Fréttablaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 24
Hjálpartækjasalinn: Klám er krydd í tilveruna Sóttvarnalæknirinn: Niður af bylgjutoppi Ég hef verið að glugga í þaugögn sem Durex lætur fjöl- miðlum í té og finnst þau allt of fátækleg til að hægt sé að leggja mat á þessar upplýsingar af ein- hverju viti“, segir Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, hjúkrunar- og kyn- fræðingur. „Til dæmis er sagt að þetta sé „youth-focused survey“, það er að segjast að hún beinist að ungu fólki og að niðurstöðurnar hafi verið flokkaðar út frá aldri og kyni. Enga sundurliðun út frá breytunum aldri og kyni er hins vegar að finna þannig að ekki kemur fram hverjir svöruðu, bara fjöldi á heimsvísu. Ekki virðist heldur hafa verið gerð nein til- raun til að meta hvort þeir sem svara, í hverju landi fyrir sig, leggi sama skilning í hugtök sem notuð eru í spurningunum til dæmis hugtökin skyndikynni, kynmök og það að vera ánægður með sitt kynlíf. Það má fyrst og fremst hafa gaman af könnun af þessu tagi, skemmtanagildið er ótvírætt og kannski vekur það at- hygli á vörunni sem Durex fram- leiðir. Ef hægt er að nota netið á jákvæðan hátt til dæmis með því að minna á gildi smokksins er það sjálfsagt.“ ■ Haraldur Briem, sóttvarna-læknir segir að klamydíutil- felli séu öllu fleiri á Íslandi en hinum Norðurlöndunum. „Þetta þarf þó ekkert endilega að vera vísbending um að Íslendingar séu óvarkárari og við höfum viljað fara varlega í að draga þá ályktun að Íslendingar séu eitthvað sér- staklega lauslátir.“ Haraldur segir að skýringarn- ar á þessi geti verið margar og nefnir sem dæmi að Íslendingar gætu verið duglegri en aðrir að fara í próf og það geti haft áhrif á tíðnisveifluna. Haraldur segir að klamydíu- faraldurinn sé algengastur hjá fólki á aldrinum 15 til 25 ára og hafi náð hámarki í kringum 2001 en sé frekar í rénun. „Þannig að við virðumst vera að fara niður af einhverjum bylgjutoppi. Það vek- ur svo aftur athygli að lekandi er nánast óþekktur hérna þannig að það er ákveðið ósamræmi í þessu.“ ■ 24 28. september 2003 SUNNUDAGUR Kynlífsþjóðin Ísland SKYNDIKYNNI Nýleg vefkönnun bendir til að Íslendingar séu heimsmeistarar í skyndikynnum. Sam- kvæmt yfirgripsmikilli kynlífskönnun sem gerð var fyrir tíu árum hér á landi eru Ís- lendingar ekki alveg svo lauslátir. Smokkaframleiðandinn Durexbirti á dögunum niðurstöður Internetkönnunar á kynlífshegðun fólks út um allan heim. Könnunin er vitaskuld ekki vísindaleg og niðurstöðurnar hafa því fyrst og fremst ákveðið skemmtigildi um leið og þær gefa tilefni til ýmissa misvel ígrundaðra vangaveltna. Netkönnunin bendir til þess að 45% jarðarbúa hafa haft skyndikynni og að Norðurlandabú- ar séu lausgirtastir í þessu sam- bandi. Íslendingar tróna á toppn- um en 71% þjóðarinnar á að hafa prufað skyndikynni samkvæmt þessu. Norðmenn fylgja fast á hæla Íslendinga með 70% . Um 80% Íslendinga sögðust vera ánægð með kynlíf sitt, sem er vel yfir meðaltali, og þá sagðist þó nokkur fjöldi hinna íslensku þáttakenda nota klám í kynlífi sínu, eða 57%. Trónum við þar á toppnum með Norðmönnum, Tékkum og Bandaríkjamönnum. Íslenskur raunveruleiki Árið 1992 gerði Jóna Ingibjörg Jónsdóttir könnun á kynhegðun Íslendinga fyrir Landlæknisemb- ættið og Landsnefnd um Alnæm- isvarnir en jafn yfirgripsmikil könnun á kynlífi Íslendinga hefur ekki verið gerð síðan. Durex könnunin er engan vegin sam- bærileg við könnun Jónu og eins og hún bendir sjálf á þá eru engar raunhæfar forsendur fyrir sam- anburði á þeim fyrir hendi. Það er engu að síður fróðlegt að rifja niðurstöðurnar hennar upp, vegna þeirrar umræðu sem Durex könnunin hefur skapað. Sam- kvæmt könnun Jónu virðast Ís- lendingar ekki alveg jafn lauslátir og vefkönnun benti til, en í hennar könnun kom meðal annars fram að Íslendingar hafa að jafnaði kyn- mök við níu einstaklinga á ævinni. „Þeir yngstu hafa eðlilega haft færri rekkjunauta yfir ævina en aðrir. Karlar hafa að meðaltali helmingi fleiri rekkjunauta en konur yfir ævina, 12 á móti 6,“ segir í niðurstöðunum. Skyndikynni aldursbundin Könnunin leiddi einnig í ljós að hlutfallslega fleiri karlar en konur höfðu haft skyndikynni á Íslandi. Skyndikynni voru al- gengust meðal fólks á aldrinum 16-25 ára og einhleypra og frá- skilinna. Hlutfall þeirra sem höfðu haft skyndikynni lækkaði eftir því sem fólk varð eldra og því var sú ályktun dregin að skyndikynni væru fyrst og fremst aldursbundin hegðun. „Skyndikynni undanfarna þrjá og tólf mánuði eru algengust meðal ungs fólks í tveimur yngstu ald- urshópunum,“ segir í niðurstöð- unum. „Í 16-19 ára aldurshópnum hafa 22,1% haft skyndikynni und- anfarna þrjá mánuði en 42,3% undanfarna tólf mánuði.