Fréttablaðið - 01.09.2003, Blaðsíða 47
Nánari upplýsingar í síma +45 7025 2577
www.tmdanmark.dk
pS ánn
30 ára reynsla með spánskar húseignir afhentar
beint frá byggingaraðila á umsömdum tíma.
Sýningaferðir með leiðsögn á dönsku eða ensku.
Costa Blanca ströndin hefur
eitt heilsusamlegasta loftslag
veraldar, skv. WHO.
Velkomin á k
ynningu
sem haldin v
erður á
Hótel Loftleiðir-
Flugleiðahótel v
ið Hlíðarfót,
Reykjavíkurfl ug
velli
laugard. 6. og
sunnud. 7. se
p. kl. 10-17
Mikið úrval af vönduðum
húseignum á Costa
Blanca ströndinni á mjög
hagstæðu verði.
Við veitum yður alla
nauðsynlega aðstoð í sam-
bandi við fasteignakaup/
búsetu á Spáni.
T M I N T E R N A T I O N A L
Diesel húfa - 1.990
Diesel belti - 7.990
4 You jakki - 9.990
Energie bolur - 6.990
Diesel gallabuxur
"Zathan" - 10.990
Diesel húfa - 2.990
Diesel trefill - 4.990
Diesel skór - 8.990
Diesel jakki - 13.990
Diesel gallabuxur
"Cherone" - 15.990
Killah bolur - 3.990
Nýjar flottar haustvörur
Ný DIESEL sending.......... mikið úrval
gallabuxur - bolir - jakkar - skór
Kringlunni s. 568 9017 - Laugavegi s.511 1717 - www.ntc.is
Hannes Hólmsteinn Gissurarsoner að vinna kapphlaupið um
hver verður
fyrstur með
ævisögu um
nóbelskáldið,
Halldór Kiljan
Laxness, en
Halldór Guð-
m u n d s s o n ,
fyrrum útgáfu-
stjóri Máls og
menningar, sit-
ur líka sveittur við skriftir á
ævisögu nafna síns. Að vísu fréttist
af Halldóri í Þjóðarbókhlöðunni, en
af Hannesi eru þær fréttir að hann
hefur valsað um Gljúfrastein og
heimsótt klaustrið sem Laxness
dvaldi í, auk þess sem hann fór til
Los Angeles. Hannes kemur með
fyrsta bindið sitt í haust en Halldór
líklega ekki fyrr en á næsta ári.
Davíð Oddsson sagði eitthvað áþá leið, þegar Gunnar Örlygs-
son fór í fangelsi, að þeir þingmenn
sem brytu af sér ættu að segja af
sér. Þarna tók hann sterkt til orða,
enda ekki
þekktur fyrir
annað. En leið-
inlegt að jafn
ungur þing-
maður og Sig-
urður Kári
Kristjánsson
eigi þetta núna
yfir höfði sér.
Að vera í flokki
með formann, sem hefur svona
stranga siðferðiskennd, en eins og
kom fram í fréttum Stöðvar 2 um
daginn var Sigurður Kári tekinn
fullur á bíl um daginn.
Fréttiraf fólki
Imbakassinn
Íglasinu verður upplýst kokteil-ber og glært ljós,“ segir lista-
maðurinn og skipatæknifræðing-
urinn, Stefán Geir, sem hyggst
opna yfirlitssýningu á verkum
sínum á Ljósanótt í Reykjanesbæ
í byrjun næsta mánaðar. Meðal
verka hans þar verður stærsta
kampavínsglas í heimi, en áður er
Stefán Geir þekktur fyrir verk í
yfirstærð og nægir þar að nefna
blokkflautu við Árbæjarlaug, Ol-
íutrekkt hjá bensínstöð Olís við
Sæbraut, stærsta herðatré í heimi
sem er við Laugardalslaug og svo
dómaraflautu í Bessastaðahreppi:
„Kampavínsglasið er gert úr
plexigleri og er hálfur fjórði
metri á hæð, tveir metrar í þver-
mál og tekur tvö þúsund lítra af
kampavíni,“ segir Stefán Geir, en
vegna hæðarinnar er ekki hægt að
drekka úr glasinu nema vera með
stiga. Þá á að vera hægt að baða
sig í því.
Fyrri verk Stefáns Geirs hafa
komist í Heimsmetabók Guinnes,
nema olíutrektin, því aðstandend-
ur heimsmetabókarinnar gera þá
kröfu til verkanna að þau séu hæf
til notkunar. Blokkflautan, herða-
tréð og dómaraflautan eru það, en
olíutrektin ekki, því enginn bíll er
svo stór að hægt sé að nota slíka
trekt við olíuskipti: „Það er hægt
að blása í báðar flauturnar ef
menn eru nógu montnir,“ segir
listamaðurinn um blokkflautuna
og dómaraflautuna.
Þar sem Stefán Geir er skipa-
tæknifræðingur, íhugar hann nú
að smíða stærsta skip í heimi.
Hann hugsar sér það staðsett á
milli lands og Eyja og gæti því
komið í stað umræddra jarð-
ganga: „Það væri hægt að keyra
eftir þilfarinu og gera göng í
gegnum skipsbrúna. Þá gæti fólk
gist í káetum neðan þilja,“ segir
Stefán Geir. ■
Ljósanótt
STEFÁN GEIR
■ frumsýnir stærsta kampavínglas í
heimi á Ljósanótt í Reykjanesbæ í
byrjun næsta mánaðar. Það er hægt að
baða sig í því.
Stærsta
kampavínsglasið
STEFÁN GEIR OG GLASIÐ
Ekki hægt að drekka úr því stigalaus.
MÁNUDAGUR 1. september 2003
Varúðarráðstafanirnar vegna heimsóknar
forsetans eru þær mestu í sögunni! Lög-
reglan hefur fengið sérþjálfaðar óeirða-
sveitir og brynvarin ökutæki til liðs við sig!
Að auki hefur Styrmir lögreglustjóri
klæðst sérstakri happabrók með kross-
fiskamunstri!
Farðu í
fúlan!
Nei!
Norður
og nið-
ur!