Fréttablaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 2
2 28. september 2003 SUNNUDAGUR Þetta er alsæla, toppurinn á tilverunni í fótboltanum. Ég var alveg viss um að við myndum vinna þennan titil. Vð vorum betri allan tímann og áttum þetta skilið. Ólafur Þórðarson er þjálfari ÍA en þeir tryggðu sér bikarameistaratitilinn í níunda sinn í úrslitaleik gegn FH í gær. Spurningdagsins Ólafur, hvernig er tilfinningin? Málshöfðunartillaga ekki á dagskrá Stjórnendur Sjóvár og Íslandsbanka hafa látið viðskipti með 2% hluta- fjár í Sjóvá ganga til baka. Forsvarsmenn Afls og Atorku telja samt sem áður þurfi að taka verði tillögu þeirra um málshöfðun fyrir. ATHAFNALÍF Stjórn Sjóvár Almennra hefur sent frá sér tilkynningu um að boðað verði til hluthafafundar fyrir 10. október næstkomandi. - Íslandsbanki hf., sem fer með rúm- lega 56% hlutafjár í félaginu, hafði óskað eftir boðun hluthafafundar þar sem tekin yrði fyrir tillaga um fækkun stjórnarmanna og kosið yrði í nýja stjórn. Þá höfðu for- svarsmenn fjárfestingarfélaganna Afls og Atorku, þeir Margeir Pétursson, Styrmir Þór Bragason og Þorsteinn Vilhelmsson, óskað eftir hluthafafundi þar sem m.a. yrði tekin fyrir tillaga um að hlut- hafafundur samþykkti málshöfðun á hendur Íslandsbanka hf. og/eða stjórnarmönnum Sjóvár vegna við- skipta með eigið hlutafé og „annars ólögmæts athæfis“ í tengslum við yfirtöku bankans á Sjóvá. Í tilkynningu Sjóvár kemur fram að forsvarsmenn félagsins og Íslandsbanka hafi ákveðið að láta kaup bankans á hlutafé að nafn- virði kr. 11.258.146 ganga til baka en voru þau kaup sérstaklega nefnd í bréfi Afls og Atorku. Í til- kynningu frá Sjóvá segir að þetta sé gert til þess að koma í veg fyrir tortryggni vegna þeirra viðskipta. Í yfirlýsingu frá forsvarsmönnum Afls og Atorku segir að „það [sé] fagnaðarefni að Íslandsbanki og Sjóvá Almennar viðurkenni þetta brot sitt og láti viðskiptin ganga til baka.“ Umfjöllun um kröfu um máls- höfðun á hendur Íslandsbanka og/eða stjórn félagsins er ekki á fundardagskrá samkvæmt til- kynningu Sjóvár. Forsvarsmenn Afls og Atorku telja að stjórn fé- lagsins sé skylt að hafa þá tillögu á f u n d a r d a g - skrá, jafnvel þótt stjórnir Sjóvár og Ís- l a n d s b a n k a hafi að hluta til orðið við g a g n r ý n i n n i með því að draga áður- nefnd kaup til baka. Þeir vísa í lög um hluta- félög máli sínu til stuðnings en samkvæmt þeim eiga hluthafar rétt á að mál þeirra séu tekin fyr- ir á hluthafafundi. Ef tillaga um málshöfðun verð- ur tekin fyrir á hluthafafundi er Íslandsbanka, samkvæmt lögum, óheimilt að taka afstöðu til málsins. Því þarf tillaga Afls og Atorku ein- ungis að njóta stuðnings handhafa ríflega 22% hlutafjár í félaginu til þess að hún nái fram að ganga. Benedikt Sveinsson, stjórnar- formaður Sjóvár, vill ekki tjá sig um bréf forsvarsmanna Afls og At- orku en segir að þeim verði svarað bréflega. thkjart@frettabladid.is Hvalveiðar: Sprengju- deild kölluð til HVALVEIÐAR Sprengjudeild Land- helgisgæslunnar var kölluð út þegar hvalveiðiskipið Njörður kom að landi í Ólafsvík á