Fréttablaðið - 19.08.2003, Side 13
ÞRIÐJUDAGUR 19. ágúst 2003
hann sæi ekkert því til fyrirstöðu
að taka upp línuívilnun strax í
haust. Ef marka má orð Guðmund-
ar þá gerði Davíð betur, hann bað
bæjarstjórann á Ísafirði að bera
Guðmundi kveðju sína og þakklæti
fyrir að hafa fengið línuívilnunina í
gegn á landsfundinum. Þetta hefði
bjargað kosningarbaráttunni fyrir
Sjálfstæðisflokkinn eftir að sjávar-
útvegsmál urðu allt í einu þunga-
miðja kosningabaráttunnar. Á þing-
flokksfundi Sjálfstæðismanna í
þessari viku var tekist á um hvort
standa eigi við loforðið strax. Einna
hatrammastur í andstöðu sinni þar
var Halldór Blöndal, þingforseti,
sem einnig sat í forsæti landsfund-
arins þegar tillaga Guðmundar var
samþykkt. Davíð hefur stundum
sagt að ekki sé sama hverjir það
eru sem lofa. Nú hefur hann horfið
frá þeirri skoðun að taka beri upp
línuívilnun í haust, en segir að þing-
ið verði að ræða málið og líkast til
komi ívilnunin ekki til fram-
kvæmda fyrr en eftir ár. Þetta
sama hefur Halldór Ásgrímsson
sagt.
Vandi þeirra Davíðs og Hall-
dórs er sá að þrír stjórnarþing-
menn eiga pólitískt líf sitt undir
því að staðið verði við línuloforð-
ið. Einar Oddur, Einar Kristinn og
Kristinn H. Gunnarsson munu
ekki þurfa að kemba hærurnar í
pólitík ef ekki tekst að friða
trillukarlana. Þessir þrír þing-
menn ráða meirihluta ríkisstjórn-
arinnar. Reyndar bendir fátt til
þess að Guðmundur trillukarl í
Bolungarvík verði til friðs. Hann
undirbýr nú stórfund á Ísafirði
um mánaðarmótin til þess að mót-
mæla því sem hann kallar svikin
loforð. Krafan er: Línuívilnun
strax.
Hið loðna loforð Davíðs, um að
engin fyrirstaða væri gegn því að
taka upp línuívilnun í haust, er nú
eins og svart ský yfir ríkisstjórn-
inni. Örlögin ráðast af því hvernig
ársfrestun fer í smábátamenn og
aðra þá sem vilja hag trillukarla
sem mestan og bestan, hvað sem
það kostar. Halldór og Davíð
þurfa að gera upp við sig hvort
þeir halla sér að stórútgerðinni
eða smábátaútgerðinni. Þetta eru
í raun átök um hugmyndafræði en
ekki stóra hagsmuni. Það eru
gömul sannindi að oft veltir lítil
þúfa þungu hlassi. Ríkisstjórnin
stendur nú frammi fyrir smábáta-
mönnum, gráum fyrir járnum.
Krafan er að stjórnin standi strax
við stefnuyfirlýsingu sína og auki
byggðarkvótann og taki upp línu-
ívilnun. ■
HALLDÓR ÁSGRÍMSSON
Vill að Alþingi ræði línuívilnun.
DAVÍÐ ODDSSON
Gaf loforð á Ísafirði en vill nú fresta.
SKIPULAG Skipulagsyfirvöld í
Reykjavík segja byggingaráform í
Lundi í Kópavogi samræmast vel
markmiðum um „þéttingu byggðar
og sjálfbæra þróun.“
Bæjarstjórinn í Kópavogi sendi í
júlí Reykjavíkurborg erindi vegna
breyttrar notkunar á Lundi. Í stað
58 þúsund fermetra hátæknimið-
stöðvar yrði svæðið nýtt fyrir 480
til 500 íbúðir, leikskóla og hverfis-
verslun. Skipulagsstofnun hafi þeg-
ar sagt breytinguna vera óveru-
lega.
Í umsögn skipulags- og bygg-
ingarsviðs Reykjavíkur er tekuið
undir það að breytingin sé óveru-
leg. Mikilvægt sé hins vegar að
móta vinnureglur til framtíðar
um eðlileg frávik frá áætlaðu
byggingamagni.
Skipulagsyfirvöld í Reykjavík
segjast reyndar enn ekki hafa
fengið tillögu að deiliskipulagi
Lundarsvæðisins. Á þessu stigi
vilji þau þó minna á nálægð Lund-
ar við væntanlega stofnbraut í
dalnum og munna fyrirhugaðra
Kópavogsgangna. Hafa verði í
huga hljóðstigið þegar stofnbraut-
in er komin í notkun. Eins verði að
vanda til útfærslu Lundar með til-
liti til þess að svæðið falli vel að
núverandi byggð. ■
LUNDUR
Skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkur
hefur samþykkt jákvæða umsögn embætt-
ismanna borgarskipulags um fyrirhugaða
stórhýsaþyrpingu í Lundi í Fossvogsdal.
Skipulagsyfirvöld í Reykjavík vilja þéttingu byggðar:
Borgin jákvæð
gagnvart Lundi
FERSK Í BÚÐIR Á HVERJUM DEGI