Fréttablaðið - 19.08.2003, Side 32
Bakþankar
KRISTÍNAR HELGU
GUNNARSDÓTTUR
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
F
í
t
o
nferskt íslenskt grænmeti sérmerkt þér!
Maður nokkur fór með stórfjöl-skylduna í miðbæinn á Menn-
ingarnótt. Hann var með móður, eig-
inkonu, tengdamóður, mágkonu og
stórum krakkaskara sem hann átti að
mestum hluta. Það er árlegur við-
burður að hann rölti í þessum hópi
um stræti og torg og stundum er hóp-
urinn jafnvel enn stærri. Hann sér
ekki um skipulagningu ferðarinnar.
Hún er skipulögð utan um hann af
kvenpeningnum í lífi hans. Sjálfur
dæsir hann og andvarpar. Af hverju
erum við svona mörg? Hvað er plan-
ið? Hvað viljið þið sjá? Hvert erum
við að fara? Eigum við að mæla okk-
ur mót ef við týnumst? Hann fær
sjaldnast svör við spurningunum frá
hrifnæmum samferðakonum.
UM HELGINA uppgötvaði hann
loks um hvað málið snerist. Þetta er
nefnilega hinn árlegi menningarrat-
leikur stórfjölskyldunnar. Þegar einn
týnist finnst annar. Mikilvægt er að
stöðva á götuhornum, skima yfir
mannfjöldann, kanna hvort einhvers
staðar sé týnt barn sem maður á,
tengdamóðir á villigötum, móðir sem
hefur skipt um gönguhóp eða eigin-
kona sem flögrar í hvarf. Konurnar í
lífi hans héldu á prentaðri dagskrá,
þeyttust á milli staða, en komust ekki
fyrir á stofutónleikum, misstu af
karlakórnum, sáu óljóst glitta í hvítar
doppur á þeytingi í mannþröng og
giskuðu á að það væri flamengó-
dansari, voru of snemma til að sjá síld
í ráðhúsi og misstu af leiklist í Iðnó.
AÐ LOKUM náði hann dagskránni.
Þið missið af öllu. Ég skal sjá um
þetta, sagði hann þreyttur. Hvað lang-
ar þig að sjá? spurðu samferðakon-
urnar auðsveipar. Mig langar að sjá
tenórana þrjá, sagði hann og blaðaði í
dagskránni. Þeir eru ekki, var svarið.
Gott ráð til að gleðja vonsvikna er að
gefa þeim að drekka. Hersingin kom
sér fyrir á kaffihúsi við Tjörnina.
ÉG VIL EKKI missa af Stuðmönnum
og flugeldunum, andvarpaði okkar
maður. Ég er með flugeldana á
hreinu, sagði mágkonan. Þeir byrja
klukkan tólf. Nei, ellefu, sagði ein-
hver og því var naumlega bjargað að
þessi ratleikur endaði með ósköpum.
Stórfjölskyldan barst með straumn-
um og furðulega lítil afföll urðu af
ættmennum. Bleikum stjörnum
rigndi yfir Reykvíkinga sem leituðu
saman að menningu fram á nótt.
Næst er ráð að vera einn á línuskaut-
um með dagskrána í plasti.
Í leit að
menningu