föstu- dagskvöld. Sprengjuoddur í skutl- unni hafði ekki sprungið þegar hann lenti í dýri við hvalveiðar fyrr um daginn. Lögreglan í Ólafsvík þurfti að loka innsigling- unni á meðan oddurinn var fjar- lægður. Farið var með hann í fjör- una inn fyrir bæinn þar sem hann var sprengdur með nokkrum hvelli. ■ KÁRAHNJÚKAR Lögregla hyggst sinna þar eftirliti áfram. Kárahnjúkar: Starfsréttindi könnuð VINNUEFTIRLIT Lögregla hafði af- skipti af tugum verkamanna á Kárahnjúkum á föstudaginn. Lög- reglumenn frá Egilsstöðum og fulltrúi frá Vinnueftirlitinu fóru í eftirlitsferð þangað til að kanna hvort starfsmenn væru með til- skilin starfsréttindi og atvinnu- leyfi. Að sögn Hjalta Axelssonar lög- reglumanns voru höfð afskipti af flestum þeim sem voru á farar- tækjum og vinnuvélum. Réttindi flestra voru í lagi en eitthvað var um að réttindi til að stjórna vinnu- vélum væru ekki í lagi. Hins veg- ar kom ekkert athugavert í ljós í sambandi við atvinnuleyfi. Hjalti segir að gerðar hafi verið athuga- semdir við það sem ekki reyndist í lagi og sumt hafi verið lagfært á staðnum en annað eigi að lagfæra á næstu dögum. Hjalti segir ekkert ákveðið um það hvort farið verði í frekari - eftirlitsferðir af þessu tagi upp á Kárahnjúka. ■ ÞJÓFNAÐUR Maður tilkynnti að tveir menn hefðu ráðist á hann í miðbæ Reykjavíkur á laugar- dagsmorgun. Þeir tóku af honum veskið, hirtu úr því eitt til tvö þúsund krónur, hentu því í hann aftur og hlupu á brott. AF SLYSSTAÐ Ökumaðurinn reyndist próflaus Lögreglan í Reykjavík: Sextán ára og ölvaður ÖLVUNARAKSTUR Ökumaður missti stjórn á bifreið sem hann ók eftir Arnarbakka, ók á kyrrstæðan sendibíl á bílastæði við Eyjabakka og endaði á hvolfi. Ökumaðurinn reyndist 16 ára, ölvaður og á bíl sem hann hafði tekið ófrjálsri hendi. Einn farþegi var með hon- um í bílnum og voru þeir báðir fluttir á slysadeild en sluppu án alvarlegra meiðsla. Stolni bíllinn var óökufær. ■ ÁKÆRÐ FYRIR ÓSANNINDI Kona á þrítugsaldri hefur verið ákærð af hálfu ríkissaksóknara fyrir að greina lögreglu ranglega um að fjórir menn hefðu nauðgað henni rétt fyrir jól í fyrra. Maður að er- lendum uppruna þurfti að sæta gæsluvarðhaldi vegna þessa. DV greindi frá. ELDUR Í MIÐBORGINNI Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna reyks í húsi í Ingólfsstræti um þrjúleytið aðfaranótt laugar- dags. Í ljós koma að eldur logaði í gólfi á milli ljósmyndaverslunar og kjallara. Eldsupptök eru ókunn. Vel gekk að slökkva eldinn og var hús- ið reykræst á eftir. BRÆÐUR BERJAST Maður á þrítugs- aldri skallaði tæplega tvítugan bróður sinn í andlitið í Breiðholti á föstudagsnótt. Sá yngri hlaut blóð- nasir, framtönn losnaði og var hann fluttur á slysadeild þegar hann byrjaði að missa mátt. STJÓRNMÁL Jón Bjarnason, þing- maður Vinstri grænna, hefur far- ið þess á leit við Sturlu Böðvars- son samgönguráðherra að kalla saman þingmenn Norðvesturkjör- dæmis til að ræða slæmt atvinnu- ástand á Bíldudal. Sturla hefur svarað erindinu og er gert ráð fyr- ir að fundurinn verði haldinn þann 8. október. „Flestir grunnþættir atvinnu- lífs á