Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.08.2003, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 19.08.2003, Qupperneq 6
6 19. ágúst 2003 ÞRIÐJUDAGUR ■ Innlent ■ Lögreglufrétt GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 79.80 0.20% Sterlingspund 126.98 -0.45% Dönsk króna 12.02 -0.50% Evra 89.35 -0.51% Gengisvístala krónu 126,775 -0,03% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 380 Velta 7.132,3 milljónir ICEX-15 1.609,2 1,120% Mestu viðskiptin Pharmaco hf. 475.079.453 Kaupþing Búnaðarbanki hf. 255.130.204 Bakkavör Group hf. 158.414.991 Mesta hækkun Tangi hf. 30,43% Hlutabréfsjóður Vesturlands hf. 27,12% Hampiðjan hf. 7,00% Mesta lækkun Flugleiðir hf. - 2,90% Opin kerfi hf. - 2,78% Og fjarskipti hf. - 2,13% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 9412,2 1,0% Nasdaq*: 1729,7 1,6% FTSE: 4272,1 0,6% DAX: 3495,9 1,5% NK50: 1312,8 0,0% S&P*: 999,5 0,9% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Hvaða bæjarfélag er að hreinsa bæsinn af villiköttum? 2Hver er talinn bera ábyrgð á dauðavopnasérfræðingsins, David Kelly, í Bretlandi? 3Íslenska unglingalandsliðið í hand-bolta varð Evrópumeistari á sunnu- daginn. Hveaða þjóð sigraði liðið? Svörin eru á bls. 30 Flugmálastjórn segir um fyrirhugaða byggð í Lundi: Lundarháhýsi ná að flugtaksgeisla SKIPULAG Fyrirhuguð háhýsi í landi Lundar í Fossvogi ná alveg að hindrunarmörkum vegna flug- taks frá Reykjavíkurflugvelli. Flugmálastjórn hefur enn ekki tjáð sig beint um uppbygginguna sem áætluð er í Lundi. Kópavogs- bær fékk hins vegar í vor upp- drátt frá stofnuninni af svoköll- uðu hindrunarsvæði fyrir Reykja- víkurflugvelli. Þar kemur fram að yfir nær öllu Lundarlandinu er leyfð hámarkshæð bygginga 55 metrar yfir sjávarmáli. Hámarks- hæðin lækkar reyndar niður í 52 metra í norðvestur horni Lundar. Í svari Flugmálastjórnar við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að hérlendis sé farið eftir stöðlum Alþjóðaflugmálastofnun- arinnar (IACO) varðandi hindrun- arfleti umhverfis flugvelli: „Fyrirhugaðar byggingar fara hvergi upp fyrir þau hindrunar- mörk sem gilda fyrir Reykjavík- urflugvöll. Hæst mega þær rísa í 55 metra hæð yfir sjávarmáli, eins og hæstu byggingarnar munu gera. Byggingarnar eru því ýmist undir hindranaflötum flugvallar- ins eða í mestu leyfilegri hæð,“ segir Flugmálastjórn og svarar þar með spurningu um það hvort stofnunin telji að flugumferð stafi aukin hætta af Lundarháhýsun- um. ■ HREFNUVEIÐAR „Níutíu og níu pró- sent af heimsbyggðinni veit ekkert hvað er verið að tala um. Mótmælin eru gjarnan fámenn og til dæmis má nefna að fjórir karlar og einn u p p b l á s i n n hvalur voru uppistaðan í mótmælum í London á dög- unum,“ segir Konráð Egg- ertsson, skip- stjóri á hrefnu- v e i ð i b á t n u m Halldóri Sig- urðssyni ÍS-14 sem er á Húnaflóa. Hall- dór er einn þriggja hrefnubáta sem eru á miðunum en Sigurbjörg og Njörður eru við sunnan- og vest- anvert landið. Áhöfnin á Hall- dóri hélt til hrefnuveiða frá Ísa- firði í fyrrakvöld og í kjölfarið fylgdi skemmtibátur með fréttamann og myndatökumann Ríkisútvarpsins um borð. Kon- ráð segir að þau mótmæli sem berast vegna vísindaveiðanna einkennist gjarnan af hræsni. „Það er undarlegt að heyra mótmæli frá þjóðum sem sjálfar stunda alls kyns veiðar og vilja fá að vera í friði með þær. Bandaríkjamenn drápu þúsund- ir Íraka, en eru svo að velta því fyrir sér hvort hrefna deyr á tíu sekúndum eða þrjátíu. Þetta er hræsni af versta tagi. Sumir halda að við veiðum fimm hundruð hvali á ári. Því er log- ið til að vinna mál- stað friðunarsinna fylgi,“ segir Konráð. Þegar Frétta- blaðið ræddi við Konráð í gær var hann staddur á Húnaflóa. Hann segir að áhöfnin hafi orðið vör við talsvert af hrefnu á útstíminu. „Við sáum töluvert af hrefnu í Djúpinu þrátt fyrir að skyggni er lélegt. Þá höfum við einnig séð nokkur dýr á Húnaflóa og hefð- um örugglega reynt að veiða ef skemmti- b á t u r i n n væri ekki á eftir okkur,“ segir Kon- ráð. Aðspurð- ur kannast hann