Fréttablaðið - 19.08.2003, Síða 26
■ ■ KVIKMYNDIR
Sjá www.kvikmyndir.is
Sambíóin Kringlunni, s. 588 0800
Sambíóin Álfabakka, s. 587 8900
Háskólabíó, s. 530 1919
Laugarásbíó, s. 553 2075
Regnboginn, s. 551 9000
Smárabíó, s. 564 0000
Sambíóin Keflavík,Ýs. 421 1170
Sambíóin Akureyri, s. 461 4666
Borgarbíó, Akureyri, s. 462 3500
■ ■ FYRIRLESTUR
12.05 Dr. Hans Köchler, prófessor
í heimspeki og deildarforseti heimspeki-
deildar Innsbruck háskóla í Austurríki,
heldur opinn fyrirlestur í Odda, stofu
101, um samspil valds og aþjóðaréttar,
sem hann nefnir: „The Dialectic of
Power and Law: The United Nations
and the „New World Order““.
■ ■ ÚTIVIST
19.30 Í kvöld stýrir Örlygur
Hálfdanarson kúmengöngu í Viðey.
Hann fylgir hópnum um þorpið á
Sundbakka og skoðuð verður ljós-
myndasýning í skólanum sem fjallar
um byggðina. Að því loknu verður
týnt kúmen og eina sem þarf til þess
eru skæri og poki. Siglt er til Viðeyjar
frá Sundahöfn.
■ ■ TÓNLEIKAR
20.30 Á sumartónleikum í Lista-
safni Sigurjóns Ólafssonar flytja þau
Guðrún Birgisdóttir flautuleikari, Sigurð-
ur Snorrason klarinettuleikari og Anna
Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari
verk eftir Camille Saint-Saëns og Dmitiri
Shostakovich.
20.00 Kammersveitin Ísafold held-
ur tónleika í Borgarneskirkju, Borgarnesi.
■ ■ SÝNINGARLOK
Sýningunni „Meistarar formsins:
Úr höggmyndasögu 20. aldar“ í Lista-
safninu á Akureyri lýkur í dag. Sýning-
in er gerð í samvinnu við Ríkislista-
safnið í Berlín (Nationalgalerie Berlin)
og hefur hún hlotið frábærar viðtökur.
■ ■ SÝNINGAR
Cesco Soggiu og Karl Kristján
Davíðsson sýna í Galleríi Sævars Karls
í Bankastræti. Sýningin stendur til 28.
ágúst.
Sýning á verkum Ragnars Kjartans-
sonar stendur yfir í Listasafni ASÍ.
Guðbjörg Lind hefur opnað mál-
verkasýningu í aðalsal Hafnarborgar,
menningar- og listastofnunar Hafnar-
fjarðar. Viðfangsefni Guðbjargar Lindar
hafa frá upphafi verið tengd vatni, fyrst
fossum og síðar óræðum og ímynduð-
um eyjum á haffleti.
Anna Jóelsdóttir hefur opnað sýn-
inguna Flökt í Hafnarborg, menningar-
og listastofnun Hafnarfjarðar.
Samsýning 20 akureyrskra lista-
manna stendur yfir í Ketilhúsinu á Ak-
ureyri.
Sýning á nýjum verkum Rögnu Sig-
rúnardóttur var opnuð í gær í Listhúsi
Ófeigs að Skólavörðustíg 5, Reykjavík.
Viðfangsefni Rögnu er blómaskeið lif-
andi hluta og spurningin hvort hræðslan
við að eldast sé það sem takmarkar feg-
urðarmat okkar. Þetta er 13. einkasýning
Rögnu hér á landi.
Íslensk og alþjóðleg samtímalista-
verk eru til sýnis í Safni, Laugavegi 37.
Þrjár sýningar eru í Listasafni
Reykjavíkur - Hafnarhúsinu. Þetta eru
sýningarnar Humar eða frægð -
Smekkleysa í 16 ár, Innsýn í alþjóð-
lega samtímalist á Íslandi og Erró
Stríð.
