Fréttablaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 19
19SUNNUDAGUR 28. september 2003 Stærsti sýningarsalur með gólfefnum á landinu Eik Kirsuber Beyki Aðeins k r. 1.190,- p r. m2 Aðeins k r. 1.190,- p r. m2 Aðeins k r. 1.190,- p r. m2 VÍKINGA plastparket Parket sem þolir umganginn á heimilinu Það gengur oft á ýmsu á venjulegu íslensku heimili með tilheyrandi álagi á gólfefnið. Við hjá Harðviðarvali eigum mikið úrval af fallegu og sterku plastparketi sem þolir allan áganginn. Frítt svampundirlag fylgir! E i n n t v e i r o g þ r í r 2 8 7 .0 1 7 Björgvin Halldórsson Maðurinn sem spurt var um ásíðu 15 er Björgin Halldórs- son. Björgvin hefur verið að slá í gegn enn og aftur með hinni forn- frægu hljómsveit sinni Brimkló sem gerði allt vitlaust í Kaplakrika fyrir viku, þegar Hafnfirðingar stigu trylltan dans eftir frækinn sigur FH-inga á KR: 7 - 0. Sá leikur verður lengi í minnum hafður sem og Björgvin en hann hefur þennan fágæta og eftirsóknarverða hæfi- leika að vera ávallt réttur maður á réttum stað. ■ Listaverk vikunnar er eftir SöruBjörnsdóttur frá árinu 2000 sem heitir Ávextir. Þetta er lit- ljósmynd, 170 x 125 og er í eigu Listasafns Íslands sem keypti verkið árið 2000 á 230.000 krónur. Í myndlist sinni tekur Sara oft fyrir málefni líðandi stundar. Verk Söru hafa oft pólítískan og þjóðfélagslegan undirtón og hún hefur velt fyrir sér hlutverki listamannsins og stöðu myndlist- ar í þjóðfélaginu. Eitt dæmi um slíkt er verkið hér sem nefnist Ávextir og fjallar um erfðabreytt matvæli og vekur okkur til um- hugsunar um áhrif þeirra. Kveikj- an að verkinu var þátttaka Söru í sýningunni Food Art í Bergen árið 2000, en Sara hefur haldið 5 einka- sýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga heima og erlendis. Sara sýnir um þessar mundir í húsakynnum Listasafns Íslands myndbands innsetningu í Sjónar- horni Listasafns Íslands sem hún kallar „Rugl í rýminu“. Sara er fædd árið 1962. Hún lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands 1995 og frá 1996-97 var hún í Chelsea Collage of Art & Design í London. ■ Maðurinn er... Málverk vikunnar Erfðabreyttir ávextir og pólitískur undirtónn SARA BJÖRNSDÓTTIR Hún ruglar í rýminu en hér er hún með verk sem nefnist Ávextir, litljósmynd, 170 x 125. Verk Söru hafa oft pólitískan undirtón og hér er fjallað um erfðabreytt matvæli. Sara Ferguson Gefur út barnabók Nú hefur Sarah Ferguson,fyrrum eiginkona Andrew prins, gert eins og poppdrot- tningin Madonna og gefið út barn- abók. Bókin heit- ir „Little Red“ og fjallar um litla stúlku sem fer í lautarferð með vinum sínum. Þau bjarga meðal annars kanínu frá illum örlög- um. Bókin hefur fengið ágætis dóma. ■ SARA FERGUSON Áritaði barnabók sína í New York á miðvikudaginn. FRÁ TÍSKUVIKUNNI Í LONDON Fyrirsætur mega fara að vara sig. Tískuheimurinn Poppstjörnur skáka fyrirsætum Ofurfyrirsætur hafi æ oftarþurft að lúta í lægra haldi í tískuheiminum undanfarið fyrir tónlistarstjörnum. Það færist í vöxt að poppstjörnurnar skáki fyrirsætunum og augu tískuhönn- uða og stórra tískuhúsa beinast nú að poppstjörnum á kostnað fyrir- sætanna. Þannig er það Christina Aguilera sem auglýsir fyrir Ver- sace og Skechers, Eve fyrir Ree- bok Classic og Kelly Clarkson fyr- ir Candie’s. „Tónlist er svo stór þáttur í lífsstíl okkar viðskipta- vina,“ segir Dari Marder, yfir- hönnuður hjá Candie’s, en nýjasta skóherferð Candie’s notaðist við American Idol sigurvegarann Cl- arkson og Kelly Osbourne úr Destiny’s Child. „Tónlist og tíska eru orðin svo nátengd,“ segir Dara. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.