Fréttablaðið - 19.08.2003, Side 12
12 19. ágúst 2003 ÞRIÐJUDAGUR
Fallhlífastökkvarar í skýjum á Sandskeiði:
Stukku í veg fyrir svifflugu
FLUGMÁL Fjórir fallhlífastökkvar-
ar komu svífandi í veg fyrir
svifflugu sem verið var að taka
á loft við Sandskeið.
Að sögn flugmannsins, Krist-
jáns Sveinbjörnssonar, höfðu
fallhlífastökkvarnir stokkið
ofar skýjum og birtust skyndi-
lega fyrir framan hann ofan
brautarinnar. Kristján segir
fallhlífastökkvarana eflaust
hafa sé sviffluguna en að hann
hafi sveigt af leið til að forða
hugsanlegum árekstri:
„Það var ekki nema 200 til
300 metra skýjahæð og því mjög
vafasöm skilyrði til fallhlífa-
stökks. Þeir segjast mega
stökkva gegnum ský, en við höf-
um miklar efasemdir um það.
Þetta er að minnsta kosti
glæfralegt,“ segir hann.
Kristján, sem er formaður
Svifflugsfélags Íslands, segir
sambúð fallhlífastökkvara og
svifflugmanna á Sandskeiði
vera stirða: „Fallhlífastökkvar-
ar eru vandræðahópur. Þeir
virðast ekki hafa neinn áhuga á
því að koma sér upp eigin að-
stöðu. Það vill enginn hafa þá,
en við gerðum það fyrir Flug-
málastjórn að hafa þá hjá okkur
á meðan þeir væru að leysa sín
mál. Síðan eru fimm eða sex ár.“
Atvikið var, að sögn Krist-
jáns, tilkynnt flugturninum í
Reykjavík. Ekkert hefur borist
þaðan um málið til Rannsóknar-
nefndar flugslysa. ■
STJÓRNMÁL Sjötugur trillukarl í
Bolungarvík hefur valdið slíku upp-
námi í stjórnarsamstarfinu að ann-
að eins hefur vart sést á farsælum
og tilbreytingalitl-
um ferli ríkisstjórn-
ar Framsóknar-
flokks og Sjálf-
stæðisflokks. Það
sem um er deilt er
línuívilnun - illskilj-
anlegt orð og það
sem liggur þar að
baki er nauðaómerkilegt mál sem
venjulega hefði mátt afgreiða á
dagparti með reglugerð.
Línuívilnunin er í raun aðeins
rúmlega 4000 tonna kvóti eða sem
samsvarar einum ársafla togara ef
miðað er við heildarafla línubáta á
dagróðrum. Því snýst málið ekki
um eins gríðarlega mikla hags-
muni, eins og ætla mætti af ólgunni
sem er í kringum þá ákvörðun Árna
Mathiesen sjávarútvegsráðherra
að fresta því að hrinda línuívilnun-
inni í framkvæmd. Öllu heldur má
líta á málið sem hluta af áralöngum
deilum smábátaeigenda og fulltrúa
stórútgerðarinnar. Samþykktin er
grundvallarmál sem breytir víg-
stöðunni, smábátamönnum í hag.
Áralöng barátta
Fulltrúar LÍÚ og Landssam-
bands smábátaeigenda hafa barist
heiftúðugri baráttu, allt síðan
kvótakerfið hóf göngu sína. Í upp-
hafi vildu LÍÚ-menn að allir yrðu
settir undir kvóta og síðan yrði hag-
ræðingin að leiða í ljós hvaða út-
gerðir lifðu af og hverjar ekki.
Smábátamenn mótmæltu því harð-
lega og töldu einsýnt að ryksugu-
skip stórútgerðarinnar myndu þur-
rka upp smábátaflotann á nokkrum
árum. Og þeir höfðu hljómgrunn
hjá stjórnmálamönnum sem féllust
á að vernda þyrfti þá smáu fyrir
hinum stóru. Þannig varð til sér-
stakt eða öllu heldur sérstök fisk-
veiðikerfi smábáta við hlið gamla
kvótakerfisins. Smábátamenn hafa
verið öflugir í hagsmunagæslu
sinni, og allt síðan krókaleyfi var
við lýði á smábátum, hefur hvert
kerfið af öðru sprottið upp utan um
smábátana sem hafa stóraukið hlut-
deildina í heildarveiðinni. LÍÚ-
menn hafa bent á að öll aukningin
hafi verið tekin frá þeirra skipum
sem þurfi stöðugt að sæta skerðing-
um til þess að hægt verði að
umbuna hinum smáu. Smábáta-
menn hafa gagnrýnt brask stórút-
gerðarinnar í gegnum tíðina.