Bíldudal eru í miklum vanda og uppnámi,“ segir Jón Bjarna- son, en rækjuverksmiðja á staðn- um hefur verið lokuð síðan í vor og alls óvíst hvenær hún tekur aftur til starfa. Auk þess er starf- semi fiskvinnslunnar í algjöru lágmarki vegna fjárhagsörðug- leika. Þá kom á föstudag í ljós að erlendir samstarfsaðilar halda að sér höndum varðandi uppbygg- ingu kalkþörungavinnslu á Bíldu- dal sem bundnar höfðu verið von- ir við, að sögn Jóns. „Það er því full ástæða til þess að þingmenn kjördæmisins komi saman og fari yfir stöðuna, hvern- ig þeir geti komið að málum til að styrkja atvinnulífið,“ segir Jón. ■ ■ Lögreglufréttir M YN D /S TE IN AR Hinn grunaði í Svíþjóð: Fékk far hjá lögreglunni WASHINGTON, AP Maðurinn, sem nú er talinn hafa myrt Önnu Lindh, utanríkisráherra Svíþjóðar, sat í sænskri lögreglubifreið fimm dögum eftir að morðið var framið. Tveir lögreglumenn óku hon- um á geðdeild eftir að kvörtun hafði borist um að ófriður stafaði af honum í heimahúsi. Manninum var vísað frá geðdeildinni. „Hann var stutthærður þá, svo okkur datt ekki í hug að þetta væri hann,“ er haft eftir lögreglu- manni í sænska dagblaðinu Ex- pressen. Hinn maðurinn, sem sat í nærri viku saklaus í fangelsi grunaður um morðið, sagðist í viðtali við sænska útvarpið á laugardaginn afar ósáttur við það hvernig bæði fjölmiðlar og lögregla hafa fjallað um hann opinberlega. ■ Bush og Pútín: Andvígir hugsanlegum kjarnorkuáformum CAMP DAVID, AP Leiðtogar Bandaríkj- anna og Rússlands, þeir George W. Bush og Vladimir Pútín, hvetja bæði Íran og Norður-Kóreu ein- dregið til þess að hætta öllum hugs- anlegum áformum um að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Þeir Bush og Pútín hittust í Bandaríkjunum, nánar tiltekið í Camp David, þar sem sá fyrrnefndi tók á móti starfsbróður sínum frá Rússlandi á laugardaginn. Að fundinum loknum sögðust þeir ætla að vinna saman að því að uppbyggingu í Írak þrátt fyrir að vera algerlega ósammála um að- gerðir Bandaríkjanna þar í landi. Pútín vildi ekki útlista nákvæmlega hvernig Rússar hygðust koma að uppbyggingu landsins. Hann sagð- ist fyrst vilja fá niðurstöðu í rök- ræðuna um nýja ályktun Sameinuðu þjóðanna um málið. Líklegt er að Bandaríkin sendi um 15 þúsund bandaríska hermenn til Írak á næstunni þar sem önnur ríki hafa ekki viljað senda sína her- menn þangað. Eftir fundinn með Pútín sagðist Bush ekki vera von- svikinn yfir litlum stuðningi ann- arra ríkja við hersetu Bandaríkja- manna í Írak. ■ HITTUST Í CAMP DAVID Vladimír Pútín og George W. Bush. DEILT UM FUNDARDAGSKRÁ Forsvarsmenn stórra hluthafa í Sjóvá vilja að hluthafafundur greiði atkvæði um hvort fé- lagið skuli höfða mál á hendur stjórnarmönnum Sjóvár og stærsta hluthafanum, Ís- landsbanka. JÓN BJARNASON Hefur farið þess á leit við Sturlu Böðvars- son samgönguráðherra að þingmenn Norðvesturkjördæmis hittist og ræði at- vinnuástand á Bíldudal. Þingmenn funda um málefni Bíldudals: Atvinnulífið í uppnámi ■ Lögreglufréttir MARGEIR P. Telur að brotið hafi verið á hluthöfum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.