í sólinni á Fídjíeyjum þegar sagan hefst, jafnvel þó það kosti besta vin hans lífið. Sjúklega tortryggnum japönsk-um kennara var vísað úr starfi eftir að hafa tekið fingraför af öll- um nemendum sínum. Þetta gerði hún eftir að hafa gengið inn í kennslustofu sína og séð orðið „fá- viti“ ritað á krítartöfluna. Hún reyndi hvað hún gat til þess að kreista svör úr nemendum sínum en án nokkurs árangurs. Eftir að hótanir hennar náðu ekki að brjóta þann sem skrifaði orðið á töfluna tók hún sér límband í hönd og bað alla 30 nemendur sína að þrýsta fingrum sínum á klístruðu hliðina. Þetta þótti foreldrum fremur harkaleg aðgerð, sérstaklega í ljósi þess að nemendurnir eru í grunnskóla. Þeir kvörtuðu til skólastjórans og málið var tekið fyrir skólanefndina. Stuttu síðar „hætti“ kennarinn vegna „heilsu- leysis“. Ætli hún hafi svo ekki sótt um hjá rannsóknarlögreglunni? ■ Kennari tekur fingraför nemenda KRÍTARTAFLAN Það er greinilega afar mismunandi hversu viðkvæmir kennarar geta verið fyrir óæski- legu kroti á töfluna. DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM: Internet Movie Database - 6.1 /10 Rottentomatoes.com - 47% = Rotin Los Angeles Times - 2 stjörnur (af fimm) Samkvæmt DNA-rannsókn semmóðir rokkekkjunnar Courtney Love segist hafa látið gera er leik- arinn Marlon Brando afi hennar. Hann er sagður eiga rúmlega 30 börn eftir stutt ástarævintýri hér og þar um heiminn og er mamma Love víst eitt þeirra. Love segist gáttuð á fréttunum, sérstaklega í ljósi þeirra bunka skyld- menna sem hún hljóti þá að eiga. Leikkonan Brittany Murphy,fyrrum kærasta Ashtons Kutchers, gerði eitt- hvað sem allir fyrr- verandi kærastar óttast. Hún skaut á hann í viðtali í þætti Davids Lettermans. Þegar spjallþátta- stjórnandinn spurði hvað henni fyndist um samband hans og Demi Moore svaraði hún: „Sam- band þeirra er greinileg sönnun þess að aldurinn skiptir ekki máli fyrir hann og að stærðin skiptir ekki máli fyrir hana.“ Þar var harkalega ráðist á manndóm Kutchers. Breska rokksveitin The Cureætlar að gefa út safn b-hliða laga sinna í gegnum árin á fjögurra diska boxi þann 21. októ- ber næstkomandi. Það mun bera nafnið „Join the Dots – The B-Sides & Rarities Collection“ og þar verður að finna öll þau lög sem hafa fylgt með smáskífum sveitar- innar frá árunum 1978-2002. Auk þeirra verða í boxinu lög sem hafa aðeins verið gefin út á safnplötum eða í kvikmyndum. Ný breiðskífa frá The Cure er væntanleg á næsta ári. Glansrapparinn P. Diddy stend-ur nú frammi fyrir lögsókn, en tveir menn, Thomas Guest og Damon Jackson, sem segja lífvarðagengi kapp- ans hafa lumbrað á sér að ástæðulausu, krefjast 25 milljón dollara hvor í skaða- bætur. Heildarsumman er því tæpir 4 milljarðar íslenskra króna. Talskona Diddys segir ásakanirnar fáránlegar og algjör- lega gripnar úr lausu lofti. At- burðurinn á að hafa hent utan við íbúð Diddys á Manhattan, þar sem Guest, vinur rapparans, ætl- aði að ganga inn þegar lífverðirn- ir hótuðu honum og rotuðu svo. Þegar Jackson reyndi svo að koma félaga sínum til hjálpar var hann líka laminn, segir kæran. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 SÖLUHÆSTU TÖLVULEIKIR SKÍFUNNAR VIKA 32 PC BATTLEFIELD 1942 PS2 & PC GRAND THEFT AUTO PS2 & PC MIDNIGHT CLUB 24. PS2 EYETOY PC EVE ONLINE PC WARCRAFT 3: FROZEN... PC WARCRAFT 3 PS2 SOCOM US NAVY SEALS PC VIETCONG PC & PS2 TOMB RAIDER PC SIMS DELUXE EDITION PC CHAMP. MANAGER 4 PS2 FORMULA ONE 2003 PC SIMS SUPERSTAR Allar tölvur HULK Allar tölvur NBA STREET 2 Allar tölvur MORTAL KOMBAT PS2 PRO EVOTUTION SOCCER 2 PS2 & GC SPYRO ENTER THE DRA... PS2 RETURN TO CASTLE Mest seldutölvuleikirnir TÓNLIST Hálfíslendingurinn Damon Albarn segist hafa samið og hljóðrit- að efni á heila plötu þegar hljómsveit hans Blur var á tónleikaferðalagi um Bandaríkin í síðasta mánuði. Hann langar þó til þess að gefa plötuna út undir eigin nafni en ekki nafni sveit- arinnar. Hann segist þó ekki viss um hvort hann geti það vegna samnings síns við útgáfu Blur, EMI. „Ég hljóðritaði öll lögin á fjögurra rása upptökutæki á hótelherbergjum í Ameríku,“ segir Albarn um plöt- una, sem enn hefur ekki hlotið nafn. „Ég er mjög ánægður með hana. Hljómurinn er mjög amerískur, og ég hef ekki hugmynd um af hverju.“ Albarn segist plötuna mjög lág- stemmda og ekki mjög mark- aðsvæna. ■ Damon Albarn: Hljóðritaði plötu á tón- leikaferðalagi DAMON ALBARN Segist hafa hljóðritað heila breiðskífu á hótelherbergjum í Bandaríkjunum. ELVIS BAK VIÐ LÁS OG SLÁ Hörðustu aðdáendur Elvis Presley söfnuð- ust saman í Memphis til þess að horfa saman á myndina Jailhouse Rock á mánu- daginn var. Það er liður í viku dagskrá á sérstakri hátíð sem haldin er til minningar um það að á laugardaginn verða liðin 26 ár frá dauða rokkkóngsins. EFNISLÍTIL FÖT Í PERÚ Samkvæmt þessari flík sem fatahönnuður- inn Malika sýndi á sýningu sinni í Callao í Perú er engu líkara en að veðurfarið sé svipað því sem íbúar Evrópu hafa þurft að þola upp á síðkastið.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.