Fréttablaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 23
23SUNNUDAGUR 28. september 2003 Maður að mínu skapi Þegar Abel Gance kvikmyndaðistórvirkið Napoleon á þriðja áratugnum, dugði ekkert minna en að gera bíómynd sem varpað var á þrjú kvikmyndatjöld í einu í stað eins. Svo stórbrotin, óvenju- leg og áhrifarík persóna var Napóleon. Beethoven tileinkaði níundu sinfoníu sína Napóleon en strikaði tileinkunina svo út. Og það sem gerir Napóleon einmitt svo sérstakan í mínum huga er hve afstaða samtímans allt frá dögum Lúðvíks til hans er tví- ræð,“ segir Árni Snævarr sagn- fræðingur um þann mann sem hann hefur í hávegum. Árni var svo heppinn að eyða sumarleyfi í fæðingarborg hans, Ajaccio á Korsíku. Þá skildi hann loksins hvers vegna Napóleon fann alltaf anganina af ættjörð sinni í draumum sínum í útlegð- inni á Sankti Helenu. Ættjörðin var ekki Frakkland heldur Kor- síka. Móðurmál Napóleons var ekki franska heldur ítölsk mál- lýska heimamanna. „Frægasti Frakki allra tíma – rétt eins og Zinedine Zidane í dag – var ekki franskur!“ segir Árni. „Og þeir sem halda hvað mest upp á minn- ingu hans eru korsískir aðskilnað- arsinnar sem vilja ekkert af keis- aradæminu vita sem hann stofn- aði á fastalandinu. Allir þekkja sögur af Napóleon. Bréfinu sem hann skrifaði til Jósefínu konu sinnar þegar hann var á leið heim til Parísar af víg- vellinum. Í því sagði: „Ekki fara í bað, kem heim eftir þrjá vikur“. Eða þegar hann eggjaði hersveitir sínar til dáða við píramídana í Eg- yptalandi: „Hermenn: ofan af þessum píramídum, líta fjörutíu aldir nið- ur á ykkur!“ Svo ótrúlega smár var hann, en samt svo stór.“ Tvíræð afstaða Frakka Afstaða Frakka til Napóleons er einstaklega tvíræð að sögn Árna. Vissulega heita metrostöðv- arnar í París eftir orrustum Napó- leons, „Austerlitz“, vísindamönn- um í þjónustu hans, „Champoll- ion“, eða hershöfðingjum hans, „Kleber“, en samt er furðu lítið gert í Frakklandi til að halda minningu hans á lofti. „Napóle- onsgötur finnast en það eru ekki Laugavegir, heldur Brekkustígar franskra borga. Það er furðu lítið miðað við þau tröll- auknu áhrif sem Napóleon hafði á Evrópu. Hann ú t b r e i d d i h u g m y n d i r frönsku bylt- ingarinnar með vopnavaldi til nágrannaríkja Frakklands og festi þær í sessi þar auk þess að taka saman merkan lagabálk og berja í gegn ýmsar umbætur. Þar nægir að nefna metrakerfið. Sem dæmi þá dvaldist hann í sex daga á Möltu á leið sinni til Egyptalands og á þeim tíma bannaði hann þrælahald, leysti upp lénskerf- ið, gaf gyðingum sömu réttindi og öðrum landsmönnum, stofn- aði fimmtán grunnskóla fyrir tíu þúsund íbúa og svo framvegis. Franska veldið hrundi von bráðar en heimurinn var ekki samur...“ Frú Mamma Árni getur lengi þulið upp afrek Napóleons... en þekk- ir einnig veikleikana: „Napóleon var hins veg- ar einstaklega breyskur maður. Valdagræðgi hans, hégómagirnd og sérgæsku voru fá tak- mörk sett. Móðir hans var eina manneskjan sem stóð uppi í hárinu á honum. Mamman sem oft var kölluð „Madame mere“ – frú Mamma, fannst krýn- ing hans sem keisara fáranleg og neitaði að vera viðstödd. Napóle- on lét hins vegar David falsa hana inn á opin- bera málverkið af at- höfninni í Notre Dame. Frú Mamma vildi bara vera heima á Korsíku – jafnvel þótt öll börnin hennar væru orðin þjóðhöfðingjar í ýms- um Evrópulöndum fyrir tilstilli Napóleons. „Einn góðan veðurdag á ég eftir að fá alla þessa þjóð- höfðingja aftur í hausinn,“ sagði sú gamla og hélt áfram að rækta garðinn sinn í Ajaccio. Árni segir áhrifa Napóleons gæta ótrúlega víða – hann hefur orðið jafnt Stendhal sem Laxness yrkisefni og í nær tvær aldir eftir dauða hans mun enginn vitlausra- spítali hafa staðið undir nafni sem ekki hefur státað af Napóleon Bónaparta endurbornum. Sam- tímamenn hans eru hins vegar flestum gleymdir. „Frú mamma fékk auðvitað þjóðhöfingjabörnin í hausinn í vel ræktaðan blómagarðinn í Maison Napoleon í Ajaccio. Heimsveldi Napóleons stóð á brauðfótum, þjóðhöfðingjunum var kollvarpað (Guði sé lof?!) eftir að Napóleon seildist of langt í heimsvalda- stefnu sinni og Madame Mere fékk börnin sín aftur. Nema keisarann. Hann lést á hjara veld- ar með anganina af skraut- blómunum hennar frú Mömmu í vitunum,“ segir Árni um þennan fræga mann sem er honum að skapi. jakob@frettabladid.is ÁRNI SNÆVARR Þrátt fyrir að valdagræðgi, hé- gómagirnd og sérgæsku væru einkennandi fyrir Napoleon getur Árni ekki annað en dáðst að þess- um manni sem hafði tröllaukin áhrif á Evrópu og heiminn allan. Napoleon - sonur hennar frú Mömmu NAPOLEON BONAPARTE Mynd listamannsins Davids af honum á skrifstofu sinni. Mikilmennið Napóleon er ekki í miklum hávegum haft í Frakklandi í dag. Hann útbreiddi hugmyndir frönsku byltingarinnar með vopna- valdi til nágrannaríkja Frakk- lands og festi þær í sessi þar auk þess að taka saman merkan lagabálk og berja í gegn ýmsar umbætur. Þar nægir að nefna metrakerfið. ,, HÖFUM OPNAÐ KÖKUHÚS Í KÓPAVOGI Hefur þú smakkað parísurnar okkar tilboð um helgina Kökuhúsið Auðbrekku 2 Kópavogi, s 554 2708 einnig tilboð á litlum tertum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.