Fréttablaðið - 14.08.2003, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 14.08.2003, Blaðsíða 54
Hrósið 42 14. ágúst 2003 FIMMTUDAGUR Söngvarinn Eiríkur Haukssoner staddur hér á landi í stuttu stoppi. Hann spilaði með hljóm- sveit sinni á Græna hattinum á Akureyri í gærkvöldi og endur- tekur leikinn í kvöld. „Við erum með Deep Purple prógram sem við vorum með á Kaffi Reykjavík í fyrra. Þá spiluð- um við í tvö kvöld og gekk bara vel. Við ákváðum að endurtaka það og verðum á Gauknum á mið- vikudag og fimmtudag í næstu viku,“ segir Eiríkur. Hann kom heim á sunnudaginn en fer aftur á föstudaginn eftir rúma viku. „Ég verð með djopp í Noregi um þá helgi. Þetta er sprettur hjá mér eins og alltaf.“ Eiríkur, sem er búsettur í Nor- egi, játar að það sé alltaf dásam- legt að kíkja heim til Íslands. Hann hefur þó ekki haft mikinn tíma til að skoða sig um í þetta sinn. „Við erum búnir að vera að æfa á fullu. En ég var reyndar að koma úr sundi. Maður verður að gera það, því það eru engar al- mennilegar laugar í Noregi.“ ■ Tónlist EIRÍKUR HAUKSSON ■ er staddur hér á landi og spilar Deep Purple-lög með hljómsveit sinni. Hann segir það vera dásamlegt að kíkja heim til Íslands. Imbakassinn ... fær Gunnar Örn Örlygsson fyrir að taka út sína refsingu eins og maður, án feluleikja. Fréttiraf fólki Sundsprettur á Íslandi ■ Leiðrétting Að gefnu tilefni skal það tekið fram að Geir Haarde fór bara í lax og fékk hvorki dúk né kantsteina. LEVI'S 501 LEVI'S 507 LEVI'S 516 gallabuxur gallabuxur gallabuxur 5.990.- 5.990.- 5.990.- kr. kr. kr. Kringlunni s.533 1717 www.ntc.is LEVI'S DAGAR Í DERES Allar LEVI'S gallabuxur á 5.990 Opið til kl. 21 í kvöld NÝT T korta tímb il fimmtudag - sunnudags Kemurðu hingað oft? Samsvarar sér svo ótrú- lega vel að hann er næstum ósýnilegur en svo slær hann loks til ... Fólk keyrir svo hratt hérnaframhjá að það liggur við stór- slysi mörgum sinnum á dag,“ seg- ir Tómas Boonchang veitinga- maður á BanThaí við Hlemm, en þó nokkuð hefur borið á slysum þar undanfarin ár. „Ég er búinn að missa tvo bíla sem stóðu hérna fyrir utan í góðu stæði og fullkom- lega löglega.“ „Þetta er hérna á Laugavegi 130 við Hlemm, þar sem hverfis- gata og Laugavegur mæta Rauð- arárstíg. Hér virðist fólki fyrir- munað að virða hámarkshraða og maður sér fólk oft rjúka hérna yfir á rauðu ljósi,“ útskýrir Tómas, en hann er einnig óánægð- ur með frammistöðu tryggingafé- laganna sem bæta auðvitað aldrei allt það tjón sem þú verður fyrir þegar kyrrstæðum bíl er rústað af ökunýðingum. Tómas er ekki einn um að finn- ast umferðarmenning við Hlemm fyrir neðan allar hellur. Bak við afgreiðsluborð Fiskbúðar Hafliða stendur Ragnar Hauksson og hef- ur gert það í næstum fimmtán ár en verið viðloðandi svæðið í 50. Honum þykir margt breytt og sýnist sem slysum séu að fjölga: „Það var sett þrenging á göt- una fyrir utan BanThaí og bílarn- ir keppast við að vera á undan í gegnum hana - keyra eins og brjálæðingar. Það er ekki langt síðan einn ökumaður olli sex bíla árekstri hérna. Þetta versnar með hverjum deginum sem líður. Hraðinn er alltaf að verða meiri og meiri og yfirvöld mættu nú al- veg athuga þetta,“ segir Ragnar. ■ Lárétt: 1 byrjaðar, 7 æviskeiðið, 8 á litinn, 9 lélegur söngur, 11 verkfæri, 13 tími sólar- hrings, 16 átt, 17 flýtir, 19 fíkn. Lóðrétt: 1 bardagamann, 2 fæða, 3 ferða- máti, 4 nudda, 5 á reikn., 6 söngl, 10 smá- orð, 12 fuglinn, 14 efni, 15 kjaftar, 18 í röð. EIRÍKUR HAUKSSON Stoppar stutt á Íslandi í þetta skiptið. Lausn: Lárétt: 1hafnar, 7ellina,8rauð,9 gaul,11al,13nótt,16na,17asi,19nautn. Lóðrétt: 1hermann,2ala,3flug,4niða,5an, 6raul,1oum,12lóan,14tau,15gin, 18st. Umferð TÓMAS BOONCHANG ■ hefur nú þegar misst tvo góða bíla fyrir utan veitingastað sinn við Hlemm. Gatnamótin eru af mörgum talin mjög hættuleg og fólk á svæðinu hefur marg oft orðið vitni að bílslysum. TÓMAS BOONCHANG Veitingamaðurinn á BanThai segir farir sínar ekki sléttar. Hann er búinn að missa tvo bíla á bílastæðinu sínu á Laugavegi 130 við Hlemm. Hefur misst tvo bíla FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Huldar Breiðfjörð rithöfundur,sem gaf út metsölubókina Góðir Íslendingar, situr nú sveittur við skriftir í Kaupmannahöfn þar sem hann er að klára bók sem svipar að einhverju leyti til þeirrar fyrrnefndu. Bókin fjallar ekki um ferð hans í kringum Ísland heldur um ferð hans til Kína. Bjartur gefur bókina út fyrir jól. 1 7 8 10 13 14 16 17 19 18 15 2 3 4 5 12 9 11 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.