Fréttablaðið - 19.08.2003, Blaðsíða 2
2 19. ágúst 2003 ÞRIÐJUDAGUR
Já, ég er kominn á auðan sjó.
Konráð Eggertsson hrefnuveiðimaður er um borð
í bátnum Halldóri Sigurðssyni ÍS, en áhöfn bátsins
hefur ekki enn getað veitt hrefnu þar sem fjöl-
miðlamenn veita þeim eftirför.
Spurningdagsins
Konráð, ertu kominn á auðan sjó?
KJARAMÁL „Með veitingu þessara
undanþága er greinilegt að Sigl-
ingastofnun er að fara út fyrir sitt
valdssvið,“ segir Helgi Laxdal,
formaður Vélstjórafélags Íslands,
um undanþágur sem Siglinga-
stofnun veitti til yfirvélstjóra á
farþegaskipin Brimrúnu og
Særúnu frá
Ólafsvík. Annað
málið hafði ver-
ið kært til Úr-
skurðarnefndar
s i g l i n g a m á l a
sem vísaði mál-
inu frá vegna
formgalla. Sigl-
i n g a s t o f n u n
hafnaði undan-
þágubeiðninni
þann 10. júní. Þá leitaði útgerðin á
náðir samgönguráðuneytisins
sem sendi Siglingastofnun erindi
um að veita undanþáguna. Sigl-
ingastofnun varð við þessu og
samþykkt undanþáguna. Helgi
segir þá ákvörðun vera í andstöðu
við gildandi lagafyrirmæli.
„Það er morgunljóst að með
þessum veitingum er stofnunin að
ganga þvert á þau markmið sem
henni eru sett með lögum um
stofnunina sem hafa það megin-
markmið að tryggja öryggi sjó-
farenda en virðist hafa breyst í
það að trygga afkomu útgerðar-
manna. Stofnun sem gengur þan-
nig þvert á skyldur sínar hlýtur að
tapa tiltrú sjómanna. Þeir sem þar
sitja við stjórn að leita sér ann-
arra starfa við hæfi;“ segir Helgi.
„Eins og fram kemur í lögun-
um má aðeins veita undanþágu til
yfirvélstjóra á farþegaskip í
neyðartilvikum og í eins stuttan
tíma og unnt er. Hvað varðar und-
anþágurnar á nefnd skip er engin
leið að heimfæra þær undir neyð-
artilvik og til viðbótar þá hafa
þær allt að sex mánaða gildistíma
sem greinilega er í andstöðu við
ákvæðið um eins skamman tíma
og unnt er,“ segir Helgi.
Hann segist velta fyrir sér
ástæðum þess að undanþágurnar
náðu fram að ganga gegn öllum
rökum.
„Það er athyglisvert að bæði
þessi skip skuli vera úr kjördæmi
Sturlu Böðvarssonar samgöngu-
ráðherra en Siglingastofnun heyr-
ir beint undir hann,“ segir Helgi.
Hermann Guðjónsson, for-
stjóri Siglingastofnunnar, stað-
festi að undanþágan hefði verið
beitt eftir inngrip samgönguráðu-
neytisins.
„Ráðuneytið óskaði eftir því
við okkur að undanþágan yrði
veitt og rökstuddi það með bréfi,“
segir Hermann. Hann segir að
stofnunin hafi „fallist á“ rök-
stuðninginn og veitt undanþág-
una.
Ekki tókst að fá viðbrögð
Sturlu Böðvarssonar samgöngu-
ráðherra. Unnur Sverrisdóttir,
lögfræðingur samgönguráðuneyt-
isins, sagði að ráðuneytið hafi
ekki haft bein afskipti af málinu,
heldur einungis bent útgerðinni á
að biðja um endurupptöku.
