Fréttablaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 1
ATVINNUMÁL Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdastjóri Alþýðusam- bands Íslands segir að það hljóti að skapast svigrúm til þess í kjarasamningum í vetur að koma til móts við þá sem lægst hafa launin. Hann nefnir hækkun at- vinnuleysisbóta sem nú eru 77.000 krónur á mánuði og hærri lágmarkslaun. Gylfi vill sjá aukinn kaupmátt allra, líka þeirra sem búa við bág- ust kjör og að hagvöxtur, sem spáð er, gefi tækifæri til þess að koma til móts við þessa hópa. Gylfi telur ekki að hækkun bóta til atvinnulausra og öryrkja og úrræði fyrir aldraða muni ógna stöðugleikanum í efnahagsmál- um. Hann segir að stöðugleikinn gagnist vinnandi fólki best og að það felist engin mótsögn í því að vilja halda honum áfram en um leið að vinna að betri kjörum fyrir sína umbjóðendur. Verka- lýðsfélögin eru að undirbúa kröfugerð vegna kjarasamning- anna í vetur. Í Fréttablaðinu í dag er fjallað um ástand og horfur í íslenskum efnahagsmálum, en almennt er talið að þjóðin sé að sigla inn í góðæristímabil. Í þeirri umræðu telur Gylfi ástæðu til að óttast að illa fari. Sérstaklega þegar litið sé til síðustu uppsveiflu. Síðasta góðæri hófst um miðj- an tíunda áratug síðustu aldar. Hagvöxtur var fjárfestingadrif- inn í afmörkuðum greinum en breiddist hratt út um þjóðfélagið. „Kveikiþráðurinn var stuttur síð- ast en við vonum að hann sé lengri núna,“ segir Björn Rúnar Guðmundsson hagfræðingur greiningardeildar Landsbankans. „Það þýðir að kaupmáttur hækk- ar ekki endilega jafn mikið og í síðustu uppsveiflu en það er held- ur ekki eins mikil hætta á að allt fari í bál og brand.“ Nánar á síðum 12 og 13. MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 34 Leikhús 34 Myndlist 34 Íþróttir 31 Sjónvarp 36 SUNNUDAGUR 28. september 2003 – 235. tölublað – 3. árgangur DEILA INNAN SJÓVAR-AL- MENNRA Stjórnend- ur Sjóvár og Íslands- banka hafa látið við- skipti með 2% hlutafjár í Sjóvá ganga til baka. Forsvarsmenn Afls og Atorku telja samt sem áður þurfi að taka verði tillögu þeirra um málshöfðun fyrir. Sjá síðu 2. BUSH OG PÚTÍN FUNDA Leiðtogar Bandaríkjanna og Rússlands, þeir George W. Bush og Vladimir Pútín, hvetja bæði Íran og Norður-Kóreu eindregið til þess að hætta öllum hugsanlegum áformum um að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Sjá síðu 2. BARNAKLÁMHRINGUR UPP- RÆTTUR Þýska lögreglan leysti í vikunni upp barnaklámhring sem teygir anga sína til 166 landa. Þúsundir einstaklinga eru grunaðir um að eiga og dreifa barnaklámi. Sjá síðu 4. SEYÐFIRÐINGI GERT AÐ FLYTJA Tryggvi Harðarson, bæjarstjóri Seyðfirðinga, segir að samkomulag við Skagstrendinga hafi ekki staðist. Seyðfirðingi var gert að fly- tja á Skagaströnd. Sjá síðu 6.    VEÐRIÐ Í DAG ÍR MÆTIR FH Fjórir leikir fara fram í Remax-deild karla í handbolta. ÍBV mætir HK klukkan 16. ÍR-FH, Stjarnan-Selfoss og Haukar-Breiðablik mætast klukkan 19.15. Fjórir leikir eru í Remax-deild kvenna og hefjast þeir klukkan 17. Fylkir ÍR mætir KA Þór, Stjarnan tekur á móti Gróttu KR, Valur sækir Hauka heim og Víkingur mætir Fram. DAGURINN Í DAG Vill að góðærið nýtist öllum Alþýðusamband Íslands undirbýr kjarasamninga. Framkvæmdastjóri sambandsins segist vilja sjá aukinn kaupmátt allra, líka þeirra sem búa við bágust kjör. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Snorri Ásmundsson: Ætlar í framboð FORSETAFRAMBOÐ Snorri Ásmunds- son myndlistarmaður kveðst stað- ráðinn í því að fara í forsetafram- boð að ári. Sem stendur er hann einn í kjöri, því enginn annar hef- ur lýst yfir fram- boði. Undanfarið hefur hann átt í viðræðum við bandarískt af- þreyingarfyrir- tæki um að kosta kosningabaráttu sína. Sú fjárhæð sem rætt er um að fyrirtækið láti af hendi rakna er yfir 200 milljónir. Nánar á síðu 14. Skagamenn sigruðu FH 1-0 í úrslitaleik Visa-bikars karla á Laugardalsvellinum í gær. Skagamenn sem voru að landa sínum níunda bikar- meistaratitli, byrjuðu betur í leiknum í gær og áttu skot í þverslá og stöng. Þegar líða tók á leikinn varð jafnræði með liðunum og um tíma héldu áhorfendur að framlenging og jafnvel vítaspyrnukeppni myndi ráða úrslitum. Svo varð þó ekki því á 80. mínútu leiksins tryggði Garðar B. Gunnlaugsson, ÍA sigurinn, eftir að hafa fylgt vel eftir markskoti frá Kára Stein Reynissyni. Kynlíf Íslendinga Í eldlínunni ▲ SÍÐA 20 og 21 Mikið góðæri er í aðsigi á Íslandi vegna stóriðjuframkvæmda. Hagfræðingar eru sammála um að nú þurfi að halda vel á spöðunum. Hætt er við að góðærið endi með skelfilegum timburmönnum. SÍÐUR 12 og 13 Góðærið kemur enn á ný Ærumeiðingar: Áttatíu og átta kærur DÓMSMÁL Áttatíu og átta kærur vegna ærumeiðinga hafa borist Ríkislögreglustjóra síðan 1999. Ís- lendingar virðast seinþreyttir til vandræða. Einungis tólf þessara mála hafa farið fyrir dómsstóla. „Öll umræða hérna er í einhverju hláturkasti,“ segir Sigurður G. Guðjónsson forstjóri Norðurljósa. „Menn þora aldrei að taka á einum né neinum.“ Nánar á síðum 20 og 21. SNORRI ÁSMUNDSSON Aflar fjár frá út- löndum fyrir for- setaframboð. ▲ SVIÐRAR VEL Á UTANHÚSSVIÐ- BURÐI Nauðsynlegt er að nota þetta fína veður til viðra sig fyrir vinnuvikuna. Talsvert er um liðið síðan góðviðri bar upp á helgi í borginni. Sjá síðu 6. Eru Íslendingar í raun og veru heims- meistarar í skyndikynnum, ánægðir með kynlífið og mikið fyrir klám? ▲ SÍÐA 24 „Ég veit að sumum finnst ég hörkuleg en það kemur til af því að það er svo innbyggt í sálarlífið að maður verði að standa sína plikt,“ segir Valgerður Sverrisdóttir í viðtali um Kárahnjúka, viðskiptalífið og sjálfa sig.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.