Fréttablaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 32
KÖRFUBOLTI KR-ingar unnu sann- færandi sigur á American All Stars liðinu á alþjóðlega körfu- boltamótinu sem fram fer í Dan- mörku þessa dagana. KR vann með 17 stiga mun en sami munur var á liðunum í hléi. Á heimasíðu körfuboltans í KR kemur fram að jafnræði var á með liðunum í upphafi leiks. Staðan var 16-14 fyrir Banda- ríkjamennina eftir fyrsta leik- hluta á nokkrum mínútum snéru KR-ingar stöðunni í 34-16, eink- um vegna góðrar framgöngu Chris Woods og Baldurs Ólafs- sonar. Staðan í hálfleik var 32-49 fyrir KR. Svipaður munur hélst á liðun- um í seinni hálfleik. KR-ingar leiddu 71-47 eftir þriðja leikhluta og unnu að lokum 90-73. Heima- síða körfuboltans í KR segir að Bandaríkjamennirnir hafi ekkert ráðið við Baldur Ólafsson sem skoraði 25. Chris Woods átti ein- nig góðan leik og skoraði 29 stig. Hann hitti reyndar illa utan af velli en var mjög sterkur inni í teignum. Magni Hafsteinsson skoraði átta stig, Hjalti Kristins- son sjö, Steinar Kaldal sex, Arnar Kárason fimm, Ólafur Már Ægis- son og Magnús Helgason þrjú, Jóel Sæmundsson tvö og Skarp- héðinn Ingason eitt. ■ 32 28. september 2003 SUNNUDAGUR NÚTÍMAFIMLEIKAR Lið Suður Kóreu í æfingum á heimsmeist- aramótinu í nútímafimleikum í Búdapest. Fimleikar FÓTBOLTI Vanda Sigurgeirsdóttir og Ólafur Jóhannesson voru valin þjálfarar ársins af Knattspyrnu- þjálfarafélagi Íslands. Vanda þjálfaði Íslandsmeistara KR og Ólafur FH sem lék til úrslita í VISA-bikarkeppninni og varð í 2. sæti Landsbankadeildar karla. Vanda hefur þrisvar áður verið valin þjálfari ársins, 1996 þegar hún þjálfaði Breiðablik, 1997 þeg- ar hún þjálfaði A-landsliðið og 1999 þegar hún þjálfaði KR. Ólaf- ur var valinn þjálfari ársins árið 1996 þegar Skallagrímur vann sér sæti í efstu deild undir hans stjórn. Knattspyrnuþjálfarafélagið heiðraði einnig þrjá þjálfara yngri flokka, Sigurlín Jónsdóttur, þjálfara 4. flokks kvenna hjá Fram, Lárus Grétarsson, þjálfara 2. og 3. flokks karla hjá Fram og Úlfar Hinriksson, þjálfara 4. flokks karla hjá Breiðabliki, U21 landsliðs kvenna og aðstoðarþjálf- ara A-landsliðs kvenna. Guðni Kjartansson, Helgi Þorvaldsson og Kjartan Másson voru sæmdir gullmerki Knattspyrnuþjálfarafé- lagsins. ■ Íslendingar unnu Pólverja 3-2 FÓTBOLTI „Við fengum fleiri færi og gátum skorað fleiri mörk. Það eina sem stendur upp úr í leikn- um er að við fengum þrjú stig og það var það sem við stefndum að fyrir leikinn, sagði Helena Ólafs- dóttir, þjálfari A-landsliðs kvenna. Pólverjarnir skoruðu eftir aðeins tíu sekúndur. „Það var bara eins og við værum ekki til- búnar. Þetta var náttúrlega eins og kjaftshögg og því fylgdi viss taugaóstyrkur.“ Íslendingar svöruðu með þremur mörkum fyrir hlé. „Fyrsta markið kom eftir horn- spyrnu. Þá skallar Olga Færseth við stöngina nær og inn. Annað markið kom þegar Olga komst ein upp völlinn og lagði boltann fyrir á Margréti Láru Viðars- dóttur sem skoraði. Ásthildur skoraði þriðja markið þegar hún komst ein innfyrir vörnina.“ Helena segir að í seinni hálf- leik hafi íslenska liðið verið lík- legar til að bæta við marki en samt voru það Pólverjarnir sem skoruðu þegar um hálftími var eftir. „Pólverjarnir léku með flata vörn og við vorum oft rang- stæðar. En við náðum að nýta okkur það í tveimur seinni mörk- unum.“ Helena segir að Íslendingar hafi kynnst nýju hlutverki eftir stóran sigur í fyrri leiknum við Pólverja því áttu margir von á auðveldum sigri í þessum leik. „Við vorum í nýrri stöðu eftir 10- 0 sigur. Þá erum við allt í einu komnar í það hlutverk að eiga að vinna leik á útivelli. Það er nokk- uð sem við höfum ekki staðið í áður. Það er líka nýtt að vinna leik og vera samt ekki sáttur við leikinn. Við erum bara alsælar með stigin.