„Það voru engin skrifleg til-
mæli frá okkur,“ sagði Unnur og
taldi þetta mál ekki vera í neinu
frábrugðið öðrum málum er sneru
að undanþágum.
rt@frettabladid.is
Stjórnarkreppan í Verkalýðsfélagi Akraness:
Tilsjónarmaður selur hlutabréf
FÉLAGSMÁL Tilsjónarmaður ASÍ með
Verkalýðsfélagi Akraness hefur,
samkvæmt heimildum Fréttablaðs-
ins, selt hlutabréf félagsins í Fram-
taki hf. fyrir um 14 milljónir króna.
Hvorki tilsjónarmaðurinn, Ás-
mundur Hilmarsson, né Grétar Þor-
steinsson, forseti ASÍ, vilja stað-
festa söluna á bréfunum í fjárfest-
ingasjóðnum Framtaki:
„Ég er ekki tilbúinn til að svara
til um þetta eða annað sem tengist
félaginu. Hins vegar þekki ég að
hlutabréf í Framtaki voru boðin föl
á síðustu vikum,“ segir Grétar Þor-
steinsson.
Efasemdir eru um það innan fé-
lagins að tilsjónarmaður með rek-
stri félagsins, á meðan stjórnar-
kreppa þar er óleyst, hafi vald til að
selja eignir. Kalla hafi átt eftir
heimild trúnaðarráðs eða félags-
fundar. Þá segja heimildamenn
Fréttablaðsins grun um að bréfin
hafi verið seld á lægra verði en það
staðið hafi til boða.
„Ég undirskrika að málefni fé-
lagsins eru í höndum Alþýðusam-
bandsins í dag - engra annarra. Það
er fyrst og síðast miðstjórn sam-
bandsins sem tekur ákvarðanirnar.
Við viljum ekki hrófla við meiru og
gera meiri breytingar en nauðsyn-
legt er til að tryggja starfhæfa
stjórn. Vonandi verður það sem
fyrst í haust,“ segir Grétar. ■
Vandi sláturhúsa:
Ríkið kosti
úreldingu
MATVÆLAIÐNAÐUR Talið er að slátur-
húsum á landinu muni fækka um
þriðjung vegna reglugerðar um
búnað sem gerir kleift að flá slátur-
dýr hangandi. Mörg sláturhús hafa
ekki þennan 50 milljóna króna bún-
að og Jón Helgi Björnsson, formað-
ur Landssambands sláturleyfishafa,
segir óvíst að sum þeirra leggi í
slíka fjárfestingu. Það muni flýta
tímabærri fækkun húsa. Líkur séu á
að ríkið styrki úreldingu sláturhúsa.
Helst mun talið að sláturhús í
Berufirði, á Breiðdalsvík, á Foss-
völlum utan Egilsstaða, í Borgar-
nesi, við Laxá í Leirársveit og á
Hvammstanga og verði aflögð. ■
Á SKURÐSTOFU
Aðferðir við meðhöndlun brjóstakrabba-
meins kunna að breytast í kjölfar uppgötv-
unar Ástralskra vísindamanna. Þeir telja sig
hafa fundið tengsl milli veiru og krabba-
meinsins.
Mikilvæg uppgötvun:
Veira veldur
brjósta-
krabbameini
LONDON, AP Vísindamenn telja sig
hafa fundið tengsl milli veiru sem
nýlega fannst og brjóstakrabba-
meins.
Læknar Háskóla Nýju Suður-
Wales í Sydney og Sjúkrahúss
Karls Bretaprins í Ástralíu upp-
götvuðu að veiran, sem kallast
HHMMTV, er í 40% vefjasýna
sem tekin eru úr krabbameins-
sýktum brjóstum og leiddu frek-
ari rannsóknir í ljós að einungis
2% kvenna, sem ekki eru með
brjóstakrabbamein, hafa sömu
veiru í sér.
Brjóstakrabbamein hrjáir nú
eina af hverjum níu konum í Bret-
landi. Vísindamenn segja að frek-
ari rannsókna sé þörf en þeir
binda þó vonir við að uppgötvunin
leiði til nýrra aðferða í baráttunni
við sjúkdóminn.
