Fréttablaðið - 19.08.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 19.08.2003, Blaðsíða 4
4 19. ágúst 2003 ÞRIÐJUDAGUR Fórstu í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt? Spurning dagsins í dag: Áttu gæludýr? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 47% 53% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is ■ Lögreglufréttir ■ Lögreglufréttir BJÖRGUN Fjölveiðiskipið Guðrún Gísladóttir reyndist svo gott sem óskemmt á þeirri hlið sem sneri að hafsbotni við Noreg, frá því í fyrrasumar þar til á sunnudag, að skipið var rétt við. „Það kom ekkert óvænt í ljós. Það er skeljasandur á hafsbotnin- um hér og það reyndist hvorki vera grjót né klappir á milli botns- ins og skipsins. Ef eitthvað er þá lítur þetta betur út en við áttum von á,“ segir Haukur Guðmunds- son, einn eigenda Guðrúnar Gísla- dóttur. Haukur segir sáralitla olíu hafa lekið úr skipinu eftir að því var snúið. Olíugirðingu hafi verið komið fyrir við staðinn og starfs- menn síðan tryggt að allt væri í lagi. „Næsta skref er að taka þá fimm tanka sem lyftu skipinu af skipinu og festa þá aftur niður við botn. Það þarf einnig að vinna smá breytingar á inndælingunni í skip- ið sjálft. Við erum að gæla við að klára þetta á tveimur til þremur vikum - ef ekkert kemur okkur mikið á óvart. Við erum brattir í bili,“ segir Haukur. ■ DÓMSMÁL „Flosi sendi skilaboð til bróður okkar 12. ágúst um að hann hafi fengið dóm og að afplánun væri að hefjast,“ segir Jóna Arn- órsdóttir, systir Flosa Arnórssonar, sem var handtekinn fyrir ólögleg- an vopnaburð á flugvelli í Dubai í apríl. Flosi sat í fangelsi í fjörutíu daga en eftir það tók við farbann sem gilti þar til dómur yrði kveð- inn upp í máli hans. Jóna segir að bróðir þeirra hafi fengið skilaboð frá Flosa um að dómur væri fallinn og hann væri að hefja afplánun, en meira hefði það ekki verið. Hún segist hafa talað við prestinn á norska Sjómannsheimil- inu sem Flosi bjó á til að fá ein- hverjar upplýsingar. Í útvarpinu var sagt að honum liði vel og væri á lögreglustöð. Á daginn hafi kom- ið að enginn vissi hvar hann var. Fyrstu fjóra dagana fékk fjöl- skyldan engar upplýsingar og heyrðu ekkert frá Flosa. Utanríkis- ráðuneytið, norska sendiráðið og presturinn voru að reyna að kom- ast að því hvar hann væri niður- kominn. „Presturinn sem er mjög almennilegur hætti ekki að leita fyrr en hann varð einhvers vísari. Á sunnudagsmorguninn síðasta heimsótti hann Flosa í stórt fang- elsi í Abu Dabhi. Mér skilst að heimsóknartími sé tvisvar í viku en fangarnir fá ekki að hringja.“ Flosi fékk tvo dóma, samtals í fjögurra mánaða fangelsi, annars vegar fyrir að vera með skotvopn og hins vegar fyrir að hafa með- ferðis tuttugu og átta skothylki.. Flosi hefur þegar setið inni í fjörutíu daga og dragast þeir frá refsitíma. Lögmaður hans hefur áfrýjað dómnum og vill freista þess að hann fái að sitja dómana af sér samtímis. Áfrýjunin verður tekin fyrir 24. ágúst og að sögn lög- mannsins segist hann vonast til að eftir það verði hann laus innan fárra daga. Hann segir enga hættu á að dómurinn verði þyngdur. Dómar geti aðeins verið þyngdir ef ákæruvaldið áfrýjar. Þar í landi falli einn fjórði refsingarinnar sjálfkrafa niður. Því þurfi Flosi að sitja inni í þrjá mánuði ef áfrýjun- in beri ekki tilætlaðan árangur. hrs@frettabladid.is Lést eftir lyftuslys: Höfuðið klipptist af HOUSTON, AP Læknir, við Christus St. Joseph sjúkrahúsið í Houston í Texas, lést eftir slys í lyftu spít- alans á laugardag. Bilun olli því að lyftudyrnar klemmdu skyndi- lega axlir Hitoshis Nikaidohs, 35 ára, þegar hann var á leið inn í lyftuna. Lyftan fór af stað og klippti höfuðið af Nikaidoh. Starfsmaður sjúkrahússins var inni í lyftunni og varð vitni að ósköpunum. Hann naut áfalla- hjálpar á bráðadeild sjúkrahúss- ins. Árlega deyja um það bil þrjátíu Bandaríkjamenn af völd- um slysa í lyftum og rúllustigum og rösklega 17.000 slasast. ■ Gramir lestarfarþegar í Ástralíu: Hrækja á starfsmenn