Reyndin hefur verið sú að meðal
smábátamanna eru margir sem
hafa selt kvóta sína til að byrja upp
á nýjum báti og í nýju kerfi. Brask-
ið náði sem sagt inn í raðir smá-
bátamanna ekki síður en gömlu sæ-
greifanna.
Samþjöppun veiðiheimilda
Því var spáð í árdaga kvótakerf-
isins að samþjöppun veiðiheimilda
myndi setja smærri byggðarlög á
vonarvöl. Þetta hefur að vissu
marki komið á daginn því hvert
byggðarlagið af öðru hefur þurft að
sjá á bak togurum og stærri fiski-
skipum. Sem dæmi má nefna að á
Vestfjörðum voru togarar í hverju
smáplássi. Nú er staðan sú að ein-
ungis er að finna togara á Ísafirði.
Þar eru þeir þrír. Frægasta dæmið
var þegar Samherji keypti frysti-
togarann Guðbjörgu ÍS og því lofað
að hún yrði áfram gul og gerð út frá
Ísafirði. Nú er að vísu gul Gugga á
Ísafirði, en hún er smábátur úr
plasti og stundar línuveiðar. Frysti-
togarinn Guðbjörg er fyrir löngu
farinn frá Ísafirði.
Þorpin fundu varnarleiki í stöð-
unni því gloppótt smábátakerfin
buðu upp á að stórauka sókn smá-
báta. Þannig snarfjölgaði smábát-
um og hagur fólksins í þorpunum
blómgaðist að nýju. Það væri til að
æra óstöðugan að nefna öll þau
kerfi sem smábátarnir stunduðu
veiðar innan. Nokkur dæmi; Króka-
bátar, krókabátar með þorskaflahá-
marki og aflamarksbátar með
kvóta, en þó ekki innan gamla
kvótakerfisins. Enn einn flokkurinn
eru smábátar í gamla kerfinu. Eina
uppbótin, sem leyfð var í gamla
kvótakerfinu, var línutvöföldunin. Í
því fólst að línubátar máttu veiða
tvo tonn án þess að leggja fram
nema eitt tonn af kvóta á móti.
Þetta fyrirkomulag var sérstaklega
umdeilt hjá togarútgerðinni sem
missti spón úr sínum aski þegar
línuafli stórjókst. Niðurstaðan varð
sú, eftir illvígar deilur, að línu-
tvöföldunin var afnumin en kvótan-
um, sem farið hafði til línubátanna,
var skipt upp til þeirra í samræmi
við aflareynslu. Seinustu árin hefur
svo virst sem smábátamenn séu að
fallast á að stöðva verði aflaaukn-
inguna með því að njörva niður bát-
ana í kvótakerfi. Bátar á þorskafla-
hámarki voru settir undir kvóta í
öðrum tegundum og svo virtist sem
friður væri að færast yfir sjávarút-
veginn. Við það að smábátar fóru
undir kvóta í steinbít og ýsu halda
Vestfirðingar því reyndar fram að
milljarður króna hafi tapast úr
fjórðungunum árlega. Þá skaut upp
kollinum gamalli hugmynd um að
þeir sem stunduðu veiðar með línu
mættu veiða meira en hinir aðrir.
Hugmyndafræðin um línuívilnun
kom upp og smábátamenn tóku upp
baráttu fyrir henni. Stórútgerðin
fór á annan endann yfir þessari
hugmynd og henni var hvarvetna
mótmælt af hörku.
megin:Vestur í Bolungarvík býr
Guðmundur Halldórsson, fyrrver-
andi togarasjómaður og núverandi
trillukarl. Hann er formaður Smá-
bátafélagsins Eldingar á Vestfjörð-
um og þykir hafa staðið sig vel í
baráttunni. Líkt og margir smá-
bátamenn á Vestfjörðum hefur
Guðmundur lýst stuðningi við
Sjálfstæðisflokkinn og þá sérstak-
lega vegna alþingsmannanna Ein-
ars K. Guðfinnssonar og Einars
Odds Kristjánssonar sem mjög
hafa haldið málstað trillukarla á
lofti. Guðmundur er baráttujaxl og
þykir klókur þegar því er að skipta.
