Fréttablaðið - 19.08.2003, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 19.08.2003, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 19. ágúst 2003 skemmtileg birta fyrir alla 93.000 eintök frítt me› Fréttabla›inu á föstudögum  sjónvarpsdagskráin vi›töl greinar ver›launagátur pistlar sta›reyndir og sta›leysur frítt á föstudögum Skráning í síma 511-1575 og á www.hreyfigreining.is Námskeið um lífsstíl Morguntímar • Hádegistímar • Kvöldtímar Innifalið í öllum námskeiðum er: 3 fastir tímar á viku, aðgangur að opnum tímum og tækjasal, mappa full af fróðleik um þjálfun, næringu og lífsstíl, tími með þjálfara í tækjasal, fyrirlestur um næringarfræði og lífsstíl, fitumælingar og þrekpróf, regluleg vigtun, matardagbók og hreyfingardagbók, samanburður á mælingum í lok námskeiðs, stuttermabolur og vatnsbrúsi. Fyrstu námskeiðin hefjast 25. ágúst Karlaátak – 8 vikur, þrisvar sinnum í viku. 14.900 kr. Í kjólinn – 8 vikur, þrisvar sinnum í viku. 14.900 kr. Stórátak – 16 vikur, þrisvar sinnum í viku. 26.900 kr. Unnur Guðrún Pálsdóttir, sjúkraþjálfari Hólmfríður B. Þorsteinsdóttir, sjúkraþjálfari Ása Dagný Gunnarsdóttir, íþróttakennari og nemi í sjúkraþjálfun Emilía Borgþórsdóttir, sjúkraþjálfari Vaka Rögnvaldsdóttir, íþróttakennari Guðrún Höskuldsdóttir, Þolfimileiðbeinandi TÓNLEIKAR Frá því að Foo Fighters völdu Kentucky sveitina My Morning Jacket til þess að hita upp fyrir sig á flestum tónleikum þeirra á tónleikaferð þeirra um Evrópu, hefur athygli fjölmiðla á sveitinni stóraukist. Sveitin leikur afar heiðarlegt, áreynslu- og til- gerðarlaust rokk sem best mætti líkja við tóna The Band og Neil Young. Þeim eru þannig eðlislæg undirstöðuatriði í rokkinu sem hafa nær gleymst á síðustu árum. Jim James og sveit hans, My Morning Jacket, eiga þessa auknu athygli einum manni mikið að þakka, Dave Grohl söngvara og höfuðpaur Foo Fighters: „Hann komst einhvern veginn yfir aðra plötu okkar, At Dawn, og tók hana með sér í ferðalag til Bermúda,“ svarar Jim aðspurður um hvernig kynni þeirra og Foo Fighters urðu. „Hann segist hafa hlustað á hana ítrekað í fríinu. Svo bauð hann okkur bara að koma með á tónleikaferðalag.“ Aðspurður viðurkennir Jim að hann dái bæði tónlist The Band og Neil Young. Hann segir þó að sveitin sé ekkert endilega að reyna að fylgja í fótspor þeirra. Hann fer þó ekki leynt með andúð sína á þeirri rokktónlist sem mest fer fyrir þessa dagana. Hann talar eins og ungur maður með gamalt hjarta. „Við reynum að láta plöturnar okkar hljóma eins gamaldags og mögulegt er. Samt reynum við að hljóma nýstárlega á sama tíma. Við notum bara analog-upptöku- tæki. Ég er ekki mikill aðdáandi stafrænnar hljóðupptöku. Stund- um neyðist maður þó til að styðjast við tölvurnar, það hljómar ekki eins raunverulega.“ Sveitin hefur því tekið upp allar þrjár breiðskífur sínar á segul- band. Þá fyrstu á fjögurra til átta rása tæki. Fyrir þá næstu höfðu liðsmenn svo efni á því að kaupa sér 16 rása tæki. Fyrir þriðju plöt- una, „It Still Moves“, var keypt annað 24 rása tæki og segir Jim að sveitin hafi ekkert að gera með fleiri upptökurásir en það. „Ég held að mig langi að nota færri næst. Það er betra að hafa takmarkanir. Bítlarnir tóku upp Sgt. Peppers plötuna sína á átta rása segulbandstæki. Það er með flóknari hljóðupptökum allra tíma. Þú átt ekki að þurfa meira. Þeir þurftu bara að nota á sér heilann og sköpunargáfuna í stað þess að styðjast við eitthvað á tölvuskjá.“ Sveitin hefur ekki enn náð telj- andi vinsældum í heimalandi sínu og hefur í raun gengið betur í Evr- ópu. Strax eftir fyrstu plötuna, „Tennesee Fire“, náði sveitin að aðdáendahópi í Hollandi og Belgíu. Sveitin vakti það mikla athygli þar að hollenskir kvikmyndagerðar- menn sáu sig tilneydda til þess að gera um þá heimildamynd. „Það var blaðamaður sem skrif- aði afskaplega fallega um okkur - hvernig líðan tónlistin hafði á hann - það minnti hann á þá tíma þegar hann gekk í skóla. Ég hefði viljað lesa hana en hún var á hollensku. Eftir þessa grein fóru fleiri að taka eftir okkur, önnur blöð, útvarps- stöðvar og eigendur tónleikastaða. Þeir borguðu farið fyrir okkur yfir og þegar við komum þangað var búið að ráða kvikmyndagerðar- menn til þess að gera heimilda- mynd um okkur. Þeim þótti svo magnað að hljómsveit sem enginn í Bandaríkjunum þekkti væri orð- in þekkt í þeirra landi. Þannig langaði þá að fylgjast með við- brögðum okkar. Þetta var virki- lega frábær og dýrmæt upplifun fyrir okkur,“ segir Jim að lokum og segist vonast til þess að hitta fé- laga sína, Braga Ólafsson og bræðurna Mike og Danni Pollock, á nýjan leik. biggi@frettabladid.is „Stafrænt er ekki eins raunverulegt“ Tónleikar MY MORNING JACKET ■ hita upp á tónleikum Foo Fighters í Laugardalshöll 26. ágúst ásamt Vinyl. Fréttblaðið náði einkaviðtali við hljóm- sveitarmeðlimi en þá hlakkar mikið til tónleikanna. MY MORNING JACKET Jim segir að liðsmenn sveitarinnar séu mikil borgarbörn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.