Fréttablaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 18
18 28. september 2003 SUNNUDAGUR Hún er efnuð, ung, falleg ogfræg. Hann er óþekktur bók- sali frá Kabúl í Afganistan. Hún er kristin. Hann er múhameðstrú- ar. Hún er ein af fjölmörgum Vesturlandabúum sem hafa gefið út bók um daglegt líf fátæks fólk í fjarlægum löndum. Hann er sá eini af öllum þeim fátæklingum sem þessar bækur hafa fjallað um sem hefur lagt land undir fót og skotið upp kollinum í velsældinni á Vesturlöndum til að mótmæla lýsingu vestræns höfundar á einkalífi hans og fjölskyldu hans. Hún heitir Åsne Seierstad og er þekktur blaðamaður í Noregi. Bóksalinn frá Kabúl heitir Shah Mohammad Rais. Alþjóðleg metsölubók „Bóksalinn í Kabúl“ eftir Åsne Seierstad hefur selst í meira en hálfri milljón eintaka í Skandin- avíu. Útgefendur í sautján löndum hafa nú þegar tryggt sér útgáfu- réttinn. Ritlaun Åsne Seierstad fyrir söluna í heimalandi sínu einu nema nú þeg- ar um 50 milljón- um króna. Shah Mohammad bók- sali sem bókin fjallar um, maður- inn sem opnaði heimili sitt fyrir höfundinum og varð ásamt fjöl- skyldu sinni að umfjöllunarefni bókarinnar hefur fengið sendar bækur fyrir um 40 þúsund krónur. „Og svo fékk ég líka nokkrar gjaf- ir frá henni,“ segir Mohammad. „Þær voru mjög fínar.“ Að slá í gegn Bóksalinn í Kabúl hefur svo sannarlega slegið í gegn á Vest- urlöndum. Það er að segja bókin eftir Åsne Seierstad. Af bókum sem ekki eru skáldverk hefur engin bók selst meira í Noregi til þessa. Þýðingin sem kom nýlega út í Bretlandi hlaut frábærar við- tökur og bókin kemur út í Banda- ríkjunum í október. Bóksalinn sjálfur hefur hins vegar ekki slegið í gegn á sama hátt. Í bók- inni er honum lýst sem vondum fjölskylduharðstjóra. Konurnar í fjölskyldunni - nema yngsta brúður hans sem er á tánings- aldri - þola illa meðferð af hans hálfu. Einkum systir hans sem hann meðhöndlar - samkvæmt bókinni - næstum því eins og ambátt. Uppreisn æru Norskir blaðamenn spurðu Shah Mohammad hversu mikla peninga hann vildi fá í skaðabæt- ur. „Ég vil ekki tala um peninga. Við höfum ekki rætt um peninga ennþá,“ sagði hann og lagði áherslu á að hann vildi fyrst og fremst leiðrétta þá bjöguðu og ósönnu mynd sem Åsne Seierstad hefði dregið upp af honum og fjölskyldu hans, fá uppreisn æru. Ef til vill með því að skrifa sjálf- ur bók. „Myndir þú bjóða Åsne heim til þín ef hún kæmi aftur til Kabúl?“ spurðu norskir blaðamenn. „Já,“ sagði Mohammad. „Heim- ili okkar stendur öllum opið. Sam- kvæmt íslamskri hefð eru jafnvel óvinir velkomnir. Og einkum og sér í lagi tökum við vel á móti kvenfólki. Kvenfólk skipar háan sess í samfélagi okkar.“ Munur á Noregi og Afganistan Í viðtali við norska stórblaðið Aftenposten sagði Åsne Seierstad að hún liti ekki svo á að hún ætti í per- sónulegum deilum við bóksalann frá Kabúl. „Þetta er árekstur milli tveggja menning- arheima,“ sagði hún, „sem sýnir hversu gífurlegur munur er á Nor- egi og Afganistan.“ Þá spurðu blaðamenn hvort hún tæki nærri sér þá gagnrýni sem Shah Mohammad hefur sett fram á túlkun hennar á fjölskyldulífi hans - en ýmsir hafa orðið til þess að taka undir málflutning hans. „Ég hef ekki túlkað neitt,“ sagði Åsne Seierstad. „Ég hef skrifað það sem ég hef séð.“ Í norskum fjölmiðlum hafa komið fram þau sjónarmið Åsne Seierstad um þetta mál að bóksal- inn segi ósatt. Að samkomulag hennar við Shah Mohammad gefi henni frjálsar hendur til að skrifa það sem henni sýnist. Að bóksal- inn hafi í samtölum við hana stað- fest að allt í bókinni sé sannleik- anum samkvæmt, en að hún hafi farið of langt inn í einkamál hans. Að hún sjái eftir þremur eða fjór- um smáatriðum í bókinni. Að hún hafi átt von á því að bókin yrði umdeild. Að hún telji að enska for- lagið hefði átt að senda eintak af þýðingunni til bóksalans um leið og þýðingin lá fyrir. Móðgun við Íslam Shah Mohammad Rais hélt ferð sinni áfram frá Noregi og er nú í Svíþjóð. Hann ætlar