Hann ákvað að fara með tillögu um
línuívilnun inn á landsfund Sjálf-
stæðisflokksins. Vegna sterkra
ítaka stórútgerðarinnar í flokknum
hefði sú för átt að verða mikil
sneypuför. Trillukarl með tillögu
sem gengur þvert á þá baráttu sem
stórútgerðin hefur haldið uppi til að
einfalda kvótakerfið hefði átt að
vera dæmdur til ósigurs. Guð-
mundur er um sjötugt og heimildir
herma að málflutningur hans á
landsfundinum hafi framan af ekki
átt hljómgrunn. Tillaga hans var
felld í sjávarútvegsnefnd flokksins
með þriggja atkvæða mun. Hann
gafst þó ekki upp heldur bar tillögu
sína beint undir landsfundinn og
fylgdi henni úr hlaði með eldmessu
þar sem hann tengdi tillögu sínum
byggðavandanum. En svo er að
skilja að hann hafi vakið samúð því
mörgum að óvörum var tillaga hans
um línuívilnun samþykkt í leyni-
legri atkvæðagreiðslu með 34 at-
kvæða mun sem er naumt ef miðað
er við að yfir þúsund manns sátu
landsfundinn.
Samúð kvenna
Fullyrt er að Guðmundur hafi
náð að hreyfa við hjörtum sjálf-
stæðiskvenna. Mestu munaði að
sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt í
Reykjavík studdi tillögu hans án
þess að konurnar skildu beinlínis
hvað þetta orð, línuívilnun, þýddi.
Af sömu söguskýrendum er þessu
lýst þannig að þessi aldurhnigni
trillukarl að vestan, sem hélt á
krumpaðri tillögu sem átti að bæta
hag landsbyggðarinnar, hafi vakið
upp samúðarbylgju sem orðið hafi
til þess að flokkur einkaframtaks-
ins samþykkti að taka upp línuí-
vilnun, þvert á vilja útgerðaraðals-
ins og stefnu flokksins. „Tekin
verði upp sérstök ívilnun fyrir
dagróðrabáta sem róa með línu,“
segir í samþykkt flokksins. Guð-
mundur átti eftir að vinna fleiri
sigra. Þegar núverandi ríkisstjórn
komst á koppinn fór línuívilnunin
inn í stefnuyfirlýsinguna og það
sem fór enn meira fyrir brjóst
stórútgerðarmanna var að einnig
stendur til að auka byggðarkvót-
ann.
Þrátt fyrir skýra stefnuyfirlýs-
ingu ákvað Árni Mathiesen, sjáv-
arútvegsráðherra, að reyna að
komast hjá því að úthluta auka-
kvóta í þágu trillukarla. Hann
stillti málinu þannig upp að ef
línuívilnun ætti að koma til, þá
yrði að afnema byggðakvótann og
skipta þannig á sléttu. Hann boðaði
Guðmund á fund í ráðuneytinu fyr-
ir skömmu og tilkynnti honum að
línuívilnun gæti ekki orðið að
veruleika nema að byggðakvótinn
hyrfi á móti. Þessu mun Guðmund-
ur hafa mótmælt, en þá sagði ráð-
herrann honum að auðvelt væri að
taka upp eitt prósent línuívilnun
og komast þannig frá loforðinu.
Guðmundur hafði sjálfur lýst því
að krafan væri 20 prósent ívilnun á
þorsk og 50 prósent á aðrar teg-
undir. Þessu hafði ekki verið mót-
mælt á landsfundinum eða í kosn-
ingabaráttunni. Guðmundur mun
hafa litið þannig á að fundurinn í
ráðuneytinu hefði ekki verið til
annars en að bera fram hótanir og
allt hans lið tók að vígbúast. Heim-
ildir herma einnig að hugmynd
Árna, um að skipta á sléttu á línuí-
vilnun gegn því að byggðarkvóti
færi út, hafi komið flatt upp á Hall-
dór Ásgrímsson. Hann mun hafa
rætt við sjávarútvegsráðherra
vegna málsins þar sem niðurstað-
an varð sú að frestun á málinu
væri eini möguleikinn. Sjávarút-
vegsráðherra ítrekaði afstöðu sína
í hátíðarviðtali í Morgunblaðinu
um helgina. Þar lýsti hann því að í
stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
hafi línuívilnunarloforð komið inn
fyrir tilstilli Sjálfstæðisflokks, en
loforð um aukinn byggðarkvóta
hafi komið frá Framsóknarflokki.
