Fréttablaðið - 19.08.2003, Side 25

Fréttablaðið - 19.08.2003, Side 25
FÓTBOLTI Veigar Páll Gunnarsson, úr KR, var valinn leikmaður 7. til 12. umferðar Landsbankadeildar karla af fjölmiðlum, en úrslitin voru til- kynnt í gær. Fjölmiðlar völdu lið 7. til 12. umferðar og vekur athygli að sex leikmenn voru einnig í liði 1.- 6. umferðar. Það eru þeir Kristján Örn Sigurðsson, Ólafur Örn Bjarna- son, Helgi Valur Daníelsson, Ólafur Ingi Skúlason, Jón Þorgrímur Stef- ánsson og Allan Borgvardt. Bjarni Jóhansson, þjálfari Grindavíkur, var valinn þjálfari umferðanna og Kristinn Jakobsson besti dómarinn, eins og í fyrri um- ferðum. ■ 25ÞRIÐJUDAGUR 19. ágúst 2003 FÓTBOLTI David Beckham segir að nú liggi leið hans aðeins upp á við eftir að hann fékk að líta gula spjaldið og var skipt út af í fyrsta leik sínum með Real Ma- drid á Spáni. Real lagði Valencia að velli, 6- 5, eftir vítaspyrnukeppni en hvorugu liði tókst að skora í venjulegum leiktíma. Beckham virkaði þreyttur og var harðlega gagnrýndur af spænskum fjöl- miðlum. „Miðlungsleikur hjá Beckham,“ var fyrirsögn spænska blaðsins El Mundo, á meðan íþróttablaðið AS lýsti leiknum sem „misheppnaðri byrjun hjá Beckham.“ „Við getum ekki spilað verr en við gerðum,“ sagði Beckham eft- ir leikinn. „Við unnum leikinn en leikmenn eru þreyttir enda hefur þetta verið erfið vika. Við þurf- um að ná okkur eftir ferðalagið til Austurlanda fjær og leika fleiri æfingaleiki.“ ■ Fjölmiðlar gagnrýna Real Madrid: Misheppnuð byrjun hjá Beckham DAVID BECKHAM Fékk að kynnast því sem koma skal ef hann stendur sig ekki í stykkinu hjá Real Madrid. Á FLEYGIFERÐ Joey Mantia kom fyrstu í mark í línu- skautahlaupi sem haldið var í Santo Domingo í Dóminínska lýðveldinu fyrir skömmu. FÓTBOLTI Cristiano Ronaldo verður í leikmannahópi portúgalska landsliðsins sem mætir Kasakst- an í vináttulandsleik á morgun. Fáir leikmenn hafa vakið jafn- mikla athygli og hinn átján ára gamli Ronaldo, sem Manchester United keypti frá Sporting Lissabon fyrir skömmu. Ronaldo, sem er talinn eitt mesta fótboltaefni heims, lét varnarmenn Bolton finna fyrir sér í fyrstu umferð ensku úrvalsdeild- arinnar. Hann fisk- aði vítaspyrnu og var nálægt því að skora mark. P o r t ú g a l i n n Carlos Queiroz, þjálfari Real Ma- drid og fyrrum að- s t o ð a r þ j á l f a r i M a n c h e s t e r United, er sagður hafa uppgötvað „gullkynslóð knattspyrnumanna“ í heimalandi sínu en henni tilheyra leikmenn á borð við Joao Pinto, Luis Figo og Rui Costa. Hann á líka heiðurinn af næstu kynslóð portú- galskra knattspyrnusnillinga. Ron- aldo fer þar fremstur í flokki ásamt Ricardo Quaresma. Spænska stór- liðið Barcelona krækti í Quaresma. Felipe Scolari, landsliðsþjálf- ari Portúgals, ætlar að nota ungu leikmennina til undirbúnings fyr- ir Evrópumótið 2004 sem fram fer í Portúgal og líklegt þykir að þeir eigi eftir að skína skært í komandi framtíð. ■ Portúgalska landsliðið: Ronaldo undirbúinn fyrir alvöruna CRISTIANO RONALDO DOS SANTOS AVEIRO 1985 Fæddur 5. feb. í Madeira. 2002 Leikur fyrsta leikinn með Sporting Lissa- bon og skorar tvö mörk 2003 Keyptur til Manchester United til Manchester United CRISTIANO RONALDO Ronaldo ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur því hann leikur í treyju númer sjö hjá United sem snilling- ar á borð við Eric Cantona, David Beckham og Bryan Robson hafa leikið í.LIÐ 7. - 12. UMFERÐAR: Markvörður: Kristján Finnbogason KR Varnarmenn: Kristján Örn Sigurðsson KR Helgi Valur Daníelsson Fylkir Ólafur Örn Bjarnason Grindavík Sinisa Kekic Grindavík Tengiliðir: Jón Þ. Stefánsson FH Ólafur Ingi Skúlason Fylkir Dean Martin KA Finnur Kolbeinsson Fylkir Framherjar: Allan Borgvardt FH Veigar Páll Gunnarsson KR Lið 7. - 12. umferðar: Veigar valinn bestur FÓTBOLTI „Færeyingar hafa aldrei unnið Íslendinga í knattspyrnu en síðustu árin höfum við verið mjög nálægt því,“ segir Uni Arge, fyrr- um leikmaður ÍA og Leifturs. „Við töpuðum síðasta leik 2-1 og 3-2 á Norðurlandamótinu í La Manga. Munurinn á liðunum er því ekki jafnmikill og áður. Samt er Ísland alltaf sigurstranglegra - litli bróðir á erfitt með að sigra stóra bróður.“ Ísland og Færeyjar hafa mæst nítján sinnum. Ísland hefur átján sinnum farið með sigur af hólmi en einu sinni varð jafntefli, en það var í Þórshöfn árið 1984. Uni segir færeyska landsliðið vera gott um þessar mundir og að það hafi náð ágætis úrslitum gegn Skotlandi og Þýskalandi. „Okkur gekk líka ágætlega í Reykjavík þótt við höfum ekki spilað góðan fót- bolta. Ég held að jafntefli á morgun séu góð úrslit fyrir okkur Færey- inga. En ef við vinnum leikinn verð- ur það sögulegt.“ ■ Uni Arge um leik Íslands og Færeyja: Sigur yrði söguleg úrslit UNI ARGE Segir Íslendinga sigurstranglegri í leiknum á morgun. VEIGAR PÁLL GUNNARSSON Leikmaður 7. - 12. umferðar Landsbankadeildar karla.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.