„Margir telja að brjósta-
krabbamein sé arfgengt en arf-
gengi á aðeins við í 5% tilfella.
Með öðrum orðum við höfum litla
sem enga hugmynd um hvað veld-
ur brjóstakrabbameini í 19 af
hverjum 20 tilfellum,“ sagði
Caroline Ford, en hún stýrir rann-
sókninni
Áströlsku vísindamennirnir
hafa einnig fundið vísbendingar
um að margir karlmenn sem fá
brjóstakrabbamein séu einnig
með veiruna í sér. Hún fannst í
helmingi vefjasýna sem tekin var
úr karlmönnum með brjósta-
krabbamein. ■
Alsír:
Gíslum sleppt
MALI, AP Fjórtán evrópskum ferða-
mönnum, sem hefur verið haldið í
gíslingu í eyðimörkum Alsírs síð-
an um miðjan febrúar, var sleppt
á sunnudag. Upphaflega voru 32
ferðamenn teknir í gíslingu, en
sautján þeirra var sleppt í maí. Þá
lést einn gíslanna í júní.
Gíslarnir voru þreyttir og
sársvangir þegar þeim var
sleppt, en heilsa þeirra var góð
miðað við aðstæður. Að sögn gísl-
anna var þeim haldið föngnum í
litlum hópum og þeim komið fyr-
ir á nýjum felustöðum á hverju
einasta kvöldi.
Gíslarnir fljúga væntanlega
til herflugvallar í Cologne þaðan
sem þeir halda til síns heima. ■
Kynferðisbrot:
Þriggja ára
fangelsi
DÓMSMÁL Sextugur maður var
dæmdur í þriggja ára fangelsi í
Héraðsdómi Vestfjarða fyrir ít-
rekuð og alvarleg kynferðisbrot
gegn stúlku fæddri 1990 á fjög-
urra ára tímabili. Honum var
gert að greiða 500 þúsund krónur
í miskabætur auk 350 þúsund í
málsvarnarlaun og 150 þúsund til
réttargæslumanns stúlkunnar.
Maðurinn neitaði sök og krafðist
sýknu.
Dómnum þótti frásögn
stúlkunnar trúverðug, skýr og
greinagóð. Ekki er talinn vafi á
því að hann hafi haft fjölmörg
tækifæri til að fremja brotin sem
honum er gefið að sök. Einnig
þykja niðurstöður læknarann-
sóknar styrkja frásögn stúlkunn-
ar. Maðurinn sagði samskipti sín
við stúlkuna ekki hafa verið frá-
brugðin samskiptum við önnur
börn og að frásögn hennar væri
uppspuni. Sálfræðingur stúlk-
unnar segir hana upplifa hræðslu
og ótta og að sjálfsálit hennar
hafi beðið hnekki. Hún muni
þurfa að sækja áframhaldani
meðferð og líklegt sé að hún
muni þarfnast aðstoðar síðar á
ævinni.
Við ákvörðun refsingar var lit-
ið til þess að brotin gegn stúlkun-
ni voru mörg og alvarleg. Hann
hafi fært sér í nyt að vera tíður
gestur á heimili ömmu hennar og
hafi þar með brugðist áunnu
trausti með háttsemi sinni. ■
Kauphöllin og Fjármálaeftirlitið:
Hyllir undir lok
Skeljungsrannsóknar
VIÐSKIPTI „Málið er enn í vinnslu en
það snýr ekki eingöngu að okkur því
það er unnið í samvinnu við Fjár-
málaeftirlitið,“ segir Þórður Frið-
jónsson, forstjóri Kauphallarinnar,
um rannsókn sem fram fer á því
hvort lög eða reglur Kauphallarinn-
ar hafi verið brotin þann 30. júní
þegar 21 prósenta hlutur Shell Petr-
oleum í Skeljungi var seldur Burða-
rási og Sjóvá-Almennum á undir-
verði án þess að tilkynning bærist
um viðskiptin fyrr en nokkrum
klukkustundum eftir að viðskiptin
áttu sér stað. Benedikt Jóhannes-
son, stjórnarformaður Skeljungs og
Burðaráss, hefur lýst sakleysi í
þessu máli og ber við tæknilegum
ástæðum svo sem þeirri að yfir-
færsla gjaldeyris vegna kaupanna
hafi tekið langan tíma. Um svipað
leyti og kaupin áttu sér stað þá
gerðu Benedikt, stjórnarformaður
Skeljungs, og aðrir stjórnendur fyr-
irtækisins breytingar á viðskipta-
samningum Skeljungs og Shell
Petroleum. Benedikt hefur ekki
fengist til að upplýsa í hverju þær
breytingar voru fólgnar en segir að
þær hafi aðeins óveruleg áhrif á
aðra hluthafa.