Ekki var annað að sjá en að ráð-
herrann ætli að ganga gegn stjórn-
arsáttmálanum.
Loðin loforð
Guðmundur hefur vitnað til
landsfundarsamþykktar og stefnu-
yfirlýsingar og að auki loforða
Davíðs Oddssonar á kosningar-
fundi á Ísafirði. Þar sagði Davíð að
FLUGVÖLLURINN Á SANDSKEIÐI
Formaður Svifflugsfélags Íslands telur
glæfralegt hjá fallhlífastökkvurum að
stökkva í gegn um ský ofan við flug-
völlinn á Sandskeiði.
■
Fullyrt er að
Guðmundur
hafi náð að
hreyfa við
hjörtum sjálf-
stæðiskvenna.
SJÖTUGUR BARÁTTUJAXL
Guðmundur Halldórsson trillukarl á Bolungarvík vann sigur á landsfundi Sjálfstæðisflokks-
ins þegar tillaga hans var samþykkt. Nú rukkar hann ríkisstjórnina um loforðin.
Línuívilnun:
Minni
kvóti, meiri
fiskur
Línuívilnun þýðir að minni kvóta þarf
á móti hverju kílói sem landað er af
fiski. Krafa línusjómanna sem sam-
þykkt var á landsfundi Sjálfstæðis-
flokksins fól í sér að dagróðrabátar
sem réru með línu fengju 20 prósenta
uppbót á þorskkvóta sinn en 50 pró-
sent uppboð í öðrum tegundum.
Þetta þýðir að línubátur í dagróðri
sem landar fimm tonnum af þorski
þarf aðeins að leggja fram fjögurra
tonna kvóta. Sami bátur má landa sex
tonnum af öðrum tegundum gegn því
að leggja fram fjögurra tonna kvóta.
Þetta á aðeins við um línuveiðar þar
sem landað er daglega. Önnur fiski-
skip verða að leggja til tonn af kvóta á
móti hverju tonni af veiddum fiski.
Línuívilnun var til staðar í kvótakerfinu
lengst af því línubátar máttu veiða tvö
tonn á móti hverju einu tonni í kvóta.
Þá hét ívilnunin línutvöföldun. Þetta
fyrirkomulag var aflagt til að einfalda
kvótakerfið og eyða mismunun.
Landsfaðir lofar ívilnun
Trillukarl frá Bolungarvík hlaut samúð sjálfstæðiskvenna á landsfundi Sjálfstæðisflokksins.
Flokkurinn samþykkti línuívilnun þvert á vilja stórútgerðarinnar. Ráðherra vill frestun.
Fréttaskýring
REYNIR TRAUSTASON
■ skrifar um átökin um línuívilnunina.
Á BÆN
Þúsundir múslima komu saman í Istiqlal
moskunni, stærstu Mosku Indónesíu í gær
til að biðja fyrir blessun lands og þjóðar
og öryggi landsins mitt í hryðjuverkaógn
þessa heimshluta.
PRENTUN STÖÐVUÐ
Stjórnvöld í Alsír hafa stöðvað útgáfu sex
dagblaða vegna ógreiddra skulda við ríkis-
rekna prentsmiðju.
Ritskoðun stjórnvalda
í Alsír:
Stöðvaði
útgáfu sex
blaða
ALSÍR, AP Yfirvöld í Alsír stöðvuðu
í gær útgáfu sex stærstu dagblaða
landsins. Skuldir blaðanna, upp á
rúmlega þrjá og hálfan milljarð,
voru fyrirvaralaust gjaldfelldar.
Ekkert blaðanna, utan eitt, gátu
greitt skuldir sínar að fullu.
Ritstjórar blaðanna fullyrða að
með þessu sé herforingjastjórnin
í Alsír að þrengja að prentfrelsi í
landinu - skuldirnar verið gjald-
felldar vegna óvæginna skrifa um
spillingarmál sem tengjast for-
seta Alsír, bræðrum hans og ráð-
herrum landsins. ■