“ Þessar tölur eru því nokkuð fjarri því að styðja þá mynd sem Durex könn- unin varpar upp af kynlífshegðun Íslendinga. Fjöldi rekkjunauta eftir starfsgreinum Þá var einnig kannað hvort starfsvettvangur gæti tengst kyn- lífshegðun fólks. Var þá meðal ann- ars miðað við hvernig samskiptum fólks við aðra væri háttað í vinn- unni. Þannig var til dæmis fólk sem vinnur við skemmtanir, listir og fjölmiðla sett saman í hóp sökum þess að þessum störfum fylgir gjarnan kvöld- og helgarvinna og samskipti við marga. Fjöldi rekkjunauta árið 1991 var hæstur hjá þeim sem starfa við listir, skemmtun og fjölmiðla eða 2,8 og næst hæstur hjá þeim sem starfa við sérfræði- og stjórnunarstörf eða 2,1. thorarinn@frettabladid.is Íslendingar eru heimsmeistarar í skyndikynnum samkvæmt netkönnun Durex smokkaframleiðandans. Könnunin þykir þó vart marktæk og samkvæmt yfirgripsmikilli könnun á kynlífshegðun Íslendinga sem gerð var fyrir áratug eru Íslend- ingar ekki alveg svo lausgirtir og vefkönnunin bendir til. Þó kann að vera að margt hafi breyst á tíu árum. HALLUR DAN: „Menn reyna oft að nota barþjóninn til að tæla kvenfólkið.“ Barþjónninn: Kræfari konur Það er allur gangur á þessu ogþað er með ólíkindum hvað maður getur rekist á fólk vera að gera, bæði inn á klósettum og ann- ars staðar en við skulum bara hafa þetta smekklegt og segja að fólk leiti sér að blíðu á mörgum stöðum“, segir Hallur Dan sem er barþjónn og hefur því góða yfir- sýn yfir kynlíf í næturlífi landans. Hallur segir að tölurnar úr Durex könnuninni komi sér síður en svo á óvart og hann telur þær vel geta staðist. „Þetta hefur breyst mikið, jafnvel bara á síð- ustu fimm árum. Konurnar eru orðnar miklu kræfari en þær voru og þetta er sjálfsagt orðið miklu auðveldara fyrir karlmennina í dag. En konurnar ráða ferðinni.“ Hallur segist lítið sem ekkert verða var við það að kynnin sem stofnað er til við barinn verði að langvarandi samböndum. „Ég get nú ekki sagt það og fólk er nú ekki beinlínis að koma aftur saman hönd í hönd. Maður sér margan manninn, þvert á móti, með einni manneskju á föstudegi og svo er hann kominn með einhverja aðra upp á arminn á laugardegi.“ ■ Kynfræðingurinn: Fínt að minna á smokkinn JÓNA INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR: „Þetta er ekki vísindalega gerð könnun, heldur gerð af smokkafyrirtæki sem vart telst hlut- laus aðili.“ HARALDUR BRIEM: Segir mikla útbreiðslu klamydíu ekki endi- lega gefa vísbendingu um sérstakt lauslæti Íslendinga. STEFÁN KARL LÚÐVÍKSSON: Segir viðskiptavinahóp sinn stóran og breiðan. Kynlífshjálpartæki eru orðineðlilegri þáttur í lífi fólks“, segir Stefán Karl Lúðvíksson í kynlífshjálpartækjaversluninni Amor. „Verslununum hefur fjölg- að og það er samkeppni í þessu eins og öðru. Hér verslar fólk al- veg frá 18 ára og upp undir sjö- tugt og hér endurspeglast mann- lífsflóran. Þannig eru til dæmis lögreglumenn í þessum hópi.“ Samkvæmt lagabókstafnum er sala og dreifing á klámi bönnuð en Stefán segir klám svo teygjanlegt hugtak að menn lendi oft á gráu svæði. „Klám er eitthvað sem of- býður blygðunarkennd fólks - þannig að það er mjög misjafnt hvað fólk telur vera klám. Það sem einhverri 80 ára gamalli konu kann að finnast klám þarf ekkert endi- lega að vera það í mínum augum og ég tel mig ekki vera að selja neitt ólöglegt. Þetta er bara krydd í tilveruna og við höfum engan áhuga á því að selja einhvern við- bjóð eins og dýraklám. Þannig að það sem við viljum bjóða upp á er í raun ekkert grófara en það sem sést í klámblöðunum í bókabúðun- um.“ ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.