“ Lið Íslands var skipað þessum leikmönnum: Þóra Björg Helga- dóttir - Málfríður Erna Sigurðar- dóttir, Guðrún Sóley Gunnars- dóttir, Íris Andrésdóttir, Erla Hendriksdóttir - Hólmfríður Magnúsdóttir (Hrefna Jóhannes- dóttir 46.), Edda Garðarsdóttir, Laufey Ólafsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir (Erna B. Sigurðar- dóttir 89.) - Ásthildur Helgadótt- ir (fyrirliði) - Olga Færseth. ■ Þýska knattspyrnan: Bochum sekúndum frá sigri FÓTBOLTI Arie van Lent, leikmaður Borussia Mönchengladbach, hafði tvö stig af Bochum þegar hann jafnaði á fjórðu mínútu uppbótar- tíma í leik liðanna í gær. Van Lent skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu en Mamadou Diabang jafnaði fyrir Bochum. Daninn Peter Madsen kom Bochum yfir á 89. mínútu en það var skammgóður vermir því van Lent jafnaði fjórum mínútum síðar. Þórður Guðjónsson var í byrjunarliði Bochum en var skipt útaf í hálfleik. ■ Alþjóðlegt körfuboltamót í Danmörku: KR vann American All Star KR KR-ingar unnu American All Star með sautján stiga mun á alþjóðlega körfuboltamótinu í Danmörku. Íslendingar eru efstir í 3. riðli undankeppni Evrópukeppni kvennalandsliða. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði sitt fimmta mark í fjórum leikjum með A-landsliðinu. STAÐAN Í 3. RIÐLI Ísland 5 3 1 1 18:6 10 Rússland 3 2 1 0 10:2 7 Frakkland 2 2 0 0 6:0 6 Ungverjaland 4 1 0 3 4:11 3 Pólland 4 0 0 4 2:21 0 Mörk Íslands í keppninni: Margrét Lára Viðarsdóttir 5, Ásthildur Helgadóttir 3, Hrefna Jóhannesdóttir 3, Erla Hendriks- dóttir 2, Olga Færseth 2, Embla Grétars- dóttir, Dóra María Lárusdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir. LEIKIR ÍSLANDS Á NÆSTA ÁRI: 29. maí Ungverjaland - Ísland 2. júní Ísland - Frakkland 22. ágúst Ísland - Rússland OLGA FÆRSETH Olga skoraði fyrsta markið gegn Pólverjum og lagði upp mark Margrétar Láru Viðarsdóttur. Þjálfararfélag Íslands: Vanda og Ólafur þjálfarar ársins VANDA SIGURGEIRSDÓTTIR Vanda var valin þjálfari ársins í fjórða sinn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Evrópukeppni U19-liða kvenna: Ísland efst og ósigrað FÓTBOLTI Íslendingar unnu Tékka 1-0 í lokaleiknum í undanriðli Evr- ópukeppni U19-liða kvenna í gæt. Sif Atladóttir skoraði markið mín- útu fyrir leikslok. Íslendingar höfðu áður unnið Letta 4-0 og Slóvaka 5-3 og halda áfram í keppninni eins og Slóvak- ar sem unnu Letta 6-0 í gær. Í milliriðli leika Íslendingar gegn Þjóðverjum, Pólverjum eða Sví- um og Ungverjum í apríl en loka- keppnin fer fram í Finnlandi næsta sumar. ■ LOKASTAÐAN Í RIÐLINUM Ísland 3 3 0 0 10:3 9 Slóvakía 3 2 0 1 12:5 6 Tékkland 3 1 0 2 7:4 3 Lettland 3 0 0 3 0:17 0 Mörk Íslands í keppninni: Harpa Þor- steinsdóttir 3, Dóra María Lárusdóttir 2, Greta Mjöll Samúelsdóttir 2, Dóra Stef- ánsdóttir, Nína Ósk Kristinsdóttir, Sif Atla- dóttir,  12.50 Enski boltinn á Sýn. Bein út- sending frá leik Charlton og Liverpool.  14.50 Enski boltinn á Sýn. Bein út- sending frá leik Manchester City og Tottenham.  16.00 ÍBV og HK keppa í Eyjum í suðurriðli RE/MAX-deildar karla.  17.00 Fylkir/ÍR og KA/Þór keppa í Austurbergi í RE/MAX deild kvenna.  17.00 Stjarnan leikur við Gróttu/KR í Ásgarði í RE/MAX deild kvenna.  17.00 Haukar mæta Val að Ásvöll- um í RE/MAX deild kvenna.  17.00 Víkingur fær Fram í heim- sókn í Víkina í RE/MAX deild kvenna.  17.30 Formúla 1 á RÚV. Bein út- sending frá kappakstrinum í Indianapol- is í Bandaríkjunum.  19.00 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  19.15 Haukar leika við Breiðablik á Ásvöllum í suðurriðli RE/MAX-deildar karla.  19.15 Stjarnan mætir Selfossi í Ásgarði í suðurriðli RE/MAX-deildar karla.  19.15 ÍR keppir við FH í Austur- bergi í suðurriðli RE/MAX-deildar karla. hvað?hvar?hvenær? 25 26 27 28 29 30 1 SEPTEMBER Sunnudagur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.