SIDNEY, AP Starfsmenn áströlsku járnbrautanna segja að farþegar hræki á þá og skeyti skapi sínu á þeim ef lestarferðum seinki. Stétt- arfélag starfsmanna lestanna vill að efnt verði til auglýsingaher- ferðar þar sem skýrt komi fram að ekki sé við almenna starfsmenn að sakast ef seinkun verður á áætlun. Talsmaður stéttarfélagsins segir að hótunum í garð starfsmanna hafi fjölgað óhugnanlega mikið að undanförnu og við það verði ekki unað. Almennir starfsmenn taki ekki ákvarðanir sem valdi seink- unum. ■ ÚTSKRIFAÐAR Systurnar Sa Rang og Ji Hye hafa nú verið útskrifaðar af sjúkrahúsi, réttum mánuði eft- ir að læknar aðskildu þær. Kóresku síamstvíburarnir: Útskrifaðir af sjúkra- húsi SINGAPÚR, AP Kóresku tvíburasyst- urnar, Sa Rang og Ji Hye voru út- skrifaðar af sjúkrahúsi í Singapúr á laugardag en læknar aðskildu þær í síðasta mánuði. Systurnar, sem nú eru fimm mánaða gamlar, voru samvaxnar á mjóhrygg og mjöðmum og deildu þörmum og kynfærum að hluta. Tvíburasyst- urnar njóta enn aðhlynningar á göngudeild sjúkrahússins í Singa- púr og óvíst hvenær þær snúið aft- ur heim til Kóreu. Á næstu árum eiga systurnar eftir að gangast undir fjölda lýtaaðgerða. ■ LANDHELGISGÆSLAN Varðskip Land- helgisgæslunnar hafa fjórum sinnum farið til Færeyja á þessu ári til að sækja olíu. Hafsteinn Hafsteinsson, fram- kvæmdastjóri Landhelgisgæsl- unnar, segir ástæðuna vera þá að olían sé mun ódýrari í Færeyjum en á Íslandi. Það muni um tíu krónum á lítrann og að sparnaður- inn nemi um átta til tíu milljónum króna á þessu ári. „Við erum ekki að fara sérferð héðan til að gera þetta,“ segir Hafsteinn. „Það er bara ef við erum nálægt Færeyjum að við förum þangað eftir olíu. Þetta er innan við sólarhrings sigling og þetta hefur gerst fjórum sinnum á þessu ári og ekki í síðasta skiptið. „Hafsteinn segist ekki muna til þess Landhelgisgæslan hafi grip- ið til þessa ráðs áður. Aðspurður segir hann að ekki hafi verið reynt að semja sérstaklega við ís- lensku olíufélögin um að fá olíuna á sama verði og í Færeyjum. Í raun sé samningurinn við ís- lensku félögin ágætur. Verð á olíu í Færeyjum sé hinsvegar óvenju lágt. ■ Súðvíkingar: Vilja þverun Mjóafjarðar SAMGÖNGUR Hreppsnefnd Súðavík- urhrepps hefur fjallað um fram- komnar tillögur Vegagerðarinnar um endurbyggingu Djúpvegar. Fréttavefurinn bb.is vitnar í skýrslu Vegagerðarinnar um mat á umhverfisáhrifum og segir að hreppsnefndin sé sammála Vega- gerðinni um að fara leið 3, þar sem gert er ráð fyrir þverun Mjóafjarðar um Hrútey og þver- un Reykjarfjarðar. Hreppsnefnd- in bókaði að hún gerði ekki at- hugasemdir við matsskýrslu Vegagerðarinnar. Skýrsluhöfund- ar telja þverun Mjóafjarðar, sem ágreiningur hefur verið upp um, ekki valda umtalsverðum um- hverfisáhrifum. ■ GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR Vonir standa nú til að íslenski tog- arinn sem sökk við Noreg í fyrra sumar náist upp á yfirborðið á næstu vikum. Botnhlið Guðrúnar Gísladóttur óskemmd: Lyft á þremur vikum TÝR Landhelgisgæslan sparar 8 til 10 milljónir á árinu með því að sækja olíu til Færeyja. Skip Landhelgisgæslunnar sigla til Færeyja eftir olíu: Spara átta til tíu milljónir Dómurinn þyngist ekki Lögmaður Flosa Arnórssonar, sem situr í fangelsi í Abu Dabhi ,segir að ekki sé hætta á að dómur Flosa þyngist við áfrýjun. Það geti einungis gerst í þeim tilfellum sem ákæruvaldið áfrýjar. ■ Þar í landi falli einn fjórði refs- ingarinnar sjálfkrafa niður. FLOSI ARNÓRSSON Lögmaður Flosa vonast til að fangelsisvist hans verði í heildina tveir mánuður í stað fjögurra. FÉLL AF MÓTORHJÓLI Maður hlut opið beinbrot á fæti þegar hann féll af mótorhjóli suður af Keldu- hverfi á sunnudag. HAFNAÐI Á STEINI Tveir fransk- ir ferðamenn lentu utan vegar á malarvegi á Hrunamannavegi við Hvítárdal í gær. Ökumaður missti stjórn á bifreiðinni sem hafnaði á steini án þess að velta. Farþeginn var fluttur á slysa- deild. Bíllinn var nokkuð skemmdur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.