Sumarsýning í Listasafni Íslands á
úrvali verka í eigu safnsins.
Í Gerðarsafni í Kópavogi stendur
yfir sýning á málverkum Jóhannesar
Kjarvals úr einkasafni Þorvaldar Guð-
mundssonar og Ingibjargar Guðmunds-
dóttur.
Baldvin Ringsted og Jóna Hlíf
Halldórsdóttir eru með myndlistarsýn-
ingu í Bögglageymslunni, Listagilinu á
Akureyri. Opið virka daga 17-22 og um
helgar 14-18. Sýningin stendur til 1.
september.
Kristján Guðmundsson er með
sýningu í Kompunni, Kaupvangsstræti
23. Akureyri. Á sýningunni er eitt verk
gert úr plasti og gulli. Einnig verður til
sýnis og sölu bókverkið (DOKTORSRIT-
GERÐ) eftir Sigrúnu Þorsteinsdóttur og
Kristján, sem kom út fyrr á þessu ári.
Sýning Kristjáns er opin daglega 14-17
til 4. september.
Sumarsýning Handverks og Hönn-
unar stendur yfir í Aðalstræti 12. Til sýn-
is er bæði hefðbundinn listiðnaður og
nútíma hönnun úr fjölbreyttu hráefni.
Meðal þess sem sýnt er, eru munir úr
tréi, roði, ull, hör, leir, selskinni, hrein-
dýraskinni, pappír, silfri og gleri frá 26
aðilum. Sýningin er opin alla daga
nema mánudaga og lýkur 31. ágúst.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki
síðar en sólarhring fyrir birtingu.
19. ágúst 2003 ÞRIÐJUDAGUR
hvað?hvar?hvenær?
16 17 18 19 20 21 22
ÁGÚST
Þriðjudagur
Við höfum verið vinir og ná-grannar frá því við vorum
smákrakkar, en samt ekki látið
verða af þessu fyrr en nú að leika
saman sem tríó,“ segir Guðrún
Birgisdóttir flautuleikari, sem ætl-
ar að spila verk eftir Camille Saint-
Saëns og Dmitri Shostakovich á
Sumartónleikum í Listasafni Sig-
urjóns Ólafssonar í kvöld ásamt
þeim Sigurði Snorrasyni klar-
inettuleikara og Önnu Guðnýju
Guðmundsdóttur píanóleikara.
„En það er nú ekki bara út af
slugsi sem við höfum ekki spilað
saman áður, heldur eru ekki mörg
verk til fyrir þessa hljóðfærasam-
setningu.“
Guðrún segir tónlistina, sem
flutt verður í kvöld, vera afskap-
lega ljúfa og létta. Eftir Saint-
Saës flytja þau Sónötu op. 167 fyr-
ir klarinettu og píanó, Rómönsu
op. 37 fyrir flautu og píanó og Tar-
antellu op. 6 fyrir flautu, klar-
inettu og píanó. Eftir Shosta-
kovich flytja þau Fjóra valsa fyr-
ir flautu, klarinett og píanó.
„Þetta er mjög aðgengileg tón-
list, en samt forvitnileg líka vona
ég, því hvorki Shostakovitsj né
Saint-Saëns eru mikið leiknir hér í
kammertónlist. Og þeir eru mjög
flottir saman.“
Að venju eru tónleikarnir í Sig-
urjónssafni um það bil klukku-
stundar langir. Á eftir gefst færi á
setjast niður til að fá sér kaffi og
kökur og horfa dreyminn út yfir
Sundin.
„Ég held að flestir hljóðfæra-
leikarar velji eitthvað sumarlegt
til þess að flytja fyrir hana
Birgittu, ekkju Sigurjóns, sem
hefur staðið fyrir þessari tón-
leikaröð á hverju sumri í eitthvað
á annan áratug.“
gudsteinn@frettabladid.is
■ TÓNLIST
Flottir saman
TRÍO GUÐRÚNAR, SIGURÐAR OG ÖNNU GUÐNÝJAR
Þau spila ljúfa sumartónlist í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld klukkan hálfníu.