ekki við að hafa veitt hrefnu á þeim átján árum sem lið- in eru frá því bannið tók gildi en seg- ist hafa sníkt sér kjöt frá sjómönn- um netabáta. Hann segir að þrátt fyrir æfingaleysið gangi honum vel að finna dýrin. „ E i n u sinni veiði- m a ð u r , alltaf veiði- maður. En að vísu nota ég gleraugu í dag og ég finn þessa gömlu tilfinningu sem fylgir veiðunum,“ segir hann. Konráð segir að áhöfn sín bíði þess nú að fjölmiðlungarnir á skemmtibátnum gefist upp og fari í land. „Við erum með átta þúsund lítra af olíu og fullan bát af mat þannig að við getum hiklaust hald- ið út í hálfan mánuð. Við skjótum ekki fyrr en þeir eru farnir af miðunum og það hefur því engan tilgang hjá þeim að bíða. Það hlýt- ur að koma að því að þeir fari í land. Þá hefjum við veiðar um leið,“ segir Konráð. rt@frettabladid.is Jarðskjálfti skók Kína: Þrír látnir og þúsund slasaðir PEKÍNG, AP Þrír létust og að minnsta kosti þúsund slösuðust þegar öflug- ur jarðskjálfti reið yfir norðurhluta Kína. Skjálftinn mældist 5,9 á Richterskvarða og var hann sterkastur skammt norðaustur af Pekíng. Hátt í áttatíu eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Yfir 7.900 hús hrundu til grunna og 83.000 skemmdust. Tjón af völdum skjálft- ans er talið nema tæplega 14 millj- örðum króna. Jarðskjálfti upp á 6,8 á Richter sem reið yfir Kína í febr- úar, varð 268 manns að bana. ■ KEYRÐU OF HRATT Á MALARVEGI Ítalskir ferðamenn veltu bílaleigu bíl á Dettifossvegi í gær. Fjórir voru í bílnum og sluppu þeir allir ómeiddir. Farið hafði verið á of mikilli ferð í beygju á malarvegin- um með þeim afleiðingum að öku- maður missti stjórn á bílnum. Svæði þar sem búast má við talverðri vætu eru skyggð á kortinu. Minniháttar úrkoma er táknuð með dropum. Hitatölur sýna hæstu hitagildi. VÍÐA VÆTA Búast má við talsverðri rigningu á Norður- og Austurlandi í dag. Annarsstaðar verð- ur vætan mun minni. Vindur verður hægur á landinu og hitinn á bilinu 13-17 stig hlýjast austantil. Eftir daginn í dag fer að stytta smá saman upp og sólin gægjist fram hægt en örugg- lega. Síðdegis á morgun og á fimmtudag gæti orðið töluvert bjart á vesturhelmingi landsins. Kaupmannahöfn 23°C rigning London 24°C skúrir og skýjað París 26°C léttskýja• Berlín 30°C skýja• Algarve 36°C heiðskírt Mallorca 33°C heiðskírt Torrevieja 34°C léttskýjað Krít 31°C heiðskírt Kýpur 35°C heiðskírt Róm 31°C léttskýjað New York 22°C léttskýjað Miami 27°C léttskýjað Fimmtudagur Mi•vikudagur +13 +14 +14 +13 +15 +13 +14+11 +13 +13 +12 +13 +15 +14+14 +14 +14 +16 +14 +16 Fremur hægur vindur en nokkuð hvasst allra austast. Athugið að spám ber ekki vel saman. Hægur vindur Hægur vindur Hægur vindur Hægur vindur Hæg breytileg átt Hægur vindur Hægur vindur á öllu landinu.Hæg breytileg átt Hægur vindur Hæg breytileg átt +9 Hæg breytileg átt Hæg breytileg átt HINDRANAFLÖTUR YFIR LUNDI Láréttur hindranafluttur Reykjavíkurflugvall- ar yfir landi Lundar í Kópavogi er 55 metr- ar yfir sjávarmáli. Það er sama hæð og hæstu háhýsin í Lundi eiga að vera í. KONRÁÐ EGGERTSSON Bíður þess í ofvæni að Ríkisútvarpið gefist upp og fari í land. „Banda- ríkjamenn drápu þús- undir Íraka en eru svo að velta því fyrir sér hvort hrefna deyr á 10 sekúnd- um.“ Fjórir karlar og uppblásinn hvalur Konráð Eggertsson hrefnuveiðimaður er á Húnaflóa og áhyggjulaus þrátt fyrir mótmæli. Hann bíður þess eins að fjölmiðill gefist upp og fari í land. Er með fullan bát af olíu og mat. Netsalan ehf. Knarravogur 4, 104 Reykjavík Sími 517 0220 Fax 517 0221 Netfang - netsalan@itn.is Heimasíða: www.itn.is/netsalan Stórútsala á sjókajökum, kajakfatnaði & búnaði 650 STARFSMENN Starfsmenn á launaskrá verktaka á virkjunar- svæðinu við Kárahnjúka eru alls um 650 talsins um þessar mundir, helmingurinn íslenskir en hinir af ýmsum þjóðernum. Ætla má að starfsfólki á virkjunarsvæðinu fjölgi frekar en hitt og þar verði a.m.k. 700 manns í vetur, eftir að vinna hefst við stöðvarhús Kára- hnjúkavirkjunar í Fljótsdal. FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.