á bókasýninguna í Frank- furt, og hann ætlar til Bretlands ef hann fær vegabréfsáritun þangað. Hann er harður á því að hann hafi sýnt þessari vestrænu blaðakonu gest- risni og trúnað og hún hafi misnotað hvorutveggja. Þetta mál er því athyglisvert fyrir margra hluta sakir. Það vek- ur upp alvarlegar spurningar um siðareglur blaðamanna og rithöf- unda á Vesturlöndum sem fjalla um fátækt fólk í öðrum menning- arheimi. En Åsne Seierstad situr við sinn keip. Hún segist hafa tjáð konunum í fjölskyldu bóksalans að ef það væri eitthvað í lífi þeirra sem þær vildu ekki sjá á prenti þá skyldu þær ekki segja henni frá því. Norski mannfræðingurinn og sérfræðingur í menningu Mið- austurlanda, prófessor Unni Wik- an, segir í breska blaðinu The Observer að margt í bókinni orki tvímælis: „Einkum sumt af því sem haft er innan gæsalappa. Það er útilokað að hún geti hafa haft slíkan aðgang að hjörtum og huga fólks. Um leið og ég sá bókina á norsku rann upp fyrir mér að það yrði stórslys þegar bókin kæmi út á ensku. Hún hefur sagt frá leyndar- málum kvenna sem er skammarlegt og óheiðar- legt. Þetta verður tekið sem móðgun vegna virð- ingarleysis fyrir Íslam og Afgönum.“ Miskunnarlaus fjöl- kvænismaður Í bókinni segir Seier- stad frá því hvernig fyrsta eiginkona Shah Mo- hammad upplifir það sem niðurlægingu þegar hann tekur sér aðra konu og „hvernig hún hatar hann stundum fyrir að hafa eyðilagt líf hennar, tekið frá henni börn hennar og lítil- lækkað hana í augum heimsins.“ Þegar fátækur smiður stelur bunka af póstkortum frá Shah Mo- hammad heimtar bóksalinn að þjófurinn verði settur í fangelsi jafnvel þótt fjölskylda hans grát- biðji hann um að sýna miskunn „svo að börn smiðsins þurfi ekki að svelta í hel“. Þórðargleði og öfundsýki Vinir Åsne Seierstad segja að henni hafi sárnað mjög að margir sem í upphafi sögðust samfagna velgengni hennar séu nú teknir til við að úthúða henni. Einn vina hennar sem vill ekki láta nafn síns getið sagði: „Þetta fjölmiðla- fár snýst ekki um bókina. Það snýst um Åsne, og það stafar af því að velgengni hennar hefur verið svo mikil að nú þykir mörg- um tími til kominn að ná henni niður.“ Hvað svo sem líður Þórðar- gleði og öfundsýki frænda okkar í Noregi er það ljóst að upp er komið mál sem ekki verður auð- veldlega til lykta leitt. Bóksalinn frá Kabúl, Shah Mo- hammad Rais, hefur ráðið í sína þjónustu einn kunnasta lögmann Noregs, Brynjar Meling sem hef- ur þetta að segja: „Hún hefur komið sér upp auðæfum... hann á ekki neitt, og nú hefur hún tekið af honum æruna líka.“ Antonia Hodgson sem er rit- stjóri Seierstad hjá Time Warner- úgáfufyrirtækinu í Bretlandi segir: „Við stöndum algerlega með þessari bók Seierstad. Við vitum að hún er vandvirkur og varkár blaðamaður.“ thrainn@frettabladid.is Bóksali frá Kabúl í Afganistan, Shah Mohammad Rais, hefur stefnt norsku blaðakonunni Åsne Seierstad í sautján löndum. Ástæðan er sú að blaðakonan skrifaði bók um daglegt líf í Afganistan, þar sem Rais leikur stóra rullu. Blaðakona í Osló og bóksali í Kabúl FRÁ KABÚL Ástandið í höfuðborg Afghanistan er ekki upp á marga fiska. Það er algengt að Vesturlandabúar skrifi bækur um reynslu sína af ferðalögum til fátækra landa. Það er hins vegar óvenjulegt að íbúar þeirra fari í mál vegna þess sem um þá er skrif- að í þessum bókum. En nú hefur það gerst í Noregi. ÅSNE SEIERSTAD Ritlaun hennar í Noregi nema þegar um 50 milljónum króna. SHAH MO- HAMMAD RAIS Fyrir sína þáttöku fékk hann sendar bækur fyrir um 40 þúsund krónur. BÓKSALINN Í KABÚL Bók Seierstad um daglegt líf í Af- ghanistan hefur selst í hálfri milljón ein- taka í Skandinavíu. Hún kemur út á Ís- landi fyrir jólin. Þetta mál er því athyglisvert fyrir margra hluta sakir. Það vek- ur upp alvarlegar spurningar um siðareglur blaðamanna og rithöfunda á Vesturlönd- um sem fjalla um fátækt fólk í öðrum menningar- heimi. ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.