Þórður segir að nú hylli undir lok
rannsóknarinnar sem staðið hefur í
rúmlega sex vikur.
„Við reiknum með að mynda
okkur skoðun á málinu í þessum
mánuði,“ segir hann.
Skeljungur verður afskráður hjá
Kauphöllinni á næstu vikum en fyr-
irtækið Steinhólar sem er að helm-
ingshluta í eigu Kaupþings Búnað-
arbanka hefur yfirtekið félagið. ■
AKRANES
„Ég er ekki tilbúinn til að svara um þetta
eða annað sem tengist félaginu,“ segir
Grétar Þorsteinsson um fullyrðingar um að
tilsjónarmaður sambandsins með Verka-
lýðsfélagi Akranes hafi selt úr hlutabréfa-
safni félagsins.
KAUPHÖLLIN
Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinn-
ar reiknar með að Skeljungsmálið verði
upplýst áður en ágústmánuður verður lið-
inn.
HELGI LAXDAL
Segir Siglingastofnun hafa samþykkt und-
anþágu í trássi við lög.
„Stofnun
sem gengur
þannig þvert
á skyldur sín-
ar hlýtur að
tapa tiltrú sjó-
manna
Afskipti ráðuneytis
tryggðu undanþágu
Siglingastofnun hafði neitað réttindalausum yfirvélstjóra á Snæfellsnesi
um undanþágu en samþykkti fyrir tilmæli ráðuneytis. Ævareiðir vél-
stjórar lýsa yfir lögbroti í kjördæmi samgönguráðherra.
STURLA BÖÐVARSSON
Réttindalaus vélstjóri í kjördæminu á und-
anþágu eftir að ráðuneytið skrifaði bréf.
Meint launamismunun:
Engin svör
frá Impregilo
KÁRAHNJÚKAR Engin svör fengust
hjá ítalska verktakafyrirtækinu
Impregilo í gær um ásakanir
þess efnis að starfsmönnum við
Kárahnjúka væri mismunað í
launum eftir þjóðerni.
Jón Ingi Kristjánsson, for-
maður Afls, starfsgreinafélags
Austurlands, sagði í Fréttablað-
inu í gær af launauppgjörum að
dæma væri ekki hægt að sjá
annað en starfsmönnum væri
mismunað eftir því hvort þeir
væru íslenskir eða erlendir. Á
skrifstofu Impregilo á Egilsstöð-
um fengust þau svör að að eng-
inn talsmaður væri til þess að
svara fyrir þetta, heldur var
bent á Landsvirkjun.
Þorsteinn Hilmarsson, upp-
lýsingafulltrúi Landsvirkjunar,
segir það ekki hlutverk fyrir-
tækisins að svara fyrir um
kjaramál starfsmanna Impreg-
ilo. Hann segist hafa heyrt af
meintri launamismunun, en það
hafi ekki fengist staðfest. Það sé
alveg ljóst að Impregilo beri að
fara eftir virkjunarsamning.
Aðbúnaður starfsmanna við
Kárahnjúka hefur einnig verið
gagnrýndur, en samkvæmt nýrri
aðgerðaáætlun um uppbyggingu
vinnubúða eiga svefnrými fyrir
um 800 manns að vera kominn
upp í lok september. ■